Þeir sem vita eitthvað um ESB, vita að ESB er yfirþjóðleg stofnun -- það nefnast stofnanir í fjölþjóðlegu- eða alþjóðlegu samhengi; sem geta sett reglur eða lög sem þær þjóðir er tilheyra þeim stofnunum - hafa fyrirfram skuldbundið sig til að hlíða.
- Í aðildarsamningum að ESB, er sú yfirþjóðlega skuldbinding framkvæmd.
Það er einmitt vegna þess, að skuldbindingin er yfirþjóðleg.
Sem krafa er að samningur sé samþykktur með þjóðaratkvæðagreiðslu. - Til þess einmitt, að ekki sé hægt síðar meir að halda því fram.
Að sú gerð hafi með einhverjum hætti verið þvinguð fram.
Sé þar með -- ósanngjörn.
- Að Pólskur dómstóll hafi líst -- lög Póllands æðri lögum ESB.
- Er einfaldlega stríðs-yfirlýsing, a.m.k. í lagalegu samhengi.
Það er einkar áhugavert, ekki síst í því ljósi -- að Pólland sannarlega samþykkti hið yfirþjóðlega fyrirkomulag á sínum tíma; og meirihluti Pólverja einnig studdi aðildarsamninginn á sínum tíma.
--Hinn bóginn er ríkisstjórn svokallaðs -- Laga og Réttlætisflokks, afar þjóðernis-sinnuð.
Deilan við ESB - snýst ekki síst um - hvernig L&R hreinsaði - pólska dómstóla.
Flest bendir til að - L&R - hafi fyllt pólska dómstól af einstaklingum, hlyðhollir sinni afstöðu.
--M.ö.o. þjóðernis-stefnu.
- Lög í Póllandi, er heimila stjórnvöldum að reka dómara.
- Eru talin brjóta gegn - prinsippinu um aðskilnað réttarfars og framkvæmda-valds.
- En grunn-hugmyndin um sjálfstæði dómstóla.
- Er til þess, að gera þá a.m.k. tiltölulega hlutlausa og einnig tiltölulega ópólitíska.
--Ef stjórnvöld geta að vild rekið dómara sem þeim líkar ekki við.
Er erfitt að sjá hvernig slíkur dómstóll er þá ekki orðinn - pólitískur, m.ö.o. hlutdrægur.
- Laga og Réttlætisflokkurinn, fullyrti á móti, að hreinsun í dómskerfinu væri nauðsynleg, þar eð að þeirra mati - væri dómskerfið fullt af -kommúnistum.-
- Ég ætla ekki að fella mat á hvort - viðkomandi hafi verið -kommúnistar- en það á til að gerast að mjög eindregnir hægrimenn kalli venjulegt vinstrifólk kommúnista.
Það þar jafnvel ekki vera að þeir hafi verið -vinstri- nema í þeim skilningi, vinstra megin við Laga og Réttlætis.
M.ö.o. ákvörðunin getur einfaldlega hafa þítt.
Að þeir töldu dómstólana - sína pólit. andstæðinga.
En þá er hreinsunin - að sjálfsögðu hrein og tær pólitísk aðgerð.
Dómstólar verða að sjálfsögðu ekki hlutlausari við það - að einn flokkur hreinsi alla út þá sem þeim líkar ekki við, síðan setji einungis þá sem þeim líkar við.
En hversu langt getur ESB gengið? Gagnvart Póllandi?
Skv. fregnum stendur til að setja -- dagsektir á Pólland.
Ég veit ekki hver upphæð per dag mundi vera.
--En mat Framkvæmdastjórnar skv. fregn að líklega þvingi sú aðgerð pólsk stjórnvöld til að semja við stofnanir ESB.
- Skv. því eru það líklega ekki túskildingar per dag.
Þar fyrir utan eru til staðar ákvæði er heimila stofnunum ESB að -- stöðva greiðslur til Póllands út úr styrkjakerfi ESB.
--Þó ekki í tilviki styrkja til landbúnaðarmála -- en aðra styrki t.d. til framkvæmda.
Að auki, geta stofnanir ESB hindrað að Pólland fái lán frá Þróunar-banka ESB -- jafnvel látið lán falla á gjalddaga þ.e. hafnað að þau séu endurnýjuð.
--Heimtað greiðslu strax.
En ESB getur gengið miklu lengra en þetta: 7gr. Sáttmálans um Evrópusambandið!
- On a reasoned proposal by one third of the Member States, by the European Parliament or by the European Commission, the Council, acting by a majority of four fifths of its members after obtaining the consent of the European Parliament, may determine that there is a clear risk of a serious breach by a Member State of the values referred to in Article 2. Before making such a determination, the Council shall hear the Member State in question and may address recommendations to it, acting in accordance with the same procedure. The Council shall regularly verify that the grounds on which such a determination was made continue to apply.
- The European Council, acting by unanimity on a proposal by one third of the Member States or by the Commission and after obtaining the consent of the European Parliament, may determine the existence of a serious and persistent breach by a Member State of the values referred to in Article 2, after inviting the Member State in question to submit its observations.
- Where a determination under paragraph 2 has been made, the Council, acting by a qualified majority, may decide to suspend certain of the rights deriving from the application of the Treaties to the Member State in question, including the voting rights of the representative of the government of that Member State in the Council. In doing so, the Council shall take into account the possible consequences of such a suspension on the rights and obligations of natural and legal persons. The obligations of the Member State in question under the Treaties shall in any case continue to be binding on that State.
- The Council, acting by a qualified majority, may decide subsequently to vary or revoke measures taken under paragraph 3 in response to changes in the situation which led to their being imposed.
- The voting arrangements applying to the European Parliament, the European Council and the Council for the purposes of this Article are laid down in Article 354 of the Treaty on the Functioning of the European Union.
Þessi ákvæði hafa verið til staðar -- alla tíð síðan 1999 Maastricht sáttmála.
En hingað til aldrei verið beitt.
--Svokallað Evrópuþing, heimtar nú að beiting þeirra verði hafin.
- Skv. því sem fram kemur:
Er hægt að svipta aðildarland atkvæða-rétti í Ráðherra-ráðinu.
Sem er lykil-stofnun um nýjar ákvarðanir innan ESB. - Sú svipting standi einungis yfir - svo lengi sem Ráðherra-ráðið telur aðildarland vísvitandi brjóta sáttmála ESB.
Rétt að taka fram, ekki er hægt að reka aðildarland úr ESB.
En stofnanir ESB geta gert landi lífið leitt með margvíslegum hætti.
--Er viðkomandi aðildarland, brýtur með vísvitandi hætti reglur sambandsins.
- Fram til þessa, virðist mikil tregða til að beita þessum hörðustu viðurlögum.
- Þ.s. auðvitað Ráðherra-ráðið þart að taka ákvörðun.
Þá auðvitað, beita lönd sem hugsanlega yrðu beitt þvingunum.
Öllum þeim klækjum sem þau geta, ekki síst að safna liði innan Sambandsins. - Ef þau geta hindrað nægan meirihluta, svokallaðan - qualified majority.
Geta þau hindrað aðgerðina.
En kannski kemur nú að því að í fyrsta sinn verði þessu valdatæki ESB beitt.
Þ.s. að vart er hægt að reka fingurinn skýrar fram gegn ESB!
--En lísa lög Póllands lögum ESB æðri.
- Skv. því, fullyrt að Pólland sé í fullum rétti að hundsa ákvæði laga ESB, ef þau stangast á við -- samþykkt lög af hálfu ríkisstjórnar Póllands.
- En ef Pólland kemst upp með þetta!
--Væri sjálft prinsippið um yfir-þjóðlegt vald, hrunið.
Þar með vald þ.s. stofnanir ESB hafa haft, gufað upp.
Ég get því ekki séð hvernig ESB getur annað en beitt nú héðan í frá -- stigmagnandi þvingunum!
Málið sé, að þetta sé líklega hvorki meira né minna en spurning um tilvist ESB.
ESB verði að svínbeygja Pólland -- annað sé það líklega hrunið.
En ef Pólland kæmist upp með að hundsa stofnanir ESB að vild.
Þá þíddi það einnig að önnur lönd fljótt gerðu það sama!
Þá að sjálfsögðu rekur fljótt klúbbinn í ótal áttir.
--Regluverkið mundi þá flosna upp, því engin leið væri þá að framfylgja því.
- Þetta sé m.ö.o. eins og ég sagði -- eiginlega stríðsyfirlýsing gegn ESB.
Af hálfu Laga og Réttlætisflokksins.
Það áhugaverða er að sá flokkur segist ekki ætla að segja Pólland úr ESB.
Enda nýtur aðild Póllands milli 70-80% fylgis almennings í Póllandi.
--Hinn bóginn, ef Pólland brýtur ESB sjálft - þá þarf ekki að segja sig úr, ef stofnunin sjálf flosnar upp.
Niðurstaða
Það verður áhugavert að fylgjast með stríði Póllands og stofnana ESB -- en vart sé unnt að kalla það minna en -stríð- úr því sem komið sé. En það að stjórnlaga-dómstóll Póllands, skipaður fólki sem - Laga og Réttlætisflokkurinn hafi skipað þar; hafi skilgreint lög Póllands æðri lögum ESB.
Geti vart annað en kallast - stríðs-yfirlýsing gagnvart þeim stofnunum.
- Eins og ég bendi á, ef Pólland kæmist upp með að -- hundsa lög og reglu, kalla eigin lög þeim æðri - hafna lagabreytingum að vild.
Eða að Pólland kæmist upp að, afnema einhliða lög ESB innan Póllands. - Þá væri sjálft prinsippið um yfirþjóðlegt vald ESB og stofnana þess hrunið.
--Þetta er alveg sami hluturinn, að t.d. Alþingi ver rétt sinn til að setja lög á Íslandi, í gegnum dómstóla og lögreglu -- sveitafélög á Íslandi og aðrir aðilar, verða að hlíða lögum Alþingis.
--Aðilar eru miskunnarlaust dregnir fyrir lög og dóm, ef þeir vísvitandi brjóta lög.
Mönnum - aðilum - sveitafélögum og hópum, sé ekki heimilt að hundsa lög að vild. - Ef menn komast upp mað að hundsa lög að vild.
Yrðu lög landsins hrunin - og ríkisvaldið er byggir á þeim lagagrunni það einnig.
Ég meina það því algerlega, að Pólland vegur þarna að sjálfri tilvist ESB.
Stofnanir ESB verða því klárlega að beita öllum þeim úrræðum sem til eru.
--Ég er ekki handviss að listi minn sé algerlega tæmandi.
En ESB getur beitt verulega óþægilegum úrræðum skv. þeim lista.
En þó getur ESB ekki formlega rekið land úr sambandinu.
--Ég geri ráð fyrir því að ESB muni beita Pólland stigmagnandi úrræðum.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:39 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 24
- Sl. sólarhring: 55
- Sl. viku: 779
- Frá upphafi: 856818
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 733
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er jákvætt að Pólverjar standi á hárinu á þessum ráðríku gerpum í Evrópusambandinu.
Hvað halda þeir eiginlega að þeir séu?
Þetta er tollabandaleg, og sem slíkt hefur það ekkert með að potast í innanríkismálum aðildalandanna.
Ásgrímur Hartmannsson, 11.10.2021 kl. 02:20
Ásgrímur Hartmannsson, erm þú greinilega veist ekki að skv. aðildarsamn. landanna - eru sett afar afar mörg skilyrði, sem þau er hafa inn gengið eru skulbundin -- þar á meðal um þau atriði, þú kallar innanríkismál. ESB einmitt hefur afar afar mörg lög er lúta að því sem þú örugglega nefnir -- innanríkismál. Og skv. prinsippinu um yfirþjóðlegt vald sem öll löndin hafa fyrirfram-samþykkt, ber þeim að hlíða -- þetta er ekki ráðríki umfram þ.s. löndin öll hafa samþykkt að gildi. Ef þau vilja ekki slíkt, áttu þau ekki að ganga inn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.10.2021 kl. 16:23
Þeir verða þá bara að semja um þetta sín á milli.
Það er og verður alltaf ótækt að einhverjir útlendingar sem ekkert eru inní neinu séu að vasast í innanríkismálum sem þeir hafa ekki hundvsit á, OG hagmunir þeirra stangast á.
Allt umsemjanlegt. Nokkuð sem okkar eigin úrkynjuðu pólitíkusar skilja ekki, þess vegna lútum við víst reglum batterís sem við erum ekki einusinni hluti af.
Að auki má alveg frjálslega hunsa öll evrópulög og reglugerðir. Það gera hinar aðildaþjóðirnar alltaf.
Pólverjinn skilur þetta. Pólverjinn hegðar sér í samræmi.
Ásgrímur Hartmannsson, 12.10.2021 kl. 23:30
Ásgrímur Hartmannsson, rangt hjá þér - þegar þú hefur gert bindandi skuld-bindingu - þá er það, bindandi. Þú virðist halda, að bindandi skuldbinding - sé ekki, bindandi. Ísland getur gengið úr EES. Þ.e. eina hótunin sem Ísl. hefur. Samningurinn um EES hinn bóginn er fullkomlega kýrskýr, að Ísl. er bundið því fullkomlega -- að taka upp reglur sem ESB býr til. Það er ekkert sem hægt er að semja um - ef ESB vill það ekki. Þá er einungis valið, að ganga út - eða taka því áfram.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.10.2021 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning