Gæti Donald Trump orðið gjaldþrota innan nk. 4-ára? Svar við þeirri spurningu virðist - Já, kannski! Þessar upplýsingar komu fram sl. helgi í stórri opinberun er kynnt var í helstu fjölmiðlum heims!

Trump virðist hafa gert þá reginskyssu - að gerast persónulega ábyrgur fyrir skuldum yfir 400 milljón Dollurum; það auðvitað þíðir, ef greiðslu-geta Trumps bilar þá geta eigendur krafna gengið beint að persónulegum eignum Trumps.
--Ég er ekki viss, að ef hann næði endurkjöri sem forseti, að staða hans sem forseti mundi verja hann slíkri atlögu -- eiginlega grunar mig að hann gæti ekki beitt reglum um lögvernd forseta, til að verjast atlögu að persónulegum eignum, í kjölfar persónulegs gjalþrots!

  1. 300 milljón af þessu láni, gjaldfellur innan 4-ára, skv. ákvæðum ber þá að greiða þá upphæð.
    --Tæknilega gæti Trump slegið lán í staðinn!
    --En hver mundi lána?
  2. Þarna liggur augljós gríðarleg spillingarhætta, en ef Trump væri áfram forseti -- getur enginn vafi legið um hann mundi beita öllum klækjum, til að fá einhvers staðar að fé, eða lán -- svo hann gæti forðast persónulegt þrot.
    --Freystingin væri augljós, að beita embætti forseta - til að makka fyrir sína persónulegu fjárhagslegu stöðu, bjóða aðilum -- greiða í nafni embættisins, er væru það verðmætir, að þeir væru til í á móti að koma fjárhag forsetans til bjargar.
  • Ef hann tapar aftur á móti 9. nóv. nk. -- gætu öll sund verið lokuð.

Heimild: Long-Concealed Records Show Trump’s Chronic Losses and Years of Tax Avoidance.

Trump proposes funding cuts for government watchdogs - Axios

In 2012, he took out a $100 million mortgage on the commercial space in Trump Tower. He took nearly the entire amount as a payout, his tax records show.

Skv. gögnum notaði Trump þetta fé, til að borga vexti af lánunum.
Þær 100 millur hvíla þó á Trump-turni, og þarf að greiða upp 2022.

In 2013, he withdrew $95.8 million from his Vornado partnership account.

Það fé virðist einnig hafa verið notað af Trump - til að standa straum af vaxtagjöldum.
Áfram heldur Trump að selja eignir næstu árin - til að borga vaxtagjöld.

And in January 2014, he sold $98 million in stocks and bonds, his biggest single month of sales in at least the last two decades. He sold $54 million more in stocks and bonds in 2015, and $68.2 million in 2016.

Skv. því gekk Trump á lausa-eignir -- á lítið eftir af þeim nú.

His financial disclosure released in July showed that he had as little as $873,000 in securities left to sell.

OK, kannski ekki -- pínulítil upphæð, en greinilega hvergi næg miðað við kostnaðinn per árin á undan, til að halda áfram að greiða vaxtagjöld.

Mr. Trump’s businesses reported cash on hand of $34.7 million in 2018, down 40 percent from five years earlier.

Skv. því er hann farinn að ganga á -- eigið fjármagn, til að halda sér á floti.
Það sem eftir er saman-lagt af fljótt seljanlegum lausa-eignum, og eiginlegu fé!
--Klárlega er skv. því hvergi nærri nóg.

Trump threatens to shut down Twitter after it added fact-based warning  labels to his tweets.

Tekjur á móti -- hverjar eru þær?

The Apprentice, along with the licensing and endorsement deals that flowed from his expanding celebrity, brought Mr. Trump a total of $427.4 million ...
--Þar fyrir utan, vitað hann fékk rúmlega 400 millj. í arf frá föður sínum.

Three pages of his 1995 returns, mailed anonymously to The Times during the 2016 campaign, showed that Mr. Trump had declared losses of $915.7 million, giving him a tax deduction that could have allowed him to avoid federal income taxes for almost two decades.

Þessi tap-upphæð kvá hafa verið sú stærsta sem nokkur einstaklingur í Bandar. hafði tilkynnt í fjölda ára -- líklega fauk föðurarfurinn stórum hluta í spilavístir-martröðina hans Trumps.

Hann hefur líklega tapað föðurarf sínum stórum hluta í röð stórra gjaldþrota -- 6 alls talsins.
--Sennilega sé því grunnur auðæfa hans seinni árin -- gróðinn af Apprentice, og ásamt gróða af tveim raunverulega vel heppnuðum byggingum.

  1. Mr. Trump’s net income from his fame — his 50 percent share of “The Apprentice,” together with the riches showered upon him by the scores of suitors paying to use his name — totaled $427.4 million through 2018.
  2. A further $176.5 million in profit came to him through his investment in two highly successful office buildings.

Síðan kemur þar á móti, stöðugur taprekstur fyrirtækja Trumps!

Trump National Doral, near Miami. Mr. Trump bought the resort for $150 million in 2012; through 2018, his losses have totaled $162.3 million. He has pumped $213 million of fresh cash into Doral, tax records show, and has a $125 million mortgage balance coming due in three years.

Ekki hægt að sjá betur en að þessi fjárfesting skili honum stórfelldu tapi.

His three courses in Europe — two in Scotland and one in Ireland — have reported a combined $63.6 million in losses. -- -- Over all, since 2000, Mr. Trump has reported losses of $315.6 million at the golf courses that are his prized possessions.

Þetta er afar myndarlegur taprekstur!

For all of its Trumpworld allure, his Washington hotel, opened in 2016, has not fared much better. Its tax records show losses through 2018 of $55.5 million.

Hótelið fræga er þá ekki að hjálpa til heldur.

And Trump Corporation, a real estate services company, has reported losing $134 million since 2000.

Jamm, fjárfestingar í fasteignum almennt -- hafa skilað tapi hjá honum síðan 2000.

Mr. Trump personally bankrolled the losses year after year, marking his cash infusions as a loan with an ever-increasing balance, his tax records show. In 2016, he gave up on getting paid back and turned the loan into a cash contribution.

Hann hefur með öðrum orðum -- látið tapið ganga á sína persónulegu peninga-sjóði.

He declared the first $28.2 million in 2014.

Hann þurfti að greiða bandar. skattinum -- 5 greiðslur ca. að þessu andvirði, vegna þess að skatturinn leit svo á að 287 milljónir í lán - Trump hafði tekist fá felld niður, væri þar með form af tekjum Trump yrði að borga af skatt.

  • Spurning hvort Trump þarf að borga skattinum -- 72,6 milljónir með vöxtum!
  • En deilur við bandar. skattinn standa yfir -- geta endað í mála-ferlum.

Skatturinn vill að Trump borgi þá upphæð, með vöxtum a.m.k. 100 millj.
--Það komi til af því, Trump hafði tekist að fá fram endurgreiðslu frá skattinum -- síðan hafi skatturin hafið innri rannsókn á bak-greiðslunni til Trumps, komist að þeirri niðurstöðu - Trump hefði ekki átt að fá þá greiðslu.
Trump auðvitað berst um hæl og hnakka gegn því -- að greiða e-h um 100 millj.
--Ofan á allt tap, og skuldir sem hann ber -- munar auðvitað um þetta.

Why does Trump always look so miserably unhappy? Does he have 'resting frown  face'? - Quora

Trump fullyrðir, að frásagnir sl. daga séu - fake news!

Bendi á móti, Trump getur þá hæglega -- birt sitt skatta-uppgjör.
Ef frásagnirnar eru lygar eins og hann og talsmenn staðhæfa!
--Ætti uppgjörið sanna hans mál.

  1. Klárlega er það honum í hag að birta uppgjörið nú sem fyrst.
    Ef sannleikurinn er sá -- þetta sé allt - fake news.
  2. Eftir allt saman, eru líkur á því að upplýsingarnar skaði stöðu Trumps.
    En þær virðast sýna -- Trump sé langt frá því að vera milljarðamæringur.
    --Sem hann hefur þó staðhæft hann sé við marg ítrekuð tilefni.
  3. Þar fyrir utan, borgaði hann enga persónulega tekju-skatta í 11. ár.
    Ef marka má upplýsingarnar.
    Skv. reglum að það má nota gamalt tap, á móti skattgreiðslum.
    --En einhverjum kjósendum kann að renna í skap.
  4. Síðan auðvitað, virðast upplýsingarnar sína fram á að: Það getur vel verið, að heildar-skuldir Trumps séu nú meira virði, en heildar-eignir og annað fé er hann á.
    --M.ö.o. það getur verið hans nettó eignastaða sé neikvæð.
    Hann sé ekki einu sinni -- milljóna mæringur.
  5. Ef frásögnin um stöðu hans er rétt.
    Lítur hún einmitt þannig út.
    --Að Trump geti staðið frammi fyrir gjaldþroti innan 4-ára.
  6. Það varpar fram nýrri spurningu um hæfi Trumps sem forseta.
    En mörg opinber störf - eru sjálkrafa útilokuð þeim, sem glíma við skuldakröggur.
    --T.d. dómara-störf, það að vera endurskoðandi, það að vera lögreglustjóri - o.s.frv.

Það sé klárlega áhættu-söm staða, að hafa einstakling í stöðu forseta.
Sem glími við þetta alvarlega fjárhagslega stöðu.
--Vegna þeirrar óskaplegu freystingar sem því fylgi, þ.s. sá einstaklingur er þá í þeirri stöðu, að geta líklega beitt embættinu fyrir sig -- til að losa sig úr skulda-snörunni.

Það mundi þá gerast með einhvers-konar spilltu samkomulagi við - auðugan einstakling, eða auðugt fyrirtæki - eða jafnvel erlenda ríkisstjórn.
--Sem fæli í sér, persónulegan ágóða nægilega digran fyrir Trump - að hann mundi geta náð endum saman.

En hvað mundi Trump gefa á móti - hver væri kostnaðurinn fyrir þjóðarbúið af því?
En til þess að aðili fengist til verks - yrði rökrétt gróði þess, vera umtalsvert meiri en sú upphæð er Trump fengi sér til handa til að redda sér.

--Mér virðist Trump ekki vera sú persónutýpa -- er mundi standast slíkar freystingar.

 

Niðurstaða

Mér virðist upplýsingarnar ekki - bersýnilega ótrúverðugar. Það er löngu komið í ljós, að Trump er ekki - snillingur í viðskiptum, en mundi snillingur í viðskiptum tapa nærri milljarði Bandaríkjadala á spilavítum -- sem vanalega eru peninga-vélar fyrir eigendur?
Þar fyrir utan, sína upplýsingar að Trump er að tapa síðan 2000 -- hundruðum milljóna.
Til viðbótar því, skuldar hann að virðist rúmlega 400 milljón Dollara -- virðist einungis hafa greitt vaxtagjöld, til að standa straum af þeim vaxtagjöldum virðist hann hafa selt stórum hluta lausra eigna sem auðvelt er að koma í verð - þar fyrir utan minnkað sitt persónulega fé um 40%.
Það allra versta, hann virðist hafa gert þá reginskyssu, að taka persónulegar ábyrgðir.

Þannig að ef upplýsingarnar eru réttar, gæti Trump því staðið innan 4-ára frammi fyrir persónulegu gjaldþroti.
--Ef hann hefur ekki sigur þann 9. nóv. nk.

En ég geri ráð fyrir því, að hann ætli sér að nota embættið til að koma sér í skjól.
Með einhverjum spilltum díl - er mundi kosta bandar. skattgreiðendur líklega mun meira en Trump persónulega skuldar.
--Þess vegna sé hann líklegur til að beita - öllum þeim ljótu klækjabrögðum hann kann, til að hafa sigur.

  • Hinn bóginn, greinilega kemur skortur hans á fé - niður á kosninga-baráttu hans.
    Og mál sem hann stendur fyrir nú, sbr. ráðning fóstureyðinga-andstæðing sem hæsta-réttar-dómara, sem einnig vill - afnema Obama-care lögin; eru líklega nettó óvinsæl.
    Þar fyrir utan, gætu upplýsingar um fjárhagslega stöðu Trumps - skaðað kosningabaráttu hans.

En skv. þeim - ef þær eru réttar - sé Trump orðinn að -liability.-
Vegna þeirra áhrifa á hann - hans ákvarðanir, 3-ju aðilar geta öðlast, er falbjóða Trump að bjarga hans persónu-fjárhag, gegn því Trump geri þeim kostnaðar-saman greiða er líklega kostnaði bandar. skattgreiðendur meir en það fé sem Trump persónulega skuldar.
--Það eitt og sér, geta verið næg rök þess -- að fólk ætti rökrétt að hafna Trump. Án þess að nokkur önnur rök séu íhuguð.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 859340

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband