Ánægjulegt 4-bylgja COVID er í rénun á Íslandi, skv. The Economist má vera 18 milljón manns hafi látist af COVID heiminn vítt!

Varðandi umræðuna hvort rétt/rangt var af stjórnvöldum Íslands að bregðast við 4-bylgju með aðgerðum. Bylgjan er nú greinilega í rénun: Heilt yfir hefur staðan batnað mjög mikið.
Ég er eiginlega sammála því varúðarsjónarmiði sem var til staðar.
Einfaldlega vissi enginn fyrir algerlega víst -- hversu áreiðanleg bóluefnin væru.

  1. 4-bylgjuna má því kalla, raun-prófun.
  2. Sú leiddi í ljós að bóluefnin eru minna gagnleg en vonast var til.
  3. Þó samt langt í frá gagnslaus.

Hlutfalls dauðsfalla t.d. var minna í Bretlandi en Bandaríkjunum.
Best að taka önnur lönd út en Bandar. og Bretland.
--Þetta var talið vísbending um virkni bólu-efna er Bretl. hafði náð betri dreifingu þeirra.
--Bæði löndin hafa mikla útbreiðslu smita á sama tíma, Bretl. mun skárri dauðatölur.
Innan Bandar. var kófið þegar í rénun víða, en í sókn einna helst þ.s. dreifing bóluefna hafði verið lítil fram að þeim tíma -- síðan hefst ný bylgja nú í haust í Bandar.

  • Tölur annars staðar sýna svipaða sögu, að bóluefnin minnka líkur á dauðsföllum.

Það má kalla - lágmarks kröfu.

 

The Economist: The pandemic’s true death toll

Þeir birta 3-tölur.

  1. Lág-áætlun: 9,4m.
  2. Mið-áætlun: 15,2m.
  3. Há-áætlun: 18,2m.

Tölur í milljónum.

Rétt að taka fram, skv. indverskri áætlun á dauðsföllum: Um 70% Indverja hafa COVID mótefni -- önnur könnun áætlar allt að 4,9 milljón Indverja geti hafa látist af COVID á einu ári!.

  1. Indversk rannsókn unnin skv. svipaðri aðferðafræði og blaðamenn The Economist beita.
  2. Mat dauðsföll á bilinu 3,4-4,9 milljón.

--Indversku vísindamennirnir er unnu þá könnun, mátu það út frá mati á - umfram dauðsföllum.
Tölurnar eru þá háðar því - hve hátt hlutfall viðbótar dauðsfalla séu talin, COVID.

  • The Economist eðlilega glýmir við svipaðan vanda.
  • Að ekki eru öll - viðbótar dauðsföll vegna COVID beint.

Hinn bóginn, engin ástæða að ætla að -- í hlutfalli umfram-dauðsfalla.
Sé ósennilegt að COVID sé -- a.m.k. ekki minna en helmingur umfram-dauðsfalla.
--Rétt að benda á, að sum önnur dauðsföll - geta verið óbeint af völdum COVID.

Sbr. ef fólk komst ekki í meðferð í tæka tíð, því göngu-deildir sjúkrahúsa voru tepptar.
Þar fyrir utan, gerir starfs-fólk meir af mistökum, er það er -- þreitt og ofhlaðið störfum.
--COVID getur því verið orsök stórum hluta, þó greining sé vegna annars sjúkdóms.

---------------

  1. Ef maður hefur greiningu inversku vísindamannanna í huga.
  2. Þá slá tölur The Economist mann, langt í frá sem - ósennilegar.

Ég get mjög vel trúað að hnattræn dauðsföll hafi a.m.k. verið 15 milljón.
--Þannig séð ekki rosalega hátt dánarhlutfall - af yfir 6 milljörðum.

 

Ég hugsa vísindamenn hafi nú mikið af mælingum á áreiðanleika bóluefnanna!

Mörg Vesturlönd voru búin að dreifa umtalsverðu magni bóluefna.
Þannig gríðarlegt gagnamagn hlýtur nú vera til staðar.

  1. Áhuga vekur að skv. The Economist - benda tölu-gögn til að, dauðsföll í Skandinavíu almennt, hafi verið -- undir meðaltali áranna á undan.
  2. Talið að -- aðgerðir hafi líklega fækkað dauðsföllum vegna annarra sjúkdóma, í samhengi Skandi-navíu. T.d. hafi mun færri en vanalega dáið af - flensu.
  3. Hugsanlega að auki, færri látist í slysum - því fólk hafi verið meira heima en vanalega.

--Þetta eigi ekki við lönd - Sunnan við Skandi-navíu.
Að - dauðsföll séu undir meðaltali áranna á undan, meðan kófið var.

  • Ég hugsa að það atriði, sé sönnun þess að öflugt heilbrigðis-kerfi.
  • Skili árangri, í takt við þær stuðnings-aðgerðir stjórnvalda er hafi verið til staðar.
  1. Ég ætla ekki að þora að spá því - hvenær stjórnvöld hætta almennt að beita sér gegn COVID.
  2. A.m.k. er vitað, að -- lyfja-fyrirtæki vinna að þróun svokallaðra -booster- skammta.

Er mundi vera ætlað, að styrkja - ónæmi gegn COVID frekar.
Það gæti gerst, að dreifing slíkra skammta - mundi fylgja ákvörðun að hætta almennum aðgerðum stjórnvalda.
--Það á auðvitað eftir að koma í ljós.

 

Niðurstaða

Enginn vafi að mannkyn er orðið þreitt á COVID.

  1. Skv. COVID.is hafa 33 látist á Íslandi heilt yfir.
  2. Skv. upplýsingum ég hef, létust 3-þeirra í 4-bylgju.
    Þar af 2-erlendir ferðamenn.

Dánarlíkur Íslendinga skv. því eru orðnar afar afar litlar.
Ég geri ráð fyrir því, að einungis 1-Íslendingur virðist látinn af 4-bylgju.
Vs. 30 af bylgjunum þrem á undan, sé sterk vísbending um árangur af - bólusetningu.
----------

Þ.e. því alveg orðið vert að ræða það, hvenær stjórnvöld binda endi á aðgerðir.
Ég er ekki ósammála aðgerðum þeirra sl. sumar, því enn var óvissa um virkni bóluefna.
En nú liggja þær niðurstöður fyrir.
--Nánast það eina sem hugsanlega væru rök fyrir að bíða eftir.

  • Væri hugsanleg dreifing á -- búster.

T.d. frá BIONTEC/Phiser - sem veitti aukna vörn gegn nýrri afbrigðum.
--En einhvern tíma þurfum við að hætta, verulega truflandi aðgerðum.

En kannski eigum við að bíða eftir -- booster.
Er mundi þá - uppfæra mótefnis-vaka gagnvart nýrri afbrigðum.
----------

Ég sé ekki ástæðu til að efast, að 15 milljónir eða meir hafi látist heiminn vítt.
Það sé a.m.k. ekki fjarstæðukennt, í ljósi niðurstaðna frá Indlandi skv. svipaðri aðferðafræði.
--Af hverju ætti það yfir höfuð að vera ótrúlegt?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað hafa margir dáið úr venjulegri árstíðabundinni inflúensu á sama tíma?

Guðmundur Ásgeirsson, 5.9.2021 kl. 19:54

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

*Einfaldlega vissi enginn fyrir algerlega víst -- hversu áreiðanleg bóluefnin væru.

Við vitum það núna, og það lítur ekki vel út með þau.

31 dauðsfall (eins og er) að bóluefnum á móti 1 af kvefinu.  Sem var líka bólusettur einstaklingur.  Ekki hagstætt hlutfall.

Fyrstu niðurstöður frá Ísrael lofa heldur ekkert góðu.

*Tölur annars staðar sýna svipaða sögu, að bóluefnin minnka líkur á dauðsföllum.

Sem er bullshit.  Það sem veldur færri dauðsföllum er hið uggvænlega Delta afbrigði, AKA Indverska afbrigðið af brezka afbrigðinu af Kína kvefinu, eða Covid 20.

*--Rétt að benda á, að sum önnur dauðsföll - geta verið óbeint af völdum COVID.

Sbr. ef fólk komst ekki í meðferð í tæka tíð, því göngu-deildir sjúkrahúsa voru tepptar.

SKV NHS létust ~1200 manns aukalega á síðasta ári vegna þess að fólk var eitthvað að dóla sér við annað en að eiga við auðveldlega fyrirbyggjanlega sjúkdóma.

Bara í UK.


*--COVID getur því verið orsök stórum hluta, þó greining sé vegna annars sjúkdóms.

Nei, félagi.  CCP vírus var kennt um allt.  Bílslys líka.  Vildi að það væru ýkjur, en nei.

 

*Ég get mjög vel trúað að hnattræn dauðsföll hafi a.m.k. verið 15 milljón.

Er í raun líklega miklu lægra.  Trúlega dóu ekki nema ~30K í USA.  Miðað við hysteríuna hljómar það ekkert ólíklegt.

*Ég ætla ekki að þora að spá því - hvenær stjórnvöld hætta almennt að beita sér gegn COVID.

Baráttan heldur áfram þar til fólk segir stopp.

*Er mundi vera ætlað, að styrkja - ónæmi gegn COVID frekar.

Aldrei heyrt um "Antibody Dependent Enhancement" sé ég.

*Vs. 30 af bylgjunum þrem á undan, sé sterk vísbending um árangur af - bólusetningu.

Kjaftæði, sjá svar hér að ofan.

*Ég sé ekki ástæðu til að efast, að 15 milljónir eða meir hafi látist heiminn vítt.

Ég sé ástæðu: meira en ár af stanslausum lygum, hysteríu og deleríi.

Þú ert of auðtrúa.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.9.2021 kl. 23:48

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur Ásgeirsson, bandarískar tölur sýna að 2020 drap flensa milli 56th. og 62th. Bandaríkjamenn - frá 1. apr. 2020 - 1. apr. 2021 höfðu 550þ. látist í Bandar. af völdum COVID.
--Það gerir COVID ca. 10-falt banvænni í Bandar. yfir eins árs tímabil.

Maður heyrir stöðugt þetta væl - hvað með flensu.
Afar þreitt orðið.
Kv. 

Einar Björn Bjarnason, 6.9.2021 kl. 01:05

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur Hartmannsson, Grímur hættu þessu helvítis bulli.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.9.2021 kl. 01:06

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Afar þreytt orðið að kalla lögmætar spurningar væl.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.9.2021 kl. 12:31

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Einar, ekki vera vísindaafneitari.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.9.2021 kl. 16:16

7 Smámynd: Þröstur R.

"Einfaldlega vissi enginn fyrir algerlega víst -- hversu áreiðanleg bóluefnin væru." Væri ekki frekar að segja " bólefnin eru". Þú af öllum ættir að vita að þetta er enn þá á Phaze III trial rannsókn í gangi og ekki er vitað með langvarandi niðurstöður eða afleiðingar hennar. 

Þröstur R., 7.9.2021 kl. 01:13

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þröstur, langtíma-rannsóknir eru greinilega -pointless- þ.s. vírusinn breytist stöðug, því þarf stöðugt að uppfæra bólu-efnin; ergo ómögulegt að framkv. langtíma-rannsókn -- eins og þú krefst. Því bólu-efnin breystar reglulega, því ekki þau sömu. Einnig vírusinn, krafa um uppfærð bóluefni að sjálfsögðu vegna stöðugra breytinga á vírus. Þú getur Því treyst Því, kröfunni um langtíma rannsóknir verður sennilega aldrei mætt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.9.2021 kl. 22:31

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur Ásgeirsson, það er óhugsandi að þú hafi ekki vitað að þetta var væl. Þ.s. vitneskan hefur legið fyrir nú meir en ár að kófið er margfalt banvænna en flensa. Að varpa því fram -- getur því ekki hafa verið lögmætur tilgangur. Heldur til þess eins að vera pyrrandi.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.9.2021 kl. 22:36

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur Hartmannsson, hef aldrei séð þig setja nokkurt annað fram en -- froðu, athugsemd þín var froða.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.9.2021 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband