Í yfirlýsingu Trumps má lesa þann tilgang þess er virðist einungis framsett sem liður í kosningabaráttu, að hann meti það svo -- að þegar pólitískir andstæðingar líklega kæra tilskipanirnar strax á mánudag; þá muni kjósendur frekar kenna þeim um en honum!
- Trump: Maybe we won't get sued. If we get sued, its somebody who doesn't want people to get money, -- And that's not going to be a popular thing.
Vandamálið er að Bandaríkjaþing getur ekki náð samkomulagi um framlengingu -- margvíslegra fjárstyrkja til einstaklinga og fyrirtækja er féllu niður fyrir skömmu.
Munar gríðarlega á milli vilja meirihluta Öldungadeildar og vilja meirihluta Fulltrúadeildar.
--Þ.e. Fulltrúadeild vill verja samtals 3-trilljón Dollurum, Öldungadeild 1-trilljón.
Þar sem þingið raunverulega hafi full yfirráð yfir heimildum til ríkisstjórnar Bandaríkjanna um austur á fé -- sem og sérhverjum breytingum á lögum og sköttum.
--Kem ég ekki auga á að þessar tilskipanir Trumps líklega virki.
Trump announces executive actions after stimulus talks broke down
- "Trump said during his address that he would direct the Treasury Department to allow employers to defer payments of "certain" payroll taxes starting Aug. 1 until the end of the year."
Takið eftir að launamenn yrðu að sjálfsögðu rukkaðir fyrir skattinum fyrir nk. áramót.
Vegna þess að Trump getur ekki einhliða breytt sköttum, þá gerir hann tilraun til að -- fresta skattgreiðslum.
Hinn bóginn, þ.s. Trump hefur engar vald-heimildir yfir skattheimtu, þ.e. þingið sem ákveður skatta -- þá ætlar hann skv. þessu að veita launþegum heimild til að fresta greiðslum launaskatta!
--Þetta er að sjálfsögðu innlegg í kosninga-baráttu.
--En Trump hefur ítrekað líst því yfir hann vilji nýjar skattalækkanir.
Jafnvel þó að halla-rekstur ríkisins sé fullkomlega svimandi um þessar mundir.
Trump: If I win, I may extend and terminate, extend it beyond the year end terminate the tax, -- So, we'll see what happens.
Afar ósennilegt að það gerist, þ.s. þingið ræður því hvort sköttum er breytt.
Demókratar hafa meirihluta í Fulltrúadeild. - The president said his directive to extend a moratorium on evictions would include financial assistance from the Department of Housing and Urban Development for struggling renters and homeowners.
Trump: We don't want people being evicted, and the bill I'm signing will solve that problem largely, hopefully completely
Vandinn er sá, að þ.s. þetta er tilskipun ekki laga-breyting, gilda lögin sjálfsögðu áfram -- forsetinn getur ekki breytt þeim einhliða. Ríkið hefur ekki löggjafarvald.
--Ég sé því ekki að annað gerist en að, þeir aðilar sem eiga leiguhúsnæði, myndu leiða þá tilskipun hjá sér -- og henda fólki út þrátt fyrir hana.
**Tilskipunin sé m.ö.o. sýndar-mennska. - Trump also announced a $400-per-week supplemental payment for those who have lost their jobs,
Þetta er líklega fullkomlega ólöglegt, þ.s. í Bandaríkjunum eins og á Íslandi eru samþykkt fjárlög -- er skilgreina alla helstu útgjalda-liði.
--Fjárlög virka alveg eins í Bandar. og á Íslandi, þ.e. t.d. ekki hægt að einhliða færa segjum helming peninga ætlað í mennta-mál og setja í e-h allt allt annað.
Án þess að breyting þar um sé framkv. skv. fjár-aukalögum er þurfa samþ. Alþingis.
Líklega kæra Demókratar í Fulltrúadeild þessa síðustu tilskipun strax á mánudag.
Litlar líkur á öðru en að það fáist fljótt fram -- tímabundið bann frá dómstóli, meðan fjallað væri um málið formlega.
Bendi á að skv. tillögu Demókrata á þingi, er gert ráð fyrir 600 dollara styrkjum ofan á atvinnuleysis-tryggingar.
--------------------
Bandarískir fjölmiðlar benda auk þessa á -- jafnvel þó Demókratar kærðu málið ekki.
Þá hafi Trump takmarkað fé til umráða -- þ.e. einungis það fé sem þingið hefur samþykkt að alríkið hafi til umráða til nk. áramóta.
Trump gæti þá tæknilega fært fé frá öðrum málum - að einhverju leiti.
--En það sé ósennilegt það mundi duga til að greiða 400 Dollara per haus.
--Fram að kosningadegi!
Vegna þess, fjárlagaárið er þegar langt komið - sennilega ekki mjög mikið eftir af þeim peningum sem stofnanir áttu að hafa til umráða.
Því sennilegt að -- það dugi ekki lengi til að standa straum af slíkum greiðslum.
Trump getur ekki slegið lán fyrir þessu fyrir hönd ríkisins.
--Því þingið þarf að heimila allar lánveitingar.
**Öfugt við regluna er gildir á Íslandi.
Niðurstaða
Pólitískar deilur í Bandaríkjunum eru lifandi löngu orðnar að stórskrítnum farsa. Sl. daga virðist öll samvinna þingdeildanna hafa rofnað, alger patt-staða skollið yfir.
Mig grunar að fram til kosninga -- verði líklega engin lög samþykkt.
Báðir aðilar saka hinn um græsku!
Varðandi tilskipanir Trumps, þá eins og ég sagði -- virðist mér líklegt að þær standist ekki. Að þar af leiðandi, sé tilgangur Trumps fyrir þeim!
--Einungis sá að slá pólitískar keilur.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 04:16 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 170
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 130
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Skipað gæti ég væri mér hlýtt."
Donald Trump, Davíð Oddsson, Styrmir Gunnarsson og Ómar Ragnarsson eru allir gamlir öfgakarlar, halda greinilega að þeir ráði einhverju og gapa því opinberlega daglega, enda þótt enginn fari eftir öllu gasprinu.
Þorsteinn Briem, 9.8.2020 kl. 10:04
Hann er þó að minnsta kosti að reyna að koma í veg fyrir að fólk verði gert heimilislaust í miðjum heimsfaraldri.
Annað en íslensk stjórnvöld sem hafa hvorki hreyft legg né lið í þá átt heldur hunsað allar aðvaranir um slíkt.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.8.2020 kl. 17:51
Guðmundur Ásgeirsson, þ.e. engin ástæða að ætla að tilskipun er hefur enga lagalega merkingu, hafi hin minnstu áhrif í þá átt. M.ö.o. fullkomið dæmi um merkingar-lausa aðgerð. Einfalt, þ.s. aðgerðin hefur enga lagalega merkingu -- að sjálfsögðu hundsa aðilar er eiga íbúðir þá tilskipun, ef þeir vilja þ.s. ekki sé hægt að framfylgja skipun er hefur enga lagastoð. Þar af leiðandi kem ég kem ekki auga á að Trump sé að gera meira en ísl. stjv. -- þ.s. að aðgerð sem hefur enga laga-stoð, skilar er þá að sjálfsögðu engu betri en engin aðgerð, eiginlega er það sami hluturinn og engin aðgerð. Menn virkilega ættu að vera löngu farnir að sjá í gegnum Trump -- er ítrekað fyrirskipar þ.s. mætti kalla -loft-aðgerðir- þ.s. ekki er unnt að framfylgja.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.8.2020 kl. 02:59
Hvort sem þessi "tilmæli" eða "tilskipun" eigi sér lagastoð eða ekki er samt bara það að lýsa því yfir að vilja koma í veg fyrir útburði, strax meira en nokkrir íslenskir ráðamenn hafa gert. Einnig athugist að hann var ekki að stinga upp á þessu sem nýmæli heldur sem framlengingu á stöðvun útburða sem hefur þegar staðið yfir í 120 daga. Hér á Íslandi hefur engin stöðvun verið sett á hvorki nauðungarsölur né útburði frá því að kórónuveirufaraldurinn kom upp. Þetta er samanburðurinn - Bandaríkin 120 dagar : Ísland 0 dagar.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.8.2020 kl. 13:27
Guðmundur Ásgeirsson, erm þér finnst sem sagt - áhrifalaus yfirlýsing mjög mikilvæg. Hmm, ekki alveg að koma auga á hverju slíkt skilar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.8.2020 kl. 22:07
Þú hlýtur að geta séð punktinn sem er sá að í USA hafa nauðungarsölur verið stöðvaðar en ekki á Íslandi.
Ertu ósammála því að gripið sé til slíkra aðgerða fyrir heimili eins og hefur þegar verið gert fyrir allskonar fyrirtæki hér á landi?
Guðmundur Ásgeirsson, 14.8.2020 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning