24.11.2020 | 17:59
Óhætt að segja mörgum hafi létt er Trump sagðist ekki lengur -- ætla hindra hefðbundið forsetaskipta-ferli í Washington!
Yfirlýsing Trumps kom skömmu eftir að ljóst var að -- yfirvöld í Michiganfylki höfðu staðfest kosninga-úrslit; þetta nánast algerlega lokar á möguleika Trumps til að hindra forseta-skipti: Michigan certifies Biden's win as Trump efforts to challenge election slip.
Þrátt fyrir þrýsting Trumps á Repúblikana sem sitja ásamt Demókratafulltrúum í kosninga-eftirliti Michigan -- kaus hvorugur Repúblikaninn gegn yfirlýsingu um gildar kosningar.
--Þetta er hvað hefur verið að gerast undanfarið, að þrátt fyrir þrýsting frá Trump, hafa kosninga-eftirlits-fulltrúar á vegum Repúbliknaa-flokks; staðfest úrslitin í fylki eftir fylki, ásamt fulltrúum Demókrata.
--A.m.k. einn kosninga-eftirlits-fulltrúi Repúblikana, kom fram í fjölmiðlum og mótmælti afskiptum Trumps á undanförnum dögum, sagði frá því að hann hefði verið beittur hótunum - jafnvel að þeim hafi verið beitt gegn fjölskyldu hans: Trump tries to drum out GOP election officials who wont play his games.
Twitter yfirlýsing Trumps!
--Hann útskýrir í engu ákvörðun sína, auðvitað ekki það -- að hún tengist ákvörðun fyrr sama kvölds í Michigan; þó enginn heilvita maður geti sennilega haldið því fram - að það sé tilviljun að Trump lýsi þessu yfir fáeinum klukkustundum síðar, sama kvöld.
- Hann greinilega virðist ætla að halda sig við - ósönnuðu kenningarnar um stolnar kosningar!
- Bendi á að hann hefur - tapað hverju einasta dómsmáli sem hefur fram að þessu komið til dóms, er hefur snúist um -- tilraunir til að ógilda kosningu í einstökum fylkjum.
--Eins og einn dómarinn sagði um daginn, þá væri það fullkomlega fráleitt að ógilda kosningar í fylki -- út á fullkomlega ósannaðar ásakanir!
Trump relents as administration begins Biden transition
Það virðist vaxandi mæli blasa við, að Trump hafi búið til -grievance- kenningu, mestu máli líklega skiptir að yfir 70% kjósenda hans trúir henni -- Trump þarf líklega í engu að sanna sína kenningu!
Þá meina ég, Trump-arar virðast mér yfirleitt ekki krefjast sannana af hendi Trumps.
--Kenning sé sönn, einfaldlega vegna þess að Trump fullyrði hana sanna!
Það skipti að virðist Trumpara engu.
--Hvað sérhver annar segir, eða hvort Trump tapi öllum dómsmálum.
Ég hef persónulega aldrei komið auga á nokkra skynsama ástæðu þess, að taka ásakanir í nokkru alvarlega!
--Mail-voting virðist mér ágætlega örugg aðferð, sennilega öruggari ef eitthvað er - en að mæta á kjörstað og greiða atkvæði í eigin persónu.
- Þegar menn mæta á kjörstað, sína þeir -- passa af einhverju tagi, eins og fólk veit er upp og ofan hve nýlegar þær myndir eru; þannig séð ef menn horfa til sannana um að viðkomandi sé sú persóna - sé ekki endilega öruggt að gamall passi mæti þannig kröfum.
- Þegar menn greiða atkvæði í gegnum - póst, fylgir alltaf undirskrift með. Slíkt er a.m.k. ekki minna öruggt en gamall passi -- líklega ívið öruggari er kemur að því að bera áreiðanleg kennsl á viðkomandi.
--Heyri stöðugt tönnslast á, menn geti greitt atkvæði með póstsendum kjörseðli, án þess að vera viðkomandi -- -- það sé afar afar ósennilegt að vera satt!
- Ég skora á fólk þá - að falsa undirskriftir einstaklinga sem það þekkir ekki, þeirra undirskrift það aldrei hefur séð.
--Slíkt er að sjálfsögðu ekki hægt.
M.ö.o. hefur mér virst gagnrýnin á - póstsend atkvæði, stærstum hluta -- absúrd.
--Hinn bóginn hafi pólit. tilgangur þeirrar gagnrýni, alltaf verið augljós!
- Þetta hafi m.ö.o. allan tímann, verið pólit. ásökun -- ekki á skynsemis-grunni.
Hvað ætlar Trump að gera við þessa -grievance- kenningu?
Mér virðist sennilegt, að tilgangur Trumps -- hafi einfaldlega verið sá, að sannfæra fjölmennan hóp -- gegn öllum skynsemis-rökum og samtímis án nokkurra sannana!
--Að kosningum hafi verið stolið.
Síðan ætli Trump hugsanlega, að halda -sögunni- lyfandi nk. 4 ár, í von um hugsanlegt endurkjör 2024; það þíði væntanlega einnig að Trump ætli sér líklega reglulega að standa fyrir uppákomum, til að viðhalda áhuga -- aðdáenda sinna!
- Mér virðist afar sennilegt, Trump ætli að tryggja sér áfram -- aðgengi að fé stuðningsmanna sinna, m.ö.o. hvetja þá til að halda áfram að gefa fé til -- Trump-campaign.
- Illar tungur sem ég hef heyrt, meira segja halda því á lofti -- fégræðgi sé eiginlegur tilgangur Trumps. Hann ætli sér að féfletta eigin stuðningsmenn.
- Meðan hann noti þá peninga til að greiða af skuldum - halda viðskipta-veldi gangandi.
--Það er ekki endilega ósennileg kenning. Þ.e. féfletting stuðningsmanna, til þess eins að útvega Trump -- það fé sem hann þurfi, til að halda sér fjárhagslega á floti.
- En skv. greiningu Financial Times nýlega, skuldar Trump heilt yfir um 1,5ma$.
- Á móti, fyrir COVID var virðist heildareigna metið ca. 3ma.$.
Hinn bóginn sé tekjustaða Trumps og fyrirtækja hans, léleg samanborið við skuldafarg.
Gróða hans af -- The Apprentice -- sé lokið, þannig að tekjur Trumps hafi verulega dregist saman, samtímis því að skuldir hans hafi verulega mikið vaxið.
--Það sé alls ekki útilokað, að Trump mundi nota fé sem stuðningsmenn gæfu honum, nk. kjörtímabil -- stórum hluta til að halda viðskiptaveldi gangandi. Og sér persónulega frá fjárhagslegri snöru -- en hann er persónulega ábyrgur fyrir a.m.k. 400millj.$.
- Þannig að það geti vel verið, að Trump með sögu-sögnum sínum, með því að sannfæra stuðningsmenn hann sé í einhvers konar Davíð vs. Golíat glímu við kerfi; er hafi nú stolið kosningunni.
--Sé einfaldlega að skapa sér aðstöðu til að misnota sér gjaf-vild stuðningsmanna sinna.
Mér finnst þessi skýring koma til greina!
Trump þarf þó sennilega að halda voninni um hugsanlegt nýtt framboð, lifandi eins lengi og hann getur -- jafnvel þó hann ætli sér það hugsanlega ekki!
En það gæti verið erfitt fyrir hann, að halda í fégjafmildi stuðningsmanna!
Ef hann væri ekki reglulega að viðhalda von þeirra um aðra framboðstilraun.
--Það þíðir auðvitað, hann mun þurfa að halda sér í fjölmiðlum -- því standa reglulega fyrir uppákomum!
Væntanlega mundi hann leitast við að halda því á lofti -- Biden sé einhvers konar Dr. Evil.
Gera sitt besta til að sannfæra Repúblikana um að vera sem óþægasta við hann!
--Kemur í ljós síðar hvort slíkar tilraunir munu virka hjá karlinum!
Niðurstaða
Það að forsetaskipti sannarlega fara fram undir lok jan. nk. Hefur án vafa róað fjölda fólks, sumt sem óttaðist alvarleg átök hugsanlega um forseta-embættið.
Hinn bóginn, virðist aðstaða Trump til að standa í slíku hafa fjarað hratt út sl. daga.
Honum hafi ekki tekist að fá nokkra þingdeild Repúblikana í fylkjum þ.s. þeir hafa meirihluta af þeim fylkjum er deilt hefur verið um úrslit.
--Til að taka þátt í að hugsanlega ógilda þær kosninganiðurstöður.
--Þar fyrir utan, hafa kosninga-eftirlitsmenn á vegum Repúblikana, ekki hindrað staðfestingu kosninganiðurstaðna fram til þessa.
M.ö.o. hafi ekki blasað við að Trump hefði þá stjórn á Repúblikanaflokknum á landsvísu, að hann hafi getað fengið Repúbliknana-þingleiðtoga viðkomandi fylkja, til að styðja ráðabrugg gegn kosninganiðurstöðunum.
Þegar þetta varð ljóst í fylki eftir fylki, runnu möguleikar Trumps til að hindra staðfestingu niðurstöðunnar -- hratt út á undanförnum dögum.
--Líklega lýsir Trump yfir því að hann hindri ekki lengur forsetaskipti, þar að hann eigi ekki valkost um annað lengur.
- Challenge hans gegn niðurstöðunni hafi mistekist.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 856029
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er að sjálfsögðu ekki í neinni aðstöðu til að vita hvort það voru framin kosningasvik eða ekki . Tíminn mun hugsanlega leiða það í ljós.
Það eina sem hægt er að ganga út frá er að Demokratar hafa staðið fyrir kosningasvikum ef það er hægt.
.
Það þarf ekki að koma á óvart þó að topp Republikanar styðji ekki Trump.
Þeir hafa aldrei gert það. Hann var ekki forseti flokkselítunnar heldur forseti kjósenda Republikana.
Topparnir í Republikanaflokknum hafa svo látið sem þeir styðjii hann til að fljóta inn á vinsældum hans en á bakvið tjöldin unnið honum það tjón sem þeir geta og ekki varið hann í nokkru máli.
Sem dæmi um þetta er svokallað Russiagate.
Republikunum var fyrir löngu fullljóst að Russiagate var alger uppspuni frá rótum en gerðu enga tilraun til að koma honum til bjargar.
Þetta kom berlega fram í lokuðum yfirheyrslum Bandaríska þingsins. Þingmenn Republikana þögðu þunnu hljóði um þetta
Það var ekki fyrr en þessi rógburður var algerlega fallinn að Republikanar tóku hikandi undir með Trump. Rétt hæfilega snemma til að kjósendur floksins mundu ekki senda þá út í kuldann.
Nú er hinsvegar komin upp ný staða .
Republikanar geta ekki lengur vanvirt kjósendur sína með því að láta sem þeir séu ekki til.
Trump hefur breytt því.
Trump fór fram með loforð sem hann stóð svo ekki við,en kjósendurnir eru komnir á bragðið.
Þeir munu halda áfram að krefjast að Republikanaflokkurinn haldi áfram á þeirri braut semm Trump talaði um.
Róðurinn gæti orðið erfiður fyrir Republikana ef þeir ætla að yfirgefa þá braut.
.
Nú fagna margir því að Biden er kominn til valda,margfaldur stríðsglæpamaður.
Og hann er byrjaður að raða í kringum sig mannskap sem hefur lofað að hefja aftur til vegs og virðingar stríðsrekstur Bandaríkjanna um allan heim.
Framundan er annað tímabil ofbeldis og hernaðar frá þessari þjóð.Ég skil ekki alveg af hverju mörgum finnst þetta svona eftirsókanrvert.
.
Hitt er svo annað mál hvort þeta gengur eftir hjá Biden.
Heimurinn er ekki lengu hlaðborð þar sem Bandaríkjamenn geta valið sér bandamenn og óvini að villd.
Það er til dæmis ekki einsýnt að Evrópubúar séu samþykkir áætlunum Bidens um að endurvekja Sýrlandsstríðið.
Það er til muna erfiðara fyrir Merkel og Makron í dag að réttlæta slíkt stríð með þeim flóttamannastraumi sem því fylgir.
Það er heldur ekki víst að Biden geti bara tekið upp símann og tilkynnt að nú séu Bandaríkjamenn og Íranir vinir.
Íranir eru farnir sína leið.
Ég fæ heldur ekki séð að áætlanir Bidens um að blása í glæður borgarastríðsins í Úkrainu njóti mikils stuðnings í Evrópu í dag.
Ég held að réttunum á hlaðborði Neokonanna hafi fækkað verulega síðan Biden gekk síðast um garða í Hvíta húsinu.
Borgþór Jónsson, 24.11.2020 kl. 23:53
"Það eina sem hægt er að ganga út frá er að Demokratar hafa staðið fyrir kosningasvikum ef það er hægt." -- Alveg klassískt hjá þér. Nefnir enga ástæðu né rök til stuðnings fullyrðingu þinnig. Hlægileg nálgun! "Republikunum var fyrir löngu fullljóst að Russiagate var alger uppspuni frá rótum en gerðu enga tilraun til að koma honum til bjargar." Það getur ekki nokkur vafi verið - Rússl. var með afskipti af þeim kosningum. Þ.s. ekki var unnt að sanna - að Trump framboðið sem slíkt, hafi verið með - samvinnu v. rússn. yfirvöld þar um -- en afskipti Rússl. eru hafin yfir allan vafa! "Þeir munu halda áfram að krefjast að Republikanaflokkurinn haldi áfram á þeirri braut semm Trump talaði um." Stefna Trumps er blind-gata, væri sjálfs-eyðileggjandi fyrir Bandar. -- Hinn bóginn þ.s. þú vilt í reynd Bandar. allt til hruns, því það mundi hjálpa Pútín, þá er ég ekki hissa, að þú styðjir sjálfseyðileggjandi fyrir Bandar. stefnu Trumps -- vonir að slíks sjálfseyðileggjandi stefna haldi áfram. Ef hinn bóginn, nokkur minnsta skynsemi rís innan Repúblikanaflokksins - sjá þeir eins og hershöfðinginn sem um tíma sat í ríkisstj. Trumps, að sú stefna -- sé í samræmi við hagsmuni óvina Bandar. - ekki Bandar. sjálfra. Þ.s. Biden stendur fyrir, er það að snúa til baka til stefnu, sem - betur standi með hagsmunum Bandar. og hagsmunum Vesturlanda sem heild. Að sjálfsögðu stendur PENTAGON - CIA -- stofnanir er hafa það hlutverk að verja Bandar, með slíkri stefnu-umpólun. "Þeir munu halda áfram að krefjast að Republikanaflokkurinn haldi áfram á þeirri braut semm Trump talaði um." Óttalegt bull er þetta -- Pútín aftur á móti hóf sinn feril með stríðsglæpum einmitt er hann drap sennilega meir en 100þ. Téténa, aíðan studdi hann Assad í því verki að leggja það land í rúst, og átti stóran þátt í drápum yfir 500þ. manns. Þú hefur alltaf varið stíðs-glæpi rússn. stjv. - þannig raus af þinnig hendir um glæpi annara, er eins ótrúverðugt og mögulegt getur verið. "Framundan er annað tímabil ofbeldis og hernaðar frá þessari þjóð.Ég skil ekki alveg af hverju mörgum finnst þetta svona eftirsókanrvert." Ég veit, þú óttast það að forseti Bandar. -- rétti Bandar. aftur við, eftir að Trump gerði sitt besta til að leggja þau í rúst. Þú veist að Rússl. stendur afar veikt nú - hefur hopað á þessu ári fyrir Erdogan í Líbýu og nú nýjast - í stríði nærri landamærum Rússl. -- þetta hop Pútíns er afar áhugaverður atburður. Fyrst að Pútín hefur ekki roð við Erdogan nú -- hefur hann var roð við Biden, er Bandar. aftur fá -- skynsaman landstjórnanda er lætur ekki önnur lönd vaða yfir Bandar. að vild -- eins og Trump ítrekað lét gerast. Röfl um stríð er fullkomlega hlægilegt eins og margir þeirra brandarar sem þú hefur áður viðhaft hér. "Það er til dæmis ekki einsýnt að Evrópubúar séu samþykkir áætlunum Bidens um að endurvekja Sýrlandsstríðið." Óttalegt bull er þetta, hann ætlar að endurreisa Írans-samkomulagið, þvert á móti stefnir að -- friði við Íran. Meðan það var Trump, er fyldi stefnu-mörkun afar fjandsamleg Íran. "Það er til muna erfiðara fyrir Merkel og Makron í dag að réttlæta slíkt stríð með þeim flóttamannastraumi sem því fylgir." Þú ert í algeru rugli, Biden ætlar að gera Mið-Austurlönd friðsamlegri, meðan að stefna Trumps stöðugt ógnaði friði þar. "Það er heldur ekki víst að Biden geti bara tekið upp símann og tilkynnt að nú séu Bandaríkjamenn og Íranir vinir.
Íranir eru farnir sína leið." Það áhugaverða, að Íran og Bandar. mundu margt geta grætt af samvinnu -- þ.e. líklega þinn ótti, að Rússl. tapi enn eina ferðina. "Ég fæ heldur ekki séð að áætlanir Bidens um að blása í glæður borgarastríðsins í Úkrainu njóti mikils stuðnings í Evrópu í dag." Auðvitað, eftir að Pútín hefur farið halloka fyrir Erdogan - trekk í trekk þetta ár, þá auðvitað mundi hann ekki ráða við það, að augljóslega munu Bandar. nú -- efla stuðning við Úkraínu, alls ekki endilega ósennilegt að Úkraína þá hrindi af höndum sér -- langvarandi hernámi Rússl. á svæðum í A-Úkraínu. Fyrst að Pútín hefur hrakist skref eftir skref fyrir Erdogan, er slík útkoma ekki ósennileg. Ótti þinn yfir stöðu Rússl. -- er bersýnilegur. "Ég held að réttunum á hlaðborði Neokonanna hafi fækkað verulega síðan Biden gekk síðast um garða í Hvíta húsinu." Meira bull.
------------
Ég ég get vel séð það fyrir mér - að Úkraína nái aftur vopnum sínum, og geti loksins hrakið árás Rússl. á brott. Hvernig Rússl. á þessu ári hefur hrakist undan -- Tyrklandi, nú síðast í Kákasus; sýnir að þ.e. einhver alvarlegur veikleiki upp risinn -- í Rússaríki.
--Kannski hrynur það einfaldlega aftur brátt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.11.2020 kl. 00:24
Það er nú ekki beinlínis hægt að segja að Rússar hafi hrakist undan Tyrkjum í Kákasus.
Ég vill benda á að það er Rússneski herinn en ekki sá Tyrkneski sem er í Nagarno Karabak.
Þeir voru ekki þar áður.
Erdogan blés sig allan út að venju og ætlaði með her inn á svæðið.
Svarið frá Moskvu var stutt og laggott Njet og þar við sat.
Það eru engir Tyrkneskir hermenn inn á svæðinu.
Nú eiga bæði Aserbajan og Armenia allt sitt undir Rússum.
Rússar hafa styrkt stöðu sína verulega á svæðinu með því að senda sérsveitir á vegum Rússneska flughersins inn á svæðið.
Það sem veldur Erdogan enn frekari ógleði er að Rússar hafa sjálfdæmi um hvaða hergögn þeir senda inn á svæðið.
Næsti leikur Erdogans verður væntanlega að reyna að láta hryðjuverkamennina sem hann flutti þangað efna til ófriðar.
Aserbadjan á hinsvegar engann annan leik í þeirri stöðu en að lofa Rússum að uppræta þá.
.
Annað sem þú ert væntanlega að vitna till er Idlib.
Ég verð að játa að mér var fyrirmunað að skilja af hverju Putin leyfði Erdogan að sanka saman hryðjuverkaliðinu þar.
Var hann orðinn eitthvað verri.?
Eins og við munum hljóðaði samningurinn upp á að Erdogan fengi tíma til að sigta hófsama hryðjuverkamenn frá hinum óhófsömu.
Gallinn er auðvitað sá að það eru engir hófsamir hryðjuverkamenn til.
Allir hryðjuverkamenn eru óhófsamir.
Erdogan sendi því herinn inn og setti upp svokallaðar eftirlitsstöðvar til að verja hryðjuverkamennina.
Þegar Putin fannst eðlilegur tími liðinn hófst hann handa ásamt Sýrlenska hernum, við að hreinsa Idlib.
Nú er staðan sú að hryðjuverkaliðið hefst við á tiltölulega lítilli ræmu við Tyrknesku landamæriin og megnið af "eftirlitsstöðvum" Erdogans standa nú á svæðum sem eru undir stjórn Sýrlenska hersins,Erdogan til einskis gagns en mikils kostnaðar..
.
Putin er maður friðarins og hann reynir alltaf að leysa mál án þess að lenda í átökum.
Lendi hann hinsvegar í átökum fylgir hann því eftir af mikill festu
Þetta er ekki veikleiki eins og þú virðist halda heldur merki um að hann hefur fulla stjórn á atburðarásinni.
Markmið Putins var ekki að troða illsakir við Tyrki ,heldur að losna við hryðjuverkamenn frá Sýrlandi.
Það er um það bil að takast.
Þegar Biden tekur við og ætlar að fara að starta Sýrlandssríðinu aftur, er eins víst að það verði engir hryðjuverkamenn á vegum Bandaríkjanna í Sýrlandi
:
.
Þeir sem meta ástand mála eftir því hver belgir sig mest út í sjónvarpinu fara villur vegar. Þeir vita ekki einu sinn að þeir eru að tapa.
.
Stríðið gegn hryðjuverkamönnum í Sýrlandi hefur verið Rússum mjög gjöfult á margann hátt.
Fyrir það fyrsta hefur þeim tekist að uppræta marga hryðjuverkahópa sem hafa herjað á Rússland ,auk þess að afla sér mikill upplýsinga að auki.
Í annan stað hafa þeir minnt rækilega á sig á alþjóðavettvangi og öllum er nú ljóst að það er nauðsinlegt að taka tillit til þeirra.
Að auki var þetta tilvalið tækifæri til þróunar vopna.
.
Ég er enginn talsmaður þess að eyða Bandaríkjunum,heldur þessu ofbeldisfulla heimsveldi.
Bandaríkin eiga góða möguleika á að bjóða þegnum sínum góð lífskjör,einkanlega ef þau hætta að eyða trilljón dollara í ofbeldi á hverju ári og fara að huga að sínu fólkiVarnarþörf Bandaríkjanna er ca 70 milljarðar á ári en ekki 1000 milljarðar.
Mismunurinn er einungis til að halda úti stríðsglæpum og kúgun um allan heim svo elíta landsins geti sankað til sín auði annarra landa.
Almenningur þar borgar svo brúsann.
Borgþór Jónsson, 25.11.2020 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning