Þetta er auðvitað allt fullkomlega absúrd - eðlileg stjórnmálastarfsemi er flokkuð sem undirróðursstarfsemi, eðlilegt stjórnmálastarf sem hættuleg tilraun til að steypa samfélaginu, og það að leitast við að skipuleggja almenn mótmæli er telst sjálfsagður réttur í öllum líðræðisríkjum er flokkað sem hryðjuverk!
--Rússland Pútíns í dag, virðist komið nærri í sama alræðisfyrirkomulag, og gamla Sovétið.
- Bendi á að ég hef álitið Pútín -- kommúnista árum saman.
- Enda þjóðnýtti hann allan auðlynda-rekstur, sem þíðir að nær öll útflutnings-verðmæti Rússlands, eru rekin af ríkis-rekstri.
Tja eins og alltaf var í tíð Sovétsíns. - Þar fyrir utan, hefur - meint lýðræði Pútíns - ætíð verið á yfirborðinu eingöngu.
Andstæðingar einungis umbornir - svo lengi sem þeir voru ekki, ógn.
Um leið og þeir hafa orðið það, hafa þeir ímist verið drepnir - settir í fangelsi fyrir upplognar sakir, Pútín lét framkv. eins og vitað er morðtilræði gegn Navalny, þar fyrir utan hefur hann áður setið í fangelsi fyrir upplognar sakir, og var aftur settur í fangelsi eins og frægt er -- -- hefur nú árum saman við blasað að ekkert raunverulegt réttarfar tíðkast í Rússlandi.
--Lögregla sem og dómstólar, einungis valda-tæki.
--Sama gilti í tíð Sovétsíns.
--Navalny er í dag, ekkert annað en klassískur andófsmaður, eins og t.d. Sakarov var í tíð Sovétsins. - Og auðvitað, Pútín birtir þær kosninga-tölur sem honum hentar.
--Þar fyrir utan, ber að varast að taka mark á skoðana-könnunum, þó Pútín hafi lævíslega notað erlend fyrirtæki til að vinna þær kannanir, er þekkt að í alræðir-ríkjum er fólk hrætt, m.ö.o. það segist styðja ríkið þó það geri það ekki endilega; vegna þess að það er hrætt að segja annað gagnvart ókunnugum.
--Ég er handviss, að margir sem segjast styðja Pútín - gera það einungis því viðkomandi séu hræddir, hann sé miklu minna vinsæll en kannanir hafa sínt í gegnum árin.
Heilt yfir sé einungis um að ræða framhlið - í reynd alræði lítt skárra en Sovétið.
Russia outlaws Alexei Navalnys organisations as extremist
- FBK and Navalnys headquarters are recognised as extremist organisations,
- As a result, their activities are prohibited on the territory of Russia, and all employees who continue to work for them are threatened with real jail time.
- created conditions for destabilising the social and sociopolitical situation under the guise of their liberal slogans . . . taking people to the streets in order to forcibly change the government
Ha, ha - að vekja athygli á málstað sínum, er sem sagt - undirróður ætlað að grafa undan samfélaginu.
--Starf sem sérhver stjórnmálahreyfing í lýðræðis-ríki stundar.
Að standa fyrir mótmælum. Tilraun til valdaráns.
--Einnig starfsemi er telst eðlileg og sjálfsögð í lýðræðisríkjum. - Prosecutors also said that FBK payments, made to help protesters detained by police with legal fees, should be classed as -- financing of extremist activities
Eins og sést þarna, hefur verið ákveðið - að skilgreina þátttöku í mótmælum.
--Sem þátttöku í hryðjuverkum. Sérhver aðstoð við þá sem hafa verið handteknir við mótmæli, sé þá -- fjármögnun hryðjuverka.
**T.d. ef greitt er fyrir lögfræði-aðstoð.
Auðvitað er það dæmi um hryðjuverka-starfsemi, hvernig hreyfing Navalny hefur verið að afhjúpa ótrúlega spillingu sem telst eðlilegur hlutur af starfsemi ríkisvalds Pútíns.
Í nokkrum fjölda tilvika, hefur flokkur Pútíns breytt lögum, til að banna tiltekna leið sem samtök Navalny beittu, er tiltekin spilling var afhjúpuð - sem sýni að spillingar-dýkinu í Kreml, mislíki slíkar afhjúpanir.
Enda grafa þær undan stuðningi almennings við það spillingarhæli, sem Kreml er í dag.
- Hversu hart er brugðist, er auðvitað ákveðið hrós til hreyfingar Navalny.
- Rússlands-stjórn væri ekki að bregðast svo hart við, ef afhjúpanir samtaka Navalny og það fylgi sem samtök Navalny hefur öðlast -- væri engin ógn við alræðið í Kreml.
Auðvitað með þessu: Getur vart verið annað en að flest fólk átti sig á því.
Að Pútín-istan er í reynd alræðis-ríki, lítt skárra Sovétinu gamla.
Niðurstaða
Þá er það svo, að keisarinn í Kreml, hefur sínt hramm sinn. Það er ekki nóg að myrða andstæðinga á erlendri grundu - að myrða þá í landinu sjálfu - að gera tilraunir til að myrða andstæðinga þegar þær misheppnast - að fangelsa andstæðinga fyrir upplognar sakir.
Þessar aðferðir greinilega duga keisaranum í Kreml ekki lengur.
Þannig að keisarinn í Kreml, virðist nú loks hafa tekið grímuna niður.
Og bannað formlega stjórnmála-hreyfingu -- fyrir starfsemi, sem í öllum atriðum hélt sig innan ramma sem mundi teljast dæmi um sjálfsagða og eðlilega pólitíska starfsemi í sérhverju raunverulegu líðræðis-ríki.
Héðan í frá getur það ekki verið, að einhver verulegur fjöldi manns.
Virkilega sjái það ekki, að Pútín-istan er í reynd alræði mjög nærri eins slæmt og það er tíðkaðist í Sovét.
--Gamli komminn í Kreml, lætur ekki að sér hæða.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rússland er ekki lengur kommúnistaríki, eins og Sovétríkin voru, heldur ríki olígarka, eins og Samherji vill nú stjórna Íslandi með fulltingi Hádegismóra og hans aftaníossa hér á Moggablogginu.
Hins vegar má að sjálfsögðu halda því fram að í raun sé ekki mikill munur á kommúnistaríkjum og ríkjum þar sem olígarkar fara með völdin.
"Russian oligarchs are business oligarchs of the former Soviet republics who rapidly accumulated wealth during the era of Russian privatization in the aftermath of the dissolution of the Soviet Union in the 1990s.
The failing Soviet state left the ownership of state assets contested, which allowed for informal deals with former USSR officials as a means to acquire state property."
Russian oligarch
"Fáveldi, fáveldisstjórn eða fámennisstjórn (stundum nefnt fámennisræði eða oligarkí) er stjórnarfar sem vísar til þess þegar stjórn (oftast ríkis) er í höndum fárra í krafti erfða, auðmagns, hernaðarlegra ítaka eða trúarlegra yfirráða."
"Óformlega getur hugtakið fáveldi vísað til fámenns hóps sem vegna einhverskonar sérréttinda hefur komist til valda.
Hið nýja Rússland sem varð til eftir fall Sovétríkjanna hefur til dæmis verið tengt við fáveldisstjórn sökum ítaka stórfyrirtækja og margmiljarðamæringa við stjórn landsins."
Fáveldi
Þorsteinn Briem, 9.6.2021 kl. 23:41
Þorsteinn Briem, þessir ólígarkar sem er -misnomer- starfa undir handarjaðri rússn. ríkisins, m.ö.o. stjórna rússn. ríkisfyrirtækjum - það eiginlega gerir þá í nær engu öðruvísi þeim er áður stjórnuðu ríkisfyrirtækjum Sovétríkjanna. Þessir aðilar - þykjast vera bissnesmenn - en þeir stjórna innan ríkis-valdsins ekki utan þess.
Menn mega ekki láta það villa fyrir sér, að Pútín viðhefur statt og stöðugt - leik-tjalda-stíl - á flestu hjá sér. Í nafni til er lýðræði, þó eru kosningar ekki raunverulega frjálsar - andstæðingar eiga engan möguleika, og hann hefur nær öll völd í landinu í eigin hendi.
Og þeir sem stjórna í hans nafni innan ríkis-apparatsins, þykjast vera bissnesmenn - eins og Pútín þykist vera demókrati. Ekki láta blekkjast af leiktjöldum Pútíns.
Hann er réttur og sléttur kommúnisti, þegar menn horfa í gegnum - leiktjöldin. Og þeir er stjórna ríkis-apparatinu í hans nafni, eru engu hóti betri eða frjálslyndari, en þeir sem létu vera í gamla daga að þykjast ekki vera kommúnistar.
Helsti munurinn á Pútíns stjórninni og Sovétinu. Að það er engin hugmynda-fræði til staðar. Einungis sú hugmynd að þeir eigi rétt til að stjórna - af því að þeir stjórna.
M.ö.o. Pútín hefur meitlað gamla kommúnismann niður í -- kenningu um völdin eingöngu. En þjófnaður yfirstéttarinnar er ef eitthvað er -- enn stórfelldari en þjófnaðurinn var undir Sovétinu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.6.2021 kl. 00:40
Þorsteinn Briem, málið er að þeir sem stjórna með Pútín - eru ekki ólígarkar en ég man vel hvenær sú nafngift birtis, þ.e. tíð Jeltsín. En þeir sem þá voru kallaðir það -- stjórnuðu einka-fyrirtækum. Ekki ríkis-fyrirtækjum.
Þarna verður að gera greinar-mun. Þeir sem eru kallaðir ólígarkar í Úkraínu, eru einnig stjórnendur einka-fyrirtækja, ekki ríkisfyrirtækja.
Mennirnir hans Pútín eru einfaldlega ekki ólígarkar. Vestrænir blaðamen eru einfaldlega að misskilja nafngiftirnar. Ástæðan að ólígarka nafngiftin kom upp. Var sú að það var gríðarleg spilling tengd einka-væðingunni er varð rétt eftir fall Sovétsins. Aðilarnir tóku yfir ríkisrekstur, og ráku hann síðan í eigin nafni sem einka-fyrirtæki. En þá raunverulega þeirra eign.
Menn notuðu þá nafngift. Því þetta þótti verulega spilltari einka-rekstur en venja er í V-Evrópu og Bandar.
Hinn bóginn eitt það fyrsta sem Pútín gerði, var að --- ríkisvæða þau fyrirtæki aftur í Rússl. sem einkavædd voru undir Jeltsín -- þannig sneri Pútín aftur til kommúnisma. Og eins og þetta virkar hjá honum -- eru þetta ríkis-fyrirtæki sem hans fólk stjórnar.
Ekki einka-fyrirtæki. Þessir svokölluðu - ólígarkar - eru ekki, raunverulega - ólígarkar. Því sú nafngift á við spilltan einka-rekstur.
En á hinn bóginn, þykjast þeir allir vera bissnes-menn þó þeir stjórni ríkis-fyrirtækjum. Og Pútín heimilar þeim að reka þau, sem þau væru þeirr eign -- þó þannig að þeir vita hann getur hvenær sem er tekið þau af þeim.
Þeir síðan styðja á móti Pútín. Meðan þeir og Pútín, virðast stelja öllu steini léttara til að auðga sig persónulega. En þ.e. þ.s. Pútín virðist hafa meitlað kommúnismann niður í -- þ.e. eingöngu hugmynd um vald fárra aðila, og það að sú stjórnun snúist fyrir utan valdið sjálft þar fyrir utan fyrst og fremst um eigin persónulega auðgun.
Þjófnaður enn verri en í tíð Sovétsins.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.6.2021 kl. 00:52
Það sem er raunverulega athyglisvert að það er fyrst núna sem Rússar eru að bregðast við því að erlendar leyniþjónustur geri út mannskap til að reyna að koma á upplausn í landinu.
Þetta sýnir að Rússar telja sig komna í þá aðstöðu að þeir þurfi ekki lúta fyrir Bandaríska heimsveldinu lengur.
Í grunninn eru þetta góðar fréttir fyrir alla heimsbyggðina. Fleiri munu fylgja í kjölfarið og heimurinn verða friðsælli fyrir vikið.
Samt er sennilega langt í að minni ríki geti varist þessu ofbeldi en hugsanlega geta einhver þeirra fengið skjól hjá Rússum eins og Sýrlendingar til dæmis.
Tugir milljóna manna um allan heim líða skelfilegar þjáningar vegna heimsveldisáráttu Bandaríkjamanna sem ýmist drepur fólk og leggur lönd þeirra í rúst,eða sveltir fólk og meinar þeim aðgang að lyfjum og annari læknisþjónustu.
Það er mál að linni.
Borgþór Jónsson, 11.6.2021 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning