Ætlar Pútín að ráðast inn í Úkraínu eða ekki? Eftir að viðræður milli Pútíns og NATO fóru út um þúfur. Er spurningunni enn ósvarað!

Við höfum a.m.k. eitt svar - NATO hafnaði öllum kröfum Pútíns.
Sannarlega er það akkúrat svarið við þeirri tilteknu spurningu ég reiknaði með.
Enda virtist mér á tæru að það væri gersamlega ómögulegt fyrir NATO.
Að samþykkja nokkra af hinum framsettu kröfum!

  • Ef maður einungis skoðar hvernig NATO tekur ákvarðanir.
    Þá verða öll ríkin vera sammála!
  • Það þíðir, að til að samþykkja kröfu.
    Þarf að náðst samstaða um slíkt.
  • Ergo - ef engin samstaða næst.
    Þíðir það, engar kröfur nást fram.

Þannig að ég velti fyrir mér hvort það var ekki hreinlega.
Innra samstöðuleysi NATO -- er leiddi þá niðurstöðu fram!
-----------
Það var einmitt kenning sem ég setti fram fyrir fundinn með NATO.
Að það gæti akkúrat verið útkoman.
Að kröfum Pútíns, væri hafnað meira vegna þess, að NATO hefði enga samstöðu.
En þess, að allar NATO þjóðir væru sammála um e-h tiltekið atriði.

 

Áhuga vekur einstök NATO lönd eru hafin að vopna Úkraínu!
Það er einmitt það form stuðnings NATO landa ég fastlega reikna með.
Það er, áhugasöm NATO lönd -- styðji og vopni Úkraínu.
Samtímis og það verða einnig NATO lönd, er skipta sér lítt af málum.

  1. Bretland lýsti því nýlega yfir, að 2.000 skrið-dreka-flaugar hefðu verið sendar til Úkraínu.
  2. Rétt fyrir þessa helgi, tilkynntu nokkrar þjóðir í A-Evrópu, um yfirvofandi vopnasendingar til Úkraínu.
  3. Bandaríkin, hafa tilkynnt að -- 100 tonn af vopnum.
    Verði send til Úkraínu nk. daga.
    Mér skilst að flutningavélar fljúgi nú milli Bandar. og Úkraínu.

Ég taldi algerlega fullvíst að NATO mundi styðja Úkraínu.
Og það virðist vera að staðfestast!

 

Þf ekki endilega fullkomna NATO samstöðu, að slíkur stuðningur skipti máli!
Ég hugsa að það sé alveg nóg - að E-Evrópulönd, Bretland + Bandaríkin, styðji Úkraínu.

  1. Hinn bóginn er hægt að líta á núverandi stöðu.
  2. Sem nokkurs konar form af samninga-viðræðum.
  • Fregnir berast af því, að meira rússneskt herlið streymi að landamærum.
  • Á sama tíma, berast fregnir af - vopnun Úkraínu.

Það má líta þannig á, að - Pútín vs. NATO.
Séu að efla sína samningsstöðu - með sínum hvorum hætti.

Pútín með meira herliði - NATO lönd með því að styrkja Úkraínuher.

Ég ætla ekki að - fullyrða að það sé rétt túlkun.
En þetta er a.m.k. möguleg sýn á núverandi atburðarás.

 

Eins og fyrr, getur Pútín pent verið að undirbúa innrás!
Það passar alveg við mikla liðsflutninga + fjölmenna liðssöfnun.
Og enn liggur svarið ekki fyrir.

  • Og enn er ég ekki einu sinni viss.
    Að Pútín sjálfur hafi tekið ákvörðun.

 

Niðurstaða
Eitt virðist þó nær víst, að ef Pútín hefur stríð.
Fær Úkraína líklega nægilega mikið af vopnum, til að viðhalda mótspyrnu.
Enn er það fullkomlega óvíst hvernig her Úkraínu mundi reiða af.
Sannarlega 2014 kom í ljós að sá her var illa búinn og í hræðilegu ástandi.
Hinn bóginn, hefur Vestræn fjármögnun og Vestræn vopna-aðstoð.
Styrkt her Úkraínu mikið síðan það ár, auk þess að stöðugir bardagar við rússneskar sveitir í A-Úkraínu -- hefur búið til fjölmennan hóp bardagareyndra hermanna.
Þar fyrir utan, hefur Rússland - enga tæknileg yfirburði yfir her Úkraínu.
Hinn bóginn er her Rússlands í heild mikið stærri.
En á móti kemur, að Rússland mundi aldrei senda allt sitt herlið til Úkraínu.
Rússland líklega mundi aldrei tæma Suður-svæðið þ.s. Múslímar eru fjölmennir, út af ótta við hugsanlega nýjar uppreisnir þar - Rússland vill væntanleg auk þessa viðhalda herliði nærri A-Asíu svæðinu til að viðhalda stöðugleika þar, og mundi örugglega aldrei færa allt herlið er stendur gagnvart NATO til Úkraínu.
--Þetta ber að hafa í huga, sem eru rök fyrir því að Úkraína eigi möguleika.

Síðan koma viðbótar sjónarmið, hvort hagkerfi Rússlands ræður við afar kostnaðarsamt stríð - sérstaklega ef NATO löndum með vopnasendingum tekst að viðhalda getu hers Úkraínu til að verjast framrás hugsanlegrar rússneskrar innrásar.
Þá meina ég, ef slíkt stríð dregst á langinn!
Flestir er ræða slíkt, telja Rússland ráða við stutt stríð.
En ekki mörg ár af mjög umfangsmiklum kosntaðarsömum átökum.

  • Síðan er það eitt atriði - ég óttast að hugsanlega sé Pútín að mála sig út í horn. Ég meina, koma sér í þá stöðu, hann geti ekki bakkað frá því að ráðast inn.
  • En ítrekaðar kröfur sem NATO er þegar búið að hafna, áframhaldandi liðsflutningar - og vopnasendingar NATO á sama tíma. Auka stöðugt spennuna.

Ég gæti ímyndað mér, að Pútín gæti komið sér í þá innanlands pólitísku stöðu í Rússlandi, að það að bakka -- væri too big loss of face.

Þannig að hann hæfi nýtt stríð, þrátt fyrir fulla vitneskju að NATO lönd.
Muni tryggja Úkraínu nægar vopnasendingar til að viðhalda getu landsins til að halda stríðinu áfram, þrátt fyrir fjölmenna innrás!
--Það mundi að sjálfsögðu leiða til mjög mikilla blóðsúthellinga á báða bóga.

  • En draumur þeirra NATO landa er styddu Úkraínu.
  • Væri augljóslega, að her Rússlands yrði fyrir slíku tjóni.
  • Að innrásin yrði að - stórtjóni fyrir Pútín.

Það mætti ímynda sér, að ef það blasti við, að Rússland væri eiginlega búið að tapa stríðinu -- gæti það hugsanlega leitt til falls Pútíns.
--Líklegast gæti verið svokölluð palace coup.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Aj hverju ekki hlutlausa úkraína undir stjórn beggja?

Halldór Jónsson, 24.1.2022 kl. 09:36

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki bara pressa á Pútin?ekki vilja kanar púkinn á Kúbu eða í venezela⁷

Halldór Jónsson, 24.1.2022 kl. 09:38

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Putin ekki pukinn

Halldór Jónsson, 24.1.2022 kl. 09:39

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það má í raun skifta þessum átökum í tvennt og það verða menn að gera ef þeir vilja átta sig á hvað er að gerast.
Annarsvegar er þarna Úkrainudeilan og hinsvegar eru kröfubréfin sem Rússar sendu til NATO og Bandaríkjanna. 

Ef við horfum til Úkrainudeilunnar frá sjónarhóli Rússa þá er sú deila þegar leyst.
Úkraina verður ekki NATO ríki.
Hugmyndir um að Putin sé búinn að mála sig út í horn og þurfi að gera eitthvað eins og Biden orðar það, eru afar undarlegar.
Putin hefur aldrei hótað að ráðast á Úkrainu og hefur engann áhuga á að gera það.
Fyrir því eru margvíslegar ástæður.
Í fyrsta lagi hefur hann engann áhuga á að fást við landsvæði þar sem stór hluti íbúanna er fjandsamlegur Rússum.
Þetta er meðall annars ástæðann fyrir að Putin neitaði beiðni Donbass um að vera innlimað í Rússland á sínum tíma.
Hitt er svo annað mál að hann mun eyða Úkrainska hernum ef honum finnst að þess þurfi ,og til þess þarf hann enga innrás.
Vopnin sem er verið að senda til Úkrainu eru með öllu gagnslaus gegn Rússneska hernum.
.
Í öðru lagi þá væri sú aðgerð ekki vinsæl í sjálfu Rússlandi.
Mjög mikill fjöldi fólks í þessum ríkjum eru tengdir fjölskylduböndum og það mundi ekki vekja lukku ef Rússnesk stjórnvöld færu með hernaði gegn Úkrainu að ástæðulausu.
.
Hugmyndir um Rússnesska innrás er eingöngu til í höfðinu á forystumönnumm NATO ríkjanna ,einkum Breta og Bandaríkjamanna sem hafa talað fyrir þeirri hugmynd.
Reyndar finnst mér ekki líklegt að þeir trúi þessu heldur vilja þeir feykja upp moldviðri í erfiðri stöðu ,til að villa um fyrir fólki 
Þetta er hinsvegar ekki á "TO DO" listanum í Kreml og hefur aldrei verið.
Putin hefur aldrei haft áhuga á að stjórna Úkrainu.
Afstaða Putins til þessa máls er, að fyrr eða seinna þá muni Úkrainumenn ná áttum og taka upp eðlileg samskifti við Rússland.Það sé engin þörf á að ýta því máli áfram með hernaði.
En Úkraina verður aldrei NATO ríki. Það er alveg ljóst.
Rússar eru þolinmóð þjóð.

Hinn hluti deilunnar snýr svo að kröfum Rússa um að NATO vindi ofan af liðsafnaði sínum í Austur Evrópu.
Þessar hugmyndir hafa vakið upp allskonar draugasögur,meðal annars þá að krafa Rússa sé að A Evrópurikin gangi úr NATO.
Þá kröfu er ekki að finna í skjölunum og geta allir sem vilja gengið úr skugga um það með að lesa kröfur Rússa.Þær eru aðgengilegar á heimasíðu Rússneska utanríkisráðuneytisins fyrir alla til að lesa.
Þessar kröfur eru afar hógværar og í samræmi við það sem Rússum var lofað þegar þeir heimiluðu sameiningu Þýskalands á sínum tíma.
Forsvarsmenn NATO og vesturlanda hafa undanfarið reynt að bera brigður á að þetta loforð hafi verið gefið ,en hver sem er getur gengið úr skugga um að það var gert af því að skjöl sem sýna það svo ekki verður um villst hafa verið opinberuð á undanförnum árum.
Vesturveldin sviku þetta loforð nánast samstundis eða sex árum eftir að það var gefið og hafa verið að svíkja það alla tíð síðan,nú síðast með því að reyna að innlima Úkrainu og Georgíu í NATO.
Í annan stað hefur NATO svikið samninginn sem gerður var við inngöngu Eystrasaltsríkjanna í NATO ,en hann gengur út á að NATO hafi ekki viðvarandi herlið í þessum löndum.
Þessi samningur var svikinn nánast samstundis eftir undirritun og hefur verið það alla tíð síðan.
Kröfur Rússa hljóða upp á að NATO standi við samningana og loforðin sem hafa verið gefin,að hluta til.
Eins og áður hefur komið fram þá kefjast Rússar þess ekki að nein ríki yfirgefi NATO sem væri þó í samræmi við loforðin sem gefin voru.
Kröfur Rússa eru því hófstilltar og gerðar þannig úr garði að sjálfsagt og eðlilegt er að verða við þeim.

En hversvegna voru allir þessir samningar og loforð svikin.
Svarið er einfalt. Vegna þess að NATO gat það. Hernaðarlegir og efnahagslegir yfirburðir vesturveldanna voru svo miklir að þeir töldu sig ekki þurfa að standa við það sem þeir sömdu um.
Þetta var í sjálfu sér rétt ,en hinsvegar var þetta afar skammsýn stefna.
Eftir fall Sovétríkjanna var Rússland ekki í neinm færum til að knýja á um að samningar og loforð væru virt.
Hinsvegar hefur Rússland verið stórveldi svo öldum skifti og nú þegar þeir eru komnir á fyrri stall sem slíkir þá banka þeir á um að þessi orð séu virt.
Og þeir munu halda áfram að banka.
Fyrr eða seinna verða Vesturveldin að semja um þetta mál.
Sum Evrópuríki virðast vera búin að gera sér grein fyrir þessu þó að það sé enn of erfitt að viðurkenna það.
Síðasta ferð Blinkens til Evrópu sýnir svo ekki verður um villst að Ítalía ,Frakkland og Þýskaland eru tilbúin til að semja um þessi mál og kanslari Þýskalands og forsætisráðherra Ítalíu stefna nú til fundar viðPutin.
Þýski kanslarinn hafnaði fudi með Biden vegna anna heimafyrir og stefnt er að því að hann verði haldinn seint í febrúar.
Þýskaland hefur beitt neitunarvaldi gegn því að Rússar verði sviftir aðild a SWIFT kerfinu enda kæmi sér það verr fyrir Þjóðverja en Rússa þegar upp er staðið.
Frakkar höfnuðu alfarið gögnum sem Blinken lagði fram um innrás Rússa í Úkrainu ,sem ótrúverðugum.
Það virðast leika vorvindar um Evrópu eftir kalt tímabil. Nú er eftir að sjá hvort sólin nær að brjótast fram úr skýjunum.
Ferðalg Blinkens um Evrópu endaði með fundi með Lavrov í Genf.
Í draumum sínum hafði Blinken séð fyrir sér að hann mundi mæta til fundar með Lavrov þar sem hann mundi berja á Lavrov með því að hann hefði í vasanum órofa samstöðu helstu ríkja Evrópu eftir fundi hans í Evrópu:
Niðurstaðan varð hinsvegar sú að hann varð að biðja Lavrov um frest til að svara skriflega kröfum Rússa.
Lavrov veitti honum náðarsamlegast viku frest. 

.
Öll vandamál og spenna sem nú ríkir í Evrópu stafa af því að NATO ríkin sviku gerða samninga.
Svikin má rekja til þess að NATO ríkin fóstruðu með sér þá heimskulegu hugmynd að eftir fall Sovétríkjana mundu þeir ráða öllum heiminum.
"The end og history" minnir mig að það hafi verið kallað.
Þeir hefðu betur lesið sér eitthvað til í mannkynssögu áður en þeir fóru að fóstra með sér slíkar grillur 
Eina leiðin til að lagfæra þetta er að NATO ríkin viðurkenni brot sitt og semji um einhverskonar málalok í þessum málum, af heilindum.
Með því móti mætti framlengja frið í Evrópu í einhverja áratugi jafnvel og gera líf íbúanna betra.
Við fall Sovétríkjanna fór NATO frá því að vera blessun yfir í að vera bölvun.

 

Borgþór Jónsson, 24.1.2022 kl. 10:20

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

"Ég taldi algerlega fullvíst að NATO mundi styðja Úkraínu.

Og það virðist vera að staðfestast!"

Þessi stuðningur með að senda hergögn
virkaði afskapleg vel í Afganistan - hvað skildi USA her mikið eftir af hergögnum?
og nú eru Talibanar komnir til Noregs til að heimta að mannúðaraðstoðin fari í gegnum þeirra blóðugu hendur

Grímur Kjartansson, 24.1.2022 kl. 13:00

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

NATO er hernaðararmur USA í Evrópu. Augljóslega hafa þeir reynt að umkringja Rússa og nú síðast með hótun um að innlima Ukraínu. Þjóðverjar sem eiga mest undir góðum samskiftum við Rússa vilja ekki þessa þróun mála.

Bandaríkjastjórn hefur þá aðferð til að æsa til stríðsátaka að saka leiðtoga ríkja einsog Rússlands um að vera persónuleg fyrirstaða friðar og réttlætis. Það er einungis rétt ef þeim tekst að koma sínum útsendurum til valda einsog og þeim tókst í Ukraínu á sínum tíma og varð til þess að Rússar neyddust til að taka Krímskaga undir sinn verndarvæng. Annars hafa þeir enga ástæðu til að ráðast á Ukraínu.

Nordstream gasleiðslan er hin raunverulega ástæða mögulegra átaka.Það á ekki að gefa Þjóðverjum tækifæri til að hafa sjálfstæða orku og utanríkisstefnu. Menn spyrja sig hvers vegna Evrópa láti Bandaríkin kúga sig. Það er vegna þess að Bandaríkin vilja að næsta stórstyrjöld fari fram þar. Hinar tvær síðusstu tókust afar vel og gerðu Bandaríkin að heimsveldi. Sjálfsagt vonast þeir til að þriðja Evrópustyrjöldin verði þeim í hag.

En að Rússar byrji átökin er fráleitt. Það er samsæriskenning : )

Gísli Ingvarsson, 27.1.2022 kl. 15:33

7 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þetta er rétt hjá þér Gísli.
Rússar hafa engann hag af því að ráðast á Úkrainu.
Það er ekkert nema vesen og enginn gróði.

Áróðursheferðin sem kemur frá Bretum og Bandaríkjamönnum varðaindi þessa innrás er sama eðlis og kemur frá sömu lygamörðunum og lugu inn á okkur Íraksstríði um árið .Og reyndar mörgum öðrum stríðum.
Sumir læra aldrei og hlaupa upp til handa og fóta í hvert skifti sem þessi áróðursmaskína er gangsett.
.
Ástæðan fyrir þessari árásargirnii er með öllu ókunn,en í ljósi þess hvað þetta er allt órökrétt virðist manni að tilgangurinn gæti verið að  hrekja Rússland endanlega úr öllu samstarfi við Evrópuríkin.
Mörgum leiðtogum Evrópu ,þar á meðal leiðtogum Úkrainu, er hins vegar farið að blöskra þessar aðfarir ,enda eru þær farnar að stór skaða Úkrainu nú þegar.
Mörg Evrópuríki sjá líka fram á mjög erfiða tíma ef fer fram sem horfir.
Ef viðskifti Evrópu við Rússland verða að engu, mun Evrópa missa alla samkeppnisstöðu gagnvart ríkjum eins og Bandaríkjunum ,Japan ,Suður Kóreu og ekki síst Kína.
Án Rússlands eru dimmir dagar framundan í Evrópu og margir leiðtogar þar eru orðnir uggandi út af þessu.
Þeim er að verða ljóst að það dugar þeim ekki lengur að ganga um svíkjandi samninga og ljúgandi upp á leiðtoga Rússa og Rússa sjálfa.
Rússland stendur ekki lengur höllum fæti gagnvart NATO og NATO ríkjunum.



Borgþór Jónsson, 31.1.2022 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband