OECD segir, 130 þjóðir hafa samþykkt nýjan sáttmála um skattlagningu alþjóðafyrirtækja! Fljótt á litið virðist 15% lágmarks-skattur stórt framfara-skref sbr. oft virðast þau greiða nær engan skatt!

Yfirlýsingu OECD má sjá hér: 130 countries and jurisdictions join bold new framework for international tax reform. Yfirlýsingu í fullri lengd: Statement on a Two-Pillar Solution to Address the Tax Challenges Arising From the Digitalisation of the Economy – 1 July 2021

Frétt: World’s leading economies agree global minimum corporate tax rate

Eftirfarandi lönd höfnuðu þátttöku í yfirlýsingu:

  1. Ireland
  2. Estonia
  3. Hungary
  4. Barbados
  5. Kenya
  6. Nigeria
  7. Sri Lanka
  8. St Vincent & the Grenadines

Af þeim eru 3-meðlima-lönd ESB.

15% lágmarks-skattur!

Er augljós framför, flestir ættu að þekkja - hvernig t.d. Apple inc. er þekkt fyrir að skatt-leggja í gegnum skatta-paradísir.
Fyrir nokkrum árum, komst upp að Írland - leyfði fyrirtækinu að komast upp með aðferð, er virtist hafa skilað á bilinu 1-2% raunverulegri skatt-heimtu.
--Sá skattur greiddur í írska lýðveldinu.

Fyrirtæki borga einnig skatta þ.s. þau stunda sölu á sinni þjónustu/vöru!

Fyrirtækin geta ekki lengur - hafnað kröfum um greiðslu skatts, vegna þess að þeirra starfsemi er ekki skráð í landinu.

These companies will have to allocate for taxation 20—30 per cent of their profits in excess of a 10 per cent margin to the countries where they operate based on their sales. 

Þannig að kröfunni - um að dreifa skatta-hagnaði af starfsemi þeirra, er mætt. Evrópuríki, skv. samkomulaginu -- fella niður tilraunir sínar til að, skattleggja hagnað bandar. risafyrirtækja með hætti, sem ekki rúmast innan þessa samkomulags.

Með þessu, hefur Joe Biden sett niður deilu er hefði getað orðið erfið milli Bandar. og ESB.
Þar fyrir utan eru öll stór hagkerfi með í för - get ekki ímyndað mér að slíkt hefði verið mögulegt að ná fram - - undir Donaldi Trump.

Joe Biden: With a global minimum tax in place, multinational corporations will no longer be able to pit countries against one another in a bid to push tax rates down and protect their profits at the xpense of public revenue.

A.m.k. hafandi í huga að þáttöku-ríki samanstanda af vel yfir 90% af heims-framleiðslunni.
Þá er erfitt að sjá annað en að fyrirtækin -- þurfi að borga!

Kevin Brady, the top Republican on the House of Representatives: .. a dangerous economic surrender that sends US jobs overseas ...

Segir Repúblikana-þingmaðurinn, eiginlega ætti þetta hafa - þver-öfug áhrif.
Að fyrirtæki hafa mun síður skattalegar ástæður til að.
--Skrá sig annars staðar en í Bandaríkjunum, sama gildi um að starfa þar innan.

Hinn bóginn, væntanlega vísbending þess - þingmenn Repúblikana muni þvælast fyrir.

Stefnt að því samkomulag taki gildi 2023!
Biden þarf þá að fá Bandar.þing til að staðfesta það!
--Ekkert augljóslega ómögulegt við það, því málið er klárlega líklegt til vinsælda!

 

Niðurstaða

Ég get ekki ímyndað mér að Trump hefði náð þessu fram - en nú 6 mánuðum eftir valda-töku hefur Joe Biden náð þessu afar víðtæka samkomulagi - um skattlagningu alþjóða risa-fyrirtækja. Með því ætti vera tryggt að deilur um þeirra starfsemi, er kemur að skatta-lagningar þættinum, eru settar niður. 
Þar fyrir utan, minnka með þessu mjög mikið möguleikar svokallaðra skatta-paradísa.
Til að soga til sín, hagnað risa-fyrirtækja.

Tek fram, að þetta snertir í engu á skatta-paradísar-meðferð einstaklinga.
Samt sem áður, hlýtur þetta teljast stórt skref í því -- að draga úr skatta-flótta.

Almennt séð -- risastórt framfaraskref.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband