Er hagvaxtarskeiði Kína lokið - er blasir við hrun líklega stærstu húsnæðisbólu allra tíma? Mun Kína lenda í tíndum áratug - eins og Japan milli 1990-2000?

Fréttir hafa borist af stöðu -- Evergrande. Sem er gígantískt verktakafyrirtæki í Kína.
Skv. fréttum er heildarfjöldi starfa í húfi ef Evengrande hrynur -- 3 milljón.
Alvöru gíga-stærðar fyrirtæki.

  1. Hinn bóginn, er staða -- Evergrande, vísbending þess að Xi Jinping ætli að vinda ofan af því - sem líklega er stærsta húsnæðisbóla heimssögunnar?
  2. Hversu stór?

Evergrande and the end of China’s ‘build, build, build’ model:
There is enough empty property in China to house over 90m people...China’s vast real estate sector, which contributes 29 per cent of the country’s gross domestic...

  1.  Íbúar Frakklands + Hollands, kæmust fyrir í því húsnæði -- sem stendur óseljanlegt í Kína.
    --Þetta er alveg örugglega þar með, stærsta húsnæðisbóla heimssögunnar.
    --Og því einnig alveg örugglega sú allra dýrasta að vinda ofan af.
  2. Hús-bygginga-iðnaðurinn, er um 1/3 af kínv. hagkerfinu.
    Þannig að ef þarf að vinda stórum hluta ofan af honum.
    Er það ekkert smáræðis - högg.
  3. Það tekur ekki tillit til líklegra ofur-skulda.
    Sem virðast til staðar í bygginga-bransanum.

President Xi Jinping Attends Extraordinary G20 Leaders' Summit and Delivers  Important Remarks

Við erum að tala um efnahags-tjón af epískum skala!

Í vestrænu hagkerfi, mundi hrun í bygginga-iðnaði á þeim skala, leiða beint í banka-kerfið, og ógna stöðugleika þess - líklega einhverjir bankar ramba á brún gjaldþrots og örugglega einhverjir þeirra loka á endanum; þar fyrir utan að atvinnu-leysis-bylgja helltist yfir.
Auðvitað landið er fyrir yrði, dytti í klassíska fremur djúpa kreppu.

  1. En Kína er ekki - opið hagkerfi. Heldur rekur kínv. ríkið allt klabbið - þ.e. allir í reynd skulda valdaflokknum í Kína; m.ö.o. hann á allar skuldir + allar ríkis-eignir.
  2. Hinn bóginn þíðir það ekki - að húsnæðisbóla af þeim skala, skapi ekkert umtalsvert tjón.
    Allar þessar byggingar - sem enginn þarf, verða ekki notaðar, eru samt stórfellt tjón.
    Og allar þær skuldir sem þarf að afskrifa, eru samt -- stórt tjón fyrir eignasafn flokksins.
  3. Það að örugglega þarf að rifa seglin stórfellt í 1/3 af hagkerfinu, hefur gríðarleg áhrif.
    Þ.e. mikið atvinnu-leysi þá myndast snarlega, gríðarlegt fé lagt til -- er að tapast.

Það sem ég held að gerist - að Xi leitist við að taka kostnaðinn smám saman inn.
M.ö.o. fyrirtækin fái að starfa áfram - en verða minnkuð niður smám saman, dreift yfir tíma.
Samtímis, að eignir og skuldir verða afskrifaðar - einnig dreift yfir tíma.
--Auðvitað þíðir það að þ.s. hefur verið 1/3 af hagkerfinu minnkar stöðugt.
--Og mun ekki í framtíðinni, skila þeim hagvexti til Kína er það áður gerði.

  • Það sem ég meina, Kína líklega hefur -- tíndan áratug.

 

Kína er einnig líklega að rifa seglin hagvaxtarlega til frambúðar!
Ég á við, þetta marki endalok - tímabils hraðs hagvaxtar í Kína.

  1. Besta líkingin er Japan veturinn 1989, er bólan sprakk þar.
  2. Þá tók við 10. áratugur 20. aldar, er Japan hafði - 0% hagvöxt heilt yfir þann áratug.

Japan mætti hruninu er var gríðarlegt, með miklu eyðsluprógrammi - m.ö.o. japanska ríkið varði gríðarlegu fé í vegi - járnbrautir og brýr; samtímis safnaði óskaplegum skuldum.
Með þeim hætti, færði japanska ríkið mikið af skuldum einka-geirans líklega yfir á sig.
Og bjargaði án efa, mörgum þeirra er annars hefðu hrunið algerlega.
--Samhliða þessum, var Japan einnig að færast yfir í - fólks-fækkun.
--Sem einnig hefur sjálfstæð áhrif til minnkunar hagvaxtar-getu.

  1. Í Kína er einnig bóla af gígantískri stærð að springa.
  2. Það má vera, að Xi Jinping muni einnig - setja aukið fé í samgöngu í tilraun til að vega á móti.
  • Bendi á að í Japan, dugði það ekki til -- að viðhalda nettó hagvexti í heilan áratug.
    Þó það hindraði - nettó samdrátt hagkerfis Japans þann áratug.
  • Eins og kemur fram, þarf Xi - að vinda verulega ofan af því.
    Er hefur verið ca. 1/3 af kínv. hagkerfinu.
  1. Það má ekki gleyma því, að Kína er einnig að fara yfir í fólks-fækkun.
  2. Er hefur viðbótar hagvaxtar-minnkandi-áhrif, ofan í allt áður greint.

--Því er samanburðurinn við Japan afar góður, fyrir utan að Kína er einræðis-kerfi.

 

Spurning hvað Xi gerir við allt atvinnuleysið sem hann þarf að glíma við?

  1. Einfaldast virðist að stækka herinn, færa atvinnuleysið úr byggingargeiranum stórum hluta þangað.
  2. Kína hefur verið að stækka herinn hratt, mikið framleitt af hertólum - skipum, flugvélum, skriðdrekum - öllu er herir nota hvort sem á láði, legi eða lofti.
  3. Ég hugsa að Xi - bæti í. Auki her-útgjöld frekar.
  4. Enda skapi her-framleiðsla einnig störf. E-h af atvinnuleysinu geti einnig leitað þangað.

Xi þarf að leysa það, að almenningur mun líklega upplyfa óánægju, er hagvöxturinn dettur niður í ekki neitt - líklega a.m.k. í áratug, meðan kostnaður af dýrustu húsnæðis-kreppu heimssögunnar er afreiddur af hagkerfinu.

Einfaldasta svarið við því, að efla óvináttu við erlend ríki.
Skapa nýjar deilur, efla deilur.
--Skapa hatursfulla þjóðernis-stemmingu svo reiði þjóðarinnar beinist út á við.

  1. M.ö.o. óttast ég að Xi leysi reiði-vanda þjóðarinnar.
  2. Með því að beina þeirri reiði út á við.

Þar með talið, geti runnið upp tímabil -- er Kína gerist afar hættulegt.
--------
Spenna gæti orðið svo mikil, stríð gæti brotist út af minnsta tilefni.
Kína gæti meira að segja, ákveðið að fara beinlínis -- í stríð.

 

Sú aðlögun sem Kína þarf að fara í - væri erfið fyrir öll lönd!
Almenningur í Kína er vanur því, að allt aukist þar hratt - störf sem lífskjör.
Síðan skellur allt í einu á tímabil, þ.s. atvinna er af skornum skammti.
Og kjör vaxa ekki, eins og fólk er vant.

Í Vestrænum löndum, skylli óánægjan fram í mótmælum á götum úti.
Reiði-bylgjum er mundu líklega valda tíðum ríkisstjórnarskiptum.

  1. En Í kína, er ekki hægt að bjóða -- reiði almennings slíka svölun, útrás.
  2. Þess í stað, virðist mér ljóst -- Xi eigi einungis það val.

--Að beina þeirri reiði út á við, að erlendum þjóðum, löndum.
Þess vegna á ég von á því að Kína gerist afar hættulegt nk. 20 ár.
Meðan að þjóðin er að aðlagast þeim nýja veruleika.
Að skeið hraðs hagvaxtar - og því hraðrar kjara-aukningar.
--Er líklega búið og það endanlega

 

Niðurstaða
Mér virðist það sem sé að gerast - að kínverska ævintýrinu er að ljúka.
Og það með hætti sem slíkum ævintýrum gjarnan lýkur.
Þ.e. með brot-lendingu.

Ég á von á því að við taki - tíndur áratugur.
Að nk. 20 ár verði Kína afar hættulegt - viðskiptis.

Eftir það gæti verið að stjórnendur Kína slaki á.
Eða kannski endar það svo að valda-flokkurinn tapar völdum fyrir rest.
--En þ.e. ekki mín spá endilega.

Það að kínverska ævintýrið brotlendir.
Þíðir auðvitað að sá áhugi sem svokallað kínverska módel hefur skapað.
--Mun að sjálfsögðu dofna.

Með Kína líklega með lakari hagvöxt en Vesturlönd meðan -- Kína er að melta brotlendinguna.
Þá auðvitað mun Vestræna módelið snarlega líta betur út að nýju.
Síðan á ég ekki von á að Kína geti nokkru sinni snúið aftur til hás hagvaxtar.
--Hávaxtaskeiði sé líklega lokið endanlega.

Kína þar með muni aldrei ná algerlega í skottið á Vesturlöndum.
Aldrei drottna yfir plánetunni, eins og sumir hafa spáð.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Mér sýnist þessar 90 milljóniir íbúða vera frekar lítið vandamál.
Þetta eru 0,075 íbúðir á hvern íbúa,jafngildi þess að það stæðu 27,7 tómar íbúðir á öllu Íslandi
Mér sýnist við vera í verri málum en Kínverjar hvað þetta varðar.
.
Vandamál Evergrande munu ekki stafa frá fasteignaviðskiftum heldur af því að þegar það fór að hægjast á fasteignabólunni í Kína og vöxtur fyrirtækisins fór að minnka,reyndi fyrirtækið að auka vöxt sinn með því að fara út í óskildann framleiðsluiðnað.
Þetta mistókst með öllu og er nú að leiða fyrirtækið í þrot.
Hver verða viðbrögð Xi er enn óljóst en vandamálið er í raun ekki sérlega stórt á Kínverskann mælikvarða.

Borgþór Jónsson, 10.10.2021 kl. 21:29

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Aldrei þessu vant eru útreikningar mínir rangir.
Þetta stafar af því að ég notaði Bandaríska reiknivél sem notar kommu til að aðgreina þúsundir í stað punkts.
Mér til afsökunar hef ég að eitt af geimförum Bandaríkja sprakk í loft upp vegna svipaðra mistaka,þannig að mér meiri menn hafa fallið í sama pytt.
Það er aldrei hægt að treysta neinu sem kemur frá Bandaríkjunum,ekki einu sinni einfaldri reiknivél.

Borgþór Jónsson, 10.10.2021 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband