Einræðisherra Norður-Kóreu, sagði ónefnda embættismenn ríkisins hafa valdið alvarlegu krísu-ástandi tengt COVID19. Fram til þessa hefur Norður-Kórea látið sem ekkert kóf sé staðar í landinu! Lætur Kim taka einhverja embættismenn af lífi?

Nánast ekki neitt er vitað hvað er í gangi í Norður-Kóreu, landið er nánast sem svarthol.

En ég held fáir hafi trúað Norður-Kóreu, að ekkert kóf væri í landinu.
En fram til þessa, hefur stjórnin þar -- ekki líst yfir einu einasta tilfelli.

Auðvitað er það hluti af því, af hverju ræða herra Kim vakti athygli!

North Korea's Kim Jong Un warns of 'grave consequences' after Covid-19  incident - CNN

North Korea Covid-19 outbreak fears after Kim Jong-un warns of ‘huge crisis’ in ‘antivirus fight’ : Kim Jong Un: In neglecting important decisions by the party that called for organisational, material and science and technological measures to support prolonged anti-epidemic work in face of a global health crisis, the officials in charge have caused a grave incident that created a huge crisis for the safety of the country and its people, -- Tekið úr ræðu herra Kim.

North Korea's Kim says 'great crisis' caused by pandemic lapse :Several politburo members, secretaries of the central committee, and officials of several state agencies were replaced at the meeting, though KCNA did not specify if the shakeups were related to the neglect of pandemic-related duty.

Vart þarf að nefna að Norður-Kórea hefur í dag nánast einstaka ógnarstjórn, þ.s. fjölskylduveldi Kimmanna ríkir enn, og hikar ekki við að -- stunda fjölda-aftökur.

Kim Jong Un eins og þekkt er, lét myrða hálfbróður sinn í Malasíu fyrir nokkrum árum - meðal þess fyrsta sem hann gerði var að láta myrða frænda sinn er var hluti valdapíramýdans í landinu - síðan hélt hann reglulegar aftökur við margvísleg opinber tilefni.
--Eitt alræmdasta tilefnið, er einn var tekinn af lífi með fallbyssu - sprengdur í tætlur.

Allri aðstoð að utan er jafnan hafnað - í nafni sjálf-þurftarstefnu landsins.
--En landinu stendur til boða, aðstoð við dreifingu bóluefna gegn COVID.

En litlar likur eru taldar um að slík aðstoð verði þegin.
--Einnig ólíklegt að matar-aðstoð yrði.

Fyrir rúmum áratug, gerði fjölskylduveldið lítið, er alvarleg hungursneyð áætlað drap hundruð þúsunda.

  1. Gríðarlega fátækt land, samt rekur kjarnorku-áætlun og smíðar eldflaugar er geta borið kjarnavopn þvert yfir hnöttinn.
  2. Og viðheldur her ca. milljón manna fjölmennum - þó megnið af hertólum séu vel úrelt.

Sennilega lokaðasta land í heimi.
Landi sem oft er líkt við -- fangelsi.
--Heil þjóð í fangelsi.
Megni af landsmönnum virðist lifa við - örbyrgð, sem erfitt sé að skilja.
Fyrir fólk á Vesturlöndum í dag.

Afar fámenn elíta lyfir í fullkomnum vellystingum.

 

Niðurstaða

Enginn í reynd veit hvað yfir-lýsing Kims þíðir. Fáir líklega efa að kófið sé í Norður-Kóreu. En samtímis, virðist tilgangslítið - er einræðisherrann hafnar allri matar- og lyfja-aðstoð að utan - að reka embættismenn, er væntanlega reka stofnanir er eiga að fást við sjúkdóm -- samtímis og þær stofnanir líklega eiga fá tæki og sennilega lítið af lyfjum.

Eina aðferðin að halda aftur af sjúkdómnum, getur verið það - að banna fólki ferðir um landið. Láta það halda sig mest inni. 
--Hinn bóginn, þarf einnig að framleiða mat, því annars deyr fólk úr hungri.
--Ekki getur NK framleitt alla hluti, þrátt fyrir - sjálfs-þurftar-stefnu Kimmanna.

Hinn bóginn, geta ferðabönn - útivistarbönn, einungis tafið útbreiðslu Kófsins.
Ef engin eru lyfin, duga slíkar aðferðir líklega ekki mjög lengi.
--Það gæti einmitt verið að gerast, að aðferðafræðin haldi ekki lengur.
--Þá auðvitað, eru þeir sem var skipað að gera það líklega ómögulega.
Ófærir aumingjar!

Ekki kæmi mér það á óvart ef Kim lætur taka einhverja þeirra af lífi.
Svona til að hvetja þá sem taka við þeirra störfum.
--Að standa sig betur í því líklega ómögulega.
--Að stöðva vírus, með -- líklega lítt meir en viljann að vopni.
Það þyrfti sennilega mjög mikið að gerast svo Kim fengist til að heimila erlenda aðstoð.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 857476

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband