Sumt fólk álítur mikilvæg mannréttindi - að smita sem flesta af COVID

Í gær kom fram afar forvitnileg afstaða talsmanns: Ábyrgrar Framtíðar.

  1. Hann virðist alfarið andvígur sóttvörnum þeim sem beitt voru gegn COVID.
  2. Samtímis, líta þær alvarlegt mannréttinda-brot, þar eð fólk fékk ekki haga sér eins og því sýndist.
  3. Ásakaði ríkisstjórn landsins - sóttvarnarlækni -- um einræðistilburði.

Til þess að kasta mati á orð hans, þarf að kynna sér hver stuðningur almennings við sóttvarnir hefur verið vs. andstaða við þær:

Könnun frá Apríl 2021: 80 prósent vilja harðari aðgerðir á landamærunum

  1. Í könnuninni segjast 64 prósent treysta ríkisstjórninni til að taka ákvarðanir um viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum.
  2. Hins vegar segjast 97 prósent treysta sóttvarnalækni til að taka ákvarðanir um viðbrögðin og traustið er sambærilegt til embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
  3. Alls eru 92 prósent ánægð með aðgerðir almannavarna til að hefta útbreiðslu veirunnar.

--Hvað kannanir á Íslandi sýna, sóttvarnar-aðgerðir hafa notið yfirgnæfandi stuðnings!
--Talsmaður -Ábyrgrar Framtíðar- fer fyrir hóp sem er afar fámennur, andstæðingum sóttvarna!
Meginþorri Íslendinga tekur alls ekki undir þær harkalegu ásakanir gegn sérfræðingum um sóttvanir sem fram komu í orðum -talsmanns Ábyrgrar Framtíðar- en hann ásakaði lækna og sérfræðinga um lygar.
M.ö.o. haldið sé uppi vísvitandi lyga-sögu um virkni sóttvarna, og auðvitað lyfja.
Greinilega eru meginþorri ríkisstjórna heim og sóttvarnar-yfirvöld út um allt, í því samsæri.

 

Ásakanir um einræði eru pent grátbroslegar!

Ríkisstjórn og sóttvarnarlæknir - gerður Ísland að einræðisríki.
Er sóttvörnum var beitt gegn COVID.
--Takið eftir, 90% þjóðarinnar var/er sammála sóttvörnum.

  1. Skoðanir mannsins um einræði vs. lýðræði eru forvitnilegar.
  2. M.ö.o. er stjórnvöld mæta vilja 90% almennings er það einræði.
  3. Skv. því, væri það lýðræði, að mæta vilja ca. 10% almennings.
    Er ekki skv. könnun vill þátttöku í sóttvörnum, eða sóttvarnir yfir höfuð.

Svona málflutningur snýr auðvitað -- lýðræðishugtakinu fullkomlega á haus.
En lýðræði - snýst auðvitað um að mæta, vilja meirihluta fólks.
--Ekki litlum minnihluta fólks, er greinilega fyrirlítur rétt samlanda sinna.

 

Síðan kvartaði hann yfir því, langtíma-prófanir á bóluefnum fóru ekki fram!

Hann er einn af þeim sem kallar - bólu-efnin óprófuð, og hættuleg.
Er því greinilega andvígur almennri dreifingu þeirra.

  1. Vandinn er sá, að það er ekki mögulegt að -- langtíma-prófa bóluefni gegn COVID.
  2. Ástæðan er sú, COVID stökkbreytist svo ört.

Við vitum að það hefur dregið úr virkni bóluefna, síðan þau komu fram.

  • COVID hefur stökkbreyst a.m.k. 4-sinnum sl. 1,5 ár.
  • Í hvert sinn hefur dregið út virkni bóluefna.
  1. Ímyndum okkur 4 ára langtíma-prófunarferli.
  2. Þannig að enn væru engin - bóluefni leyfð gegn COVID því langtíma-prófunum væri ekki lokið.

Augljóslega yrðu bóluefni í langtíma-prófunum, fullkolega ónýt áður en því ferli væri lokið.

M.ö.o. ákvörðun um að halda fast í reglur um 4-stigs prófanir, hefðu þítt.
Engin bóluefni gegn COVID - nokkru sinni!
--M.ö.o. það hefði verið ákvörðunin, að berjast aldrei gegn COVID.

  • Vegna þess, COVID stökkbreytist það ört.
  • Að engin von sé til þess, að bóluefni hafi nothæfa virkni, er langtímaprófunarferli er lokið.
  • Að sjálfsögðu mundi enginn nota bóluefni er væru orðin fullkomlega ónýt.

Þannig að krafan um langtímaprófanir bóluefna í tilviki COVID.
Er í raun andstaða við það að bóluefni gegn COVID séu yfir höfuð búin til.
--Því í reynd sú afstaða, að það eigi aldrei að stunda sjúkdómavarnir gegn COVID.

 

Áhuga vakti hann talaði aldrei um -long COVID-

Ég er ekki rosalega hissa á því, an fólk andvígt sóttvörnum.
Lætur sem að -Long COVID- sé form af lýgi, eða ekki til, eða að það skipti ekki máli.

Skv. könnun í Bretlandi á þeim sem höfðu fengið COVID.

  1. Skv. svörum fólks - töldu 970.000 manns sig hafa fengið eftir-áhrif sem vöruðu frá vikum upp í mánuði.
    Voru sem sagt, COVID einkenni - þau voru veik áfram, þó þeim batnaði fyrir rest.
  2. 643.000 sögðu að eftir-áhrifin hafi komið í veg fyrir eðlilegt líf.
  3. 188.000 sögðu að eðlilegt líf hafi verið stórskert.
  4. 58% þeirra, sögðust hafa glímt við - síþreitu.
  5. 42% þeirra sögðust hafa verið andstutt.
  6. 32% þeirra við stöðuga vöðvaverki.
  7. 31% þeirra sagðist ekki hafa getað einbeitt sér.

Forvitnileg umfjöllun: How Common Is ‘Long Covid’? New Studies Suggest More Than Previously Thought

Hérna er rannsókn á - Long COVID: Symptoms and Functional Impairment Assessed 8 Months After Mild COVID-19 Among Health Care Workers.

  1. Approximately 80% of hospitalized patients with COVID-19 report persistent symptoms several months after infection onset.
    --Skv. sænsku rannsókninni, nær alltaf langvarandi eftirköst fyrir þá sem veikjast alvarlega.
  2. Skv. könnun á - heilbrigðis-starfsfólki.
    --Í hópnum milli 33-52 ára.
    --Ég nota tölurnar yfir þá sem - höfðu ekki verið bólusettir -sero negative.-
    --Tölurnar eru mun lægri í hópnum sem er -sero positive- þ.e. bólusettur.
    26% af þeim töldu sig hafa fengið a.m.k. 1-langvarandi einkenni a.m.k. 2 mánuði.
    15% a.m.k. eitt einkenni er varði a.m.k. 8 mánuði.
    --8% töldu að einkennin hafi verulega truflað líf þeirra.
    15% töldu að einkennin hefðu truflað þeirra félagslíf.
    12% af einkennin hefðu truflað þeirra líf heima fyrir.

Önnur könnun: Studies elucidate poorly understood long COVID

Í þessari umfjöllun er umfjöllun um 3-rannsóknir.
Sú þriðja er forvitnileg, því þar er kannað -Long COVID- í börnum.

Of the 109 children who had coronavirus antibodies but were never hospitalized, 4% experienced one or more symptoms lasting more than 12 weeks, as did 2% of children without antibodies. The most common symptoms lasting beyond 12 weeks in seropositive children were tiredness (3%), concentration problems (2%), and need for more sleep (2%).

Rétt að taka því með fyrirvara - því svo fáir einstaklingar eru í tölunum.
En það a.m.k. sýnir - að börn geta einnig fengið -Long COVID.-

Ein könnun í viðbót, sem er alveg ný: You’re much less likely to get long COVID if you’ve been vaccinated.
--Sú rannsókn virðist segja, að bóluefni minnki líkur á -Long COVID- mikið.

  1. Kannanir heilt yfir sýna, Long COVID er nær öruggt ef fólk lendir á spítala.
  2. Bresk könnun sýndi í heilbrigðu ungu fólki - tíðni Long COVID einungis, 2-3%.
  3. Sænska könnunin er áhugaverð, en í hópnum 33-52:
    -- 1/4 af þeim hóp töldu sig hafa fengið 1 einkenni er varði a.m.k. 2 mánuði.

Ef maður getur notað - sænsku könnunina á heilbrigðis-starfsfólki sem viðmið.
--Þá má reikna með því í óbólusettu fólki fái 26% á aldrinum 33-52 ára, Long COVID a.m.k. 2 mánuði.

  • Eins og breska könnunin sýnir -- voru það 1,5% bresku þjóðarinnar heilt yfir.
    Er kvartaði undan Long-COVID einkennum.
  • Einkennin virðast skv. sænsku könnuninni hafa miklu hærri tíðni, í óbólusettum.
  • Ástralska rannsóknin segir það sama.

----------------
Þetta að sjálfsögðu skiptir máli er við ræðum - gagnsemi bólusetningar.
Long COVID skv. þessu, hindrar fólk í að - gegna fullum störfum mánuðum saman.
--Þetta þarf einnig að hafa í huga, þegar fólk leggur til að heimila stjórnlausa dreifingu COVID.

Varðandi hættu á alvarlegum aukaverkunum - mikið umrædd!: Bandarísk rannsókn

Þátttakendur í könnun voru 43.448!

  • 7 einstaklingar fengu verki í botnlanga.
  • 3 fengu hjartavöðvabólgu.
  • 3 fengu heilablæðingu.

Aðrar aukaverkanir voru - COVID lík einkenni, eða verkur á stungu-stað.
Skv. því töldust meginþorri aukaverkana - væg.

  • Líkurnar á alvarlegustu aukaverkunum eru afar litlar.
    En þær eru til staðar.
  1. Þegar menn meta þetta, þarf einnig að íhuga - Long-COVID.
  2. En þeir sem fá - Long COVID - þ.e. frá 2 mánuðum yfir í meir en 8 mánuði af einkennum.
    --Sá fjöldi er greinilega miklu mun meiri.
    En sá hópur er getur fengið alvarlegar aukaverkanir.

Ekki er enn allt vitað sem hægt væri að vita um -- Long COVID.

Varðandi hugmynd að heimila stjórnlausa dreifingu COVID til að skapa ónæmi!

Þrátt fyrir að stökkbreytingar á COVID hafi dregið úr virkni bóluefna.
Held ég að það hafi ekki verið röng ákvörðun - að framkvæma almenna dreifingu bóluefna.

Það er ekkert sérstakt sem bendi til að, náttúrulegt ónæmi.
Endist auglóslega lengur en ónæmi fengið með bóluefnum.

En sumt fólk virðist halda, náttúrulegt ónæmi sé e-h allt annað.
En svo er ekki, bólu-efnin veita þér ónæmi. Þau eru að gera það sama.

  1. Það sem ég er að segja, að náttúrulegt ónæmi að sjálfsögðu úreltist að sama marki.
  2. Og það ónæmi sem búið er til með dreifingu bóluefna.

--M.ö.o. þegar COVID sýkilinn stökkbreytist - úreldir hann allt ónæmi, smám saman.
Kvef-veiran virkar einmitt þannig, en kvef er CORONA vírus.
Fólk fær aldrei kvef eitt skipti fyrir öll -- COVID-19 virðist svipað og kvef.
--Nema að miðað við reynslu Bandaríkjanna, er COVID 10-sinnum banvænna en flensa.

  • Sú hugmynd sem talsmaður - Ábyrgrar Framtíðar hefur, að láta allt gossa - búa til náttúrulegt ónæmi.
  • Mundi einfaldlega ekki virka neitt betur, í því að tryggja langvarandi ónæmi.

Það sama mundi gerast, er veiran stökkbreytist áfram - mundi það fólk aftur geta veikst.
Eins og hefur verið að gerast með fólk er hefur fengið - bólusetningu.
--Hinn bóginn virðist ónæmi í blóðinu a.m.k. hindra alvarlegar sýkingar.

Hann virðist einfaldlega ekki átta sig á því.
Að stökkbreytingar-hraðinn þíðir -- náttúrulegt ónæmi virkar ekkert betur til langtíma.

  1. Við mundum því ekkert græða á því að láta allt gossa.
  2. Umfram það að bólusetja alla.
  3. Þjóðir heims virðast nálgast þann punkt.
  4. Að dreifa viðbótar bóluefna-sprautum - til að styrkja ónæmið.

Ísrael er þegar að þessu, líkur hratt vaxandi að Bandar. fari að dreifa einnig 3-sprautunni.
Mér virðist margt benda til að, fólk fái 3-sprautuna.
--Þ.s. það hefur í engu minni ónæmis-eflingar-áhrif en að smitast af COVID.

Er 3-sprautan miklu mun áhættu-minni aðgerð, en að láta allt gossa strax.

  1. Rétt að benda á frá apríl 2020 - apríl 2021, létust 560þ. í Bandar. v. COVID.
  2. 2020 létust 56-62þ. af flensu er gekk það ár.
  • Til samanburðar, létust 30 á Íslandi af COVID yfir sama tímabil.
    --En hefðu átt að vera yfir 500.
    Miðað við sama dauða-hlutfall og í Bandar.
    Sjúkdómsvarnir á Íslandi - björguðu því 500 manns sbr. útkomu Bandar.

 

Það er algerlega ómögulegt að verja viðkvæma hópa samtímis COVID geisar stjórnlaust!

Vandamálið við þá hugmynd - að dreifa COVID stjórnlaust.
Er að sú hugmynd að verja - viðvkæma hópa samtímis.
--Getur ekki mögulega virkað.

  1. Aldraðir þurfa á mikilli þjónustu að halda.
  2. Þeir sem þjónusta aldraða.
    --Eiga sína vini.
    --Þeir eiga maka.
    --Þeir hitta kollega.
  3. Punkturinn er sá.
    Ef COVID geisar stjórnlaust.
    --Er nær öruggt að viðkvæma fólkið smitast fyrir rest.

Vegna þess, að vikvæma fólkið -- getur ekki verið eitt einhvers staðar í einangrun.
Vegna þess, að viðkvæma fólkið -- þarf stöðugt á margvíslegri þjónustu að halda.
--Sem þíðir, að reglulega þarf það að leita til fólks, sem hefur einnig sitt líf.

  • Í stjórnlausu Kófi.
  • Sé það afar afar tölfræðilega ólíklegt.

Að það mundi takast að -- verja viðvkæma hópa.
-------------
Þessi hugmynd hefur alltaf verið fullkomlega óraunsæg.

 

Niðurstaða

Eins og ég benti á, létust 560þ. á einu ári í Bandaríkjunum af kófinu - ca. svipað og hér á Íslandi hefðu látist rýflega 500 manns. Á Íslandi létust aftur á móti 30 yfir sama tímabil.
--Sjúkdómsvarnir björguðu m.ö.o. 500 mannslífum.

  1. Fólk sem heimtar að - fá að dreifa kófinu án takmarkana.
  2. Er klárlega ekki með mikla virðingu fyrir - lífi samlanda sinna.
  3. Þar fyrir utan - virðir það ekki rétt meirihluta fólks, sem vill síður smitast.

Eins og hefur komið í ljós í könnunum á Íslandi - styður ca. 90% Íslendinga sjúkdómsvarnir.
Topp fólkið í heilbrigðist-geiranum fær vel yfir 90% stuðnings-yfirlýsingu skv. könnunum á Íslandi.
--------
Það sem þetta segir manni, er að -- sá hópur sem heimtar að fá óáreittir að smita samlanda sína.
Er fámennur, líklega vel innan við 10% íbúa landsins.

  • Þegar það fólk rasar um einræði.
  • Er það í reynd að segja, það ætti að ráða.

En ekki megin-þorri landsmanna er vill annað.
--Þessi litli hópur hefur skrítnar hugmyndir um lýðræði.
Ef það heldur að lýðræði snúist um það, að innan við 10% fái að taka ráðin af drjúgum meirihluta.

  • Og einnig, ef það heldur það sé einræði -- þegar ríkisstjórn fylgir vilja um 90% almennings.

Sannast sagna á ég ekki von á að þessi flokkur fái mikið fylgi.
Ekki einungis það hve stutt er í kosningar, framboð einungis í einu kjördæmi.
--Heldur það, að hann stendur klárlega fyrir jaðar-skoðun.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það eru hér aðeins örfá atriði sem ég vil gera athugasemdir við. 

 

Rétt er það að langtímaprófanir á bóluefnum við Covid-19 ganga ekki því það stökkbreytist svo ört.

 

En ég held að þú hafir misskilið Jóhannes Loftsson þegar hann talaði um skort á langtímarannsóknum. Held ég að hann hafi átt við að mRNA bóluefnið er ný tegund af bóluefnum, og gæti ég trúað að hann eigi við það. Vitna ég í pistil eftir Geir Gústafsson frá 18. júlí 2021: "Reynslan af mRNA-bóluefnum". Segir hann þar m.a.:"Fullbólusettir að smitast og smita aðra".

 

Tek samt undir það með þér að öll bóluefni gegn Covid-19 eru vart virk til lengdar vegna eðlis veirunnar sem stökkbreytist þetta ört.

 

Vekur það upp spurningar hvort hann hafi rétt fyrir sér að Ivermectin dugi betur. 

 

Flest dauðsföll segja sumir séfræðingar megi rekja til "cytokine storm", ofvirkni í ónæmiskerfinu, eins og varð í spænsku veikinni, að því er talið er.

 

Því ætti að nota lyf sem virka á taugakerfið til að fyrirbyggja slíkt.

 

Það er margt rétt í grein þinni eins og samanburður á Covid-19 og kvefi, þú skrifar: "fólk fær aldrei kvef í eitt skipti fyrir öll - kvef er Corona-vírus"

 

Samkvæmt mínum upplýsingum orsakast kvef líka af öðrum tegundum sýkinga, en oft vegna slíkra veira, úr kórónuveirufjölskyldunni.

 

En grunnstefið í máli Jóhannesar Loftssonar er íhugunarvert, að betra er að styrkja ónæmiskerfi hjá þeim sem viðkvæmastir eru fyrir veirunni Covid-19 úr því að hæpið er að bóluefni finnist í eitt skipti fyrir öll.

 

Einnig tel ég þig misskilja hann í því að hann "vilji láta veiruna grassera stjórnlaust".

 

Hann talaði um fyrirbyggjandi aðgerðir eins og að nota Ivermectin og önnur lyf sem hann hefur tröllatrú á. Segir hann reynsluna frá Indlandi staðfesta að þetta sé eitt bezta lyfið gegn Covid-19, en bannið á notkun þess staðfesti alheimslegt samsæri.

 

Síðan er það þessi kafli þinn":Ásakanir um einræði eru pent grátbroslegar".

 

Meira en helmingur Íslendinga er áhrifagjarn, 60-80%. Ég vitna í stúlku sem var í fylgd foreldra sinna þegar börn 12-15 ára voru bólusett og spurði fréttamaður: "Var erfitt að taka þá ákvörðun að þiggja bólusetningu." Hún svaraði:"Ég hugsaði ekki, ég bara gerði það".

 

Þetta eru tilvitnanir eftir minni og því ekki orðréttar, en efnislega réttar. Með því að fara yfir fréttir RÚV um þetta er hægt að finna orðrétt þessar tilvitnanir og viðtöl.

 

Skoðanakannanir um vilja 90% almennings eru ekki marktækar þegar búið er að beita sefjun, vald fjöldans ýtir hinum áhrifagjarna meirihluta (60-80%) í eina ákveðna átt.

 

Ef sóttvarnaryfirvöld í öllum heiminum héldu því fram að bóluefnin væru skaðleg væri líka 90% almennings sammála því. Ábyrgðin liggur hjá WHO. Er það 100% rétt að ekkert sé þar á ferðinni gagnrýnivert? Ég ætla ekki að halda því fram að svo sé, heldur einungis leyfa vafanum að ráða. Undirstaða vísindalegrar nálgunar er eins og þú veizt að vera ekki 100% viss, segja að mögulegt sé að andstæðingar bóluefna hafi rétt fyrir sér.

 

Þegar Jóhannes Loftsson kallaði þetta einræði býst ég að hann hafi frekar átt við auðræði, svipað og ríkir í Rússlandi, þar sem ólíkarkar (fámenniseinræðingar) hafa mikil völd. Margir ríkustu menn heims eiga lyfjabransann, svo sem Bill Gates.

 

Þú nefnir þarna mjög mörg atriði, og margt af þessu er rétt, en ég held að Jóhannes Loftsson hafi ekki sagt að Covid-19 ætti að geisa stjórnlaust, heldur hafi hann ofurtrú á Ivermectin og fleiri lyfjum.

 

Taktu eftir því að ég á bloggvini í báðum hópum, bæði þá sem eru á móti bólusetningum og menn sem eru sammála þér um að ekki eigi að efast um bóluefnin.

 

Ég nefnilega vil taka vísindalega nálgun á þetta. Ég er ekki 100% viss á hvorn veginn sem er, en mér finnst þú misskilja sumt í máli formanns Ábyrgrar framtíðar því þú ert greinilega ósammála honum.

 

Enn fremur er ekkert víst um neitt samsæri. Kannski er það bara allt rangt sem sumir segja um það, en fyrst þú hafðir fyrir því að skrifa grein um það sem Jóhannes Loftsson sagði í þessu sjónvarpsviðtali hefur það hreyft við þér, og það hefur verið tilgangur hans, að hreyfa við fólki.

 

Ég vona að þú skiljir svar mitt þannig að ég sé að benda á vafaatriði en ekki styðja andstæðinga bólusetninga að öllu leyti.

Ingólfur Sigurðsson, 17.9.2021 kl. 15:31

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ingólfur Sigurðsson, sannast sagna hugsa ég að það hafi all engin áhrif.

"Vekur það upp spurningar hvort hann hafi rétt fyrir sér að Ivermectin dugi betur. " - Hann talaði um fyrirbyggjandi aðgerðir eins og að nota Ivermectin og önnur lyf sem hann hefur tröllatrú á. Segir hann reynsluna frá Indlandi staðfesta að þetta sé eitt bezta lyfið gegn Covid-19, en bannið á notkun þess staðfesti alheimslegt samsæri."

Hann notar Indland sem dæmi - málið með Indland, að óháðar rannsóknir á því hve margir líklega hafa látist, sýna margfalt hærri dauða-tölur þ.e. milli 3-4 milljónir e-h um 10 falt þ.s. ríkið á Indlandi vill viðurkenna -- þar fyrir utan virðist afar lítið hafa verið um skimanir á Inlandi; hér voru þær stundaðar af miklu kappi - það að Indv. stjv. virðast lítt hafa stundað þær -- styrkir sterkar efasemdir um uppgefnar tölur þaðan.
Til að segja það einfalt, trúi ég einfaldlega ekki því sem hann tekur frá stjv. einstakra fylkja á Indlandi, að kófið hafi þar rosalega dottið niður. Heldur hafi það mun sennilegar verið þar í gangi af miklum krafti - er öfugt var fullyrt.
Enda er annað fullkomlega órökrétt.
Ef þú skoðar alls staðar annars staðar hvar smit tölur minnka mikið. Þá voru aðferðir líkari okkar beitt - sbr. Suður-Kórea, Danmörk og Finnland -- fyrir utan lönd er gátu notað landfræðilega einangrun til að beita landamæra-lokunum sbr. Nýja Sjáland og Ástralía.
Þ.s. mjög lítið var um dreifingu bóluefna á Indlandi - þ.s. útilokað vegna gríðarlegs þéttleika fólksfj. sé líklega að Indland hafi getað stoppað kófið sbr. þ.s. þar er fullyrt -- held ég að þær tölur frá Indlandi séu lýgi.
Stjv. hafi einfaldlega logið, til að bera af sér gagnrýni -- komist upp með það, vegna þess að mjög erfitt er fyrir utanaðkomandi - vegna gríðarlegrar stærðar Indlands - að framkv. rannsókn er þá þyrfti vera mjög dýr og umfangsmikil -- til að sýna fram á annað.
Þær óháður rannsóknir sem ég vísa til - eru unnar af inverskum aðilum - þ.e. heilbrigðis-starfsfólki og læknum - er ákváðu sjálfir að rannsaka málið skv. þeim gögnum sem þó voru til staðar -- sérstaklega tölur yfir fjölgun látinna notaðar til samanburðar við opinberar tölur - en einnig skoðað gríðarleg aukning í líkbrennslum.
Niðurstaða þeirra indv. lækna, dauða-tölur hafi verið í reynd um 10 falt hærri.

Hann greinilega tekur tölur stjv. gagnrýnislaust trúanlegar, en það sé ekki erfitt að sjá að þær séu líklega vafasmar. Er maður hefur í huga, að hvergi er meðferð sú hann talar yfir - opinberlega viðurkennd sem COVID meðferð. Held ég að miklu mun sennilegar sé, að það lyf sé fullkomlega - ónothæft sem COVID meðferð. Það sé skýring þess, því sé ekki beitt.

Hugmyndir hans um heims-samsæri sem skýringar séu -- froða. Slíkt samsæri sé svo stórt, hvernig geti nokkur heilvita mannseskja haldið virkilega slíkt sé í nokkru sennilegt.

Þar fyrir utan, að tölur Indv. stjv. séu afar grunsamlegar. Mun sennilegar að lyfið sé einfaldlega gagnslaust, þess vegna ekki mælt með því. Þar fyrir utan, hvernig ætlar hann að gera fyrir-byggjandi meðferðir?

Hérna er áhugaverð yfirlitsgrein: https://www.cochranelibrary.com/cdsr/doi/10.1002/14651858.CD015017.pub2/full  - þ.s. höfundur gerir greiningu á stúdíum af því lyfi sem til eru: Niðurstaðan sé einföld, samanburður á greiningum -- skili niðurstöðu sem er -inconclusive.- Það þíði pent, að engar sannanir fyrir virkni þess lyfs liggi fyrir -- þó á móti sé ekki heldur fullkomlega sannað að það hafi enga virkni.

    • M.ö.o. séu engar skýrar niðurstöðu til staðar er bendi til virkni þess. Það sé örugglega af hverju þ.e. ekki mælt með því sem meðferð.

    "Því ætti að nota lyf sem virka á taugakerfið til að fyrirbyggja slíkt."

    Þú ert fullkomlega að misskilja. Taugakerfið hefur ekkert með - ónæmis-kerfið að gera. ónæmiskerfið er sjálfstætt kerfi likamans, sem virkjast eiginlega algerlega sjálfstætt -- til þess að bæla ónæmis-viðbrögð þarf að bæla ónæmis-kerfið sjálft.
    Hinn bóginn er það afar hættuleg aðferð. Því ef þú bælir það kerfi - verður líkaminn næmur fyrir öllum þeim teg. smita sem eru þarna úti, allt frá sveppa-smitum - gerla-smitum yfir í veiru, þess vegna er fólk - haft í algerri einangrun - sem fær ónæmis-bælandi lyf. Því annars er því nær bráður bani vís.
    Þessi aðferð sem þú stingur upp á - mundi drepa haug af fólki. Þá meina ég, ónæmis-bælandi lyf. Sem eru til. En gera það algerlega nauðsynlegt að setja sjúkling í algert einangrandi ástand á meðan.
    Aftur á móti, held ég að það sé einnig rangt -- þ.s. þú heldur að ofsafengin viðbrögð ónæmis-kerfis sé megin-ástæða dauðsfalla. Mjög margir deygja einnig af - afar svæsinni lungnabólgu. Þar fyrir utan, virðist sjúkdómurinn stundum ráðast nánast random á vefi líkamans. Mér skilst að það sé ekki -- nær öllum tilvikum vegna ónæmis-kerfisins.

    "En grunnstefið í máli Jóhannesar Loftssonar er íhugunarvert, að betra er að styrkja ónæmiskerfi hjá þeim sem viðkvæmastir eru fyrir veirunni Covid-19 úr því að hæpið er að bóluefni finnist í eitt skipti fyrir öll."

    Hann misskilur fullkomlega málið - þ.e. hvað fyrirbæri ónæmi er. Bóluefnin einmitt gera það sem hann talar um að gera -- skapa ónæmi, þau hafa akkúrat þá virkni. Svokallað náttúrulegt ónæmi - er enginn allt annar hlutur.

    "Einnig tel ég þig misskilja hann í því að hann "vilji láta veiruna grassera stjórnlaust"."

    Ég held að ég sé allt ekki að misskilja mál hans þar um. Hlustaður betur á þ.s. hann segir. Þegar hann talar um að leysa COVID málið -- sé það akkúrat þ.s. hann á við. M.ö.o. virðist hann halda, að náttúrulegt ónæmi haldi - er bóluefna ónæmi haldi ekki. Það sé hvað hann eigi við lausn málsins, að hann haldi -- náttúrulegt ónæmi mundi leysa málið endanlega.
    En ég er alveg viss, að náttúrulegt ónæmi - úreldis með sama hætti, er veiran stökkbreytist. Þannig að hugmynd hans sé algerlega gagnlaus -- a.m.k. í engu ganglegri en bólusetningar. Bólusetningar a.m.k. hafa miklu minni áhættu fyrir samfélagið í för með sér.

    "Skoðanakannanir um vilja 90% almennings eru ekki marktækar þegar búið er að beita sefjun, vald fjöldans ýtir hinum áhrifagjarna meirihluta (60-80%) í eina ákveðna átt."

    Ég verð eiginlega að hafna þessari tegund röksemda alfarið. Af hverju er þá e-h síður sefjun á hinn veg, þ.e. sú jaðar-trú sem er á andvígum pól.
    Þetta tal um sefjun. Sé eiginlega vanvirðing við því fólki -- þeim meirihluta, er meti málin með öðrum hætti.

    Ef menn hafa engin önnur rök til að dreifa, en meirihluti fólk séu vitleysingar -- held ég að menn séu komnir lokað sund með rök.
    Af hverju - ég spyr á móti - eru ekki minni-hluta rökin e-h síður röng?
    Ég held þvert á móti, ef menn eru í litum minnihluta -- ættu þeir alltaf að spyrja sig, hef ég rétt fyrir mér - virkilega?

    "Er það 100% rétt að ekkert sé þar á ferðinni gagnrýnivert?"

    Skiptir það nokkru hinu minnsta máli? Hver þjóð hefur sína sérfræðinga - öfugt við þ.s. fólk sem er á móti sjúkdóma-vörnum heldur fram, tekur hvert land fyrir sig -- eigin ákvörðun. Alþjóða-stofnanir stjórna því í nákvæmlega engu.
    Einföld skoðun á aðferðum landa - ætti að sýna sérhverjum - að þ.e. verulegur munur oft milli landa, akkúrat hvernig þau beita sér.

    Ísland t.d. var með verulega öðruvísi nálgun en nær öll Evrópulönd. Hvert land tók sína eigin ákvörðun. Þessar UN stofnanir skipta ekki nærri eins miklu máli - og fólk er veifar kenningum um meint vandamál þeirra stofnana, halda fram.

    Þ.e. alls ekki þannig lönd standi í einhverri óttafullri virðingu gagnvart þeim. Þ.e. að sjálfsögðu hvað gerir samsæris-kenningarnar svo óskaplega ósennilegar - þ.s. hvert land fyrir sig tekur eigin ákvörðun skv. mati eigin sérfræðinga.

    Þá er meint samsæri orðið svo risastórt -- orðið fáránleg hugmynd er of veikt.

    "Margir ríkustu menn heims eiga lyfjabransann, svo sem Bill Gates."

    Virkilega ekki vera veifa þessu. Þau fyrirtæki er fundu upp bestu lyfin -- voru ekki alþjóða-risarnir, heldur smærri fyrirtæki í jaðrinum á bransanum eins og BioNTech. Bill Gates er ekki - risa-eigandi lyfjafyrirtækis þess fyrir utan. Þar fyrir utan, stjórna lyfjafyrirtæki ekki heiminum, eins og mætti halda af óttafullnum samsæris-kenningum sumra.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 17.9.2021 kl. 16:33

    3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

    "Sumt fólk álítur mikilvæg mannréttindi - að smita sem flesta af COVID"

    Strámannsrök, bull og vitleysa.


    "--Hvað kannanir á Íslandi sýna, sóttvarnar-aðgerðir hafa notið yfirgnæfandi stuðnings!

    --Talsmaður -Ábyrgrar Framtíðar- fer fyrir hóp sem er afar fámennur, andstæðingum sóttvarna!"

    Ef marka má raunverulegan árangur Svía, þá hefur talsmaður Ábyrgrar framtíðar rétt fyri sér, en yfirgnæfandi fjöldi almennings rangt fyrir sér.

    "Síðan kvartaði hann yfir því, langtíma-prófanir á bóluefnum fóru ekki fram!

    Hann er einn af þeim sem kallar - bólu-efnin óprófuð, og hættuleg."

    Maðurinn bendir hér á staðreynd.  Prófunin er að fara fram núna, á öllum sem hafa fengið sprautu.

    Niðurstaða:

    Þú hefur ekkert verið að fylgjast með neinum vísindum, neinsstaðar.  Þú veður uppi með einhver strámannsrök og lygar, í sem lengstu máli, gerandi fleiri ritvillur per setningu en ég geri per málsgrein, fullur.

    Það verður minna vit í því sem þú ritar með hverjum degiþ

    Ásgrímur Hartmannsson, 17.9.2021 kl. 16:52

    4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

    Sæll Einar. 

    Ég tel að þú hafir ekkert kynnt þér þessi mál um þennan svokallaða Covid 19 vírus. Frá því að þessi vírus kom fram þá hafa verið upplýsingar á netinu bæði með og á móti. Það er rétt hjá að þessi flokkur nái ekki kjöri, en meðlimir hans hafa reynt að upplýsa íslendinga um að yfirvöld séu búin að hafa þau að fíflum í yfir 18 mánuði. Þessi flokkur talar yfir  heilaþvegnum almennigi af hálfu fjölmiðla,heilbrigðisyfirvalda og verðlaunaðs þríeykis.

    Það er staðreynd að einungis 15-20% af fólki hugsi eitthvað og láti ekki mata sig á upplýsingum heldur leita að sannleikanum og sannreyna það sem þeim er sagt. Þú er greinilega ekki inni í þessum hóp, og því miður mætir menn sem hafa tjáð sig hér á netinu. Hinn hópurinn lætur mata sig og teystir þeim miðlum sem mata þau á upplýsingum.

    Það sem fulltrúi Ábirgar framtíðar hefur fram að færa eru upplýsingar til fólks sem eru nauðsynlegt. Þessar upplýsingar sem hann er að tala um hafa verið á netinu frá upphafi í svokölluðum Covidfaraldurs. 

    Til að fræða þig aðeins um hvað er á döfinn þá ættir þú að eyða 40 mínótum í að hlusta á þetta myndband hér að neðan.

    https://newtube.app/user/PhilStone/KrinDKG?__cf_chl_jschl_tk__=pmd_GDe34.DJwClt11sap7jbpWk8XXgaQR.bn00XM6QteFo-1631901229-0-gqNtZGzNAiWjcnBszQiR

    Eggert Guðmundsson, 17.9.2021 kl. 18:21

    5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

    Þú ert nú meiri kjáninn. Það hversu stór hluti almennings styður tiltekin stjórnvöld hefur bara nákvæmlega ekkert með það að gera hvort viðkomandi stjórnvöld sýna einræðistilburði eða ekki. 90% Þjóðverja studdu nasista á blómaskeiði þeirra. Niðurstaða Einars Björns Bjarnasonar hlýtur þá að vera sú að Hitler hafi ekki verið einræðisherra.

    Nenni ekki að gera athugasemdir við restina af þessari langloku, hún lýsir einfaldlega jafn víðáttumikilli heilaþoku og upphafið.

    Þorsteinn Siglaugsson, 17.9.2021 kl. 18:26

    6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

    Fyrirsögnin er röklaus strámaður. Enginn lítur á það sem "mannréttindi" að "fá að smita" nokkurn mann.

    Aftur á móti eru það mannréttindi allra að hafa frjálst val um hvaða aðferð hver og einn notar til að forðast smitsjúkdóma.

    Þeir sem vilja nota "bóluefni" sem virka ekki mega það. Þeir sem vilja nota aðrar aðferðir sem virka, mega það líka.

    Guðmundur Ásgeirsson, 17.9.2021 kl. 19:49

    7 Smámynd: Kristín Inga Þormar

    Vissirðu að enginn hefur ennþá stigið fram og sótt verðlaunin upp á eina og hálfa milljón Evra fyrir að geta sýnt fram á einangrum þessa víruss?

    Kristín Inga Þormar, 17.9.2021 kl. 23:11

    8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Þorsteinn Siglaugsson, þegar menn fara að veifa nasistum eru menn endanlega á glapstigum með sína rökleysu. Þar fyrir utan veistu fullkomlega - að lýðræði snýst um að fylgja nokkurn veginn vilja meirihluta almennings. Ef þú hefur aðrar hugmyndir þar um, ertu einfaldlega ekki stuðningsmaður lýðræðis - heldur einhvers annars fyrirkomulags, sleppi að nefna nafn þess.
    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 18.9.2021 kl. 02:04

    9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Kristín Inga Þormar, rosalega ertu heimsk - og ég virkilega meina heimsk.
    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 18.9.2021 kl. 02:04

    10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Guðmundur Ásgeirsson, þ.e. ástæða af hverju við notum sérfræðinga - t.d. til að skera upp fólk og laga mein sem uppskurði þar til að laga; menn láta ekki menn í slík verk - er aldrei hafa lært. Sama gildir um sjúkdóms-varnir, að við höfum sérmenntaða sérfræðinga þar um - og þeir taka ákvarðanir fyrir okkur; því leikmenn hafa alls enga möguleika til að taka þar um skynsamar ákvarðanir - því þeir hafa ekki nándar nærri þá þekkingu þar um sem til þarf svo ákvörðun viðkomandi geti verið skynsöm.

    Þessi athugasemd þín, sýnir að þú ert bersýnilega djúpt sokkinn í rugli á mjög háu stigi - ef þú ímyndar þér að þú getir tekið ákvarðanir sem krefjast sérfræði-þekkingar í læknis-fræðum, svo að eitthvert vit sé í þeirri ákvarðanatöku.
    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 18.9.2021 kl. 02:15

    11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Eggert Guðmundsson, ég vona þú áttir þig einhvern tíma á því hversu rosalega hroka-fullt þ.e. að fullyrða eiginlega að 80% þjóðarinnar -- séu heimskingjar. Og að það sama eigi við um, alla okkar helstu sérfræðinga í lækningum hérlendis. Ekki síður, að það sama eigi um flest sérfræðinga í læknisfræðum um heiminn vítt - og að auki um drjúgan meirihluta almennings víða um heim.

    Ég held að þú fullkomlega misskiljir fyrirbærið -- gangrýn hugsun. En það snýst ekki um það - að gagnrýna - eða styðja alltaf þá sem gagnrýna - eða að styðja ávallt gagnrýna minnihluta-skoðun.

    Gagnrýn hugsun, snýst um að -- ávalt efast. Þá á efinn ekki síður að snúast að -- þeim er gagnrýna, að gagnrýni.
    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 18.9.2021 kl. 02:20

    12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Ásgrímur Hartmannsson, eina sem er öruggt er þú kemur með athugasemdir - að þær byggjast ekki á vísindum. Ég hef aldrei séð nokkurt frá þér - er virðist ekki byggjast á, fordómum - í stað þekkingar.
    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 18.9.2021 kl. 02:22

    13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

    Einar Björn: "Guðmundur Ásgeirsson, þ.e. ástæða af hverju við notum sérfræðinga..."

    Svo hafnar þú út frá þessu að taka til greina álit sérfræðings. Viltu "nota" sérfræðinga eða ekki? Ef já þá máttu ekki hunsa sérfræðinga sem þú ert ósammála. Annars ertu ósamkvæmur sjálfum þér.

    Guðmundur Ásgeirsson, 18.9.2021 kl. 02:29

    14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Guðmundur Ásgeirsson, útúrsnúningar - þú veist mæta vel ég er ekki að vísa til ákvarðana einstaklinga - heldur samélagsins. Samfélagið er búið að ákveða þetta fyrir okkur fyrir löngu síðan. Sama og að samfélagið hefur ákveðið hvaða lög gilda. Þú getur ekki ryfist um hvaða lög gilda -- þú getur kosið flokk sem vill önnur lög, en þú þarft samt að hlíða því. Með sama hætti er samfélagið með þá aðferð - í gildi - og þú færð ekkert val þar um.

    M.ö.o. þú getur ekki vísað til mannréttinda-sjónarmiðs, ef þú er staðinn að lögbroti sagt sbr. þú sért ósammála þeim lögum. Sama gildi er kemur að ákvörðunum sérfræðinga t.d. í sjúkdómavörnum -- að þú hefur ekki réttmætt persónulegt val, ef þ.e. lögbundin ákvörðun uppi sem þér ber að hlíða. Þ.e. ekki mannréttindabrot - að skilda fólk.  Aftur á móti, máttu kjósa sérhvern þann þú vilt -- er mundi vilja breyta lögum þeim sem gilda um sjúkdóma-varnir. En meðan þau enn gilda, verður þú að hlíða þeim, með sama hætti og öðrum lögum. Þú hafi ekki m.ö.o. það persónulega val, sem þú heldur þú hafir. Og þú getur ekki heldur veifað þvi að um mannréttindabrot sé að ræða, þ.e. þú hefur sama frelsi og hver annar -- að kjósa þ.s. þú vilt, eða mynda baráttuhóp fyrir breytingum á gildandi lögum - um hvað sem þér kemur til huga að vilja berjast fyrir að breyta.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 18.9.2021 kl. 02:38

    15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Eggert Guðmundsson, þar fyrir utan hefur Dr. Phil -- ekki þekkingu á smitsjúkdóma-vörnum. Hann lærði sálfræði -- þ.e. ástæða af hverju greinar læknis-fræði eru aðskildar -- sálfræðingur getur ekki skorið upp fólk; Dr. Phil hefur ekki hæfni til að tjá sig um sjúkdóma-varnir fremur en að sérfræðingar um sjúkdóma-varnir hafi þekkingu á sálfræði.
    Þegar kemur að sjúkdóma-vörnum, hlusta ég á þá sem eru sérfræðingar þar um -- ef kemur að sálfræði, þá hlusta ég á sálfræðinga - o.s.frv. Þú getur treyst því ég mun ekki hlusta á skoðanir Dr. Phil -- langt fyrir utan hans sérsvið þ.s. hann hefur enga sérfræði þekkingu um.
    --Finndu fyrir mig sérfræðing í sjúkdómavörnum - sem er andstæðingur smitsjúkdómavarna, efa stórfellt þú getur fundið slíkan sem telji - varnir gegn -- hættulegum smitsjúkdóm ástæðulausar.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 18.9.2021 kl. 02:48

    16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

    Einar Björn. Ég þarf ekki að vera sérfræðingur í sóttvörnum eða smitsjúkdómum til að njóta mannréttinda. Í því er ég sérfræðingur og þú segist vilja hlusta á sérfræðinga.

    "Samfélagið er búið að ákveða þetta fyrir okkur fyrir löngu síðan." - Samfélagið hefur engarn rétt til að skerða mannréttindi mín.

    "þú getur ekki vísað til mannréttinda-sjónarmiðs, ef þú er staðinn að lögbroti sagt sbr. þú sért ósammála þeim lögum" - Jú, ef þau lög stangast á við mannréttindi.

    "Þú hafi ekki m.ö.o. það persónulega val, sem þú heldur þú hafir." - Samkvæmt gildandi lögum hef ég víst persónulegt val um þáttöku í lyfjatilraunum.

    Þú ættir kannski að halda þig við umfjöllunarefni sem þú hefur nógu mikið vit á til að segja eitthvað af viti um þau.

    Guðmundur Ásgeirsson, 18.9.2021 kl. 19:17

    17 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

    Þú segir: "Ég hef aldrei séð nokkurt frá þér - er virðist ekki byggjast á, fordómum - í stað þekkingar."

    Ég get svarað þér: Ég hef aldrei séð nokkurt frá þér - er virðist ekki byggjast á, fordómum - í stað þekkingar.

    Ásgrímur Hartmannsson, 18.9.2021 kl. 20:35

    18 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

    Einar Björn Bjarnason, er sú heimsk, er satt segir?

    Við sem förum í manninn, biðjum fyrirgefningar.

    Egilsstaðir, 18.09.2021   Jónas Gunnlaugsson 

     

    Ég hef hugsað að þeir sem verja lögreglu ríkið

    séu að skrifa til að gefa börnunum sínum að borða.

     

    Nasistar fyrir Nuremberg dómstólnum svöruðu þegar

    þeir voru spurðir hvernig þeir hafi getað látið

    fólkið hlíða sér.

    Þeir svöruðu, við gerðum fólkið hrætt, þá fóru allir í röð

    og gerðu það sem þeim var sagt. 

    Það er eins og núna, allir fara í röð og láta sprauta sig,

    aftur og aftur og aftur.

    Við vekjum fólkið, björgum fólkinu, björgum landinu

    og við björgum heiminum.

    Gamla konan greip inn í þegar krakkarnir voru farnir að

    slást og sagði síðan, - elskiði - friðinn - strjúkiði – kviðinn.

    (elskið friðinn, og strjúkið þið kviðinn ég skil þetta ekki alveg enn þá daginn í dag.)

     Egilsstaðir, 18.09.2021   Jónas Gunnlaugsson 

    Jónas Gunnlaugsson, 18.9.2021 kl. 22:20

    19 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

    Lýðræði hefur nákvæmlega ekkert með það að gera að "fylgja nokkurn veginn vilja meirihluta almennings." Lýðræði er stjórnskipulag þar sem stjórnvöld eru kjörin í almennum kosningum. Þú titlar þig stjórnmálafræðing en veist ekki einu sinni hvað lýðræði er.

    Þorsteinn Siglaugsson, 18.9.2021 kl. 22:36

    20 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

    Guðmundur: Ég held að það sé leitun að þeim umfjöllunarefnum sem Einar Björn hefur vit á. Ég legg til að hann reyni að leita sjálfur, en hef ekki mikla trú á að það takist, enda getur verið vandratað þegar heilaþokan er svona óskaplega þétt.

    Þorsteinn Siglaugsson, 19.9.2021 kl. 00:27

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Nóv. 2024
    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (21.11.): 1
    • Sl. sólarhring: 1
    • Sl. viku: 28
    • Frá upphafi: 856011

    Annað

    • Innlit í dag: 1
    • Innlit sl. viku: 26
    • Gestir í dag: 1
    • IP-tölur í dag: 1

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband