Gos getur verið yfirvofandi á Reykjanesskaga - í rás atburða er getur í nokkru líkst atburðarás er varð 2014 er gos varð rétt Norðan við Vatnajökul!

Á fundi Vísindaráðs Almannavarna var varpað upp nýrri sviðsmynd er setur allt aðra mynd á rás atburða sl. rúma viku, m.ö.o. nánar tiltekið að kvika sé að brjóta sér leið eftir gangi á nokkurra km. dýpi undir yfirborði, jarðskjálfarnir séu merki þess að hún víkki sprungur neðanjarðar á ferð kvikunnar er virðist til Norð-Austurs frá svæðinu við Fagradalsfjall.
Ef marka má fréttir þá stefni gangurinn nokkurn veginn á fjallið Keili.

Eftirfarandi mynd frá 2014 sýnir gang af sambærilegu tagi undir Vatnajökli!

Þá braut kvika sér leið neðanjarðar undir jökli til Norð-Austurs, þar til hún braust upp á yfirborðið í flæðigosi rétt Norðan við jökulinn. Talið að kvikan hafi komið frá Bárðabungu-eldstöðinni, kvikuhólfi þaðan - gömul færsla:  Ef marka má fréttir, getur verið stutt í gos í Norðvestanverðum Vatnajökli.

Skv. upplýsingum Veðurstofu: Ný gögn gefa ástæðu til að skoða nánar þá sviðsmynd sem snýr að kvikuinnskoti undir svæðinu við Fagradalsfjall.

Efirfarandi mynd er sýnir jarðskjálfa sl. mánudag!

Yfirfarid_280221

Er þá væntanlega að sýna kvikuhreyfingu eftir gangi neðanjarðar!

  1. Þetta virðist alveg umpóla sviðsmyndinni sem sérfræðingar hafa verið að ræða, því allt í einu blasa við miklu mun stærri líkur á gosi, að virðist.
  2. Líklegasta skýringin er sú að kvikugangur sé að myndast undir því svæði þar sem mesta jarðskjálftavirknin hefur verið síðustu daga.
    --Þetta er haft eftir sérfræðingum almanna-varna.

Ekki er talið öruggt að það verði gos.
--Kvika geti storknað í ganginum, frekar streymi kviku inn í hann hætt, skjálfahrina hætt.
--Eða, skjálftahrina heldur áfram, kvika streymir áfram fram neðanjarðar - skjálfar halda áfram að sýna ferð hennar neðanjarðar eftir því sem miðja skjálftanna færir sig smá saman NE.

  • Ef atburðarásin hættir ekki, vaxa líkur væntanlega á að kvikan rambi á sprungu eða veikleika í jörðu er leiði hana greiðlega upp á yfirborð fyrir rest.

Miðað við núverandi staðsetningu gangsins, ef kvikan brýst fljótlega upp.
Væri gosið á tiltölulega meinlausu svæði -- hraun streymdi væntanlega átt til sjávar humátt að Reykjanesbraut.
--Auðvitað vex spennan því lengra sem kvikan leitar frá Fagradalsfjalli.

Í atburðarásinni undir Vatnakjökli - leitaði kvikan tugi km.
Hinn bóginn gæti jökullinn hafa verið hluti ástæðu þar um.
--Kvikan virðist hafa farið einungis skamma vegu út fyrir jökulsporð.

 

Niðurstaða

Allt í einu lítur atburðarásin út sem aðdragandi eldgoss, eftir að sérfræðingar höfðu dögum saman skilið hana með öðrum hætti - sem spennu-losunar-skjálfa í tengslum við jarðskorpuhreyfingar.
Ég verð að ætla að hversu þrálátir skjálftarnir eru að reynast vera.
Þeir séu ekki í rénun, eins og búist var við.
Sé undanfari þess að aðilar hafa teiknað upp alfarið nýja sviðsmynd.

  • Síðast gaus á landi á Reykjanesi kringum 1240.
    Hinn bóginn virðist ekki hafa gosið út frá kerfinu tengt Fagradalsfjalli í 6000 ár.

Það væri þar með nýr spennandi jarðfræðilega atburðarás ef fyrsta gos sem tengja má kerfinu verður nú á nk. dögum eða vikum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alls ekki má leggja nýjan flugvöll við Hafnarfjörð en í góðu lagi að byggja íbúðarhús á hrauni í Hafnarfirði, þriðja stærsta bæ landsins, og að fleiri en fjögur þúsund manns búi í Vestmannaeyjabæ við hliðina á eldfjalli sem gaus fyrir 48 árum. cool

Og væntanlega er mun gáfulegra að byggja þúsundir íbúðarhúsa á Vatnsmýrarsvæðinu en á gömlu hrauni í Garðabæ og Hafnarfirði. cool

Hins vegar er hægt að reisa varnargarða gegn hraunrennsli og kæla hraun með vatni eða sjó til að stöðva framrásina, eins og gert var í Vestmannaeyjum.

1.3.2021 (í gær):

"Hraun flæða venjulega í rásum og geta þá farið hratt en þegar þau fara út fyrir rásirnar ná þau ekki meira en gönguhraða.

Meðalstærð hrauns sem hefur komið upp á yfirborðið í eldgosum á Reykjanesskaga er um tíu ferkílómetrar, fimm kílómetrar á lengd og tveir á breidd," segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur."

Og varnargarðar gegn snjóflóðum og skriðuföllum hafa verið reistir fyrir milljarða króna á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum til að verja þar nokkur íbúðarhús. cool

Ef nýr flugvöllur verður ekki lagður við Hafnarfjörð verður innanlandsflugið einfaldlega flutt af Vatnsmýrarsvæðinu til Keflavíkurflugvallar og f
lugvellir á Akureyri, Egilsstöðum og í Skotlandi eru varavellir fyrir Keflavíkurflugvöll.

"
Keflavíkurflugvöllur er vel í stakk búinn til að taka við innanlandsflugi, reisa þyrfti nýja flugstöð eða finna henni stað í húsnæði sem til staðar er á vellinum." cool

(Innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll, möguleikar og samfélagsleg áhrif - Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, janúar 2014.)

En Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að sjálfsögðu ekki að reisa fleiri hús á gömlu hrauni í Garðabæ og Hafnarfirði og þar að auki ætlar flokkurinn að flytja á brott alla íbúa Vestmannaeyjabæjar strax í fyrramálið. cool

Þorsteinn Briem, 2.3.2021 kl. 09:36

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég er eiginlega talsmaður þess að halda vellinum þ.s. hann er - alltaf litið það hagkvæmasta kostinn. Aldrei litið það áhugaverðan kost, að setja íbúða-byggð í staðinn. En afar dýrt að byggja þar, þar eð jarðvegur er afar djúpur sá dýpsti á höfuðborgarsvæðinu - vegna jarðskjálfta verður að grafa alveg niður á fast. Það getur aldrei verið annað en byggð fyrir ríkt fólk - ríkisbubba-byggð, vegna stórfellds kostnaðar per byggt húsnæði.
Vandi við hugmynd um varnar-garða við byggðir - er þú veist ekki hvar hraun kemur upp, engin leið að vita það fyrirfram, og þar fyrir utan getur hraun pent farið yfir garðinn; nema þú gerir hann afar háan - m.ö.o. a.m.k. 2-3ja hæða hús; en hraun geta náð þykkt umfram venjulega hús-hæð, og er þau renna svo þykk hafa þau mjög mikið afl til að ryðja í burtu. Kostnaðurinn væri ævintýralegur, fyrir utan hvar ætlar þú að finna allt efnið. Mér virðist augljóst, að ný eldgosa-hrina sé sterk rök fyrir flugvellinum áfram í Vatnsmýri, þ.s. borgin getur mjög auðveldlega verið -- skorin af frá aðgengi að Kefla-víkurvelli; ef hraun-gos hefst á svæðinu nærri Kefla-vík, sem örugglega gerist á einhverjum punkti. Bestu rökin fyrir vellinum, hafa alltaf verið öryggis-rök, þ.e. unnt er að flytja vistir loftleiðist beint til borgarinnar, þó svo Kefló-völlur fari undir hraun, er getur sannarlega gerst. Aftur á móti er RVK. völlur staðsettur þ.s. hraun-aðstreymi er afar ósennilegt. Eiginlega er sú staðsetning besta mögulega staðsetning hægt er að finna fyrir flugvöll nokkurs staðar á öllu svæðinu, ef þú hugsar um öryggis-þáttinn, þ.s. akkúrat þarna eru langsamlega minnstar líkur á að flugvöllur eyðileggist af völdum náttúru-hamfara, að flugvöllur verði óaðgengilegur af völdum náttúruhamfara. Gríðarlegt öryggis-atriði fyrir alla íbúa RVK. og nágrennis, að völlurinn sé einmitt þ.s. hann er -- verði aldrei niður lagður.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.3.2021 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband