Íslendingar styðja ríkisstjórnina, og þeir hafna öfgum til hægri og vinstri. Sósíalistar komust ekki inn - hvorki Ábyrg Framtíð né Frjálslyndi Lýðræðisfl. fá svo mikið sem 1 prósent í nokkru kjördæmi!

Gleði mín er mikil yfir úrslitunum er ljóst var:

  1. Ríkisstjórnin sannarlega stóðst enda var þetta sennilega besta ríkisstjórn sem Íslendingar hafa haft í langan tíma.
  2. Síðan höfnuðu Íslendingar - öfgaflokkunum til beggja handa þ.e. Sósíalistum í annan stað og hins vegar hægri öfgunum sem svokallaður Frjálslyndur Lýðræðisflokkur og Ábyrg Framtíð svokölluð buðu upp á.

Reykjavík Norður skv. Mbl.is.

Reykjavík norður
Atkvæði

%
Kjörd.
sæti
Jöfn.
sæti
Sæti
alls

Þingmenn
DD
7.353 20,9202Kjördæmakjörnir
  · Guðlaugur Þór Þórðarson (D)
  · Katrín Jakobsdóttir (V)
  · Halldóra Mogensen (P)
  · Helga Vala Helgadóttir (S)
  · Ásmundur Einar Daðason (B)
  · Diljá Mist Einarsdóttir (D)
  · Steinunn Þóra Árnadóttir (V)
  · Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (C)
  · Tómas A. Tómasson (F)
Uppbótar   [Meira]
  · Andrés Ingi Jónsson (P)
  · Lenya Rún Taha Karim (P)
VV
5.597 15,9202
PP
4.508 12,8123
SS
4.427 12,6101
BB
4.329 12,3101
CC
2.706 7,7101
FF
2.694 7,7101
JJ
1.976 5,6000
MM
1.234 3,5000
OO
150 0,4000
YY
144 0,4000

Reykjavík Norður var eina kjördæmið sem - Y listinn bauð fram í.
En punkturinn er að í því kjördæmi er hann að fá hlutfall innan við hálft prósent.
Eins og O listinn.
--Ég kem ekki auga á nokkra skynsama ástæðu þess, að Y listinn hefði fengið hærra fylgis-hlutfall í öðrum kjördæmum, m.ö.o. að líklegast hefði vegferð Ábyrgrar Framtíðar verið svipuð vegferð Frjálslynda Lýðræðisflokksins - ef Ábyrg Framtíð hefði náð að skila gildum listum í öðrum kjördæmum.

  1. Þarna fóru greinilega.
  2. Tveir fylgislausir flokkar.
  • Þ.s. þetta sýnir, að málstaður fólks gegn aðgerðum stjórnvalda í baráttu við Kófið.
    Hefur nánast ekkert fylgi.
  • Það kemur heim og saman við það, að kóf aðgerðir stjórnvalda hafa -consistent- haft um 90% fylgi meðal þjóðarinnar fram til þessa.
    --Þ.e. 90% ef þeir eru spurðir hvort þeir styðja aðgerðirnar sem slíkar.
    --Ef þeir voru spurðir hvort þeir töldu ríkisstjórnina hafa staðið sig vel í því, var fylgið milli 60-70%.
    --Samtímis, voru landsmenn yfirleitt drjúgt yfir 90% sammála því, að sóttvarnarlæknir hafi staðið sig vel.

Ábyrg Framtíð -- var sem sagt, mótmæla-flokkur afar fámenns minnihluta.
Ég var eiginlega nær alveg viss fyrir kosningar að svo væri.
--Úrslitin sína greinilega að svo er, jafnvel þó framboð hafi einungis verið í einu kjördæmi þá var fylgið þar einungis 0,4% - - ætla að reikna með að fólk andstætt sóttvarnar-aðgerðum hafi kosið hann í því kjördæmi.
--Þar með sé það skírt, að sá hópur sé afar fámennur líklega heilt yfir.
Sem tónar við -consistent- niðurstöður skoðanakannana á Íslandi um 90% fylgi við sóttvarnaraðgerðir.

Heildar kosninganiðurstöður voru þessar skv. MBL.is

 
Atkvæði

%

Breyt.
Kjörd.
sæti
Jöfn.
sæti
Sæti
alls

Breyt.

Á þingi
DD
48.698 24,4% -0,8%160160Þingflokkur
BB
34.496 17,3% +6,6%13013+5Þingflokkur
VV
25.115 12,6% -4,3%628-3Þingflokkur
SS
19.826 9,9% -2,2%516-1Þingflokkur
FF
17.675 8,8% +1,9%606+2Þingflokkur
PP
17.234 8,6% -0,6%3360Þingflokkur
CC
16.637 8,3% +1,6%325+1Þingflokkur
MM
10.884 5,4% -5,5%213-4Þingflokkur
JJ
8.174 4,1% +4,1%0000 
OO
844 0,4% +0,4%0000 
YY
144 0,1% +0,1%0000 

Varðandi ríkisstjórnina - grunar mig sterklega hún haldi áfram.
Að Sigurður Ingi fái líklega vera forsætisráðherra á nýju kjörtímabili.
Um aðrar hrókeringar á ráðuneytum ætla ég ekki að spá.
Nema því, að með aukið fylgi mun Framsókn líklega vilja - betri ráðuneyti.
--Þau atriði munu flokkarnir auðvitað ræða sín á milli.

  • Kannski heldur VG forsætisráðherranum, en lætur eitthvað annað í staðinn.
    Þó mér finnist sennilegar að Siggi vilji nú verða forsætisráðherra.
  1. Ég held það sé rétt, þetta sé fyrsta sinn í lýðveldissögunni.
  2. Að Framsókn eykur fylgi - í stjórn með Sjálfstæðisflokki.

Eins og allir vita er Flokkur fólksins - hinn sigurvegari kosninganna.
Ásamt Framsóknarflokki.
--Þó tæknilega mögulegt væri að mynda stjórn með honum í VG stað, á ég ekki von á því.

  • Set fram þá kenningu, fólk er íhugaði að kjósa Sósíalista, hafi í fjölda tilvika valið Flokk Fólksins í staðinn!
    Slík hreyfing í kjörklefanum geti skýrt þá sveiflu gegn könnunum, að Sósíalistar fóru ekki inn - meðan Flokkur Fólksins fékk greinilega fylgis-aukningu.

 

Niðurstaða

Ég er einkar ánægður með þessar kosningar í ljósi þess, Íslendingar hafna öfgum eina ferðina enn.
Það kemur í ljós, öfgaflokkarnir til hægri - eru fylgislausir.
Fyrir þeim fara greinilega afar litlir óánægju-hópar.
--Vinstri óánægjuhópurinn sem styður Sósíalista er greinilega stærri. En reyndist ekki nægilega stór samt til að ná yfir 5% fylgis-múrinn.

Almennt tek ég kosninga-niðurstöðunum þannig, að flestir Íslendingar séu fremur sáttir.
En þjóð sem hafnar öfgum er líklega fremur sátt við tilveruna.
Þar eð sögulega séð í öðrum löndum, þarf jafnan víðtæka óánægju til að öfgaflokkar nái fylgi.
--Ég á ekki von á að Íslendingar séu öðruvísi en aðrar þjóðir þar um.

Þar með sýni niðurstöðurnar, hve lítið fylgi öfgaflokkar fá, að þjóðin sé almennt sátt.
Ríkisstjórnin fékk, 54,3% hlutfall atkvæða. Ef fylgi stjórnarflokkanna er lagt saman.
Að baki henni standa 108.309 atkvæði, af 203.976 alls greiddum atkvæðum.
Og ríkisstjórnin er með öruggan meirihluta með 37 þingmönnum alls.
Auð atkvæði voru einungis 1,8% og ógild einungis 0,2%.
Þ.e. viðbótar vísbending þess Íslendingar séu sáttir.
En mikill fj. auðra og ógildra mundi benda til almennrar óánægju.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Eg er líka ánægður með niðurstöðuna en tel að það hafi verið öfgar hjá Viðreisn að fullyrða að meðalfjölskylda myndi fá 70þ aukalega í ráðstöfunartekjur við upptöku evru
En maður þarf að vera betur að sér í pólitík en ég til að vita hvaða ráðuneyti er betra en annað
Er Utanríkisráðuneytið mikilvægast því við þurfum nauðsynlega á að halda samvinnu og viðskipum við önnur lönd
Er fjármálráðuneytið mikilvægast til að ábyrgur ríkisrekstur sé tryggður
Forsætisráðherran hlýtur að vera skipstjórinn á skútunni en ef búið er að negla sjóleiðina í stjórnarsáttmálanum þá minnkar vægi þess embættis niður í stýrimann  osv

Grímur Kjartansson, 26.9.2021 kl. 16:49

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég er sammála meginniðurstöðum þínum að því leyti að niðurstöður sýna vissulega að flestir Íslendingar eru sáttir. Auk þess sýna niðurstöður "stríðstímaúrslit" - að þjóðin fylkir sér á bak við ríkjandi stjórnmálaöfl á hættutímum, en sumir hafa líkt farsóttartímum við stríðsástand.

 

Það finnst mér mjög áhugavert að sá háværi hópur sem stendur fyrir öfgavinstrimótmælum nær ekki árangri með Sósíalistaflokknum, og er mjög dreifður í öðrum flokkum. Það má segja eins og Bjarni Benediktsson held ég að hafi orðað þetta að greinileg vinstrisveifla er ekki áberandi þótt sumir hafi vonast eftir því og sagt það í kosningabaráttunni.

 

Á Íslandi er talsvert mikið þjóðernisfylgi sem ég held að komi alls ekki fram í þessum tölum, einfaldlega vegna þess að Guðmundur Franklín neitaði í viðtölum að hafa slík viðhorf og Sigmundur Davíð einnig, og því hafa þessir flokkar ekki verið að fiska á þeim miðum fyrir þessar kosningar, og flestir þjóðernissinnar sennilega skilað auðu í kjörklefanum eða ekki kosið.

 

Þessi atkvæði hafa því verið heimilislaus, eða ekki fengið meðbyr eins og þú segir þannig að fjöldahreyfing hafi ekki orðið í þá átt.

 

Fylgistap Sjálfstæðisflokksins er lítið, ég býst við að það séu óánægðir með að flokkurinn hafi færzt til vinstri. Fleiri hafa farið frá VG, og tel ég það sýna að fleiri eru óánægðari með samstarfs VG og Sjálfstæðisflokks innan VG.

 

Stórsigur Framsóknarflokksins kemur verulega á óvart, þeir græða óvenju mikið. Eins og ég spáði í einum pistli þá er Sigurður Ingi orðinn "framsóknarflokksleiðtogi" eins og Sigmundur Davíð var, árangur Sigurðar Inga er frábær. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur sennilega verið miðjustefna í heildina, og Framsókn grætt á því.

 

Ég er nokkuð sáttur, myndi kannski ekki segja að þetta hafi verið bezta ríkisstjórn lengi, en ein skásta ríkisstjórnin miðað við undarlegar aðstæður og flokksbrot sem eru ósamstíga.

 

Já, Katrín Jakobsdóttir er mikill leiðtogi, og hennar er sigurinn eins og annarra ráðherra ríkisstjórnarinnar.

 

Ég er sammála þessum pistli að langmestu leyti.

Ingólfur Sigurðsson, 26.9.2021 kl. 17:01

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Grímur Kjartansson, þetta með meint 70þ.kr. snýst um afar gamla útreikninga er gerðir voru í tíð ríkisstjórnar Sollu, þeir gefa sér einfaldlega það að - húsnæðislán hér yrðu eins ódýr og t.d. í Þýskal. -- sem alltaf hefur verið hæpin fullyrðing. Eins og kom í ljós í Evrukrísunni 2010-2012 þá - er enginn sameiginlegur rekstrar-reikningur fyrir ESB aðildarþjóðir, heldur ber hver um sig ábyrgð á sínu. Þannig að - traust er á grunni rekstars hvers ríkis fyrir sig, eins og áður. Það sem þá munar er - tja, hugsanlega lægri stýrivextir - en í staðinn þá miðast þeir við stærstu hagkerfi ESB, tja - Ísland gæti verið að ofhitna meðan stýrivextir í ESB væru lægri en 1% t.d. vegna lágs hagvaxtar t.d. hjá meginlandsþjóðum. Ég ætla ekki að halda því fram að - lán gætu ekki orðið e-h ódýrari hér, vegna líklega lægri stýri-vaxta. En held þau yrðu ekki eins ódýr og þeir fullyrða, miðað út frá löndum sbr. Þýskal. Enda bankar hér mun minni rekstrar-einingar - okkar hagkerfi það einnig - líklega áfram óstöðugra en hagkerfin úti, þó við tækjum upp Evru.
Ég keypti m.ö.o. aldrei almennilega þær gömlu fullyrðingar sem þeir miða út frá.
Síðan fullyrtu þeir einnig að það eitt að tengja við Evru - lækkaði strax vaxtastig hér. Þ.e. enn hæpnara að mínu mati, enda Ísl. prófað tengingar við gjaldmiðla áður sbr. í tíð fyrstu og annarrar ríkisstj. DO. Sú tenging féll á sínum tíma í Dot Com bólunni. Tenging er engin töfralausn - og þ.e. algengur misskilningur þeirra er vilja tengingu - að þá fái Ísl. traust þ.s. fylgi erlendum gjaldmiðli - en tenging er aldrei fjármögnuð af seðlabanka erlenda ríkisins sem rekur þann gjaldmiðil sem tengt er við - heldur seðlabanka þess ríkis er tengir við þann erlenda gjaldmiðil - m.ö.o. væri það Ísl. er fjármagnaði þá tenginu.

Og þar með verði hana falli með gjaldeyris-forða er á bjátaði. Tenging gæti aldrei verið varin lengur, en á þeim punktri er ríkið hér yrði sjálft gjaldþrota - en tæknilega er hægt að verja tengingu með skuldsetningur ríkisins með kaupum gjaldeyris alveg á þann punkt að ríkið sjálft verður gjaldþrota. En þegar kreppa skellur hér á, eða ríkið safnar stjórnlaust upp skuldum eða eða viðskiptahalli gengur stöðugt á forðann - allt þ.s. ógnar tengingunni m.ö.o. --> Getur leitt til þess að erlendir aðilar vilji sækja sér fé með því að veðja gegn þeirri tengingu. Slíkir aðilar geta verið afar fjársterkir, fjársterkari en Ísl. ríkið t.d. Þegar sambærilegur atburður gerðist í Dot Com kreppunni, þá tók ríkisstj. Ísl. ekki þá ákvörðun að verja tengingu til síðasta blóðdropa þannig séð, heldur var genginu leyft að falla -- eftir að forðinn var orðinn lítill. Ríkið var ekki látið verja það með skuldsetningu.

Að tengja er alltaf einhvers konar veðmál. Þ.e. vel hægt að tapa því. Að verja tengingu krefst þess að eiga helst stóran varasjóð, og gæta þess mjög vel að hann minnki helst  aldrei að ráði, og síðan þarf helst að forðast að lenda í kreppum. M.ö.o. ganga tengingar alltaf vel þegar - vel gengur, gjarnan að þær hrynja er á bjátar.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.9.2021 kl. 17:49

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ingólfur Sigurðsson, hugsa þátttaka í ríkisstj. hafi mörgu leiti verið -varnar-staða- fyrir Sjalla fremur en sóknarstaða, það sjáist m.a. á ákvörðun að láta eftir forsætisráðherran - til að tryggja sér fjármálaráðuneytið, þaðan sem varnarstaðan hafi verið rekin. Allir hafi vitað af áherslu Sjalla á lága skatta - að forðas skatta-hækkunum; Frömmurum hafi því líklega ekki verið kennt um - er Félagsmálin fengu ekki það fé er hefði þurft til að mæta háværum kröfum - sem Flokkur Fólksins er m.a. kosinn út á. Með VG sér við hlið, hafi Frammarar getað togað stjórnina inn á miðjuna -- sem sé þægindasvæði Frammara. Þar fyrir utan, hafi við og við verið augljós ryfrildi innan Sjálf.st.fl. enda töluverður skoðanamunur innan hans, það komi alltaf Frömmurum vel - svo fremi allt sé still innan Framsk.fl. - sem var á sl. kjörtímabili. Það hafi þítt hugsanlega að fólki hafi fundist Frammarar vera hin eiginlega kjölfesta stjórnarinnar. Frammarar græði alltaf fylgi - ef almenningur heldur svo sé. Líkleg ástæða þess, að í gamla daga græddu Frammarar alltaf fylgi í vinstri stjórnum. En er Frammarar sáu í slíkum - sáu vinstri flokkarnir yfirleitt um ryfrildin. Eftir að Miðflokkurinn klauf sig frá, virðist sem að öll ryfrildi innan Framsóknarfl. hafi hætt. Enda sá engin merki þess á sl. kjörtímabili um annað en allt væri með kyrrum kjörum, m.ö.o. að Sigurður Ingi sitji á friðarstóli þar innan.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.9.2021 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband