Segir allt sem segja þarf um tilhæfulausar ásakanir um meiriháttar kosninga-svindl, að Rudy Guilani -- rökstuddi ekkert slíkt fyrir dómi í Pennsylvaníu! Ég veit því ekki hvaða -case- þau þykjast ætla setja fram fyrir Hæsta-rétt Bandaríkjanna!

Það er nefnilega það stórfenglega skondna við -- stórar staðhæfingar um meiriháttar svindl.
Að lögfræðingar Trumps, hafa bakkað frá slíkum ásökunum -- meðan að ásakanir eru samt sem áður reknar í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum!
--En meira að segja þeir, treysta sér ekki að flytja slíkar sögur -- frammi fyrir dómurum.

Rétt að taka fram, að dómarinn sem skrifar dómsorð fyrir hönd hinna, var skipaður af Trump!

Dómsorð 3rd. Cuircuit Cppeals Court Pennsylvania!

Fólk getur lesið sjálft hvað dómararnir sögðu um -- málflutning Guilani.

  1. Í stuttu máli, gerði Guilani enga tilraun til að færa rök fyrir -- skipulögðu svindli.
  2. Hann vísaði til - hrukka á framkvæmdinni sem líklega voru raunverulega til staðar - en einungis sviptu Repúblikana í mesta lagi; fáeinum hundruð atkvæða.
  3. Eins og dómarinn útskýrir -- þá sé það ekki hlutverk lögfræðinga að ákveða hver er kjörinn; heldur kjósenda.
  4. Kröfu Guilani um að - ógilda kjörið þar með svipta milljónir íbúa Pennsylvaníu atkvæðarétti sínum; pent hafnað og nefnd fáránleg.
  5. Bend á, að sú krafa -- standi í engu samræmi við þá - tiltölulega smávægilegu galla á kosningunni, sem Guilani hafi getað sínt fram á.
    --M.ö.o. ef meðferð kjörgagna var röng í einhverjum tilvikum.
    --Sé hægt, að heimila að -- flr. vafa-atkvæði séu talin í Repúblikana-kjördæmum.
  6. En Guilani hafi ekki óskað eftir því, sem væri rökrétt beiðni -- að ef of mörg vafaatkvæði voru talin í Demókrata-meirihluta-kjördæmi í Pennsylvaníu, þá mætti mæta því með því, að heimila að flr. vafa-atkvæði yrðu talin á móti.

--M.ö.o. krafan -- hæfði ekki tilefninu, eiginlega væri langt langt umfram tilefni.
Að svipta milljónir atkvæða-rétti, vegna mistaka fáeinna starfsmanna við meðferð atkvæða.

  • En það er ekki síst þetta atriði - aö Guilani rökstuddi ekki skipulagt svindl.
  • Ef ekki einu sinni - Guilani treystir sér til þess fyrir dómi, hver ætti þá að gera það?

-----------

US appeals court rejects another Trump lawsuit in Pennsylvania

FoxNews - Trump campaign eyes Supreme Court battle after appeals panel tosses Pa. fraud case

Appeals court shoots down Trump suit in Pennsylvania

 

Jenna Ellis er ein lögfræðinga Trumps!

Athygli vekja afar ruddaleg ummæli Trump-framboðs um dóminn!

Jenna Ellis@JennaEllisEsq·20h.@RudyGiuliani

and me on Third Circuit’s opinion: The activist judicial machinery in Pennsylvania continues to cover up the allegations of massive fraud. We are very thankful to have had the opportunity to present proof and the facts to the PA state legislature. On to SCOTUS!

--Þrátt fyrir að Guilani rökstyðji ekki nokkurt víðtækt svindl, þá vogar hún sér -- að láta sem að dómurinn sé í einhverjum skilningi, augljóslega ómarktækur.
Sbr. orð hennar, activist judicial machinery.
--Ekki hægt að kalla það annað en -- hreinan pópúlisma.

 

En hvað gerir Hæsta-Réttur-Bandaríkjanna?

Ég sá ummæli undir frétt FoXNews sem útskýra vel, og passa við þ.s. ég áður hef heyrt!

What Trump supporters don't understand about this (potentially) going to SCOTUS: An appeal that goes all the way to SCOTUS is not a whole new trial where each side makes their case and presents evidence etc. over the course of several days or even weeks. 99% of what SCOTUS uses to decide the case is reviewed materials and evidence from the lower courts. The party filing for the appeal does get 30 minutes to plead their case, but no new evidence can be introduced. Typically the appealing party uses this time to explain why they think the lower court's decision was wrong, and also answer any questions the Justices may have for them. That's it. That's the process.

Ég læt þau ummæli inn -- því þau passa við þ.s. ég hef heyrt annars staðar frá.

  1. Hæsti-Réttur Bandaríkjanna, sjálfur ákveður hvort dómurinn tekur mál að sér. 
    Áfrýjun er langt í frá sjálfkrafa.
  2. Dómurinn gæti skv. því, sem hann gerir reyndar um flest þau mál - sem er áfrýgjað þangað, ákveðið að hundsa það.
    --Kannski er það líklegasta útkoman, að dómurinn taki það ekki fyrir.
  3. Síðan eins og bent er á, þá er ekki nýtt mál flutt - með vitnaleiðslum og málflutningi, rétturinn vanalega samþykkir að skoða máls-gögn þess máls sem er framvísað; og þá þarf sá er áfrýgjar að rökstyðja að -- lægra réttar-stig hafi tekið ranga ákvörðun á grunni fyrri málsmeðferðar, því málsmeðferð fyrra dómsstigs einungis til skoðunar.
    --Þ.s. Guilani rökstuddi ekki meiriháttar svindl við fyrri málsmeðferð, hefði hann einungis þau málsrök hann flutti fyrir lægra réttarstigi skv. því.
  4. Trump væri skv. því að vona, að Hæsti-Réttur Bandar. mundi -- svipta milljónir atkvæðarétti; út á það eina atriði sem var flutt fyrir dómi á lægra stigi.
    --Þ.s. að nokkur fj. vafa-atkvæða hafi verið ranglega talin, að mati Guilani.
  5. Eru einhverjar líkur á að -- Hæsti-réttur Bandar. ógilti kjör með slíkum hætti?
    Mér finnst það rosalega ósennilegt!
    --Eins og Stephanos Bibas dómari benti á í Pennsylvaníu -- væri hæfileg -remedy- að heimila að nokkur hundruð sambærileg vafaatkvæði væru talin í Repúblikna-kjördæmum.
    --Hinn bóginn, mundi það ekki breyta kosninga-niðurstöðunni.

--Ég mundi segja annað-hvort, að dómurinn hafnar að taka það að sér.
--Eða, heimilar að sambærileg vafa-atkvæði yrðu talin -- í öðrum kjördæmum.
Sem mundi í báðum tilvikum þíða, kosningin stæði!

  • Þ.s. Bibas dómari vísa til, er meðalhófsregla, að krafa sé í samræmi við tilefni.
    Það sé langt langt umfram þ.s. hægt sé að samþykkja í samræmi við tilefni.
    Að ógilda kosninguna -- út á misfellu er varðaði fáein hundruð atkvæði.

Judge Bibas: Tossing out millions of mail-in ballots would be drastic and unprecedented, disenfranchising a huge swath of the electorate and upsetting all down-ballot races too, -- That remedy would be grossly disproportionate to the procedural challenges raised.

  • Ég efa að gamlir lögfræðingar og dómarar í Hæsta-rétti, mundu -- kollvarpa sjálfri meðalhófs-reglunni, sem er ein megin stoð alls Vestræns réttarkerfis.

 

Niðurstaða

Málflutningur Trumps fyrir rétti virðist hruninn að flestu leiti, þ.s. í sérhverju máli hafi ekki verið sínt fram á meiriháttar svindl - í uppfærðum mála-reyfunum, hafi síðan lögfræðingar Trumps sjálfir; þrengt mál sín niður -- droppað staðhæfingum um svindl.
En þó ekki kröfu um að -- stórir hópar atvkæða yrðu ógild!
--Vandi Trumps er auðvitað sá, að dómarar eru ekki Trumparar.
--Þeir fylgja lögum, en ekki -- línunni frá Trump.
Þegar Trump framboðið leitast síðan við að flytja línuna fyrir rétti.
Náist markmiðin ekki fram, því ósannaðar staðhæfingar þó þær virki vel í fjölmiðlum og á netinu; þá er réttarfar í Bandar. greinilega ekki enn -- tilbúið að dæma út frá ósönnuðum dylgjum.

Ég á ekki von á að Hæsta-réttur fari öðruvísi að, því það fólk sé allt -- dómarar eða lögspekingar; sem eru aldir upp í réttar-kerfi Bandar.
--Einmitt því kerfi sem -- Jenna Ellis talar niður til og lítilsvirðir, sem activist.

En málið er, að það væri virkilega -- activist að vísa öllum fyrri dómahefðum út í hafsauga, ekki síst - hætta að krefjast nægra sannana.
--Meðan, að dómarnir eru að falla eins og þeir gera, vegna þess einmitt að dómstólar Bandar. eru ekki - activist.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rökstuddi ekki það sem þeir sáu,!

Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2020 kl. 16:52

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Helga Kristjánsdóttir, geisp - sama regla gildir í Bandar. og hér, að hver flokkur fær að hafa sama fj. eftirlits-manna.
Það þíðir á mannamáli, að sérhver eftirlitsmaður Repúblikana - var með annan eftirlitsmann frá Demókrötum sem horfði á verk sömu starfsmanna.
Þar fyrir utan, koma orð starfsmannanna sjálfra er unnu við talninguna sjálfa.
M.ö.o. ef -- maður á vegum Repúblikana kemur fram með ásökun, er algerlega örugglega til staðar: 
1)Demókrati sem mótmælir fullyrðingunni er horfði á sömu verk, og
2)starfsmaður eða starfsmenn er unnu sömu verk.
Þannig að málið verður -- orð ásakandi Repúblikana gegnt a.m.k. líklega orðum tveggja annarra.
**Jafnvel þú ættir að skilja - að orð gegn orði - jafngildir ekki eitt og sér sönnun.
**Að ef lögfræðingur hefur ekkert annað en -- staðhæfingar, sem aðrar staðhæfingar standa á móti.
**Þá getur dómsniðurstaða ekki orðið önnur en frávísun.
Það er eina rökrétta útkoman, ef engar sannanir eru til staðar -- sem styðja ásakandi orð.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.11.2020 kl. 17:13

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Viltu ekki bara senda Trumpi tölvupóst vinur og útskýra þetta fyrir honum?

Þorsteinn Siglaugsson, 28.11.2020 kl. 21:47

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Siglaugsson, Trump veit alveg örugglega þetta allt þegar - enda allt dæmið um spilltar kosningar líklegast skáldsaga af hans hálfu. Hann má eiga að hann leikur þetta vel -- þetta er einungis valið hvort maður álítur hann fullkomlega óheiðarlegan eða fullkomið fífl. En hann þyrfti að sjálfsögðu að vera fullkomið fífl -- til að trúa eigin áróðri. Ég vel að líta ekki á hann sem fífl, er skilur einungis eftir hinn valkostinn.

Einar Björn Bjarnason, 29.11.2020 kl. 03:22

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

"Það skondna að löfræðingar Donalds Tump hurrfu frá viðfangsefninu" Næstum eins og þú túlkar það.hvað vitum við þegar andstæðingar ganga svo langt að sækja talningarellur út fyrir landið,þá munar ekki um að hota,margir verða felmstfullir við það.

Helga Kristjánsdóttir, 29.11.2020 kl. 09:43

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Helga Kristjánsdóttir, þetta var algerlega óskiljanlegt - hvernig hljómar þetta í ísl. þíðingu?
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.11.2020 kl. 16:00

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jósef Smári Ásmundsson, það getur verið rétt hjá þér - hinn bóginn meira að segja Trump, virðist nú hafa efasemdir að SCOTUS taki upp málið: . 

    • The problem is it’s hard to get into the Supreme Court,” he told Fox’s on Sunday. -- I've got the best . . . lawyers that want to argue the case, if it gets there, but they said, it’s very hard to get a case up there.

    --------
    Svo ólíklegt að Hæsti-réttur-Bandar. taki málið að sér, að Trump sér ástæðu að nefna það.
    Eins og kemur fram í beinni vísun að ofan í -- álit dómsins í Pennsylvaniu.
    Þá var Rudy einungis að -- beita fyrir sig, fáeinum hundruðum vafa-atkvæða, sem er einungis dropi í hafið sbr. v. bilið milli Bidens í því fylki og Trumps; þannig að það væri sannarlega fullkomlega absúrd -- að ógilda ca. 1,6millj. póstsend atkvæði. Það sé alveg klárt, að þau fáeinu vafaatkvæði eru í engu Trump til tjóns, þ.s. þau skipta engu máli fyrir niðurstöðuna -- það sé því enginn grievance sem hann getur bent á af þeirra völdum. Ekkert bendi til þess að sá mikli fj. atkvæða sem um er að ræða - hafi í nokkru verið ranglega talin, eða ranglega greidd með nokkrum hætti.
    --Það sé afar afar erfitt því að trúa því að Hæsti-réttur-Bandar. snerti yfir höfuð á þessu tiltekna máli.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 30.11.2020 kl. 01:02

    8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Má vera ypsilon í því?  --- já fyrirgefðu þetta fór án leiðréttinga og ég fann ekki pakkann allan.

    Helga Kristjánsdóttir, 30.11.2020 kl. 10:52

    9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

    Hér er yfirheyrzla í Arizona: https://www.youtube.com/watch?v=rri6flxaXww

    Hér er Project veritas með slatta af sönnunargögnum: https://www.youtube.com/c/veritasvisuals/videos

    Hér er PDF skjal með fleiri sönnunargögnum: https://defendingtherepublic.org/wp-content/uploads/2020/11/COMPLAINT-CJ-PEARSON-V.-KEMP-11.25.2020.pdf

    Það er ekki þverfótandi fyrir sönnunargögnum.  Það er miklu meira en þetta.  Þú þerft að skoða meira á internetinu en bara hjólhýsasíðuna maður.

    Þetta mál stefnir á hæstarétt.  Veit ekki hvað þeim dettur í hug að gera.  Kemur allt í ljós.

    Ásgrímur Hartmannsson, 30.11.2020 kl. 18:34

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Jan. 2025
    S M Þ M F F L
          1 2 3 4
    5 6 7 8 9 10 11
    12 13 14 15 16 17 18
    19 20 21 22 23 24 25
    26 27 28 29 30 31  

    Eldri færslur

    2025

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (20.1.): 10
    • Sl. sólarhring: 10
    • Sl. viku: 65
    • Frá upphafi: 859307

    Annað

    • Innlit í dag: 10
    • Innlit sl. viku: 57
    • Gestir í dag: 10
    • IP-tölur í dag: 10

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband