7.9.2021 | 23:37
El Salvador tekur augljósa efnahagslega áhættu með lögleiðingu Bit-Coin sem lögeyri!
Örugglega segir einhver ég sé neikvæður gagnvart Bit-Coin.
En málið er að sú áhætta sem stjórnin í El-Salvador tekur.
Væri sú sama og ef einhver annar gjaldmiðill en Bit-Coin væri notaður.
Og notaður með nákvæmlega sama hætti!
Skal nefna annað dæmi:
- Argentína notaði svokallað -Currency Board- á 10. áratugnum.
Það virkar í reynd eins og gull-standard, nema að annað en gull er notað.
Argentína notaði Bandaríkjadollar.
--Það sem gerðist var, dollarinn hækkaði verulega í verði. Af því að Seðlab.Bandar. fór að berjast við verðbólgu á seinni hl. 10 áratugar, hækkaði vexti - dollarinn fór upp.
--Við þetta urðu atvinnuvegir Argentínu ósamkeppnisfærir, m.ö.o. laun voru borguð í gjaldmiðli sem var fast-tengdur við Dollar með kerfi þannig að Argentína þurfti alltaf að eiga nóg af Dollar - svo 100% af útistandandi gjaldmiðli væri hægt að skipta í Dollar. M.ö.o. sama kerfi og Gull-standard nema að Dollar en ekki gull er notað.
--Tæknilega hefði Argentína átt að lækka laun, en verkalýðsfélög stóðu þétt á móti.
Útkoman var, útflutningi hnignaði.
Meðan innflutningur óx.
Það mynaðist viðskipta-halli, en ríkið í Argentínu varð stöðugt að kaupa Dollar.
Ef gull hefði verið notað, hefði verið keypt stöðugt gull.
Loka-niðurstaða varð, ríkisgjaldþrot Argentínu og gjaldþrot flestra atvinnuvega. - Áhætta El-Salvador virðist mér algerlega sambærileg.
--Bit Coin er notaður - ekki gull.
A)Skv. fregnum verður Bit-Coin notaður í landinu.
B)Samtímis eru skuldir landsins í Dollurum US.
C)El-Salvador stjórnar ekki -- gengissveiflum Bit-Coin.
Frekar en Argentína stjórnaði gengissveiflum Dollars.
Hættan sem ég tala um -- er klassískur vandi ríkja sem nota aðra gjaldmiðla.
Þegar þeir taka -- hugsanlega stóra sveiflu.
--Sem gæti verið erfitt fyrir hagkerfið að ráða við!
El Salvadors bitcoin debut stumbles over tech problems
El Salvadors dangerous gamble on bitcoin
Það eru afar mörg söguleg dæmi til, að lönd lendi í vanda er þau nota gjaldmiðil sem þau ráða sjálf ekki yfir -- vandinn er alltaf ef gjaldmiðillinn sem þú ræður ekki yfir tekur stóra sveiflu í átt sem hentar ekki þínu hagkerfi, eða skuldastöðu ríkissjóðs!
- Augljós hætta:
Segjum að Bit-Coin lækkaði verulega í verði. Segjum 30%.
En BC hefur oft tekið stórar sveiflur - þó meðaltal sl. ára sé upp.
Þá hafa stórar sveiflur oft orðið - tugi prósenta til og frá.
------------
Munum að skuldir El-Salvador eru í Dollar US.
Einfaldur prósentu-reikningur segir:
Ef BC lækkaði um 30% -- hækka skuldir miðað við BC um 60%.
Ríkið í El-Salvador, ætlar að láta BC starfa innan landsins.
Skattleggja viðskipti í BC -- hafa skatt-tekjur í BC.
--Þá er þetta einfaldlega klassísk saga.
Einfalt, ef gjaldmiðillinn þú hefur tekjur í - lækkar verulega.
Og þú skuldar í öðrum gjaldmiðli.
--Þá er mikil hætta á alvarlegum skuldavanda.
Endurtek, klassísk áhætta, hefur tæknilega ekki með það að gera að nota BC.
Hinn bóginn, hefur BC haft stórar sveiflur reglulega.
--Það gæti því verið - stærri sveiflu-áhætta. - Hinn augljósi vandinn, ef Bit-Coin heldur áfram að hækka í verði.
--Þá vísa ég beint í vanda Argentínu.
En vandi El-Salvador - ef BC hækkar áfram.
Væri um margt svipaður þeim vanda sem Argentína glímdi við.
Vandinn er sem sagt sá, allur þinn kostnaður hækkar.
El-Salvador alveg örugglega, á viðskipti út á við.
--Þá skiptir kostnaður þjónustu- eða varnings í öðrum gjaldmiðlum en BC máli.
Eins einfalt og ég get sagt það: Ef BC hækkar.
Hækkar allt sem El-Salvador hefur upp á að bjóða í öðrum gjaldmiðlum.
Sem sagt, samkeppnis-hæfni El-Salvador í verðum, hnignar þá.
--Skipti engu, hvort um sé að ræða útflutning á matvælum eða öðru, eða ferðamennsku.
A)Augljósa svarið er að lækka verð í landinu.
B)Þá ertu kominn með verðhjöðnun.
Bendi aftur á Argentínu - þar hnignaði atvinnuvegum, því þeir urðu ósamkeppnisfærir.
Fyrir rest urðu flest þeirra útflutnings-fyrirtæki gjaldþrota.
--Því Dollarinn hækkaði.
--Verkalýðsfélög komust upp með að hafna - launalækkunum.
- Þarna blasir við augljós hætta á -- economic dislocation.
Þetta auðvitað blasir allt fyrirfram við.
- Líkur eru augljóslega sterkar á -- verðhjöðnun!
En landsframleiðsla El-Salvador verður ekki allt í einu 20% raun-verðmætari.
Fyrir það eitt, BC mundi hækka um 20% eða 30% o.s.frv.
--Þannig að hættan væri augljós.
--Að El-Salvador lenti í -- vanda með verð.
M.ö.o. þau þurfa að lækka, líklega reglulega. - Þ.s. ekki er fyrirfram vitað.
Hversu vel El-Salvador mundi ganga.
Að reglulega -- þvinga fram lækkanir launa.
Og auðvitað - almenns verðlags í landinu.
Auðvitað eignum og öllu öðru.
Síðan auðvitað - er það almennt skoðun hagfræðinga.
Verðhjöðnun hafi slæmar efnahagslega afleiðingar.
--En það virðist blasa við, að El-Salvador þurfi að viðhalda slíku ástandi.
Hvað um það, El-Salvador ætlar að gera tilraun -- augljóslega áhættusama.
- El-Salvador mun augljóslega raun-prófa hversu vel hagkerfi gengur að glíma við - líklega nær stöðuga og gjarnan verulega öfluga, verðhjöðnun.
--Þ.s. auðvitað er þá raunprófað, hvort kenningar um neikvæðar afleiðingar verðhjöðnunar eru réttar. - Ekki má gleyma því.
Að ítrekað sennilega -- þvinga fram launa-lækkanir.
Gæti verið - áskorun.
En þ.e. einfaldlega óþekkt.
Hversu vel almenningur í landinu.
--Mundi taka því, að vera ítrekað skipað að - sætta sig við lægri laun.
Bendi á svokallaða Evru-krísu!
En það tók 2 ár að beita t.d. Grikkland það miklum þrýstingi, að laun voru þar lækkuð.
Það tók stjórnvöld Írlands -- rúmt ár að knýja þar fram launalækkanir.
--Ég held að stjórnin í El-Salvador, muni þurfa að vera mun sneggri en þetta.
- Þetta er ekki síst, spurning um viðbrögð almennings.
El-Salvador hefur einræði, en það þarf ekki endilega þíða - stjórnin sé algerlega yfir það hafin að geta lent í - þrýstingi frá almenningi.
Bendi aftur á Argentínu: En það dæmi sýnir, hvað gerist ef aðlögun mistekst.
- Ég sé enga ástæðu, af hverju - augljóslega, ítrekaðar innri aðlaganir El-Salvador, hljóta að heppnast -- alltaf.
- Kannski tekst það -- tvisvar, þrisvar - en það þarf ekki nema mistakast einu sinni.
En þá spírallast vandinn upp hratt, eins og dæmi Argentínu sýndi.
Niðurstaða
Það kemur í ljós hvernig El-Salvador gengur með þetta. En það er hafið yfir allan vafa, að áhættan sem tekin er - efnahagslega séð er stór; og þ.s. verra er - stöðug líklega. En ég sé enga ástæðu af hverju reglulegar stórar sveiflur Bit-Coin ættu að hætta.
--BC sé líklega í eðli sínu óstöðugt, pent vegna þess að BC hafi ekki - verðmæti sem grunn.
- Þ.e. ekki rétt sem BC fanar halda fram - þjóðar-gjaldmiðlar grundvallist ekki á raun-verðmætum.
- Þvert á móti, á það við þá alla, að þeir eru með að baki - raunverðmæti.
Allt hagkerfið með öðrum orðum, sem ríkið getur skattlagt. Ég þekki ekki nokkurt land, er hefur hagkerfi sem er - fullkomlega einskis virði. Ergo, ríkisgjaldmiðlar hafa raunverðmætis-grundvöll, allir með tölu.
-----------
Ég er algerlega viss að vegna ákvörðunar að hafa BC - án nokkurs verðmætis-grunns.
Sé einfaldlega líklega ekki mögulegt fyrir BC að hafa stöðug-leika.
Verðmætið sé þar af leiðandi alltaf afar sveiflugjarnt.
Þær sveiflur hætti sennilega aldrei -- nema BC taki upp raun-vermætis-stuðning.
- Slíkur grunnur getur verið margt, t.d. karfa af málmum til sölu, karfa af matvælum seldum á heims-markaðir grunnur heimsmarkaðsverð þá notaður, eða gjaldmiðils-karfa -- eða nánast hvað sem er annað, þess verðmæti sé selt og keypt á alþjóðamörkuðum.
Ég á von á því, að einka-gjaldmiðlar er hafi stöðugleika verði einhvern-tíma búnir til.
--Augljóslega -- er aðferð BC miklu ódýrari fyrir - start up.
--Sem er líklega hin raunverulega ástæða!
En til að búa til öflugan bakstuðning, þarf afar fjársterka bak-aðila.
Sjálfsagt taka einhver risa-fyrirtæki heims sig saman á einhverjum punkti.
Og búa til alþjóðlegan einkagjaldmiðil. En það hefur ekki enn gerst.
Sem gæti verið eins stöðugur og stórir ríkisgjaldmiðlar.
Og því boðið upp á alla sambærilega þjónustu og ríkisgjaldmiðlar.
--T.d. sé ég ekki hvernig hægt er að veita lán í BC.
Tja íhugum ef lánið er allt í einu 30% verðmætara en áður, og þú hefur laun í öðrum gjaldmiðli, það hefur komið fyrir að BC hafi meir en 2-faldast á einu ári.
Til þess að lánveitingar geti gengið upp, sem er sennilega verðmætasta þjónusta sem veitt er í samhengi gjaldmiðla almennt -- þurfa gengissveiflur að vera miklu mun smærri almennt.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856018
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Það sem gerðist var, dollarinn hækkaði verulega í verði. Af því að Seðlab.Bandar. fór að berjast við verðbólgu á seinni hl. 10 áratugar, hækkaði vexti - dollarinn fór upp."
Punkturinn með Bitcoin er einmitt að forðast þetta. Enginn seðlabanki og enginn yfir höfuð, getur ráðið "peningastefnu" bitcoin, því hún er harðkóðuð inn í algóritmann.
Tilgangur El Salvador með innleiðingu bitcoin er alls ekki sá að forðast gengissveiflur enda er það ekki hægt á meðan verðgildið er mælt í sveiflukenndum valdboðsgjaldmiðlum og engin leið að vita hvort er að sveiflast, hvort að skottið sveiflar hundinum eða öfugt. Hinn raunverulegi tilgangur El Salvador með þessari tilraun er að gefa borgurum sínum sem mjög margir taka við peningasendingum frá ættingjum sínum í Bandaríkjunum, geti gert það án þess að vera háðir valdboðsgjaldmiðlum (þ.e. dollar) sem önnur þjóðríki geta fiktað í með peningastefnu sinni eða jafnvel lagt á gjaldeyrishöft. Hvorugt er hægt að gera við bitcoin, sem þjónar þessu hlutverki því ágætlega. Eflaust ekki fulkomlega, en þetta er a.m.k. athyglisverð tilraun.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.9.2021 kl. 15:50
Guðmundur Ásgeirsson, breytir það í einhverju þeim skoðunum - að viðbrögð skulda-eigenda landsins virðist nú, að selja skuldir landsins; það þíðir að - vaxtakrafan hefur hækkað duglega fremur snögglega - vaxtakúrvan er nú þ.s. kallað er -inverted- þ.e. skammtíma-skuldir kosta nú hærri vexti en langtíma - sem vanalega virkar öfugt.
Vísbending þess að markaðir með skuldir reikni með yfirvofandi ríkisþroti El-Salvador.
Skuldir ca. 90% af þjóðaframleiðslu. Ríkissjóður samt með duglegan halla-rekstur. Skuldir hækka því hratt.
Eigendur skulda landsins virðast taka þessu þannig - að aðgerðin sé örvæntingarfull. Að landstjórnandi eigi engin svör, hvernig hann ætlar að snúa þróuninni við. Að áhættan sem fylgi aðgerðinni -- sé kornið sem fylli mælinn.
"Tilgangur El Salvador með innleiðingu bitcoin er alls ekki sá að forðast gengissveiflur enda er það ekki hægt á meðan verðgildið er mælt í sveiflukenndum valdboðsgjaldmiðlum og engin leið að vita hvort er að sveiflast, hvort að skottið sveiflar hundinum eða öfugt."
Þetta er eiginlega skondin athugasemd hjá þér. Því - áhættu-aukningin sem menn óttast. Eru einmitt tíðar afar stórar - gengis-sveiflur Bit-Coin. Sem skapar einmitt þá stóru áhættu, að tekjur landsins vs. skuldir -- taki mjög stóra verð-mis-gengis-sveiflu. Sem skýri af hverju markaðir eru að selja skuldir landsins.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.9.2021 kl. 22:25
Já, talandi um skondnar athugasemdir. Mistökin þín og þeirra eru þau sömu, að reyna að greina þetta út frá kenningum sprottnum úr umhverfi valdboðsgjaldmiðla, sem bitcoin er alls ekki.
Þú kemst kannski að raun um villuna þegar þú leitar svara við því hvort El Salvador hafi gefið út ríkisskuldabréf í bitcoin? (Vísbending: svarið sem þú munt finna er nei.)
Reginmunurinn á valboðsgjaldmiðlum og bitcoin er sá að valdboðsgjaldmiðlar byggjast á skuldsetningu en bitcoin gerir það ekki.
Þegar eining valboðsgjaldmiðils er gefin út byggist hún á trausti á því að samsvarandi vaxtaberandi skuld sem býr að baki muni verða endurgreidd, sem útheimtir vinnu eða afhendingu raunverulegra verðmæta í framtíðinni. Hversu mikla vinnu eða verðmæti mun þurfa að inna af hendi er svo háð duttlungum "peningastefnu" sem getur breyst á morgun eða hvenær sem er.
Þegar bitcoin eining er gefin út hefur sú vinna eða afhending raunverulegra verðmæta sem að baki býr, þegar verið innt af hendi og þannig verið staðgreidd þannig að engin skuld stofnast á móti. Sú vinna eða verðmæti er ekki háð "peningastefnu" sem getur breyst á morgun eða hvenær sem er, heldur er hún einfaldlega harðkóðuð inn í algmóritmann og raunkostnaður þeirrar fjárfestingar liggur þegar fyrir á þeim tímapunkti sem hver mynteining er búin til. Bitcoin er því skuldlaus gjaldmiðill, ólíkt vaxtaberandi skuldsettum valboðsgjaldmiðlum.
Annað sem skilur á milli er að í harðkóðaðri peningastefnu bitcoin er fastsett hámark á hversu margar einingar verður hægt að búa til (um 21 milljón). Á valdboðsgjaldmiðlum er ekkert slíkt hámark, því útgefendur þeirra geta einfaldlega ákveðið hvenær sem þeim dettur í hug að búa til fleiri mynteiningar með pennastriki. Það leiðir óhjákvæmilega til verðrýrnunar (gengisfellingar) viðkomandi gjaldmiðils umfram það sem ella hefði orðið. Þetta er ekki hægt í bitcoin umhverfinu því enginn getur breytt fjölda eininga sem hægt er að gefa út.
Meginmunurinn er sá að bitcoin byggist ekki á útgáfu vaxtaberandi skulda eins og valdboðsgjaldmiðlar heldur staðgreiðslu verðmæta eða vinnu. Það gerir bitcoin mun líkara gulli eða öðrum eðalmálum heldur en valdboðsgjaldmiðli. Núverandi magn í umferð er þekkt stærð en ekki háð framtíðaróvissu um duttlunga og magnið sem hægt er að "grafa úr jörðu" þar til viðbótar (sem í bitcoin er kallað "mining" en táknar í raun staðgreiðslu á vinnu/verðmætum) er vísindalega þekkt frá upphafi og óbreytanlegt (a.m.k. þar til mannlegt samfélag hrynur til grunna).
Það er ekki hægt að bera saman epli og appelsínur á grundvelli eiginleika sem eingöngu appelsínur hafa. Ef þú reynir það munt þú óhjákvæmilega gera villu í einhverju skrefi.
Með ofangreindu er ég alls ekki að halda því fram að bitcoin sé óháð duttlungum spákaupmanna. Það er í raun það eina sem má segja að bitcoin hafi sameiginlegt með öðrum (og eiginlega öllum) eignaflokkum, þar með töldum valdboðsgjaldmiðlum. Spákaupmennska er stunduð með allt frá soya-baunum til eðalmálma og gjaldmiðla. Tilgangur bitcoin er ekki og hefur aldrei verið að hindra spákaupmennsku, heldur að veita fyrirsjáanleika um útgáfu sjálfs gjaldmiðilsins og hvað hún kostar. Jafnframt verður alltaf að spyrja sig að því hvort það er skottið sem sveiflar hundinum eða öfugt, ef verðmælirinn sem er notaður er valboðsgjaldmiðill háður duttlungum "peningastefnu" og spákaupmennsku. Sem dæmi má spyrja sig ef "verðmæti" bitcoin mælt í dollurum eða öðrum valboðsgjaldmiðli sveiflast, hvort var það þá vegna þess að bitcoin sveiflaðist eða valboðsgjaldmiðillin sveiflaðist vegna duttlunga "peningastefnu" eða sambærilegra valdboðsákvarðana? Þegar þú áttar þig á því að bitcoin er ekki háð neinum slíkum ákvörðunum ætti svarið að blasa við, ef rökhugsun þín er í lagi.
Ef fjárfestar eru nú á einhverjum flótta frá ríkisskuldum El Salvador, er það í fyrsta lagi vegna áhrifa spákaupmennsku og í öðru lagi vegna duttlunga "peningastefnu" valdmoðsgjaldmiðla, sem hefur nákvæmlega ekkert með innbyggða eiginleika bitcoin sjálfrar að gera sem voru læstir inn í hönnun hennar strax frá fyrsta útgáfudegi.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.9.2021 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning