Þetta er rakið ágætlega í eftirfarandi frétt: Pope, top Iraq Shiite cleric hold historic, symbolic meeting.
Ef marka má fréttina, hefur Sistani ekki sent frá sér formlegar yfirlýsingar um nokkra hríð, er páfi hittir hann á heimili Sistani.
Áhugavert, að Sistani á ekki formlega þá íbúð - hún er sögð án íburðar, hann hafi búið þar í áratugi.
--Páfi gekk síðustu metrana að henni, fór úr skóm við inngöngu skv. íslömskum sið, síðan drukku þeir te - bann við áfengisdrykkju skv. Íslam.
Sistani og Frans páfi á heimili Sistani!
Ef marka má fréttir, reis Sistani upp er og heilsaði páfa, að Sistani stóð upp - sé formleg merking um stöðu og virðingu gagnvart þeim hann tekur á móti.
--Sistani sé sagður nánast aldrei rísa upp, heldur sitja er hann tekur á móti aðila.
Síðan ef marka má frétt og aðrar fréttir, gaf Sistani út - fatwa - á þann veg, að Shítar í Írak ættu að líta á kristna íbúa Írak sem bræður sína og jafningja, ekki beita þeim óþarfa harðræði að nokkru leiti.
--Páfi á móti, boðaði vonir um frið milli heims-trúarbragðanna.
Páfi fór síðar til fundar nærri fornum rústum borgarinnar -- Úr. Þar sem sagt er að Abraham - sagður forfarðir heimstrúarbragðanna, Gyðingdóms, Kristni og Íslam - hafi fæðst.
Rústir hinnar fornu Úr
Ómögulegt að segja hvað ef nokkuð kemur frá þessu!
A.m.k. einhver von að kristnir Írakar frái betri vernd og meðferð í kjölfarið, en Shíta Íslamistar taka mikið mark á Sistani - hann er sagður vera sá lifandi klerkur meðal Shíta er njóti mestrar virðingar -- þar á meðal ef maður telur alla klerka Írans.
--Sistani hafi þó engin formleg völd, meðan æðsti klerkur Írans sannarlega hafi slík.
Sistani hafi örugglega áhrif og virðingu inn í Íran, þó öll hans áhrif séu óformleg.
Og hans megin áhrif séu innan Íraks.
- Líkur á betri vist kristinna í Írak.
- Þar fyrir utan, gæti þetta bætt líkur á samkomulagi milli Vesturvelda og Írans.
En undir deilunum öllum krauma heitar tilfinningar, alltaf spurning hvort hinir reiðu ráða meir eða þeir sem -- vilja viðhafa minni tilfinningasemi.
--Vantraust er afar skiljanleg afstaða.
- Það er einfaldlega veikleiki lýðræðis-ríkja þegar kemur að afstöðu til samninga, að þ.e. alltaf möguleiki á því að það nái einhver kjöri, sem sé andvígur samningi X.
Það sé ekki möguleg nokkur alger trygging. - Bendi fólki á, að svipað gildi ef maður geri samning við einræðis-ríki.
En einræðis-herra getur að sjálfsögðu skipt um skoðun.
Frægt er auðvitað, hvernig Pútín fyrir nokkrum árum -- sveik harkalega samning við Úkraínu, er var gerður nokkrum árum fyrr, er kvað á um loforð Rússlands að virða landamæri Úkraínu og Rússlands um alla framtíð.
--Ég hugsa að þau svik séu ekki síður spurningamerki fyrir aðila er gera samninga um heitar deilur -- en þau svik sem má hugsanlega líta sem svik - er Trump gekk út úr samningi við Íran, og setti viðskipta-þvinganir á fullt að nýju.
Það sem þeir atburðir sína, að alþjóða-samningar eru alltaf erfiðir.
Að traust er erfitt að byggja upp - samtímis auðvelt að brjóta.
--Eftir að traust hefur verið brotið, sé enn erfiðara á eftir að lækna sár.
A.m.k. er nýr forseti í Bandaríkjunum -- er virðist hafa áhuga á friði að nýju.
Hvort að Shítar í Mið-Austurlöndum geta lært að treysta Vesturlöndum á ný.
--Kemur í ljós.
En traust verður lengi á eftir brothætt, ef maður gefur sér að önnur tilraun til varanlegs friðar milli Shíta í Mið-Austurlöndum og Vesturvelda verði framkvæmd.
- Ég efa að sár milli Rússlands og Úkraínu, séu læknanleg - svo lengi a.m.k. að sá sem framkvæmdi svikin, Pútín -- er enn við völd í Rússlandi.
--Alltaf einhver von um frið að nýju, er svikarinn er ekki lengur að völdum.
Niðurstaða
Draumur um raunverulegan frið í Mið-Austurlöndum þarf ekki að vera vonlaus tálsýn. Það sé orðið ljóst, að sú stefna að leitast við að brjóta á bak aftur -- Shíta í Mið-Austurlöndum geti einungis talist vera stríðsstefna. Það er hvað ég hef statt og stöðugt bent Trumpurum á, að Trump tók þann valkost að -- stíga frá stefnu um frið. Og það var raunverulega slík stefna.
Í staðinn, valdi hann að styðja með krafti við Súnníta ríki er hafa átt í striði við Miðausturlanda Shíta nú í um 40 ár. Auðvitað orsakaðir sú ákvörðun, verulega neikvæðni meðal Shíta gagnvart Vesturlöndum -- sú neikvæðni hefur líklega bitnað á kristnum á svæðum Shíta.
Það sé hugsanlegt að einstök heimsókn páfa, geti hjálpað við að snúa þeirri þróun við, m.ö.o. er virtist ákvörðun Trumps -- um allsherjar átök við Mið-austurlanda-shíta, þar með velja þá áhættu um sífellt aukið gagnkvæmt hatur sem því mundi fylgja, þar með hryðjuverka- og aukinni stríðshættu.
Það geti verið, að með heimsókn sinni, skapist bætt tækifæri til að snúa þeirri þróun aftur til baka, þar með að skipta um sviðsmynd -- þ.e. frá stríðs-stefnu yfir í friðar-stefnu.
--Vonandi tekst það, þó eins og ég bendi á verði mjög erfitt að byggja upp traust.
Ef einhver telur skilgreininguna -stríðs-stefnu- ósanngjarna, bendi ég viðkomandi á, að átökin í Yemen -- hafa verið 10-sinnum mannskæðari, en átök í Líbýu. Og að átök í Yemen séu -- hrein og tær trúar-átök, m.ö.o. Shítar vs. Súnnítar.
--Ef einhver virkilega sér ekki hættuna við beina þátttöku í trúar-stríði með því að blanda sér í átök helstu trúarfylkinga Íslams innan Mið-Austurlanda, þá er ég á því að sá þurfi að láta skoða heilabúið í sér.
M.ö.o. bein íblöndun í trúar-stríð Shíta við Súnníta, sé ca. síðasta aðgerðin er geti talist skynsöm.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning