9.11.2020 | 18:31
Tilkynning um bóluefni gegn COVID-19 er virðist raunverulega virka hefur aukið bjartsýni!
Skal viðurkenna að ég veit ekki mikið um þetta nýja bóluefni! Skv. tilkynningu hins bandaríska Pfizer hins þýska BioNTech -- er hið sameiginlega bóluefni fyrirtækjanna metið a.m.k 90% skilvirkt:
PFIZER AND BIONTECH ANNOUNCE VACCINE CANDIDATE AGAINST COVID-19.
"Study enrolled 43,538 participant and 94 caught Covid ...so very effectiv"
--Jafnvel þó hugsanlega helmingur hafi verið á placebo.
Skv. tilkynningu hafi ekki greinst nokkrar alvarlegar aukaverkanir.
- Þátt-takendur í hluta 3ja. stigs prófi sem sé lokið, yfir 40þ.
Við lestur fréttar um málið, virðist ljóst að tæknin sem notuð var við þróun efnisins er í eigu þýska fyrirtækisins, er hafi séð stærstum hluta um þróun þess.
--Hinn bóginn, tryggi Pfizer aðgengi að fjármagni frá bandaríska ríkinu, til þess að markaðssetja efnið í Bandar. og til að flýta fyrir framleiðslu efnisins: U.S. Government Engages Pfizer to Produce Millions of Doses of COVID-19 Vaccine. Skv. samningnum hafi bandar. ríkið fyrirfram keypt - 100 milljón skammta, eftir náttúrulega þeir hafa verið framleiddir, og náttúrulega ef og þegar efnið sem bandar. fyrirtækið lofaði sannarlega standist kröfur.
- Þróun bóluefnisins hafi samt ekki verið hluti af svokallaðri - warpspeed áætlun!
Enda efnið þróað af þýska fyrirtækinu - ekki hinu bandaríska.
--Bandar. hafi keypt sér aðgengi að því, með því að aðstoða við markaðssetningu þess, leggja til þess fjármagn - tryggja aðgengi að fjármögnun frá bandar. ríkinu.
--Þýska fyrirtækið hafi hafið þróun efnisins, áður en Trump hratt af stað - Warpspeed verkefninu, ekki notið þar um fjármagns frá bandar. ríkinu.
Viðbrögð heims-markaða voru að hækka víða um heim, sem virðist sýna að aðilar telja tilkynningu fyrirtækjanna -- hafa trúverðugleika:
Covid vaccine breakthrough fuels broad global equity rally.
Eitt áhugavert atriði: efnið þarf að varðveitast við -80°C.
--Unnt þó að varðveita í viku í kæli, eftir að tekið úr djúpfrysti.
Annað áhugavert, 2 skammta þurfi af efninu með 2ja vikna millibili.
- Sem þíðir, að í undirbúningi þess að nota efnið!
- Þarf að tryggja nægan fjölda af -- djúpfrystum.
--Sem væntanlega þíðir, að fyrirtæki er framleiða slík tæki.
Eiga eftir að sjá mikið um pantanir á þeirra framleiðslu á nk. misserum.
Tek undir orð Joe Bidens, réttkjörins nýs forseta Bandaríkjanna!
What we know and dont about Pfizers promising vaccine results
Biden touts vaccine developments, but warns end of pandemic battle still months away
Það að komið sé fram bóluefni - sem flestum líkindum raunverulega virkar!
--Séu frábærar fréttir!
Hinn bóginn sé ekki kálið sopið þó í ausuna sé komið.
--Enn eigi eftir að hefja fjölda-framleiðslu bóluefnisins.
Það muni taka tíma að framleiða það óskaplega magn sem ríki heims munu kalla eftir!
- Það sem mig grunar að megi segja, að líklega verði bóluefni komið í almenna dreifingu fyrir lok nk. árs -- það megi a.m.k. staðhæfa sem 100% öruggt.
- Hugsanlega verður bóluefni gegn COVID komið í einhverja takmarkaða dreifingu fyrr.
--En líklega ekki almenna, mikið fyrr en seint á nk. ári.
Það sé því ekki alveg svo - að aðgerðir ætlað að verjast frekari dreifingu sjúkdómsins verði strax úreltar eða óþarfar -- fólk getur enn látist í fjölda, áður en dreifing hefst í stórum stíl!
--Ég hugsa að það væri virkilega sorglegt, ef menn missa alveg stjórn á útbreiðslu veirunnar, rétt áður en dreifing bóluefnis getur hafist.
- Það virkar einhvern veginn á mann, jafnvel enn sorglegra, að fj. fólks látist -- því menn tapa sér, þegar efni er komið fram sem getur stöðvað sjúkdóminn.
--En ekki enn unnt að dreifa því til almennings, því enn eigi eftir að hefja stórfellda framleiðslu þess. - Ég mundi kalla þetta -- ljós í myrkrinu, glampa í endanum á göngunum!
--Það sé mikilvægt að vita, að baráttan muni taka enda.
Hinn bóginn einnig, að of snemmt er enn -- að hætta henni.
--Þetta ætti að peppa upp móral almennings, að vita að innan nk. 12-18 mánaða, ætti að vera komin af stað viðtæk dreifing bóluefnis er virkar.
Niðurstaða
Það að ljósið við endann á COVID-göngunum sé sennilega komið fram, ætti að auka bjartsýni flestra. Með tilkomu bóluefnis er sennilega raunverulega virkar, þá ættu flestir að sjá að baráttan um það að -- verjast sjúkdómnum, er líklega ekki til einskis.
Mig gunar að þreita sé komin í marga, en allt í einu með þá vitneskju að þetta muni taka enda -- grunar mig að þreitan minnki og aukin bjartsýni vaxi.
--Nú sé málið einungis það, að halda út þangað til að bóluefni sem virkar fer í almenna dreifingu.
Enn sé ekki ástæða til að slaka á í baráttuni við kófið, enda getur það enn farið svo að fjöldi fólks láti lífið -- af óþörfu. Ekki sé unnt að dreifa efninu strax.
--En almenn dreifing bóluefnis er virkar, sé nú einungis spurning um tíma.
Líklega ekki meir en 12-18 mánuði.
- Ég hef heyrt ummæli á netinu, að Donald Trump hafi haft rétt fyrir sér -- málið er að Trump hafði rangt fyrir sér; en hann gaf í skyn að bóluefni gæti farið í dreifingu fyrir árslok -- slíkur tímarammi virðist enn ósennilegur.
--En innan ramma nk. árs virðist hægt að segja með ágætu öryggi.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:37 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 856029
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Pant ekki vera tilraunadýr í stærstu vísindatilraun sögunnar á mannfólki.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.11.2020 kl. 19:28
Guðmundur Ásgeirsson, ég skal vera einn þeirra fyrstu til að nota efnið -- annars er þessi hugsun fremur kjánaleg virðist mér, hvert einasta barn fái nokkrar sprautur hérlendis á fyrstu mánuðum síns lífs - þ.e. við þeim gömlu sjúkdómum er áður fyrr drápu fullt af börnum. Það sé því miður á netinu alltof mikið af umræðu -- er mikli fyrir sér smávægilegar auka-verkanir; þess í stað velji að taka í háu margfeldi stærri áhættu, að fá sjúkdóma er geta haft alvarlegar persónulegar afleiðingar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.11.2020 kl. 19:34
Sjáum til hvort fleiri deyja af veirunni eða hraðsoðnu bóluefni án langtímaprófana. Sjáum líka til hvort í fyrsta skipti í sögunni tekst það sem öll fyrri ár hefur verið sagt ógerlegt, að þróa bóluefni við kórónuveirum. Ef það reynist "allt í einu" gerlegt núna þá skuldar lyfjaiðnaðurinn okkur afsökunarbeiðni fyrir að hafa logið að okkur áratugum saman, og skaðabætur.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.11.2020 kl. 19:44
Guðmundur Ásgeirsson, óskapleg raus er þetta - búið að prófa efnið á yfir 40þ. manns - það gefur afar háan öryggis-stuðul. Það eru engin rök fyrir - lang-tíma-prófunum, þ.s. efnið er einungis notað 2-svar per persónu á ævinni. Látum okkur sjá -- kem ekki auga á af hverju lyfja-iðnaðurinn hefði átt að hafa þróað lyf gegn kvefi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.11.2020 kl. 21:12
Guðmundur Ásgeirsson, reiknaði að gamni dánarlíkur í ljósi fj. þeirra er taka þátt í prófun -- ef maður notað 1/44.000 líkur á fólkfj. Bandar. þá fæst ca. 8.000. Látnir í Bandar. af kófinu í dag eru kringum 220þ. Greinilega er kófið í háu margfeldi hættulegra en nokkrar mögulegar líkur eru á að -- bóluefnið sé. Þú ættir að prófa að kynna Þér líkindareikning.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.11.2020 kl. 21:24
Þótt mér hafi fundizt Donald Trump merkilegur skörungur að mörgu leyti og margt gott gert á hans forsetaferli þá vona ég að Biden taki fastar á málunum í þessum veirumálum eins og hann hefur lofað.
Við vitum að margt sem Trump hefur sagt er bara bull, en hann er jarðýta til margra verka. Ég tel mig mögulega hafa fengið pestina í vor í fyrstu bylgjunni, þannig að ég hef ekki áhuga á þessu mótefni. Engu að síður er þetta nauðsynlegt til að koma hagkerfinu í gang, en ég tek undir tortryggni manna, því sögurnar um Bill Gates og allskonar gróðabrask og jafnvel útrýmingarherferð af hans hálfu voru komnar af stað jafnvel áður en heimsfaraldurinn fór af stað í Kína undir lok síðasta árs.
Það er vísindalegra að hafa alla möguleika opna, jafnvel samsæriskenningar, en vera auðvitað ekki 100% viss um þær heldur.
Tek undir það að bjartsýni er þörf á þessum erfiðu tímum, en gætilega þarf að fara í þessum málum, og það vekur grunsemdir að hægt sé að þróa bóluefni svona snemma.
Ingólfur Sigurðsson, 9.11.2020 kl. 21:29
Ég er alveg sammála Guðmundi. Ég var einmitt að nefna þetta áðan við læknaprófessor sem ég þekki, hvort það væri óþarfa áhættufælni að vera ragur við að láta sprauta sig með þessu, og hann sagði að það væri alls ekki óþarfa áhættufælni. Rannsóknin sem nú væri að fara í gang myndi taka tvö ár. Að því loknu ætti að vera orðið nokkuð ljóst varðandi aukaverkanir.
Þessi gerð bóluefnis virkar þannig að efnið fær frumur líkamans til að framleiða samskonar prótín og eru í veirunni. Slíkt bóluefni hefur aldrei áður verið notað á fólk, eina þekkta bóluefnið af þessum toga er bóluefni gegn hundaæði sem notað er fyrir hunda. Það getur vel verið að þessi nýja tækni sé það sem koma skal, en, samt sem áður ætla ég ekki að gerast tilraunadýr. Enda engin ástæða til. Dánarlíkur mínar af þessum sjúkdómi eru svo litlar að ég tek minni áhættu með því að taka sénsinn á að smitast hugsanlega en með því að láta bólusetja mig áður en efnið hefur verið fullprófað. Nýjung af þessu tagi fylgja ýmsir ófyrirsjáanlegir áhættuþættir
Það breytir ekki því að við hljótum að vona að það virki vel og hjálpi sem fyrst til við að ná ónæmi gagnvart veirunni. 90% virkni skiptir miklu þegar að því kemur.
Þorsteinn Siglaugsson, 9.11.2020 kl. 23:32
13.10.2020:
"Ríkisstjórn Íslands ákvað í sumar að kaupa bóluefni gegn farsóttinni á grundvelli samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur.
Gert er ráð fyrir að Ísland þurfi 550 þúsund skammta af bóluefni.
Miðað er við að bólusetja um 75% þjóðarinnar til að ná fullnægjandi hjarðónæmi og að hver einstaklingur verði bólusettur tvisvar."
Þorsteinn Briem, 9.11.2020 kl. 23:45
Ingólfur Sigurðsson, þ.e. ekki minnsta ástæða að taka nokkuð hið minnsta mark á samsæriskenningum tengdum Gates og viðleitni hans og eiginkonu til að fjármagna bóluefni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.11.2020 kl. 23:48
Þorsteinn Siglaugsson, mín skoðun er sú - það eigi skilirðislaust skilda fólk til að taka bóluefnið og sekta fólk dagsektum tilfinnanlegum upphæðum - er neita að taka það. Þ.e. mín skoðun og álít ég slíka aðferð fyllsta lagi sanngjarna - hafandi í huga viðvarandi efnahagslega skaðlega tilvist sjúkdómsins ef honum er ekki snarlega útrýmt og stöðuga hættu á tilfinnanlegu tjóni á lífi og limum - þó Ísl. hafi sloppið með lága dánartölu er hún í sumum löndum t.d. Bandar. mun hærri -- þar fyrir utan er stöðug hætta á stökk-breytingum meðan veiran er svo gríðarlega útbreidd í fólki, m.ö.o. því útbreiddari hún er því rökrétt er sú tíðni hærri, þ.s. ómögulegt er að segja til - með hvaða hætti fyrirfram hún gæti breyst - hún gæti orðið minna hættuleg, eða meira hættuleg; eða sýkt alla aftur er áður sýktust. Þá sé það algerlega út í hött skv. mínu mati, að heimila fólki þann valkost yfir höfuð, að segja -- Nei. Ég álít það ekki ósanngyrni eins og ég benti á, það sé fyllsta lagi þrönsýn eigin-gyrni er ráði að mínu mati för þeirra er hafna því að taka efnið. Áhættan af því að taka það sé greinilega afar afar lítil -- þ.s. engin varasöm áhættu-atriði hafa leiðst fram með því að prófa yfir 40þ. er greinilega hættan á varasömum auka-verkunum smærri en 1/40.000. Því algerlega klárlega ástæðulaust fyrir nokkurn -- að hafna því að taka efnið. Samtímis sé það fyrir samfélagið, gríðarlegt hagsmunamál að losna við þennan sjúkdóm sem fyrst.
Kv.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.11.2020 kl. 23:56
Þú veist nákvæmlega ekkert um áhættuna Einar Björn. Og það að ætla að skylda fólk til að láta sprauta sig með óprófuðu bóluefni er einfaldlega fáránlegt. Engin stjórnvöld í neinu lýðræðisríki myndu láta sér detta slíkt í hug. Aukaverkanir bóluefna geta verið mörg ár að koma fram. Sjaldan séð menn halda fram annarri eins dellu.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.11.2020 kl. 00:03
Einungis þarf að bólusetja um 75% Íslendinga gegn Covid-19 til að ná fullnægjandi hjarðónæmi, þannig að Sjálfstæðisflokkurinn getur sleppt því að láta bólusetja sig ef flokkurinn er hræddur um að verða vinstri grænn við bólusetninguna.
Þorsteinn Briem, 10.11.2020 kl. 00:36
Einar Björn Bjarnason Þú hefur heyrt að vald spilli og að algert vald spilli algjörlega? Bill Gates hefur verið ríkasti maður heims flest árin frá 1995 til 2017 á hinum viðurkennda Forbes lista. Hvað gera menn við þennan óhemjumikla auð? Sumt láta menn uppi og öðru halda þeir leyndu, sennilega. Hann er þekktur fyrir veirusæknar Windows tölvur og mannúðarmál.
Sem einn ríkasti maður heims er hann tengdur ættunum sem samtímis seldu Þýzkalandi og bandamönnum vopn í seinna stríði. Hann þekkir klækina, annað getur ekki verið. Samsæriskenningar um ríka menn eru bæði til hjá vinstrimönnum og hægrimönnum.
Það er staðreynd að Bill Gates hefur viðrað hugmyndir um að mannfjöldi á jörðinni sé of mikill. Hann frekar en flestir aðrir er fær um að gera eitthvað í því, í gegnum "Bill & Melinda Gates Foundation".
Það væri tilgangslaust að vera svona ríkur ef maður nýtti sér ekki möguleikana sem í því felast. Hann myndi aldrei segja það upphátt eða viðurkenna hvað hann gæti verið að bralla skuggalegt. Enda hefur hann her lögfræðinga til að sjá til þess að honum sé ekki ógnað eða fyrirtækjum hans. Það er barnalegt annað en að taka þann möguleika með í reikninginn hvað er mögulegt fyrir allan þennan auð.
Opinberlega er markmiðið hjá stofnun Bill og Melindu að útrýma fátækt, auka menntun og efla heilsugæzlu á heimsvísu. Falleg markmið, en það segir sig sjálft að ríkasti maður heims, sem telur sig bera ábyrgð á mannkyninu að einhverju leyti og er með svona messíasarduld setur sig í hlutverk guðs að einhverju leyti.
Opinberlega hefur það verið hrakið að Bill Gates hafi einkaleyfi á kórónuvírusum, eða Pirbright stofnunin hans, það er að segja Reuters hefur birt þá frétt að það hafi verið hrakið. Það eitt og sér er nægilega grunsamlegt að slík fréttastofa þurfi að gera út slíka yfirlýsingu.
Thomson Reuters stofnunin sjálf er fjöltengd inní allskyns valdakerfi og fréttakerfi, og hjálparstofnanir. Mikið hefur verið fjallað um Huawei fyrirtækið, en þessi samþjöppun er líka í fjölþjóðlegum fyrirtækjum á vesturlöndum.
Í þessu máli er ég alveg sammála Þorsteini Siglaugssyni, og tek það ekki í mál að skylda eigi fólk í bólusetningu. Slíkar hugmyndir sýna og sanna bezt hversu satt það er að stutt er í fasismann víða.
Ingólfur Sigurðsson, 10.11.2020 kl. 01:55
Meginatriðið, alveg eins og varðandi aðrar bólusetningar, er að þeir sem eru í raunverulegri hættu séu bólusettir. Ef um væri að ræða "venjulegt" bóluefni, eins og notuð eru við inflúensu, væri sjálfsagt fyrir alla að láta bólusetja sig, og eflaust myndu flestallir gera það.
En þar sem hér er um að ræða alveg nýja gerð bóluefnis, og langtímaafleiðingar eru enn ekki þekktar, verður fólk að vega áhættuna af covid á móti áhættunni af bóluefninu, í það minnsta þar til komið er í ljós hverjar aukaverkanirnar eru. Fyrir langflest fólk undir fimmtugu er líklega skynsamlegra að sleppa bólusetningunni í bili.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.11.2020 kl. 09:13
14.9.2020:
"Níu af hverjum tíu landsmönnum myndi örugglega eða líklega þiggja bólusetningu vegna COVID-19 þegar hún stendur til boða. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
Sex prósent sögðust ekki eða líklega ekki myndu þiggja bólusetningu. Fjögur prósent taka ekki afstöðu."
"Að því er fram kemur í Þjóðarpúlsi Gallup segjast um 75% í 27 löndum í nýlegum könnunum myndu þiggja bólusetningu."
Níutíu prósent Íslendinga myndu örugglega eða líklega þiggja bólusetningu gegn Covid-19
Þorsteinn Briem, 10.11.2020 kl. 11:15
Já, og? Hvað segir þetta okkur? Það segir okkur að fólk hugsar ekki áður en það tekur ákvarðanir. That's all!
Þorsteinn Siglaugsson, 10.11.2020 kl. 11:59
Veit ekki nema þið séuð að snúa þessu öfugt. Ef viðkvæmir eru í lífshættu vegna vírussins sjálfs eru þeir þá ekki líka í hættu vegna bólusetningar?
Væri ekki nær að bólusetja fyrst þá hraustu sem líklegastir eru til þess að dreifa smiti?
Kolbrún Hilmars, 10.11.2020 kl. 12:51
Meginatriðið er að efnið sé prófað almennilega áður en byrjað er að nota það. En því er væntanlega ekki að heilsa að það verði gert.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.11.2020 kl. 13:37
"Mótefnin sjálf valda litlum einkennum en vekja upp vörn í líkamanum sem kemur í veg fyrir eða dregur úr líkum á að fólk veikist af sjúkdóminum sem bólusett er gegn."
Hvenær var fyrsta bóluefnið fundið upp og hvað er bóluefni? - Vísindavefurinn
Upplýst umræða um Covid-19 - Vísindavefurinn
Þorsteinn Briem, 10.11.2020 kl. 13:41
Sennilega ekki því pressan á bóluefni er mikil, Þorsteinn. Væntanlega eru svo aðeins hraustir sjálfboðaliðar valdir.
Kolbrún Hilmars, 10.11.2020 kl. 13:45
9.11.2020 (í gær):
"Vaccine candidate was found to be more than 90% effective in preventing COVID-19 in participants without evidence of prior SARS-CoV-2 infection in the first interim efficacy analysis."
"Study enrolled 43,538 participants, with 42% having diverse backgrounds, and no serious safety concerns have been observed."
Pfizer and BioNTech Announce Vaccine Candidate Against COVID-19 Achieved Success
"Þróun bóluefnisins er samvinnuverkefni Pfizer og BioNTech í Þýskalandi. Niðurstöðurnar sem kynntar voru í dag gefa til kynna að um 90% árangur náist í að koma í veg fyrir COVID-19 hjá þeim sjálfboðaliðum sem hafa tekið bóluefnið í tilraunaskyni undanfarnar vikur.
Sé sú reyndin er það umtalsverð vörn sem jafnast á við þær bólusetningar sem skólabörn undirgangast um allan heim til að forðast algenga smitsjúkdóma.
Pfizer hyggst nú sækja um neyðarleyfi til fjöldaframleiðslu bóluefnisins samþykki sérfræðingar bandaríska lyfjaeftirlitsins niðurstöðurnar og er talið að hægt verði að bólsetja 15-20 milljónir manna fyrir áramót ef allt gengur eftir."
Stór dagur fyrir vísindin og mannkynið segir forstjóri Pfizer
15.10.2020:
Tíu bóluefni gegn Covid-19 á lokastigi prófana
Þorsteinn Briem, 10.11.2020 kl. 15:10
Einar er of fljótur að stinga upp á hörðum refsingum. Frekar en að slaka bara á og leyfa fólki að meðtaka fréttirnar og komast sjálft að niðurstöðu er það skoðun Einars sem veit ekki mikið um nýja bóluefnið að refsingar séu sanngjarnar.
Það er bara fantar sem láta sér það til hugar koma að refsa fólki á fyrsta degi kynningar. Er ekki nóg að sannfæra fólk með rökum?
Benedikt Halldórsson, 10.11.2020 kl. 17:07
Úr frétt CNBC 22júlí 2020.
President Donald Trump called the federal government’s $1.95 billion deal with Pfizer and biotech firm BioNTech “a historic agreement” that will help the country distribute a coronavirus vaccine in record-breaking time.
https://www.cnbc.com/2020/07/22/trump-applauds-government-contract-with-pfizer-and-biontech-says-he-thinks-vaccine-is-a-winner.html
Guðmundur Jónsson, 11.11.2020 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning