Ekki héldu blessuðu stíflurnar lengi er reistar voru ætlað að stoppa að hraun flæddi að Suðurstrandavegi!

Eins og fram kemur á RÚV flæddi hraunið pent yfir varnargarða sem hróflað var upp dagana á undan í von um að stoppa hraunrennsli í átt að Suðurstrandavegi.
Virðist sem að varnargarðar hafi verið nánast -- engin fyrirstaða.
Enda þótt reistir upp í 8 metra.
Voru varnargarðarnir samt lægri heldur en hraunstraumurinn.
--Hraun-straumurinn virðist eins og mulnings-vél.

Skv. Rúv mynd tekin í morgun laugardag er hraunáin ruddist hratt að garðinum ca. metri að það næði yfir m.ö.o. hraun 7 metra þykkt við hann garður 8 metra hár!

 

Nokkru seinna náði hraunið yfir Eystri-varnargarðinn og fór að renna niður Nátthaga!

Hraunið rann á töluverðum hraða niður í Nátthaga.

Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur sagði í samtali við fréttastofu í morgun að líklegt væri að það tæki einhverjar vikur fyrir hraun að renna yfir Suðurstrandarveg og að mögulega væri hægt að setja upp varnargarða neðst í Nátthaga til að reyna að koma í veg fyrir að hraun flæði yfir Suðurstrandarveg.

Einhverjar efasemdir hef ég að það virki frekar að stífla hraunið þar fyrir neðan.
Greinilega virkaði ekki að stífla það nær gosstöðinni.
Af hverju ætti stífla frekar að virka þegar nær dregur sjó?

Áhugavert Myndskeið frá Víkurfréttum!

Annað myndskeið frá RÚV!

  1. Sannarlega er hraunið kaldara fjær.
  2. En það þíðir það verður úfnara.
  3. Og rennur þá hægar og enn þykkara.

Ekki dugði 8 metra garður nær gosstöðinni.
Hraunið verður líklega töluvert þykkara þegar það nálgast Suðurstrandaveg.
En það var er það rann yfir 8 metra garðinn.

Það sem bent er á, hversu gríðarlegir kraftar eru í gangi.
Straumurinn er ekki einungis heitur.
Hann er einnig eins og risastór mulnings-vél.

Ef menn ætla sér að stoppa tja - t.d. 15 metra hraun-vegg.
Mundi líklega þurfa afar myndarlegan garð.
Ekki gleyma hraunið mundi hækka við hann er hann myndaði hindrun.

Ég held að Suðurnesja-menn verði að sætta sig við -- bæ bæ Suðurstranda-vegur.
A.m.k. í þann tíma sem gosið stendur.
Það gætu verið einhver ár.
--Það gæti streymt svo lengi þarna niður, að hraunið myndi töluvert nes á þeim stað það nær sjó, ef maður gerir ráð fyrir að gosið vari um áraraðir.

 

Niðurstaða

Mér virðist að það sé ljóst að það virki alls ekki að stífla fyrir hraun-straum. Ekki einungis það að hraun sé afar heitt m.ö.o. yfir 1000°C glóandi, heldur að hraun er mun seig fljótandi en vatn er þíðir - að hraun rennur yfirleitt verulega þykkar en vatn gerir - þar fyrir utan þá þíðir massinn í hrauni að hraun-straumur hafi gríðarlegt afl.
Ef menn mundu prófa aðra stíflu neðan við Nátthaga, þá mundi hraunið án vafa hrannast upp við garðinn, og pent hækka þar til það færi yfir -- þó garður væri hugsanlega allt að 2-falt hærri en 8 metra garðurinn sem hraun streymdi yfir eftirmiðdag laugardag nánast að virðist án nokkurrar sjáanlegrar umtalsverðrar fyrirstöðu.

Mig grunar að þetta gos eigi eftir að standa lengi, þ.e. um árabil.
Og að hraunflæðið líklega muyndi nokkurt nes út frá þeim stað það rennur í sjó.
Það verður örugglega flott sjónarspil, mikil gufa - gríðarlegar gufusprengingar.
Það er sveitabær rétt utan við Grindavík, þaðan verður örugglega frábært útsýni með handsjónaukum.

Ég held að alls all ekki verði óhætt að fara verulega nær látunum er verði er glóandi hraun og haf mætast -- en flott sjónarspil verður það án efa.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

O,nei. Þarna hafði ég rangt fyrir mér. En vonandi tekst þeim að stöðva þetta áður en það rennur yfir suðurstrandarveginn og ljósleiðarana.

Jósef Smári Ásmundsson, 22.5.2021 kl. 17:06

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jósef Smári Ásmundsson, ég held ekki sbr. ábendingu að það renni rökrétt þykkara því kaldara og seigara það verður. Held að enginn veggur geti haldið því.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.5.2021 kl. 17:19

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fyrsta lagi varð hraunið einfaldlega hærra en varnargarðurinn og í öðru lagi var hraunið við garðinn ekki kælt með vatni eða sjó eins og gert var í Vestmannaeyjum, enda er eldgosið í Geldingadölum langt frá vatni og sjó. cool

22.5.2021 (í dag):

"Það er at­hygl­is­vert með þessa hraun­rennslis­varn­argarða að það virt­ist nú tak­ast að stýra hraun­inu upp að vissu marki.

Á end­an­um varð hraun­magnið bara þannig að það fór yfir þá en það var ákveðinn lær­dóm­ur sem ég held að hafi feng­ist.

Okk­ur tókst að stýra þessu tíma­bundið þannig að þess­ir garðar greini­lega virka en þegar baðkarið fyll­ist þá flæðir yfir," seg­ir Gunn­ar Schram yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­nesj­um." cool

"Varn­argarðarn­ir voru gerðir í því skyni að seinka því að hraun renni í Nátt­haga og nái þannig seinna að ljós­leiðara sem þar ligg­ur og hring­teng­ir Reykja­nes, og að Suður­strand­ar­vegi." cool

"Gunnar seg­ir að enn þurfi hraunið að flæða nokkra vega­lengd áður en það nær niður í Nátt­haga.

Það hafi verið til umræðu að koma upp nýj­um varn­ar­görðum sunn­ar, á milli þeirra garða sem þegar hafa verið gerðir og Nátt­haga, en ekk­ert ligg­ur fyr­ir um það enn.

Nátt­hagi sé djúp­ur og víður dal­ur sem eigi eft­ir að taka óhemju­mikið af hrauni." cool

Komi ekki á óvart að hraun renni yfir varnargarðinn

Þorsteinn Briem, 22.5.2021 kl. 17:25

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Briem, að kæla hraunð hefði engu breytt nema að seinka ferlinu eitthvað, sbr. kæling hægir en stoppar ekki ferlið, garðurinn hefði kannski haldið einn til tvo eða þrjá daga lengur - kæling í Eyjum stoppaði aldrrei hraunið það hægði á því síðan hætti gosið en ef það hefði stoppað nokkrum mánuðum síðar en það gerði hefðu allar hraunkælingar-tilraunirnar skipt engu máli þ.s. hraunið hefði farið yfir allt það sem menn vildu hindra að það flæddi. "Nátt­hagi sé djúp­ur og víður dal­ur sem eigi eft­ir að taka óhemju­mikið af hrauni."" Þá mun það taka nokkurn tíma en það tekur samt veginn fyrir rest. "Hraun hefur flætt yfir varnargarðana en þeir hafa ekki brostið, segir Rögnvaldur Ólafsson aðalvarðstjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra ""Uh, hvaða máli skiptir það atriði? Varnargarðurinn er jafn þíðingarlaus í báðum tilvikum.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.5.2021 kl. 17:45

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.5.2021 (í dag):

"Varn­argarðar geta hamlað hraun­straumi, eins og reynsl­an úr eld­gos­inu í Heima­ey 1973 sýndi, að sögn Ármanns Hösk­ulds­son­ar, eld­fjalla­fræðings og rann­sókna­pró­fess­ors við Háskóla Íslands. cool

Ármann hef­ur ásamt fleir­um unnið að sam­an­tekt um virkni varn­argarða gegn hraun­straumi.

Sú vinna hófst nokkru áður en fór að gjósa í Geld­inga­döl­um. Sér­fræðinga­hóp­ur­inn hugaði meðal annars að aðgerðum gegn hraun­rennsli á Reykja­nesskaga. cool

Eyja­menn gerðu fyrsta garðinn meðfram strönd­inni til að verja inn­sigl­ing­una. Ármann seg­ir að enn marki fyr­ir garðinum í hraun­inu.

Hraunkæl­ing virkaði líka vel og var mest kælt þar sem hraunkant­ur­inn lá utan í varn­argarðinum. Fleiri görðum var mokað upp og héldu þeir á móti hraun­inu um tíma. cool

"Slysið varð þegar gíg­ur Eld­fells hrundi. Þá opnaðist geil í átt að bæn­um sem hraun fór að renna um. Það var ekk­ert hægt að stoppa það," seg­ir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í Morg­un­blaðinu í dag."

Þorsteinn Briem, 22.5.2021 kl. 17:51

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Briem, skil ekki af hverju maðurinn heldur þessu fram en þetta er bull, það var enginn varnargarður í Eyjum - hraunið var aldrei stoppað af mannavöldum í Eyjum; sérhver sem heldur slíku fram skiptir engu doktor hvað er að bulla. 1. þ.s. menn gerði í Eyjum var að kæla hraunið - sú aðgerð stoppaði ekki hraun-strauminn sem hélt samt áfram að mölva hús. 2. Þ.s. bjargaði var að gosið hætti. Skil ekki hvað menn eru að bulla um að menn hafi stöðvað hraun-flæðið í Eyjum, þ.s. það er ekkert satt í slíkri fullyrðingu. Eina sem bjargaði var að menn voru það heppnir að gosið hætti áður en hraunið rann lengra. Allt og sumt. Menn mega ekki misskilja hvað gerðist í Eyjum. Það gefur enga - enga von þess, að hægt sé að stoppa þetta hraunflóð á Reykjanesi.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.5.2021 kl. 18:12

8 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er athyglisvert að það virðist sem garðarnir hafi haldið aftur af hrauninu.
Þeir voru hinsvegar of lágir.
Eins og sést á myndböndum þá brotnar garðurinn ekki niður heldur flæðir hraunið yfir hann.
Af þessu má draga þann lærdóm að það er sennilega hægt að beina hraunrennsli með varnargörðum.

Í þessu tilfelli hefði það sennilega verið hægt

Þetta er reyndar frekar augljóst af því að þegar öllu er á botninn hvolft þá er hraun fljótandi efni.
Samkvæmt vökvafræðinni þá rennur vökvi alltat auðveldustu leið.

Borgþór Jónsson, 23.5.2021 kl. 13:38

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Svona á léttu nótunum,geta þir ekki frekar jarðað það? 

Helga Kristjánsdóttir, 23.5.2021 kl. 23:41

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, erm vatn rennur einnig yfir stíflur ef það bætist stöðugt í vökvann og ef eina leiðin fyrir vökvann er yfir stífluna. Augljóslega mundi sami hluturinn líklega endurtaka sig ef einhverjum dettur í hug að reisa annan garð neðar í dalnum.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.5.2021 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband