Í mörg ár hefur verið samkomulag við stjórnvöld landsins um yfirflug farþega-véla sem fljúga yfir án lendingar í Hvít-Rússlandi, að þvinga slíka flugvél til lendingar er greinilegt brot á því samkomulagi. Það sem virðast ætla vera viðbrögð ESB eru þá hárrétt!
- Útlit fyrir að allt yfirflug milli Evrópulanda yfir landið, hætti snarlega.
- Ekki liggur enn fyrir akkúrat, en útlit fyrir hertar refsi-aðgerðir gegn stjórnvöldum í Minsk, og einka-aðilum er tengjast stjórnvöldum í Minsk.
Þetta eru augljóslega tilfinnanlegar aðgerðir fyrir stjórnvöld og aðila starfandi þar.
- Ekki er enn ljóst hvort frekari aðgerðir verða.
Sbr. frekari efnahags-refsiaðgerðir.
EU agrees sanctions on Belarus for forcing down flight
Roman Protasevich, 21 eins árs andófsmaður og Hvít-Rússi, er hefur landvistarleyfi í Litáen, hefur búið þar síðan 2019, var handtekinn.
Sakarefni að hafa skipulagt fjöldamótmæli innan Hvít-Rússlands, og almennt andóf gegn stjórnvöldum í Minsk.
Hann hefur starfað sem blaðamaður fyrir pólskan fjölmiðil, sem birt hefur mikið af efni um mótmæli innan Hvít-Rússl. gegn Minsk stjórninni.
Þannig að Minsk uppnefnir hann -foreign ageng- sem virðist orðið að standard hnjóðs-yrði um alla þá sem eiga þátt í umfjöllun um eða skipulagningu mótmæla þarlendis.
- Rétt að benda á, að mótmæli eru alls staðar heimiluð á Vesturlöndum.
- Þarf ekki til þess sérstaka heimild.
- Hinn bóginn, hafa Hvít-Rússn. yfirvöld tekið upp sömu reglu og í Rússl.
Þ.e. reglan sé að mótmæli séu bönnuð.
Nema sérstök heimild fáist. - Sem er auðvitað aldrei veitt - ef um er að ræða mótmæli í andstöðu v. stjv.
Þannig að skv. því er andstaða við stjórnvöld hreint og beint, ólögleg!
Sama gildir í Rússlandi, að tæknilega er ólöglegt að lísa sig andvígan stjv. landsins á opinberum vettvangi.
--Hin klassíska regla einræðisins, að banna skoðanir sem þeim hentar ekki.
Yfirvarp sem gefið var er Mig-29 vél skipaði RyanAir vélinni að lenda, að sprengja væri um borð -- síðan var Roman Protasevich handtekin strax í og vélin var lent.
--Að sjálfsögðu trúir enginn heil-vita maður því að yfirvöld í Minsk, hafi haft upplýsingar um sprengu -- heldur hafi tilgangurinn einungis verið handtaka Roman Protasevich.
- Eðlilega líta yfirvöld grann-landa sem á málið sem alvarlegt brot stjórnvalda Minsk á settum samningum og gildandi alþjóðalögum um -- alþjóðlegt yfirflug.
Minsk rífur kjaft - þar virðast menn nú viðhafa sama kjaftinn og heyra má frá Kreml.
Niðurstaða
Það kemur engum á óvart að Kreml styðji við aðgerðir Minsk stjórnarinnar. Sennilega duga aðgerðir Evrópusambandsins ekki til að breyta afstöðu Minsk.
Hinn bóginn, með aðgerð sinni hefur Minsk greinilega brotið gildandi samkomulag um yfirflug.
Tæknilega er til leyfi-leg undanþága sem heimilar aðgerð svipaða þeirri er Minsk greip til.
Hinn bóginn, á sú undanþága alls ekki við þetta tilvik.
- Undanþágan vísar til þess, að ef grunur er um að -- flugvél sé að yfirfljúga í öðrum tilgangi en þeim að flytja farþega, sbr. ef um njósna-flug væri að ræða t.d.
RyanAir flugið flutti greinilega einungis farþega milli landa, almennt farþegaflug - með birtan farþegalysta, o.s.frv.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
19.8.2020:
Only 2% of Belarusians Living in Hungary Voted for Lukashenko
Þorsteinn Briem, 24.5.2021 kl. 22:49
Ryanair Flight 4978
Roman Protasevich
Sofia Sapega, Russian girlfriend of the arrested Belarusian journalist Roman Protasevich, was also detained in Belarus
Þorsteinn Briem, 25.5.2021 kl. 00:29
25.5.2021 (í dag):
Hvítrússneskum flugfélögum bannað að fljúga í lofthelgi Evrópusambandsríkjanna
Þorsteinn Briem, 25.5.2021 kl. 08:26
Og ens og venjulega skedur ekki neitt.
Pissudukkur i sandkassaleik.
Sigurður Kristján Hjaltested, 25.5.2021 kl. 10:07
Mér finnst umfjöllun þín um þetta mál frekar grunn og einkennast af viðleitni til að búa til fjaðrafok til að leiða athyglina frá raunverulegu mikilvægi þessara atburða.
.
Í mínum huga er fyrst og fremst tvennt sem þessi atburður segir okkur.
Í fyrsta lagi þá virðist vera að þær aðferðir sem vestrænir leiðtogar hafa notað árum saman til að skifta um ríkisstjórnir í öðrum löndum séu að verða úreltar og hafa jafnvel snúist upp í andhverfu sína.
Í öðru lagi virðist sem að fyrirkomulag sem NATO ríkin og fylgiríki þeirra kalla gjarnan "Rule based world order" sé að snúast í höndum okkar og er að verða okkur hættuleg.
.
"Rule based world order" ,hvað er það?
Þetta er fyrirbæri sem Vestræn ríki hafa komið á, til að gera þeim kleift að hlutast gróflega til um innaríkismál annarra þjóða.
Í hugum þeirra hafa þau móralska yfirburði og í ljósi þeirra yfirburða geti þau sett reglur sem brjóta í bága við samþykktir SÞ og annara alþjóðlegra sáttmála.
Ég er reyndar þeirrar skoðunar að vesturlönd hafi lengi vel haft móralska yfirburði,en hafi á síðustu áratugum glatað þeim yfirburðum.
Þessar reglur gilda eingöngu um önnur ríki en Vesturlönd séu undanþegin þeim.
Þett er í grunninn það sem "Rule based world order" þýðir í raun.
Það er vert að vekja athygli lesenda á að þegar menn tala um "Rule based world order" þá eru alþjóðalög aldrei nefnd í sömu andrá,einfaldlega vegna þess að "Rule based world order" brýtur í flestum tilfellum mjög gróflega gegn samþykktum Sameinuðu Þjóðanna og annarra alþjóðlegra sáttmála.
Þetta er að sjálfsögðu allt gott og dandí meðan vesturlönd hafa algera hernaðarlega yfirburði auk þess sem þau stjórna alfarið fjármálum heimsins í krafti yfirráða yfir fjármálastofnunum.
En hvað ef þessi yfirráð okkar fara að dvína eða jafnvel hverfa?
Þá gerist það að önnur ríki fara nú að taka upp sitt eigið "Rule based world order" og við höfum í raun misst réttinn til að vitna í alþjóðalög og reglur af því að við höfum í áratugi vanvirt þau .
Það er einmitt það sem er að gerast í þessu máli.
Það er að sjálfsögðu heilmikið fjaðrafok á vesturlöndumm yfir þessu máli ,en móralska staðan hjá okkur er ekki sérlega góð.
Móralska staðan er ekki sérlega góð af því að þetta er ekkert einsdæmi. Þetta hefur verið stundað af vestrænum ríkjum allt frá stríðslokum í fjölda tilfella.
Það sem er nýtt í þessu er að ríki utan Vesturlanda hefur nú tekið upp eigið "Rule based world order" með bakstuðningi frá her Rússlands.
Reiði leiðtoga okkar stafar ekki af því að einhver kall var settur í fanglesi í Hvíta Rússlandi eða af því að flugvél var tekin niður með þessum hætti,heldur af því að það er að renna upp fyrir þeim að þeir hafa ekki lengur einkarétt á svona vinnubrögðum. Valdahlutföllin eru að breytast og fyrri hegðun þeirra er nú farin að bíta þá í rassgatið.
Viðbrögðin stafa meira af hræðslu en vandlætingu.
Hegðum vestrænna ríkja í þessum efnum á undanförnum þremur áratugum aðallega,hefur nú kallað á viðbrögð og þetta hefur leitt af sér stórhættu á nýrri heimstyrjöld.
Ég get nokkurnveginn lofað að þetta er bara upphafið á miklu meira.
Árum saman hefur það verið tíðkað að einkum Bandaríkina hafa búið til lista yfir fólk sem þeir vilja koma höndum yfir.
Þetta fólk hefur í framhaldinu mjög skert ferðafrelsi af því að þau geta auðveldlega verið handtekin í hvða landi sem er ,sem er undir miklum áhrifum frá Bandaríkjunum.
Um þetta eru mýmörg dæmi.
Þetta eru einfaldlega mannrán, en mér findiat ekki ólíklegt að við förum fyrr en seinna að sjá dæmi um eitthvað svipað þar sem eitthvað annað stórveldi leikur sama leikinn gagnvar vestrænum borgurum.
Spurningin er hvort það er hægt að bæta úr þessu með því að vestræn ríki snúi frá þessari stefnu sinni og fari aftur að notast við alþjóðalög í samskiftum sínum við önnur ríki.
Ég er ekki viss,en hugsanlega er þetta hægt.
Það bendir hinsvegar ekkert til að það sé vilji til slíks í dag.
.
Umfjöllun um ólöglega og grófa íhlutun Vesturlanda í innaríkismál annarra ríkja og þær afleiðingar sem þetta mun hafa í framtíðinni fyrir okkur, verður því miður að bíða betri tíma.
Borgþór Jónsson, 26.5.2021 kl. 07:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning