Við skulum skoða - akkúrat hverjar ásakanirnar eru: Indictment charges against Trump Organization and its CFO. Þó þetta sé birt á vef CNN, þá getur fólk leitað uppi sama skjal á öðrum fjölmiðli - ef það tortryggir CNN.
--Þetta er sem sagt, formlega ákæru-skjalið sjálft.
Hvet fólk til að lesa!
Donald Trump og Allen Weisselberg, sem er 73 ára!
- Það sem ákærendur í New-York segja, að Trump-samsteypan hafi haft 2-falt bókhald.
Ég á ekki við það - venjulega 2-falda bókhald sem fyrirtæki viðhafa.
Heldur að, samsteypan hafi haft:
--Opinbert bókhald, sem var sýnt skatt-yfirvöldum. Allt látið líta rétt út.
--Leynilegt bókhald, er innihélt upplýsingar um margvísleg fríðindi.
Sem haldið hafi verið leyndum fyrir skatt-yfirvöldum.
**En sem starfs-mönnum ber að borga skatt fyrir.
**M.ö.o. ásökunin er um, þraut-skipulagt skatt-svindl. - Að sjálfsögðu er - stjórnarformaðurinn undir smásjánni, enda skrifar hann fyrir öllu.
Hann er persónulega ásakaður fyrir - að hafa svikið: $1.7m.
Sl. 15 ár í formi fríðinda, sem hann hefði átt að hafa greitt skatta fyrir persónulega í New-York.
- Carey Dunne, a top assistant to Cyrus Vance, the Manhattan district attorney, told reporters: This is not a standard practice, - This was a secret and audacious illegal payment scheme.
- Daniel Hemel, a law professor at the University of Chicago, who specialises in tax issues, also saw heft in Vances case: The fact that the Trump Organization was maintaining two sets of separate books thats pretty close to a smoking gun,
- Adam Kaufmann, another veteran of Vances office ow in private practice: Its almost like a playbook on different ways to commit tax fraud,
- Mark Zauderer, a defence lawyer: It is easy to lose sight of the fact that these are serious charges with significant penalties, and the supporting facts alleged in the indictment are easy for jurors to understand, -- And they are likely to generate resentment in the hearts of jurors who dont benefit from the kind of tax schemes alleged by the district attorney and the grand jury.
Lögfræðingurinn sem FT ræðir við í restina, bendir á að - kviðdómendur - mundu líklega ekki hafa mikla samúð með framkvæmda-stjóranum -- ekki sjálfir vanir að hafa aðgengi að slíkum bitlingum. Að þeir ættu að geta skilið mæta vel hvað ákæran snýst um.
--M.ö.o. svik undan skatti.
- Hámarks refsing fyrir að svíkja yfir 1,5 milljón Dollara undan skatti - ásamt öðru því sem Weissman er ákærður fyrir, 15 ár í fangelsi.
- Það þíðir ekki að 73 ára Allen Weissberg fái svo harða refsingu.
En þetta sé alvöru-mál.
Ef sannanir saksóknar í New-York borg, eru eins góðar og New-York borg segir.
- Rétt að benda á, að saksóknarinn í New-York hefur haft fullt aðgengi að skjölum Trumps samsteypunnar nú í yfir ár.
- Það mál fór alla leið fyrir Hæsta-rétt-Bandar. er dæmdi saksóknara í vil.
Ég eiginlega á mjög erfitt með að trúa því, að New-York saksókn fari fram með málið.
Ef New-York hefur ekki þær sannanir sem saksóknari þar telur sig hafa.
Ef maður gerir ráð fyrir að þetta sé allt satt og rétt?
Að sjálfsögðu ekki smá-mál, m.ö.o. e-h sem enginn sé kærður fyrir.
Þarna er þá til staðar - afar vísvitandi skatt-svik.
Og upphæðir hljóta að vera miklu hærri en sú 1,7 millj. Dollara sem framkvæmda-stjórinn einn er ákærður fyrir.
Spurning um Donald Trump, þ.e. vitað að hann hefur alltaf verið mjög mikið tengdur sínu megin einka-fyrirtæki -- erfitt eiginlega að trúa hann hafi ekki vitað nokkuð um málið.
Hinn bóginn, er hann hefur verið snjall -- þá er ekki nokkurt skjal, né undirskrift - sem sannanlega tengi hann við málið.
Það getur auðvitað verið hlutverk Weissberg, að vera - fall maðurinn fyrir Trump.
--Weissbert væntanlega er í öllu formlega ábyrgur, hans undirskrift alls staðar.
--Hann sem sagt samtímis að njóta svindlsins og einnig að skipuleggja það.
Sem stjórnarformaður eigi hann örugglega ekki þá leið að látast ekki vita neitt.
Niðurstaða
Eins og mátti við búast, er pólitíkin í kringum umfjöllun um málareksturinn -- eitruð. Önnur pressan hamast á því, að málið sé eiginlega ekki neitt - enginn sé ákærður fyrir svona lagað; tja eins og að svíkja stórfé undan skatti - sé eðlileg starfs-aðferð.
--Ef það væri rétt, væri spilling - venjuleg viðskipta-aðferð í Bandaríkjunum.
Hinn bóginn, þá ætla ég ekki að trúa því að svo spillt sé viðskipta-lífið í Bandar. að slíkt sé standart praxis að -- svindla undan skatti.
--Sannarlega beita fyrirtæki öllum tiltækum ráðum - hinn bóginn sé svo margt sem er löglegt.
Af hverju þá að vísvitandi svindla? Og taka áhættu á mörgum árum í fangelsi?
--Bandar. skatt-yfirvöld eru einmitt alræmd fyrir, að ef þau komast um snoðir um skatt-svindl, geta aflað sér nægilegra sannana -- þá bregðist þau afar hart við.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859313
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já eitruð ásökun, við þekkjum þetta frá íslandi og er ekki langt að sækja.Þar eru Sjálfstæðis-kratar baneitraðir.
Helga Kristjánsdóttir, 3.7.2021 kl. 02:17
Helga Kristjánsdóttir, frú mín góð - segjum þú eigir fyrirtæki, segjum þú látir fyrirtækið kaupa bíl og þú notir hann sjálf til allra þinna ferða - skv. skatta-reglum ættir þú að borga frýðinda-skatt af þeim afnotum; ímyndum okkur að þú viðhefðir sömu tegund af svindli þ.e. þú létir skatt-yfirvöld aldrei vita af því að þú notaðir sjálf bílinn til allra þinna ferða m.ö.o. ekki fyrirtækið þó væri fyrirtækið eigandi þess - en síðan kæmust skatt-yfirvöld einhvern veginn að þessu - kannski benti einhver sem er í nöp við þig þeim á það, kannski birtir þú myndir á FaceBook á bílnum - akkúrat hvernig skiptir ekki máli -- en ef þau mundu geta sannað að þú hefðir þannig svindlað undan skatti, þá mundu þau senda formlega kæru til saksóknara og ef saksóknari teldi þetta málshæft þá væri ræst sakamál gegn þér.
Þarna lýsti ég algerlega sambærilegu máli og þarna er í New-York. Nema það er miklu stærra í sniðum. Þú þarft að eiga það við þig -- ef þér virkilega finnst það ef ríkt fólk vísvitandi svindlar undan skatti, þá sé það ekki athæfi er ætti að varða við lög.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.7.2021 kl. 15:49
Hefurðu heyrt um risnu?
Jón Steinar Ragnarsson, 3.7.2021 kl. 18:36
Ég ætla ekki að afsaka svona framferði, ef þetta er satt og rétt sem borið er á Trump og Weissberg, en mig grunar að þetta sé bara áframhaldandi áróðursstríð milli vinstri og hægri fylkinga stjórnmálanna. Nú þegar Joe Biden hefur viðurkennt að vísindamenn hafa samþykkt kenningu Trumps um að Covid-19 hafi verið búin til í tilraunastofu fá stuðningsmenn Trumps staðfestingu á því sem hann sagði allan tímann.
Það dregur samt ekki úr alvarleika þess máls sem þú fjallar um, en mér finnst undarleg heimska af Weissberg ef þetta var gert.
Það á eftir að sanna þetta, og eins og þú segir sjálfur, pólitíkin getur verið eitruð. En samt, mun ekki einhver hafa samúð með honum þótt hann tapaði þessu máli? Það er stórt í sniðum, en margir sakaðir um svipað.
Ég er sammála, þetta er heimskulegt ef satt reynist, af Weissberg og Trump.
Ingólfur Sigurðsson, 4.7.2021 kl. 00:33
Ingólfur Sigurðsson, Biden hefur ekki -viðurkennt- nokkurt annað en að, kenningin um rannsóknar-stofuna sé möguleg skýring - en, hún getur að sjálfsögðu ekki verið nokkurt annað. Að sjálfsögðu liggja engar sannanir fyrir þeirri kenningu - að það sé engin leið að sanna mót-kenninguna, felur ekki í sér að -- rannsóknar-stofu-kenningin þá sé sönnuð. Það einfaldlega þíði, að það séu mismunandi kenningar uppi -- engar þeirra sannaðar, eiginlega að menn séu engu nær -- hvað sé satt eða rétt þar um.
Varðandi ásakanir í New-York, rétt að benda á að saksónarar í New-York hafa haft um nokkurt skeið, fullt aðgengi að - skatta-gögnum fyrirtækis Trumps í New-York. Það þurfi alla leið í Hæsta-rétt Bandar. til að fá það aðgengi.
**Þ.e. besta ástæðan sem ég get gefið þér, að þeir hafi sannanir fyrir þeim ásökunum. Það auðvitað kemur allt í ljós. Fyrir mína parta sé ég enga skynsama ástæðu að ætla - að þetta séu augljóslega pólit. ofsóknir. Hinn bóginn, eru sannarlega í gangi hróp í þá átt -- vara þig pent við að, vera of ginn-keyptur fyrir slíkum upphrópunum.
--Auðvitað er það afar heimskulegt svindla þannig, en stundum gerir hroka-fullt fólk slíkt, einhvern veginn trúir því ekki innra með sér að það verði hankað - eða er svo vant að lögfræðingar reddi því, að það trúi því ekki að - það fái málagjöld.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.7.2021 kl. 02:44
Jón Steinar Ragnarsson, Þú getur ekki teigt það hugtak yfir - það að borga fyrir barnið þitt í einka-skóla - það getur tengst rekstri á bifreið en þá þarf að sína fram á að -- þetta sé ekki bara einka-bíllinn þinn - þú getur örugglega ekki sagt leigan á íbúðinni þinni sé risna. Alls staðar þ.s. ég þekki til, þarf að halda reikningum til haga - framvísa þeim til skattsins. Þ.e. eiginlega þú sem þarft að sína fram á - að um sé risnu að ræða, ekki öfugt. Ef þú getir ekki sínt fram á það -- þarftu að borga skatt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.7.2021 kl. 02:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning