Ron DeSantis, ríkisstjóri Florida - mældist vinsælli en Donald Trump í nýlegri skoðanakönnun! Spurning -- gætu orðið átök milli DeSantis og Donalds Trumps, er aldrei líkar að vera - næst bestur?

DeSantis er einn af þeim allra mest áberandi meðal þeirra innan Repúblikana-flokksins er dreymir um forseta-framboð 2023, að verða næsti forseti 2024. Hann hefur upp á síðkastið verið í herferð er líkist um margt - kosninga-slag.
M.ö.o. fundað stíft, mætt í gríðarlegan fjölda viðtala -- margoft hjá Fox.

  • M.ö.o. greinilega verið í harðri kynningu á sjálfum sér meðal lands og þjóðar.
    Hann hefur þó ekki beinlínis sagst vera að berjast fyrir framboði til forseta.
  • Talar á þann veg, hann vilji ná endurkjöri sem ríkisstjóri.
    En það krefst ekki þess, að vera í fundarherferð víða um land.

Hinn bóginn, virðist enginn þeirra sem dreymir um að fara í forseta-slag.
--Þora að formlega lísa yfir slíkum áhuga!

  1. Ástæðan er að sjálfsögðu, Donald Trump - er enn lætur sem kannski hann fari í forseta-slag, kannski ekki.
  2. En ef DeSantis verður vinsælli en Trump?

Á þessari mynd lætur vel með Trump og DeSantis - gæti það breyst?

Gov. Ron DeSantis beats Trump in 2024 presidential straw poll

DeSantis ‘very wary’ of upsetting Trump

  1. Last weekend, DeSantis beat Trump 74-71 in the annual Western Conservative Summit’s straw poll in Denver — results that surprised even organizers of the summit.
  2. Last year, Trump won the same straw poll with nearly 95 percent support.

Augljóslega geta þátttakendur í þeirri könnun, nefnt fleira en eitt nafn.
Mjög líklega nefna mjög margir - Trump og DeSantis.

  • Þ.e. samt áhugaverð sveifla milli áranna, þ.e. Trump var með 95% 2020 en 2021 fær hann 71 á móti 74 fyrir DeSantis.

--Hljómar sem vinsældir Trumps meðal Repúblikana séu byrjaðar að dala.
Sama tíma að vinsældir DeSantis eru klárlega á uppleið.

 

Auðvitað er ekkert víst við það að - það verði vesen milli þeirra!

  1. Hinn bóginn er Trump alræmdur fyrir að mislíka að vera -- númer 2.
  2. Þarf varla að nefna, hvernig Trump hefur tekið því að tapa fyrir Joe Biden í forsetakjöri.

Sú forsaga, auðvitað er væntanlega hvað -- menn eins og DeSantis óttast.
Þó það sé skilda -að virðist innan Repúblikanaflokksins- að styðja hróp Trumps um stolnar kosningar.
--Þá er ég handviss að mjög margir þeirra sem taka undir, gera það einungis út af ótta við Trump.

Hafandi það í huga, þá hljóti þeir -- rökrétt að óttast bræði Trumps.
Fyrir það eitt -- að íta Trump í annað sæti!
--Fyrir Trump, virðist það - það eitt - að sparka Trump í No.2 - ófyrirgefanleg synd.

Hann virðist ekki geta samþykkt, að vera -- No.2!

 

Það mætti ímynda sér, Trump byði DeSantis - að vera No2. maður hans!

M.ö.o. Trump tæki af skarið um fyrir-hugað framboð, og lausnin væri að - DeSantis fengi að vera hans, vara-forseta-efni.
--Hinn bóginn, má velta því upp á móti, ef DeSantis væri kominn með t.d. meir en 10% vinsælda-forskot á Trump - meðal Repúblikana.
--Hvort að DeSantis vildi þá sættast á að vera -- No.2?

Það þarf varla að draga í nokkurn efa.
Ef Trump byði DeSantis að vera No.2!
En DeSantis, hafnaði því -- færi í framboð í beinni keppni við Trump.

  • Þá mundi Trump gera allt í hans valdi, til að eyðileggja DeSantis.

En Trump virðist alltaf, þá meina ég einnig ef maður skoðar - viðskiptaferil hans, bregðast þannig við - að ef honum finnst sér ógnað, að gera sitt besta til að eyðileggja keppi-nautinn.
--Fyrir Trump séu -keppi-nautar- óvinir, ekki keppi-nautar.

Þess vegna sé allt leyfilegt - og Trump virkilega virðist leyfa sér allt.

  1. Sko, ef slíkt gerðist -- að slagur um útnefningu flokksins yrði afar - nasty.
  2. Gæti það, skaðað möguleika flokksins fyrir kosningar haustið 2023 - klárlega.

 

Niðurstaða

Að sjálfsögðu eru þetta allt vanga-veltur, samt þó ekki alveg án nokkurrar ástæðu - þ.s. Trump er þekktur af því að vera hreint óskaplega ósvífinn og -nasty- við sérhvert tækifæri hvort sem er í viðskiptum eða öðru, er hann keppir um að vera No.1 - á móti einhverjum öðrum.
Trump virðist m.ö.o. líta á pólitík - eiginlega einnig viðskipti - sem nokkurs konar stríð.
Því sé allt leyfilegt, svo fremi sem að þú kemst upp með það.

Ég sé a.m.k. hugsanlegan möguleika á skaðlegum átökum milli Repúblikana.
Er Demókratar gætu hugsanlega grætt á!


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það sem allir vita; möguleiki Demókrata að græða er alltaf bundinn samsæri keyptum fyrir peninga og það að sleykja upp kommaríkin. 

Helga Kristjánsdóttir, 29.6.2021 kl. 00:27

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Helga Kristjánsdóttir, athugasemd þín er fyrst og fremst hlægileg - það eru mýmörg dæmi milli 2017-2020 að Trump talar um, vináttu hans of Xi Jinping leiðtoga Kína -- ef Biden nokkru sinni segði það sem þið afsökuðu Trump fyrir að segja væru þær athugasemdir notaðar sem meint sönnun um -Kína þægni- en vegna þess að það var Trump sem sagði þá hluti, þá látið þið sem að þau ummæli skipti engu máli: Janúar 2020 sagði Trump eftirfarandi um Xi á ráðstefnu Davos - Sviss. 

 

 

 

    • Our relationship with China has now probably never, ever been better, -- He is (Xi) for China, I am(Trump) for the U.S., but other than that, we love each other.

     

    Trump gerði þetta svo oft, að tala um persónulega vináttu hans og Xi, að fjölmiðlar hentu gaman af og kölluðu -Bromance.-
    --Vonandi muntu einhvern tíma losa þig við þessi skrítnu trúarbrögð er passa ekkert við veruleikann, og sjá heiminn eins og hann er.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 29.6.2021 kl. 11:48

    3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    HLÆÐU með mér (:

    Helga Kristjánsdóttir, 29.6.2021 kl. 16:05

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Nóv. 2024
    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (21.11.): 1
    • Sl. sólarhring: 1
    • Sl. viku: 28
    • Frá upphafi: 856011

    Annað

    • Innlit í dag: 1
    • Innlit sl. viku: 26
    • Gestir í dag: 1
    • IP-tölur í dag: 1

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband