Ef maður íhugar hvernig Trump hefur fúnkerað, þá hefur Twitter allan tímann síðan hann náði kjöri 2016 -- verið lúðurinn hans. Á Twitter tjáði hann sig daglega um nánast allt milli himins og jarðar. Það eitt gerði Trump óvenjulegan, hve tjáning hans var gersamlega opin.
--Gallinn við það, hann ítrekað gerði mistök, m.ö.o. fara rangt með staðreyndir. M.ö.o. hann virtist ekki ræða fyrst við ráðgjafa - er hefðu þá getað varað hann við ef hann væri að rangflytja þekktar staðreyndir, þess í stað lét hann allt flakka!
Þetta virtist vera það sem þeim er hafa stutt Trump hefur einna mest líkað við hann, m.ö.o. þetta að segja strax án vífil-lengja, þ.s. honum kom til hugar.
--Burtséð frá satt eða rétt.
- Athyglisverðasta noktun Trumps á Twitter, var án vafa að hann notaði einnig Twitter:
--Til að tilkynna ákvarðanir, oft virtist áður en hann ræddi þær innan ríkisstjórnar.
--Þannig rak hann í nokkur skipti aðila á Twitter, örugglega að þeir fréttu það fyrst á Twitter.
Slíkt var auðvitað gegnt venju; venja að tilkynna ráðherrum fyrst ákvarðanir, svo þeir komi ekki sjálfir af fjöllum - en oft gerðist það að fréttamenn sögðu einstökum ráðherrum frá ákvörðun Trumps, sem þeir höfðu ekki sjálfir heyrt um.
Það kom fyrir að menn vissu ekki þeir voru reknir, fyrr en blaðamaður spurði viðkomandi.
Twitter virðist hafa verið megin -- samskipta-tæki Trumps.
Þess vegna er það spurning, hvort ákvörðun Twitter að loka alfarið á Trump.
--Sé samtímis, morð Twitter á pólitískri framtíð Trumps?
Eins og kemur fram í þessari frétt, er lokun Twitter á Trump - alger, þ.e. öllum reikningum Trumps er lokað: Twitter boots Trump.
Reiði stuðningsmanna Trumps er gríðarleg: Orwells 1984. D.Trump Jr. beitti samlíkingu við 1984 sögur George Orwell.
Apple hefur lokað -apple store- aðgengi Parler: Tech companies kick Twitter rival Parler off their platforms. Þetta kemur í kjölfar lokun Google á Parler: Parler App Booted Off Google and Apple Stores After Pro-Trump Violence.
--Lokun þeirra fyrirtækja í gegnum -AppleStore og -GoogleStore, þrengir augljóslega möguleika Parler til að koma sér á framfæri.
- Ef Parler er þá ekki vænleg leið fyrir Trump -- þá eru góð ráð dýr, hvar hann ætlar að vera í stað Twitter og FaceBook, þ.s. rödd hans nær eyrum fólks.
Það virðist augljóst, að hann geti ekki náð eyrum fólks með þeim hætti sem hann er vanur!
Ákvörðun Twitter um algera lokun á Trump skóp gríðarlega reiðiöldu meðal stuðningsmanna Trumps!
Ég ætla ekki hafna því að -- hve áhrifamiklar lokanir: FaceBook, Twitter, Google og Apple; geta reynst vera fyrir Donald Trump. Skapi spurningar um áhrif þessara fyrirtækja.
- Rétt samt að nefna, að þeirra áhrif - aðgengið í gegnum þau.
Líklega einnig bjó til Trump sem það pólitíska afl hann hefur verið.
Það má segja, þau hafi búið Trump til. - Nú, ákveði þau -- að eyðileggja sitt afkvæmi.
Trump að mörgu leiti kom þessum fyrirtækjum vel - m.ö.o. það gríðarlega -controversi- sem alltaf var í kringum Trump -- leiddi til aukningar á fókus á þessa miðla.
Þeir rökuðu væntanlega inn gríðarlega auglýsinga-tekjum.
Auk þess, að skipulagðar áróðurs-síður andstæðinga og fylgismanna Trumps, gjarnan einnig innan ramma FaceBook og Twitter.
--Hafa væntanlega verið allan tímann gríðarleg kynning á þeim miðlum, þeir miðlar einnig mokgræddu á auglýsingum til allra þeirra sem tóku þátt í þeirri líflegu umræðu.
- Í seinni tíð, hafa þeir miðlar komið undir mikla gagnrýni.
Fyrir það, að veita Trump og hans fólki -- hið gríðarlega tækifæri þeir hafa verið.
Til að dreifa þeim samsæris-kenningum þeir hafa staðhæft sem víðast. - Mjög líklegt er talið, að beiting Trumps og stuðningsmanna á þeim miðlum, hafi átt mjög verulegan þátt í dreifingu samsæris-kenninga Trumps.
Og því, þeim miklu áhrifum þær kenningar hafa öðlast.
Og þar með, miklu leiti hve margir trúar þeim í dag í Bandaríkjunum.
--En nú virðist sem að fyrirtækin ætli að drepa barnið sitt: Donald Trump!
M.ö.o. hann sé nú að þeirra mati að skaða þau meir en þau græði á móti.
- M.ö.o. mann grunar eins og þau hafi leyft honum að leika lausum meðan þau græddu á því.
- Þá loki þau nú á hann, er þau nú nettó tapa á því -- að vera lúðurinn fyrir hann og stuðningsmenn hans.
Þetta er einmitt spurningin um áhrif þessara fyrirtækja: Þau geti skapað hreyfingar sem hafa stórfelld áhrif! Og þau geta síðan jafn harðan drepið þær hreyfingar!
En með því að loka aðgengi -- þá missir hreyfing Trumps sinn leiðtoga, sinn megin talsmann. Þó Trump sé enn lífs, þá megi hugsanlega líkja því við það að hann hefði verið drepinn!
--Svo skert sé hugsanlega aðgengi hans að því hafa áhrif, koma sér á framfæri.
- Rétt að taka fram, tæknilega er það rétt.
Þessi fyrirtæki mega loka á hvern sem er.
Eftir allt saman eru menn að nota þeirra eign - sbr. þeirra hugbúnaður, síður. - Lagatæknilega er þetta ekki - hugtakið ritskoðun!
Það kemur út af því, lögin skilgreina það hugtak einungis út frá hegðan hins opinbera. - Lagatæknilega er - prentfrelsi eða skoðana-frelsi viðkomandi ekki skert.
Því viðkomandi, má koma skoðunum sínum á framfæri hvar sem viðkomandi getur.
--M.ö.o. ríkið hefur ekki beitt sér gegn viðkomandi. - Hinn bóginn, eru þessi fyrirtæki með -- skoðana-áhrif -- langt umfram þ.s. sennilega nokkur einka-fyrirtæki í heims-sögunni hafa haft.
--Hinn bóginn hafa lögin ekki fylgt á eftir.
--Þau miða enn út frá tímanum, áður en internetið var fundið upp. - Ég er að segja, lögin geta verið orðin úrelt.
Það getur verið að setja ætti sérstök lög á þessi risa-fyrtæki.
--En þau lög eru ekki enn til.
- Lagalega séð hefur ekkert verið gert á hluta Trumps.
- Fyrirtæki sannarlega mega loka með þessum hætti á hann.
Eins og þau taka sér rétt til að gera á sérhvern annan.
Ef þ.s. þeirra ákvörðun að gera slíkt.
--Það má ræða hvers lags lög ætti að setja!
--En punkturinn er sá, í dag eru slík lög ekki til.
Tvær mögulegar ráðstafanir!
- Trump hefur gjarnan talað fyrir því að efnema svokallaða -section 230- í bandar. lögum um fjölmiðla!
Sem væri gríðarlega 2-eggjað sverð!
--Section 230 -- er undanþága netmiðla er reka spjallsíður til að bera ekki ábyrð á efni sem 3ju aðilar setja inn á þeirra síður - gildir einnig um miðil eins og YouTube.
M.ö.o. notendur setja efni inn. Eigandi síðunnar eða miðilsins ber enga ábyrgð.
--Hinn bóginn, nota margir notendur dulnefni.
Þannig að aðilar er verða fyrir meiðandi ummælum eða fullyrðingum, geta ekki varið sig.
Section 230 - hindrar að aðilar er verða fyrir meiðandi ummælum, fullyrðingum - geti kært eiganda síðu eða vefmiðils, til að þvinga viðkomandi til að eyða slíku efni.
Það augljósa er, ef -section 230- væri afnumin. Þar með þessi undanþága.
--Þá mundu aðilar er verða fyrir meiðandi ummælum, fullyrðingum.
--Hópast á síður þ.s. mikið um slíkt, kæra þangað til eigandi síðu, hefði lokað fyrir aðgengi slíkra ummæla, og þurrkað út þau sem fyrir eru á síðu viðkomandi.
Þess vegna hefur mér virst einkennilegt, af hverju Trump hefur haldið á lofti þeirri hugmynd -- að leggja af -section 230.-
--Mér virtist ljóst, að þ.s. Trumparar gera einmitt mikið af því að halda á lofti því sem ósannað er - einnig fari oft saman slíkt sé meiðandi fyrir einhvern annan.
--Að Trumparar mundu fara illa út úr afnámi -section 230.-
Ef fyrirtækin verða gerð ábyrg fyrir öllu efni, burtséð hver setur það inn!
Mundi ég halda að það leiddi til -- hreinsunar gríðarlegs magns efnis af netinu.
--Eiginlega nánst alls efnis er væri umdeilt.
**Þetta væri sambærilegt við bókabrennu.
--Fullyrðingar erfitt væri að sanna, yrðu þurrkaðar út.
**Samsæriskenninga-dreifarar yrðu sennilega alfarið þurrkaðir út af netinu.
Bendi á það mundi stoða lítt fyrir samsæris-dreifara að búa til eigin síður þ.s. þær yrðu undir sömu lagaákvæðum - þær hefðu ekki óendanlega peninga til að verjast í dómsmálum.
Þess vegna hefur mér fundist það svo skrítið af hverju Trump hefur verið áhugasamur um þá aðgerð að þurrka út -- section 230. - Hin leiðin væri að fara öfgarnar í hina áttina -- banna allar útþurrkanir, og bönn á einstaklinga. Fyrir utan mjög fáar undantekningar - t.d. hvatning til morða, drápa!
--Slík aðgerð væri einnig -- 2-eggjuð.
Það mundi eiginlega gera það ómögulegt nær svo að reka sér-hægri miðla/sér vinstri-miðla.
--M.ö.o. þurrka út möguleika fyrir aðila -- að skapa örugg netsvæði fyrir tilteknar skoðanir.
Bann við að þurrka út - eyða, þíddi væntanlega að ef t.d. Trumparar ætluðu sér að búa til sérstakar - Trumpara-síður, mundu þeir ekki geta hindrað andstæðinga að vera þar.
Og öfugt, að andstæðingar Trumpara mundu ekki geta hindrað -- Trumpara í að mæta.
Það sama gilti væntanlega fyrir allar skoðana-síður.
--Þeir gætu ekki myndað -- varið svæði fyrir einungis fólk með tilteknar skoðanir.
**Allir væru líklega í bland við alla.
--Sem kannski væri barasta það besta!
Niðurstaða
Spurning hvort að Trump eigi pólitíska framtíð eftir áföll sl. viku!
Það getur verið að algert bann FaceBook síðan Twitter á Trump.
Sé stærra pólitískt áfall fyrir Trump.
--Heldur en uppreisn gegn Trump innan Repúblikanaflokknum er hófst eftir atlöguna að þinghúsinu á Capitol-hæð í Washington sl. miðvikudag, er fylgismenn Trumps gengu ekki einungis fylkingu að þinghúsinu heldur réðust inn í það - þannig þingmenn flúðu húsið.
--Það olli mikilli reiði-öldu meðal hluta þinghóps Repúblikana, hafa þekktir þingmenn úr liði Repúblikana sl. daga - fordæmt Trump fyrir hlut hans að málinu.
En Trump án nokkurs vafa hvatti stuðningsmenn sína til göngunnar að Þinghúsinu.
Umdeilt hvort hann hafi ætlast til þess einnig að hópurinn réðist þangað inn.
**Gagnrýnendur eru almennt sammála, Demókratar sem Repúblikanar, hann beri mikla ábyrgð.
- Það virðist greinilegur klofningur kominn upp innan Repúblikana-flokksins.
A.m.k. ca. 1/3 af flokknum, virðist kominn í opinbera andstöðu við Trump.
--sá klofningur dugar ef hann heldur áfram, til að þurrka úr kjörmöguleika Repúblikana.
Þar með kjörmöguleika Trumps einnig - sem og annarra Repúblikana - nema kannski til Fulltrúadeildar. - Lokanir FaceBook, Twitter og Apple -- virðast í sameiningu minnka gríðarlega mikið möguleika Trumps; til að dreifa skoðunum sínum um netið.
--Sem væntanlega einnig hefur stór sjálfstæð áhrif líklega til að grafa verulega undan framtíðar kjörmöguleikum Trumps - sem og fylgismanna Trumps.
--Mín túlkun á aðgerðum fyrirtækjanna er sú, þau meti það ekki lengur sér í hag.
Að heimila Trump -- aðgengi að netinu í gegnum sínar veitur.
**Áður hafi þau grætt mikið á því, sbr. sölu auglýsinga - og kynningu þeirri á þeim netfyrirtækjum, sem Trump sannarlega hefur verið.
--Ekki síst fyrir Twitter.
Á móti, eru líkur á að -- þau fyrirtæki eigi verulegan hlut í að skapa Trump og þá Trump-ista hreyfingu sem hefur myndast í kringum hann.
--M.ö.o. með því, hvernig þeir miðlar hafa gagnast Trump og hans fólki í að dreifa sínum skoðunum, og afla sér - þeirra skoðunum þannig fylgismenn.
Þannig séð má segja, þau hafi ákveðið að drepa barnið sitt!
- Þetta allt skapar stórar spurningar um áhrif þessara fyrirtækja - er virðast orðin óskaplega skoðana-mótandi.
--M.ö.o. skoðana-hópar geta aflað sér gríðarlegra áhrifa í gegnum þau.
--Síðan geta þau lokað á þá, og að sama skapi hugsanlega þurrkað þá út.
-----------
Skiptar skoðanir um hvað eigi að gera!
- Augljóslega ef fyritækin eru gerð ábyrg fyrir öllu efni - mundi það þvinga nær allt netið til sjálf-ritskoðunar. Þ.s. nær ómögulegt yrði eftir það að birta efni er - innihéldi alvarlegar ásakanir á 3ju aðila - er viðkomandi gæti ekki sannað.
--Sama gilti um stórar fullyrðingar sbr. klassískar samsæris-kenningar. - Fara mætti í þver-öfuga farið, og banna fyrirtækjunum nær alfarið að loka á fólk, og aðila -- sem væntanlega þíddi, að netið yrði enn kjöftugra ef e-h er, en í dag.
--En einnig, að væntanlega væri ekki hægt að reka -- sér pólitískar síður eða aðrar sérhæfðar skoðana-síður; þ.s. ómögulegt væri að halda fólki með andstæðar skoðanir frá.
--Þá væru væntanlega allir innan um alla.
Skoðanir gætu þá verið ótakmarkað nær óheflaðar.
- Út frá núverandi laga-umhverfi.
Teljast aðgerðir Twitter - FaceBook og Google, ekki ritskoðun.
Hinn bóginn eru ritskoðunar-lög fókusaðar á ríkin!
--Sem má vera sé orðinn úreltur fókus.
M.ö.o. vanti að lög taki tillit til þeirrar þróunar sl. 20 ára, sem er ris hinna gríðarlega umsvifamiklu net-fyrirtækja.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 11.1.2021 kl. 00:58 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 395
- Frá upphafi: 863639
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 373
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
slóð
" The Deep State Whispered to the President Trump ........... "You can not Withstand the storm .............The President whispered BACK, " ..................I AM THE STORM"
Smá leikur
Egilsstaðir, 10.01.2021 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 10.1.2021 kl. 17:53
Þú kemur þarna með nokkra áhugaverða punkta, Einar, í máli sem hefur skekið heimsbyggðina að undanförnu.
Í fyrsta lagi vil ég segja að ég efaðist um það strax og Trump varð forseti að hann væri pólitíkus í eðli sínu. Hans staður virðist í fjölmiðlunum. Hann er sjóbissnessmaður, kann að vekja athygli, en það getur snúizt gegn honum þegar hann gerir skandala. Hann hefur samt bent á mjög mikilvæg mál, sem utangarðsmaður getur frekar en hefðbundinn pólitíkus.
Trump á sér merkilega sögu, og þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann hefur verið barinn niður, eða kannski öllu heldur komið sér í klandur eins og óknyttadrengur. Hann klúðrar málum, siglir öllu í strand og byrjar svo á einhverju öðru. Spurning hvort honum endist aldur til þess núna, þegar hann er kominn yfir sjötugt.
Ef hann kemst út úr þessu klandri sínu án fangelsisvistar eða algers gjaldþrots má þó búast við að hann hafi orku, drifkraft og tilgang að koma enn á óvart. Mér finnst Hollywood orðið úrelt fyrirbæri, of vinstrisinnað, og að hann eða einhver á borð við hann ætti að stofna nýtt kvikmyndaver sem endurreisir kvikmyndagerð á frjálsari grunni.
Lokanir samskiptamiðlanna bera það með sér að nýr tími er genginn í garð núna þegar Biden verður bráðum næsti forseti. Ritskoðunarhugtakið hefur verið notað frjálslega, en það er tilfinningin sem fólk hefur fyrir þessu þótt lagatæknilega sé það ekki endilega alveg rétt, nema þessi lög verði uppfærð í anda tímans.
Eins og þú vel lýsir því í greininni voru samskipti Twitters og Trumps hagstæð fyrir báða aðila. Heift vinstrimanna í garð Trumps er lík syndahugtakinu einsog það var á miðöldum og galdraofsóknum. Það er talin aðalsyndin hjá þeim að vera rasisti, þótt hann hafi aðeins daðrað við slíkt og notið fylgis þannig hópa með því að daðra við þeirra hugmyndafræði.
Mér finnst mannkynið ekki mega vera á þessu fordæmingarstigi.
Ég las pistilinn þinn vel. Þú átt það til að setja hlutina fram í skýru og hlutlausu ljósi þegar þú skrifar beztu pistlana þína. Þegar þú berð saman leiðirnar tvær, að gera vefmiðlana ábyrga annarsvegar og hinsvegar að banna að taka burt ummæli og efni finnst mér að í seinna tilfellinu sé hægt að koma með aðrar niðurstöður.
Í fyrra tilfellinu er ég alveg sammála. 230. greinin er vernd fyrir menn eins og Trump og því kjánalegt að vilja fjarlægja hana. Ég er því alveg sammála að án hennar yrði miklu meira fjarlægt, og margt af því áhugavert.
Í seinna tilfellinu er ég ekki sammála. Mér finnst ekkert að því að algjör frelsi ríki á þessu sviði - frelsi skoðana, ekki banna, að bannað sé að útskúfa og loka á menn og málefni, en þá er það rétt að meira yrði um hörð orðaskipti og óreiðu, en þó meira fyrst í stað.
Hér gleymir þú að taka með í reikninginn ákveðið mannlegt eðli sem lýst er í málshætti okkar Íslendinga: "Sækjast sér um líkir", og "Hver dregur dám af sínum sessunaut".
Semsagt, ef bönn og útskúfanir heyrðu sögunni til yrði þetta eins og með komu bjórsins 1989. Fyrst yrði kaos, en svo kæmist regla á. Margar vefsíður myndu sjálfkrafa þróast í þá átt að þar færi saman fólk með líkar skoðanir. Einhverjar yrðu þó kaótískar áfram. Tek undir, það yrði sennilega heilladrýgsta lausnin.
En mun Trump eiga pólitíska framtíð eftir þetta? Það fer eftir ýmsu. Við erum mitt í hvirfilvindi breytinga.
Tek samt undir skýra túlkun þína á mikilvægi Twitters fyrir hann. Trump var óskabarn fjölmiðlanna, og því er þetta átakanlegra en tárum taki.
Að vissu leyti skaðar þetta þessi fyrirtæki líka gríðarlega mikið. Þau verða mjög umdeild og gætu klofnað eða önnur fyrirtæki gætu komið upp álíka sterk, eða að þeirra sterka samkeppnisstaða yrði bönnuð, sem kannski er nauðsynlegt. Þetta er mjög umdeilanlegt allt saman.
Bandaríkin ganga í gegnum efnahagskreppu ekki síður en Covid-19 farsótt og því heimskulegt að gera eitthvað sem skaðar efnahaginn.
Þarna finnst mér sem siðferðileg vandlæting hafi borið skynsemina ofurliði og frelsisást Bandaríkjamanna, sem er ekki gott.
Ég fylgist með fréttum af þessu spenntur. Yfirlit þitt er skýrt og gott, en þessi lög eru greinilega úrelt, um ritskoðun, 20 árum á eftir tímanum.
Takk fyrir góða grein aftur, þar sem mikilvæg atriði koma fram.
Ingólfur Sigurðsson, 10.1.2021 kl. 22:24
Ingólfur Sigurðsson, mér virðist þú misskilja hvað ég á við um seinni leiðina -- eins og málum háttar í dag geta fyrirtækin lokað á hvern sem er, þannig ritskoðað að vild. Möguleikinn sem ég benti á sem -- leið 2, væri að þeim yrði slík rikskoðun bönnuð. Og síðan legg ég út frá því hvaða afleiðingar mér virðist sennilegt það hefði. Varðandi gagnrýni á umfjöllun Trumps þ.e. ósannaðar samsæris-kenningar hann heldur á lofti -- sem þær séu heilagur sannleikur; getur slík nálgun verið hættuleg - það eru til dæmi þess í löndum, að samsæris-kenningar sem fast er haldið fram. Geti skapað ótta og úlfúð - sáð slíku. Hvort þ.e. rétt að Trump sé að slíku má rífast um - en dæmi þess í margvíslegum öðrum löndum í öðru sögulegu samhengi, teljast sönnuð. Mig grunar að -- fullyrðingar hans um, kosningasvik sem verða að teljast ósannaðar fullyrðingar -- séu hugsanlega hættulegar nokkru sambærilegt því sem sum söguleg dæmi fortíðar hafi reynst vera í öðru samhengi. M.ö.o. hann sé að sannfæra mikinn fj. fólk kosningum hafi verið stolið - þó allt slíkt virðist með öllu ósannað. Slíkt rökrétt geti valdið víðtækri reiði -- það megi því alveg halda því fram að Trump hafi skapað þá reiði þeirra stuðningsmanna, er réðust til inngöngu í þinghúsið og eigi því alveg með sanngjörnu stóran hluta jafnvel stærstan hluta ábyrgðar að máli. Það sé virkilega hægt að skapa ótta og hræðslu með málflutningi - með vísvitandi hætti. Slíkt geti vel verið saknæmt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.1.2021 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning