Öðru ákæruferli þingsins bandaríska gegn Trump lauk einnig án sakfellingar -- spurning hvort Demókratar höfðu nokkurn skapaðan hlut upp úr krafsinu? Hefur pólitísk framtíð Trumps verið eitruð?

Eftir að þeim farsa er lokið stendur Trump aftur án sakfellingar, rétt þó að taka fram að réttarhald á vegum þinga -- er alltaf pólitísk aðgerð, eðli sínu getur ekki verið annað.
--Eina hugsanlega sem Demókratar hafa grætt á því, að koma sínum skilningi framfæri við bandarísku þjóðina á rás atburða er varð er hópur af stuðningsmönnum Donalds Trumps réðst inn í bandaríska þinghúsið!
M.ö.o. tilraun til að fá sem flesta landsmenn til að brennimerkja Trump fyrir atvikið.

  1. Það er hugsanlegt það hafi virkað, enda skv. könnunum virðast nærri 20% skráðra Repúblikana, líta svo á að Trump hafi gert rangt þá daga í embætti er atvikið fór fram!
  2. Þar fyrir utan, virðist Demókrötum hafa tekist að sannfæra meirihluta svokallaðra óháðra kjósenda um sama atriði, að atvikið sé Trump að kenna.
    --Vart þarf að nefna hvaða skoðun mikill meirihluti kjósenda Demókrata hefur.

Fordæming McConnel leiðtoga Repúblikana í Öldungadeild Bandaríkjaþings vakti athygli:

There is no question that President Trump is practically and morally responsible for provoking the events of the day, -- The people who stormed this building believed they were acting on the wishes and instructions of their president,

--Skv. því er ljóst, að McConnel kennir Trump um atvikið.
Samt greiddi hann atkvæði gegn því að -- sakfella Trump.

  • Það kom einmitt fram í réttar-höldunum, að þeir af þeim hóp er réðst inn í þinghúsið sem standa fyrir dómi, hafa líst því yfir að þeir hafi álitið sig hafa gert þetta skv. vilja og boði Donalds Trumps.

Að sjálfsögðu er það áhugavert, að þeir halda því fram.

Hvaða Repúblikanar greiddu atkvæði með sakfellingu?

Sens. Susan Collins of Maine, Lisa Murkowski of Alaska, Mitt Romney of Utah, Richard Burr of North Carolina, Ben Sasse of Nebraska, Pat Toomey of Pennsylvania and Bill Cassidy of Louisiana

--Sá hópur veit að Trumparar munu beita sér gegn þeim, og það mun Trump sjálfur einnig gera. Það er auðvitað áhugavert að þessir 7 - ákveða að tryggja að þeir séu hataðir af fylgismönnum Trumps.

  1. Ef þeir ætla sér að halda samt sem áður áfram í pólitík, þá geta þeir vart það með öðrum hætti, en sem einhvers konar leiðtogar -- innanflokks uppreisnar gegn honum!
  2. Það þarf ekki að vera útilokað að pólitísk framtíð sé í slíku, fer þó eftir því hversu styrk staða viðkomandi er í sínu eigin fylki.

En þ.e. langt í frá öruggt, að Trump mundi vinna útnefningu Repúblikana-flokksins 2024.
En það má gera ráð fyrir því, að a.m.k. einhver muni fara gegn honum í nafni andstöðu við hann innan flokksins!
--Sá mun sennilega halda því á lofti að Trump geti ekki unnið!

 

En þ.e. alveg hugsanlegt að það sé rétt, að Trump eigi litla sigurmöguleika!

Bendi á greiningu - þess aðila er vann kannanir fyrir framboð Trumps sjálfs 2020.

Post Election Exit Poll Analyzis 10 Key Target States.

  1. Þetta er afar áhugaverð greining, því hún byggir á könnun sem er unnin út frá svörum þeirra eru spurðir -- er þeir ganga frá kjörstað eftir að hafa greitt atkvæði.
    --Slík könnun er eina raunverulega áreiðanlega könnunin.
  2. Bendi á, að slík könnun tengist að sjálfsögðu í engu -- ásökunum um kosninga-svindl, enda unnin af sjálfstæðum aðila er vinnur þá könnun sjálfur, með aðstoð síns eigin starfs-fólks.
    --Bendi á að þetta fyrirtæki vann fyrir framboð Trumps 2020.

Þar af leiðandi lít ég þessa könnun -- fullkoma sönnun þess að ekkert svindl hafi verið!

  1. Það sem þessi könnun sýnir, er það sem í ljós kom í kosngingunni!
  2. Að úrslit ráðast vegna þess!
    A)Óháðir kusu Trump miklu mun síður 2020 en 2016. Þess í stað kusu þeir Biden.
    B)Trump fékk ekki eins góða kosningu meðal hvítra karlmanna yfir 50 ára aldri, og hann fékk 2016. Margir þeirra virðast hafa verið Trump reiðir vegna áhersla hans í tengslum við kófið.
    C)Hann fær mun færri atkvæði meðal háskólamenntaðra hvítra, en 2016.

Það að útgöngu-spá er sammála kosninga-niðurstöðu, sýnir að það var ekkert svindl!

  • Ástæða að ég bendi á þessa könnun í annað sinn, er í samhengi við þá spurningu -- hvort Trump eigi raunhæfa möguleika 2024?
  • Hann þarf eiginlega að treysta á að -- ríkisstjórn Bidens standi sig heilt herfilega!

--Fylgismenn Trump eru með honum sem fyrr.
En mig grunar, að Trump eigi afar erfitt héðan í frá að ná til óháðra!
Nema ef -- ríkisstjórn Bidens yrði séð hafa framið stórfelld axarsköft í embætti.

  1. En segjum að Biden gangi svona -- sæmilega vel, m.ö.o. efnahagurinn réttir við sér.
  2. Þá væntanlega verður efnahagsleg uppsveifla 2024!
  3. Ég held það sé enginn vafi, Trump hefði unnið -- ef kófið hefði ekki snúið efnahagsmálum úr uppsveiflu, í dýpri kreppu en árin 2008-2010.

--Punkturinn er sá, að forseti sem situr með meðbyr uppsveiflu, ætti að ná endurkjöri.
Skipti þá engu hvort sá sé Demókrati eða Repúblikani!

 

Þar fyrir utan er Trump ekki úr hættu!

A.m.k. tvær dóms-rannsóknir eru í gangi.
--M.ö.o. rannsókn í Georgíufylki á áhugaverðu símtali, þ.s. Trump gekk svo langt að beita embættismann þrýstingi til að breyta kosninganiðurstöðu Trump í hag. Mig hefur grunað síðan það símtal lak í heild -- að það yrði að dómsmáli!
--Síðan er rannsókn í gangi í NewYork á rekstri fyrirtækja Trumps, m.ö.o. hvort hann hafi svikið undan skatti.

  • Þar fyrir utan er spurning hvað Dominion Voting Maschines gerir.
    En það fyrirtæki hefur hafið einkamál gegn tveim af lögfræðingum Trumps.
    Og FoxNews eins og frægt er í Bandaríkjunum.
  • Ástæða að það er áhugavert, eru þær risa-upphæðir sem Dominion krefst í skaðabætur, m.ö.o. 1,3 milljarðar dollara per haus af lögfræðingum Trumps.

Mig grunar að fyrirtækið eigi eftir að beina sjónum að Trump sjálfum.
--Meiðyrða-mál getur ekki endað með fangelsis-refsingu, einungis skaðabótum.

  • En ef Dominion mundi vinna mál gegn Trump, gæti skaðabótakrafan komið mjög illa við kauninn á Trump, fer eftir því hver upphæðin yrði.

En þ.e. hugsanlegt að hún gæti orðið það há, að þá færi fram þvingað gjaldþrot Trumps.

 

 

Niðurstaða

Hvað Trump sjálfan varðar, virðist ljóst hann ætlar sér að ráða yfir Repúblikana-flokknum, og það með refsivöndinn á lofti -- gegn sérhverjum Repúblikana er vogar að lyfta hendi gegn honum.

Það virðist að til staðar sé raunveruleg uppreisn gegn honum. Samtímis virðist ljóst, að hún hafi besta falli -- nálægt 20% fylgi meðal flokksmanna.

Skv. nýlegri könnun, hefur Trump enn a.m.k. 50% fylgi -- skráðra Repúblikana.
Skv. því hefur nokkuð tínst af fylgi hans innan flokksins -- kannski vegna árásarinnar á þinghúsið einna helst.

Á móti, þá þíði það samt sem áður hann sé langsterkastur einstakra aðila innan hans.
--Spurning í framhaldinu hvað sú uppreisn gerir.
--Hvort Trump tekst með hörku sem hann líklega sýni, að kæfa hana.

  • Bendi á að aukin harka, gæti alveg snúist gegn honum.
    M.ö.o. vakið samúð, ef hann væri talinn of ósveigjanlegur.

En það allt á eftir að koma í ljós!

----------
Hvað ríkisstjórn Bidens varðar, er hún enn stærstum hluta óskrifað blað.
Þá á tæru að Biden líklega ætlar að snúa mörgu því við sem Trump innleiddi.
Endurkjörs-möguleika Bidens munu líklega stærstum hluta snúast um það, hversu öflug efnahagsframvinda Bandaríkjanna verður á næstunni.
--En stóra stefnumál Bidens, er að hraða henni einmitt sem allra mest.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Trump verður orðinn nálægt því áttræður eftir fjögur ár og það má teljast vafasamt að hann muni vilja bjóða sig fram aftur. Ákæran snýst ekki um að stöðva neitt slíkt. Hún snýst um að brennimerkja þá sem voguðu sér að kjósa hann. Þeir byrja á Trump en nú þegar er verið að undirbúa "aðgerðir" gegn yfirlýstum stuðningsmönnum hans. Sem dæmi má nefna höfund Dilbert, Scott Adams. Hann segir að hann hafi ekki skrifað undir neinn nýjan samning síðan hann lýsti yfir stuðningi við Trump fyrir mörgum árum. Hann er brennimerktur (og veit það, og hefur sagt að hann hafi efni á því ólíkt svo mörgum öðrum sem þora fyrir vikið ekki að tjá sig).

Geir Ágústsson, 15.2.2021 kl. 08:20

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég held að tími Trumps sé liðinn án þess að tími demokratana og Biden sé runninn upp

Halldór Jónsson, 16.2.2021 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband