Fundur hins 84 ára Frans páfa með 90 ára Grand Ayatollah Ali al-Sistani í Najaf Írak - er hið allra minnsta fullkomlega einstakur sögulegur atburður! Hvort hann hefur dýpri merkingu, kemur í ljós síðar!

Þetta er rakið ágætlega í eftirfarandi frétt: Pope, top Iraq Shiite cleric hold historic, symbolic meeting.

Ef marka má fréttina, hefur Sistani ekki sent frá sér formlegar yfirlýsingar um nokkra hríð, er páfi hittir hann á heimili Sistani.
Áhugavert, að Sistani á ekki formlega þá íbúð - hún er sögð án íburðar, hann hafi búið þar í áratugi.
--Páfi gekk síðustu metrana að henni, fór úr skóm við inngöngu skv. íslömskum sið, síðan drukku þeir te - bann við áfengisdrykkju skv. Íslam.

Sistani og Frans páfi á heimili Sistani!

Pope Francis, right, meets Shiite Muslim leader Grand Ayatollah Ali al-Sistani in Najaf, Iraq.

Ef marka má fréttir, reis Sistani upp er og heilsaði páfa, að Sistani stóð upp - sé formleg merking um stöðu og virðingu gagnvart þeim hann tekur á móti.
--Sistani sé sagður nánast aldrei rísa upp, heldur sitja er hann tekur á móti aðila.

Síðan ef marka má frétt og aðrar fréttir, gaf Sistani út - fatwa - á þann veg, að Shítar í Írak ættu að líta á kristna íbúa Írak sem bræður sína og jafningja, ekki beita þeim óþarfa harðræði að nokkru leiti.
--Páfi á móti, boðaði vonir um frið milli heims-trúarbragðanna.

Páfi fór síðar til fundar nærri fornum rústum borgarinnar -- Úr. Þar sem sagt er að Abraham - sagður forfarðir heimstrúarbragðanna, Gyðingdóms, Kristni og Íslam - hafi fæðst.

Rústir hinnar fornu Úr

Ur - Wikipedia

Ómögulegt að segja hvað ef nokkuð kemur frá þessu!

A.m.k. einhver von að kristnir Írakar frái betri vernd og meðferð í kjölfarið, en Shíta Íslamistar taka mikið mark á Sistani - hann er sagður vera sá lifandi klerkur meðal Shíta er njóti mestrar virðingar -- þar á meðal ef maður telur alla klerka Írans.
--Sistani hafi þó engin formleg völd, meðan æðsti klerkur Írans sannarlega hafi slík.
Sistani hafi örugglega áhrif og virðingu inn í Íran, þó öll hans áhrif séu óformleg.
Og hans megin áhrif séu innan Íraks.

  1. Líkur á betri vist kristinna í Írak.
  2. Þar fyrir utan, gæti þetta bætt líkur á samkomulagi milli Vesturvelda og Írans.

En undir deilunum öllum krauma heitar tilfinningar, alltaf spurning hvort hinir reiðu ráða meir eða þeir sem -- vilja viðhafa minni tilfinningasemi.
--Vantraust er afar skiljanleg afstaða.

  • Það er einfaldlega veikleiki lýðræðis-ríkja þegar kemur að afstöðu til samninga, að þ.e. alltaf möguleiki á því að það nái einhver kjöri, sem sé andvígur samningi X.
    Það sé ekki möguleg nokkur alger trygging.
  • Bendi fólki á, að svipað gildi ef maður geri samning við einræðis-ríki.
    En einræðis-herra getur að sjálfsögðu skipt um skoðun.
    Frægt er auðvitað, hvernig Pútín fyrir nokkrum árum -- sveik harkalega samning við Úkraínu, er var gerður nokkrum árum fyrr, er kvað á um loforð Rússlands að virða landamæri Úkraínu og Rússlands um alla framtíð.
    --Ég hugsa að þau svik séu ekki síður spurningamerki fyrir aðila er gera samninga um heitar deilur -- en þau svik sem má hugsanlega líta sem svik - er Trump gekk út úr samningi við Íran, og setti viðskipta-þvinganir á fullt að nýju.

Það sem þeir atburðir sína, að alþjóða-samningar eru alltaf erfiðir.
Að traust er erfitt að byggja upp - samtímis auðvelt að brjóta.
--Eftir að traust hefur verið brotið, sé enn erfiðara á eftir að lækna sár.

A.m.k. er nýr forseti í Bandaríkjunum -- er virðist hafa áhuga á friði að nýju.
Hvort að Shítar í Mið-Austurlöndum geta lært að treysta Vesturlöndum á ný.
--Kemur í ljós.

En traust verður lengi á eftir brothætt, ef maður gefur sér að önnur tilraun til varanlegs friðar milli Shíta í Mið-Austurlöndum og Vesturvelda verði framkvæmd.

  • Ég efa að sár milli Rússlands og Úkraínu, séu læknanleg - svo lengi a.m.k. að sá sem framkvæmdi svikin, Pútín -- er enn við völd í Rússlandi.

--Alltaf einhver von um frið að nýju, er svikarinn er ekki lengur að völdum.

 

Niðurstaða

Draumur um raunverulegan frið í Mið-Austurlöndum þarf ekki að vera vonlaus tálsýn. Það sé orðið ljóst, að sú stefna að leitast við að brjóta á bak aftur -- Shíta í Mið-Austurlöndum geti einungis talist vera stríðsstefna. Það er hvað ég hef statt og stöðugt bent Trumpurum á, að Trump tók þann valkost að -- stíga frá stefnu um frið. Og það var raunverulega slík stefna.

Í staðinn, valdi hann að styðja með krafti við Súnníta ríki er hafa átt í striði við Miðausturlanda Shíta nú í um 40 ár. Auðvitað orsakaðir sú ákvörðun, verulega neikvæðni meðal Shíta gagnvart Vesturlöndum -- sú neikvæðni hefur líklega bitnað á kristnum á svæðum Shíta.

Það sé hugsanlegt að einstök heimsókn páfa, geti hjálpað við að snúa þeirri þróun við, m.ö.o. er virtist ákvörðun Trumps -- um allsherjar átök við Mið-austurlanda-shíta, þar með velja þá áhættu um sífellt aukið gagnkvæmt hatur sem því mundi fylgja, þar með hryðjuverka- og aukinni stríðshættu.

Það geti verið, að með heimsókn sinni, skapist bætt tækifæri til að snúa þeirri þróun aftur til baka, þar með að skipta um sviðsmynd -- þ.e. frá stríðs-stefnu yfir í friðar-stefnu.
--Vonandi tekst það, þó eins og ég bendi á verði mjög erfitt að byggja upp traust.

Ef einhver telur skilgreininguna -stríðs-stefnu- ósanngjarna, bendi ég viðkomandi á, að átökin í Yemen -- hafa verið 10-sinnum mannskæðari, en átök í Líbýu. Og að átök í Yemen séu -- hrein og tær trúar-átök, m.ö.o. Shítar vs. Súnnítar.
--Ef einhver virkilega sér ekki hættuna við beina þátttöku í trúar-stríði með því að blanda sér í átök helstu trúarfylkinga Íslams innan Mið-Austurlanda, þá er ég á því að sá þurfi að láta skoða heilabúið í sér.

M.ö.o. bein íblöndun í trúar-stríð Shíta við Súnníta, sé ca. síðasta aðgerðin er geti talist skynsöm.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband