22.9.2021 | 22:30
Er hagvaxtarskeiði Kína lokið - er blasir við hrun líklega stærstu húsnæðisbólu allra tíma? Mun Kína lenda í tíndum áratug - eins og Japan milli 1990-2000?
Fréttir hafa borist af stöðu -- Evergrande. Sem er gígantískt verktakafyrirtæki í Kína.
Skv. fréttum er heildarfjöldi starfa í húfi ef Evengrande hrynur -- 3 milljón.
Alvöru gíga-stærðar fyrirtæki.
- Hinn bóginn, er staða -- Evergrande, vísbending þess að Xi Jinping ætli að vinda ofan af því - sem líklega er stærsta húsnæðisbóla heimssögunnar?
- Hversu stór?
Evergrande and the end of Chinas build, build, build model:
There is enough empty property in China to house over 90m people...Chinas vast real estate sector, which contributes 29 per cent of the countrys gross domestic...
- Íbúar Frakklands + Hollands, kæmust fyrir í því húsnæði -- sem stendur óseljanlegt í Kína.
--Þetta er alveg örugglega þar með, stærsta húsnæðisbóla heimssögunnar.
--Og því einnig alveg örugglega sú allra dýrasta að vinda ofan af. - Hús-bygginga-iðnaðurinn, er um 1/3 af kínv. hagkerfinu.
Þannig að ef þarf að vinda stórum hluta ofan af honum.
Er það ekkert smáræðis - högg. - Það tekur ekki tillit til líklegra ofur-skulda.
Sem virðast til staðar í bygginga-bransanum.
Við erum að tala um efnahags-tjón af epískum skala!
Í vestrænu hagkerfi, mundi hrun í bygginga-iðnaði á þeim skala, leiða beint í banka-kerfið, og ógna stöðugleika þess - líklega einhverjir bankar ramba á brún gjaldþrots og örugglega einhverjir þeirra loka á endanum; þar fyrir utan að atvinnu-leysis-bylgja helltist yfir.
Auðvitað landið er fyrir yrði, dytti í klassíska fremur djúpa kreppu.
- En Kína er ekki - opið hagkerfi. Heldur rekur kínv. ríkið allt klabbið - þ.e. allir í reynd skulda valdaflokknum í Kína; m.ö.o. hann á allar skuldir + allar ríkis-eignir.
- Hinn bóginn þíðir það ekki - að húsnæðisbóla af þeim skala, skapi ekkert umtalsvert tjón.
Allar þessar byggingar - sem enginn þarf, verða ekki notaðar, eru samt stórfellt tjón.
Og allar þær skuldir sem þarf að afskrifa, eru samt -- stórt tjón fyrir eignasafn flokksins. - Það að örugglega þarf að rifa seglin stórfellt í 1/3 af hagkerfinu, hefur gríðarleg áhrif.
Þ.e. mikið atvinnu-leysi þá myndast snarlega, gríðarlegt fé lagt til -- er að tapast.
Það sem ég held að gerist - að Xi leitist við að taka kostnaðinn smám saman inn.
M.ö.o. fyrirtækin fái að starfa áfram - en verða minnkuð niður smám saman, dreift yfir tíma.
Samtímis, að eignir og skuldir verða afskrifaðar - einnig dreift yfir tíma.
--Auðvitað þíðir það að þ.s. hefur verið 1/3 af hagkerfinu minnkar stöðugt.
--Og mun ekki í framtíðinni, skila þeim hagvexti til Kína er það áður gerði.
- Það sem ég meina, Kína líklega hefur -- tíndan áratug.
Kína er einnig líklega að rifa seglin hagvaxtarlega til frambúðar!
Ég á við, þetta marki endalok - tímabils hraðs hagvaxtar í Kína.
- Besta líkingin er Japan veturinn 1989, er bólan sprakk þar.
- Þá tók við 10. áratugur 20. aldar, er Japan hafði - 0% hagvöxt heilt yfir þann áratug.
Japan mætti hruninu er var gríðarlegt, með miklu eyðsluprógrammi - m.ö.o. japanska ríkið varði gríðarlegu fé í vegi - járnbrautir og brýr; samtímis safnaði óskaplegum skuldum.
Með þeim hætti, færði japanska ríkið mikið af skuldum einka-geirans líklega yfir á sig.
Og bjargaði án efa, mörgum þeirra er annars hefðu hrunið algerlega.
--Samhliða þessum, var Japan einnig að færast yfir í - fólks-fækkun.
--Sem einnig hefur sjálfstæð áhrif til minnkunar hagvaxtar-getu.
- Í Kína er einnig bóla af gígantískri stærð að springa.
- Það má vera, að Xi Jinping muni einnig - setja aukið fé í samgöngu í tilraun til að vega á móti.
- Bendi á að í Japan, dugði það ekki til -- að viðhalda nettó hagvexti í heilan áratug.
Þó það hindraði - nettó samdrátt hagkerfis Japans þann áratug.
- Eins og kemur fram, þarf Xi - að vinda verulega ofan af því.
Er hefur verið ca. 1/3 af kínv. hagkerfinu.
- Það má ekki gleyma því, að Kína er einnig að fara yfir í fólks-fækkun.
- Er hefur viðbótar hagvaxtar-minnkandi-áhrif, ofan í allt áður greint.
--Því er samanburðurinn við Japan afar góður, fyrir utan að Kína er einræðis-kerfi.
Spurning hvað Xi gerir við allt atvinnuleysið sem hann þarf að glíma við?
- Einfaldast virðist að stækka herinn, færa atvinnuleysið úr byggingargeiranum stórum hluta þangað.
- Kína hefur verið að stækka herinn hratt, mikið framleitt af hertólum - skipum, flugvélum, skriðdrekum - öllu er herir nota hvort sem á láði, legi eða lofti.
- Ég hugsa að Xi - bæti í. Auki her-útgjöld frekar.
- Enda skapi her-framleiðsla einnig störf. E-h af atvinnuleysinu geti einnig leitað þangað.
Xi þarf að leysa það, að almenningur mun líklega upplyfa óánægju, er hagvöxturinn dettur niður í ekki neitt - líklega a.m.k. í áratug, meðan kostnaður af dýrustu húsnæðis-kreppu heimssögunnar er afreiddur af hagkerfinu.
Einfaldasta svarið við því, að efla óvináttu við erlend ríki.
Skapa nýjar deilur, efla deilur.
--Skapa hatursfulla þjóðernis-stemmingu svo reiði þjóðarinnar beinist út á við.
- M.ö.o. óttast ég að Xi leysi reiði-vanda þjóðarinnar.
- Með því að beina þeirri reiði út á við.
Þar með talið, geti runnið upp tímabil -- er Kína gerist afar hættulegt.
--------
Spenna gæti orðið svo mikil, stríð gæti brotist út af minnsta tilefni.
Kína gæti meira að segja, ákveðið að fara beinlínis -- í stríð.
Sú aðlögun sem Kína þarf að fara í - væri erfið fyrir öll lönd!
Almenningur í Kína er vanur því, að allt aukist þar hratt - störf sem lífskjör.
Síðan skellur allt í einu á tímabil, þ.s. atvinna er af skornum skammti.
Og kjör vaxa ekki, eins og fólk er vant.
Í Vestrænum löndum, skylli óánægjan fram í mótmælum á götum úti.
Reiði-bylgjum er mundu líklega valda tíðum ríkisstjórnarskiptum.
- En Í kína, er ekki hægt að bjóða -- reiði almennings slíka svölun, útrás.
- Þess í stað, virðist mér ljóst -- Xi eigi einungis það val.
--Að beina þeirri reiði út á við, að erlendum þjóðum, löndum.
Þess vegna á ég von á því að Kína gerist afar hættulegt nk. 20 ár.
Meðan að þjóðin er að aðlagast þeim nýja veruleika.
Að skeið hraðs hagvaxtar - og því hraðrar kjara-aukningar.
--Er líklega búið og það endanlega
Niðurstaða
Mér virðist það sem sé að gerast - að kínverska ævintýrinu er að ljúka.
Og það með hætti sem slíkum ævintýrum gjarnan lýkur.
Þ.e. með brot-lendingu.
Ég á von á því að við taki - tíndur áratugur.
Að nk. 20 ár verði Kína afar hættulegt - viðskiptis.
Eftir það gæti verið að stjórnendur Kína slaki á.
Eða kannski endar það svo að valda-flokkurinn tapar völdum fyrir rest.
--En þ.e. ekki mín spá endilega.
Það að kínverska ævintýrið brotlendir.
Þíðir auðvitað að sá áhugi sem svokallað kínverska módel hefur skapað.
--Mun að sjálfsögðu dofna.
Með Kína líklega með lakari hagvöxt en Vesturlönd meðan -- Kína er að melta brotlendinguna.
Þá auðvitað mun Vestræna módelið snarlega líta betur út að nýju.
Síðan á ég ekki von á að Kína geti nokkru sinni snúið aftur til hás hagvaxtar.
--Hávaxtaskeiði sé líklega lokið endanlega.
Kína þar með muni aldrei ná algerlega í skottið á Vesturlöndum.
Aldrei drottna yfir plánetunni, eins og sumir hafa spáð.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 23.9.2021 kl. 10:40 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér sýnist þessar 90 milljóniir íbúða vera frekar lítið vandamál.
Þetta eru 0,075 íbúðir á hvern íbúa,jafngildi þess að það stæðu 27,7 tómar íbúðir á öllu Íslandi
Mér sýnist við vera í verri málum en Kínverjar hvað þetta varðar.
.
Vandamál Evergrande munu ekki stafa frá fasteignaviðskiftum heldur af því að þegar það fór að hægjast á fasteignabólunni í Kína og vöxtur fyrirtækisins fór að minnka,reyndi fyrirtækið að auka vöxt sinn með því að fara út í óskildann framleiðsluiðnað.
Þetta mistókst með öllu og er nú að leiða fyrirtækið í þrot.
Hver verða viðbrögð Xi er enn óljóst en vandamálið er í raun ekki sérlega stórt á Kínverskann mælikvarða.
Borgþór Jónsson, 10.10.2021 kl. 21:29
Aldrei þessu vant eru útreikningar mínir rangir.
Þetta stafar af því að ég notaði Bandaríska reiknivél sem notar kommu til að aðgreina þúsundir í stað punkts.
Mér til afsökunar hef ég að eitt af geimförum Bandaríkja sprakk í loft upp vegna svipaðra mistaka,þannig að mér meiri menn hafa fallið í sama pytt.
Það er aldrei hægt að treysta neinu sem kemur frá Bandaríkjunum,ekki einu sinni einfaldri reiknivél.
Borgþór Jónsson, 10.10.2021 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning