Ný könnun Financial-Times sýnir almenning í Bandaríkjunum vaxandi mæli ósammála viðhorfum sem Trump heldur á lofti í sinni kosningabaráttu!

Financial-Times birti könnun sem er gerð í félagi við Peter G Peterson Foundation, sú könnun sýnir að þau viðhorf Trump heldur á lofti varðandi sennilega þróun efnahags Bandaríkjanna á næstunni, og margvíslegt annað - svo sem líklega þróun kófsins; og mat Bandaríkjamann á því hvort Trump sé betri vs. verri fyrir efnahagshorfur nk. árs njóta minnkandi álits.
--Það eru auðvitað slæmar fréttir fyrir Trump.
Að Bandaríkjamenn séu í minnkandi mæli, sammála Trump eða því Trump heldur fram!

  1. Hvort er Trump - að bæta efnahaginn, eða gera hann verri!
    46% telja nú hann hafi heilt yfir gert hann verri.
    44% að hann hafi heilt yfir gert hann betri.

    Þetta getur bent til þess, Trump sé að missa það forskot hann hafði, er fólst í því, að meirihluti Bandaríkjamanna - hefur trúað því að Trump sé sterkur fyrir efnahaginn.
    **Ef sú tiltrú er að snúast við, þá væntanlega hefur hann minna fylgi að sækja, út á yfirlýsingar -- kjósið mig, því ég er svo góður fyrir efnahaginn.
    En það er einmitt hvað hefur sjálfur talið sinn mesta styrk.

  2. Einungis 32% segjast hafa það betra fjárhagslega en áður en Trump varð forseti.
    Lægsta talan sem regluleg könnun FT og Peterson Foundation hefur mælt sl. 12 mánuði.
    36% segjast meta að staða sín sé svipuð eða sú sama og áður.

  3. Einungis 31% aðspurðra, var sammála því að hagkerfið mundi rétta við sig á innan við ári. Sem einnig er minnsti stuðningur við þá fullyrðingu síðan FT og Peterson hófu reglulegar mælingar fyrir 12 mánuðum.
    69% töldu að hagkerfið tæki a.m.k. ár eða lengur að rétta við sér.
    Bandaríkjamenn eru sem sagt að verða -- skeptískari á hraða uppsveiflu.
    **En Trump heldur enn áfram að lofa, mjög hröðum hagvexti á nk. ári.
    **Skv. því, trúa færri þeim loforðum Trumps.
    Þar af væntanlega á hann erfiðara en áður með að fá kjósendur inn á sitt band út á þau loforð.

  4. Athygli vekur, 26% töldu heilbrigðis-kostnað mestu ógnina við hagvöxt.
    Meðan að 28%, töldu alþjóða kreppu mestu ógnina.
    --Þetta lísir sennilega vaxandi áhyggjum almennings, um það að lenda í kostnaði vegna veikinda.

  5. 20% Bandaríkjamanna telja það muni hratt draga úr kófinu yfir nk. mánuð.
    Trump hefur ítrekað sl. daga sagt á kosninga-fundum, einnig í frétta-viðtölum.
    Að Bandaríkin séu við toppin á kófinu - það fari fljótt að draga úr því.
    **Þar fyrir utan, lofar hann trekk í trekk, að lyf séu rétt við hornið.
    **Það er því áhugavert, hversu skeptískir Bandaríkjamenn eru orðnir.
    Reynd er ég hissa - þ.s. Trump hefur enn 42% mælt fylgi heilt yfir í könnunum, þannig að ég bjóst við að ca. sami fj. mundi taka undir fullyrðingar Trumps um kófið.
    --En greinilega eru þá ca. helmingur líklegra kjósenda Trumps, sjálfir farnir að vera skeptískir um þróun þess.

  6. 65% telja að - social distancing - og aðrar takmarkanir ættu að standa yfir nk. 3 mánuði.
    Eru þar með ákveðið ósammála yfirlýsingum Trumps - að láta ekki kófið stjórna lífi sínu, og ákalli Trumps sl. 2-vikur að, opna hagkerfið sem snarlegast.
    **Þarna eru viðhorf Trump greinilega komin -- á skjön við vilja meirihluta almennings.


  7. 61% svarenda sögðust: Annaðhvort ætla að mæta á kjörstað fyrir kjördag/eða póstleggja atkvæði sitt!
    --Þegar hafa 29 milljón Bandaríkjamanna greitt atkvæði sitt, skv. kosninga-yfirvöldum.
    39% einungis -- sögðust ætla að kjósa í eigin persónu 3. nóv. nk.
    **Áhugavert að svo stór meirihluti kjósenda, ætli ekki að mæta í eigin persónu á kjörstað þann 3. nóv. nk. -- heldur kjósa með öðrum hætti.

US voters turn against Donald Trump’s economic policies

Könnunin var unnin dagana 8. - 11. nóv.
Ónákvæmni áætluð 3%.
Þátttakendur 1000.

Niðurstaða

Mjög forvitnilegt, könnunin er gerð eftir fyrsta einvígi Trumps og Biden, og þess fyrir utan eftir að ný bylgja af kófi er greinilega hafin innan Bandaríkjanna. Ný bylgja rökrétt gerir fólk skeptískara á fullyrðingar Trumps - að kófið sé að ná hámarki, muni dala hratt á næstunni. Þar fyrir utan, hafa borist neikvæðar efnahagsfréttir innan Bandaríkjanna nýverið - störfum hefur fækkað ca. milljón síðan mánuðinn á undan, lokunum í fylkjum og borgum fjölgað aftur; efnahags-horfur almennt dökknað að nýju. Það rökrétt gerir fólk skeptískara nú en áður, á fullyrðingar Trumps um hraða efnahags-uppbyggingu hann lofar að verði undir hans stjórn strax snemma á nk. ári. Það að horfur eru að dökkna, gæti einnig valdið neikvæðara mati kjósenda á -- gæðum efnahagsstjórnar hans og þar með skýrt neikvæðari viðhorf gagnvart því hvort hann hefur verið góður fyrir efnahaginn eða ekki.
--Þetta geti bent til þess, að Trump eins og hann talar nú - leitast við að lyfta upp bjartsýni á horfur framundan, sbr. um þróun kófsins og efnahags - resoneri ekki til kjósenda.

Þetta getur skýrt, en ég hef fylgst stöðugt með stöðunni milli Trumps og Biden, að fylgi Trumps hefur ekkert sjáanlega skánað sl. 2-vikur.
--M.ö.o. Trump er fastur ca. meðatali 9% neðan við meðalfylgi Bidens.

Og einungis 2-vikur til kosninga nú.
Með almenning vaxandi skeptískan gagnvart málflutningi Trumps.
--Trump þarf kannski, að íhuga snarlega að - gera breytingar á þeim málflutningi.

Greinilega ekki að virka, að segja stöðuna með öðrum hætti.
En fólk upplyfir hana í eigin daglega lífi í kringum sjálft sig.
--Það sé erfitt fyrir Trump, að vinna gegn vaxandi vantrú á það - að allt verði betra innan skamms, vera enn einmitt að lofa slíku; er fólk upplyfi allt versnandi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Já Trump er kristinn maður trúir á að það góða muni sigra,ef ekki núna þá verður það svo að lokum.

  Efnavopn sprengjur og ósannindi er aðferð sem hann myndi aldrei beita í græðgisvímu til að seilast í eignir annara þjóða.-- Allir sjá þegar mennskum góðum hirði er falið að gæta sauðanna þá gerir hann það sem best hann kann til að verja þá. Heill þér Donald Trump.
 

Helga Kristjánsdóttir, 21.10.2020 kl. 01:12

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Helga Kristjánsdóttir, Trump er afar vond persóna - þ.e. ekkert gott í honum, og kem ekki auga á hvernig hægt er að tala á þann veg hann trúi á gott; þvert á móti dreifir hann hatri og eflir hatur og deilur eins og hann mest getur. Eiginlega er nokkurn veginn sama hvernig horft er á hann kristnum augum -- afar fjarri kristnum viðmiðum um góða persónu.
Eiginlega eina viðsmið kristinna hann hefur ekki brotið, þ.e. hann hefur ekki drepið fólk.
Fyrir utan það, hefur hann þverbrotið öll boðorðin og það margsinnis.
Og aldrei virst sjá nokkuð athugavert við sjálfan sig.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.10.2020 kl. 02:01

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Nei,en bregst reiður við lygum og nú loka allir Globalistar fréttnum um glæpaverk Biden og syni í Ukrainu,alltaf sami takturnn,en sjáum hvað setur um þessa þögguðu frétt eina af öllum.

Helga Kristjánsdóttir, 21.10.2020 kl. 09:36

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Helga Kristjánsdóttir, öll sagan um glæpaverk Bidens eru þvættingur; úkraínsks stjórnvöld voru beðin -kannski manst þú eftir því- fyrir rúmu ári af Donald Trump sjálfum að rannsaka H. Biden - yfirvöld Úkraínu birtu þær niðurstöður sl. sumar, og þær voru á þann veg að þau hefðu ekkert fundið óeðlilegt við hegðan H. Biden er hann var stjórnarformaður Burisma. Ég ekki af hverju Úkraína ætti að ljúga þessu - en Trump og Guilani hafa margar ástæður til einmitt þess: Ukraine found no evidence against Hunter Biden in case audit: former top prosecutor.

"Ukraine's Prosecutor General Ruslan Ryaboshapka -- After taking office, Ryaboshapka in October announced an audit of old cases he inherited, including those related to the energy company Burisma, where Hunter Biden was a board member between 2014-2019. -- The audit was intended to probe whether cases Ryaboshapka had inherited from his predecessors had been handled properly, given the reputation of the prosecution service as being riddled with corruption and influence-peddling.

    • I specifically asked prosecutors to check especially carefully those facts about Biden’s alleged involvement. They answered that there was nothing of the kind,"

    Þar fyrir utan hefur Guilani starfað með rússn. njósnara sl. 2 ár -- Guilani meira að segja viðurkenndi um daginn, að hann vissi sá maður væri rússn. njósnari: Rudy Guilani: Only ‘50/50’ Chance I Worked With a ‘Russian Spy’ to Dig Dirt on Bidens. Sá njósnari, var fyrir nokkru síðan fordæmdur af Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sjá orð fjármálaráðherra Bandaríkjanna um þann einstakling: US accuses Giuliani ally of being ‘active Russian agent’.

    Steven Mnuchin: Andrii Derkach and other Russian agents employ manipulation and deceit to attempt to influence elections in the United States and elsewhere around the world. 

    Sá sami njósnari, reyndi í viðtölum við þingnefnd með Repúblikanameirihluta, að selja þá sögu að Úkraína væri að vinna gegn hagsmunum Bandar. -- saga er augljóslega þjónar hagsmunum Rússlands.
    --------------
    Sannleikurinn frú mín góð, að Guilandi og Trump eru lygamerðir.
    Sé enga ástæðu til að taka nokkurt hið minnsta mark á þessum sögu-sögnum.
    Er haft er í huga, niðurstaða stjv. Úkraínu, er sjálf sannrökuðu málið.
    Og er haft er í huga, tengsl Guilani við GRU þ.e. rússn. leyniþjónustu.
    --Það gerir þetta þvert á móti af hugsanlega afar ljótu máli.
    --Þ.e. beint að þeim sjálfum, sem dreifa slíku.
    **Þarna gætu hafa verið framin - landráð.
    Guilani er að starfa með njósnara - óvinaríkis, vissi hann að Derkach væri njósnari er hann hóf að vinna með honum? Ef ekki strax, hvenær vissi hann það? Hver eru tengsl hans við Derkach nákvæmlega? Er Guilani sjálfur orðinn -- rússn. agent? Þetta eru allt spurningar er verða spurðar.
    --Er í engum vafa, að bandar. yfirvöld verða mjög áhugasöm um að spyrja Guilani um þá hluti í náinni framtíð, eftir að skipt hefur verið um forseta í Bandar.
    Auðvitað beinast sjónir einnig að Trump sjálfum - sbr. vissi hann að Guilani væri að vinna með óvina njósnara? Þú mátt treysta því, að Trump fær einnig erfiðar spurningar -- það verður ekki einungis fiskað eftir því, hvað hann vissi um þann njósnara og samvinnu síns vinar og lögfræðings með þeim óvina-njósnara, heldur hvort Trump hugsanlega sjálfur hafi samið við GRU um aðstoð.
    --Með þessu útspili gæti Trump og Guilani hafa tryggt sér langan fangelsisdóm í framtíð.

    Fylgstu með eftir kosningar er Trump hefur takað, síðan meir eftir að Biden tekur við.
    Hvort bandar. stjv. hjóla ekki rakleitt í þessi mál. Það kæmir mér á óvart ef þau gerðu það ekki.
    --Trump hefur líklega gert stórfelld persónuleg mistök, að leyfa Guilani að leika lausum hala án aðhalds, í leit hans að einhverju hugsanlegu óhreinu á pólit. andstæðing Trumps.

    Trump er líklega búinn að skapa sér vanda sem hann á ekki eftir að sleppa frá.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 21.10.2020 kl. 12:00

    5 Smámynd: Þorsteinn Briem

    21.10.2020 (í dag):

    "Erfitt er að spá fyrir um niðurstöðuna í á öðrum tug ríkja en þótt Trump hafi betur í öllum sveifluríkjunum, þar sem munurinn á milli frambjóðendanna er minnstur og þeim sem talin eru líkleg til að falla hans megin núna, dugir það ekki til sigurs. cool

    Trump fengi þá 248 kjörmenn af þeim 270 sem hann þarf til að halda embætti."

    Tvær vikur til stefnu og forskot Bidens aldrei meira

    Þorsteinn Briem, 21.10.2020 kl. 12:44

    6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Ágæti Íslendingur! Þannig er þetta bara þú heldur þig við þína trú en giskar; ¨ég veit ekki af hverskonar völdum¨ ég ætti ekki að fylgjast með þótt mannlega hjálpin yrði að þola ósigur vegna bolabragða tapara 2016.

    Sæll Steini! maður leyfir sér að avarpa þig með gælunafni og taka undir færslu þín svo langt sem hún nær; heim að forskoti Bidens. --  

    Helga Kristjánsdóttir, 21.10.2020 kl. 16:23

    7 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

    Helga, þekki til þinna skrifa, tel mig vita hvar þú stendur almennt í stjórnmálum.

    Er líklegast ósammála þér um flesta hluti og gildismat.

    En að koma hér sem stuðningsmaður Trump og vilja láta taka sig alvarlega um leið, þá er það enn sorglegra að sjá landa sinn taka undir það sem búið er til af nokkrum fjölmiðlun og haldið heitu á miðli hér á landi er rímar við flögu, er enn dapurlegra.

    Ég gæti auðvitað beðið þig um að leggja e-r rök á borðið með orðum þinum um[ glæpaverk Biden og syni í Ukrainu] inu. Auðvitað vitum við bæði að það getur þú ekki, né miðilinn sem rímar við flögu. Þér svo frjálst að halda úti sögusögnum. En minni bara á að það er Josep Biden sem er í kjöri, ekki Hunter Biden. En þér finnst augljóslega í lagi að blanda fjölskyldumeðlimum stjórnmálamanna inn í stjórnmálaumræðu. 

    Þykist þó viss um að þú hafi vilja bera blak af einni konu fyrrum forsætisráðherra hér á landi sem sannarlega fór á svig við þjóð sína.

    Sigfús Ómar Höskuldsson, 21.10.2020 kl. 22:31

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Jan. 2025
    S M Þ M F F L
          1 2 3 4
    5 6 7 8 9 10 11
    12 13 14 15 16 17 18
    19 20 21 22 23 24 25
    26 27 28 29 30 31  

    Eldri færslur

    2025

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (20.1.): 10
    • Sl. sólarhring: 10
    • Sl. viku: 65
    • Frá upphafi: 859307

    Annað

    • Innlit í dag: 10
    • Innlit sl. viku: 57
    • Gestir í dag: 10
    • IP-tölur í dag: 10

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband