Andstaða virðist hafa risið innan Bandaríkjahers gegn hugsanlegri beitingu landhers Bandaríkjanna innan borga Bandaríkjanna að kröfu Trumps

Skilaboð hersins voru greinilega orðið af núverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ásamt fjölda áskorana frá hershöfðingjum á eftirlaunum -- sem má segja að hafi tjáð þá sömu afstöðu, að beiting almenns hers innan borga Bandaríkjanna væri ekki studd af hernum!

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna tjáði blaðamönnum afstöðu sína:

I do not support invoking the Insurrection Act, --  The option to use active duty forces in a law enforcement role should only be used as a matter of last resort, -- and only in the most urgent and dire of situations, -- We are not in one of those situations.

Þetta er skýr andstaða við yfirlýsingar Trumps þ.s. hann virtist heimta beitingu landhers Bandaríkjanna innan bandarískra borga!
--Höfum í huga, hvernig Mark Esper orðar þetta, veitir Trump afsökun til að bakka!

En hann segir ekki beint að slíkt geti ekki komið til greina í nokkrum skilningi.
--Hinn bóginn segir skýrt, að staða mála sé ekki með þeim hætti að - hún kalli á nokkurt slíkt.

Það er áhugavert að Mark Esper skuli koma fram með svo skír skilaboð.
Gegn jafn skírri kröfu Donalds Trumps frá sl. helgi.
--Þess vegna velti ég því fyrir mér, hvort Trump hugsanlega rekur Esper síðar.

Hinn bóginn, þá hefur væntanlega krafa Trumps um beitingu almenns landhers innan borga Bandaríkjanna, fengið marga innan hersins til að íhuga sína stöðu - hvar þeir standa.
--Persónulega á ég mjög erfitt með að trúa því nokkur raunverulegur bandarískur þjóðernissinni samþykki slíka hugmynd, þ.e. beitingu almenns landhers innan borga Bandar. til að kveða niður óróa meðal íbúa þeirra borga.

  1. Ástæðan sé einfaldlega hve miklar líkur væru á að slík beiting landhers.
  2. Mundi geta leitt til umtalsverðs óþarfs mannfellis meðal íbúa þeirra borga.

Vegna þess sem hefur verið bent á af mörgum, venjulegur landher hefur ekki þjálfun til að stunda lögreglu-störf -- hermenn hafa allt aðra þjálfun, er eiginlega gerir þá mjög óhentuga fyrir þess lags störf.
--M.ö.o. þeir eru þjálfaðir í að sigrast á vopnaðri andstöðu, og því í beitingu vopna. 

Meðan lögreglu-sveitir eru þjálfaðar í því, að hafa hemil á íbúum borga -- helst án nokkurs mannfalls meðal borgaranna!
--En her, aftur á móti er yfirleitt ekki gíraður til að lágmarka mannfall þeirra sem viðkomandi her er að fást við hverju sinni.

Sem er aftur á móti þjálfun lögreglusveita!

  • Menn þurfa þá að skoða í hvað her er notaður - til að átta sig á hvað væntanlega Mark Esper á við, er hann talar um - að ástandið réttlæti ekki beitingu hers.

Fyrir utan þetta, hefur komið mun harðar orðuð tjáning á andstöðu frá þekktum hermönnum sem komnir eru á eftirlaun!
--Þekktust orð James Mattis - er vægt voru hörð, áhugavert hve hörð í ljósi þess hann var um skeið varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trumps!

Trump brást að vana harkalega við -- sagðist hafa verið glaður að taka við afsögn Mattis um árið, sagði Mattis ofmetnasta hershöfðingja í sögu Bandar.

Bendi aftur á -- Insurrection Act 1807: Núgildandi form þeirra laga!

§â€¯251.Federal aid for State governments

Whenever there is an insurrection in any State against its government, the President may, upon the request of its legislature or of its governor if the legislature cannot be convened, call into Federal service such of the militia of the other States, in the number requested by that State, and use such of the armed forces, as he considers necessary to suppress the insurrection.

§â€¯252

Whenever the President considers that unlawful obstructions, combinations, or assemblages, or rebellion against the authority of the United States, make it impracticable to enforce the laws of the United States in any State by the ordinary course of judicial proceedings, he may call into Federal service such of the militia of any State, and use such of the armed forces, as he considers necessary to enforce those laws or to suppress the rebellion.

Eins og sést þarna þá virðist það ekki fullkomlega skírt hvaða regla gildir.

  1. 251 virðist miða út frá beiðni frá fylki í vandræðum, sbr. þingi viðkomandi fylkis eða fylkisstjóra.
  2. Hinn bóginn, er hægt að lesa greinilega 252 þannig -- Trump gæti sjálfur ákveðið að safna saman hvaða liðsstyrk hann vill, þess vegna -- sjálfboðaliðum.

Sannast sagna á ég erfitt með að trúa því að Trump gangi gegn -- skírum skilaboðum PENTAGON!
Hver veit, tæknilega hugsanlega virðist sem lagagrein 252 veiti slíka heimild.

 

Niðurstaða

Mér virðist andstaða sem greinilega kemur frá landher Bandaríkjanna við beitingu landhers innan borga Bandaríkjanna -- gegn mótmæla- og óróaöldu er skollið hefur yfir.
Minnka til muna líkur á því að af því verði að Trump - geri tilraun til þess að gefa formlega skipun um slíka beitingu almenns landhers.

Hinn bóginn, treysti ég mér í engu á ákveða að það sé óhugsandi að Trump ákveði að gefa slíka skipun!
--Þá væru Bandar. hugsanlega komin yfir á ókortlagða slóð.

En ekkert sambærilegt hefur eiginlega gerst síðan Lincoln hóf söfnun liðs gegn hernaðarárásum frá nýstofnuðu svoköllu -- Fedaration eða sambandssríki svokallaðra suðurríkja Bandaríkjanna.
--Höfum í huga, við upphaf þrælastríðsins svokallaða, hófu suðurríkin strax hernaðar-árásir.

Slíkt er að sjálfsögðu í engu sambærilegt við - óróleika í formi við víðtæk mótmæli í bland við óeirðir.

Ps: Skv. nýjustu fréttum hefur Lisa Murkowski þingmaður Repúblikana frá Alaska, líst yfir andstöðu við hugmyndir Trumps um beitingu landhers Bandaríkjanna innan borga Bandar.
--Spurning hvort fleiri Repúblikanar stíga fram.
Ps2: Trump hótar að gera sitt ítrasta til að fella Lisu Markowski næst þegar kosið verði um hennar sæti, segir styðja sérhvern þann er bjóði sig fram gegn henni.
--Greinilega vill Trump girða fyrir að flr. þingmenn Repúblikana taki afstöðu gegn honum.
**Hinn bóginn verður ekki kosið um þingsæti Lisu Murkowski fyrr en 2022.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur Hartmannsson, jamm þ.e. til nokkurs konar svört fasistahreyfing í Bandar. - eins og það eru til White-supremasist hreyfing í Bandar. Hvorur hreyfingin hefur mikið fjöldafylgi. Alltaf einhverjir fámennir öfamenn innanum. Svo -snator Tom- er einn af þessum þröngsýnu öfamönnum - sörglegt. Þetta með -overwhelming force- er óskaplega heimsk hugmynd. Ef menn vilja búa til borgarastríð - senda þeir herinn til að drepa fullt af fólki, síðan sækir almenningur byssurnar sínar, næsti herflokkur fær skothríð á móti sér og menn verða komnir með stríð á götum borga Bandar. Á því átta menn eins og General Mattis sig á - menn sem þekkja herinn af eigin raun, ekki menn sem og þessi senator er virðist blindaður af hatri -- eins og þessi svarti öfgamaður sem þú einnig hlekkjaðir á. Slíkir menn, vilja stríð. Báðar öfgamanna-týpurnar. Það er einmitt stór hluti ástæðunnar hvers vegna það er svo hættuleg hugmynd - að senda herinn á svæðið, vegna þess hver margir borgarar Bandar. eiga skotvopn. Það þíðir að það væri alltof auðvelt að starta borgarastríði í þessu landi - eins og þú sjálfur hlekkjaðir á, mundu íbúar mismunandi hverfa bregðast fljótt við og setja - tálma inn í sín hvergi; þannig var það í borgarastríðinu í Líbanon að höfuðborg landsins var skipt í fjölda umráðasvæða gætt af mismunandi vopnuðum hópum. Bandaríkin gætu einmitt - brotnað í frumparta með slíkum hætti. Gæti gerst afar hratt. Nema að ef borgaraátök hefjast í Bandar. -- verða afleiðingar það miklar að í samanburði var borgarastríðið í Sýrlandi -- gárur í vatnspolli.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.6.2020 kl. 03:04

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég veit ekkert um hreyfingu svartra fasista.  Aldrei heyrt neitt um hana né lesið.

Hef bara hert um BLM aktívistahópinn, sem er vissulega að einhverju leiti vinstrisinaður, en ekki alveg, og sumar eindir þar innanum eru í ofbeldisfyllri kantinum.  Ekkert sérlega fasískt, samt.  Ekkert á Íslenskan mælikvarða.  Eða annan.

White Supremasist hreyfingin er ekki einusinni faktor í ástandinu.

Það sem við höfum þarna er heyfing manna sem virðast vilja stuðla að samfélagslegri ábyrgð.  Persónulegri ábyrgð almennings við sjálfa sig og samfélagið.

Sem eru mjög framandi hugmyndir hér á klakanum.  Þykja hættulegar.  Uggvænkegar.  And-fasískar í eðli sínu. (Ef maður veit hvað fasismi bóstaflega er, þ.e.a.s.)

USA er ekki Líbanon.  USA er ekki einu sinni Frakkland.

Ég hef á tilfinningunni að ástandið þar muni breytast til hins betra í framtíðinni.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.6.2020 kl. 11:00

4 Smámynd: Örn Einar Hansen

Maður horfir á mótmæli í Kína, eða Hong Kong ... og síðan "óeyrðir" í Bandaríkjunum. Og einhver "illa gefinn drullusokkur", sem telur að BNA sé bara gott mál á bágt og reglulega mikið af því. Fólk eins og þessi skríll sem gekk um í BNA og barði gamlar konur til dauða. Eiga ekkert skilið, annað en illt í framtíðinni ... og sama skal sagt um, alla þá sem styðja þá ... á Íslandi, eða annars staðar. Að líkja þessu við mótmæli ... er hreinlega glæpur.

Örn Einar Hansen, 5.6.2020 kl. 14:10

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Örn Einar Hansen, svo þ.s. Kína gerði á Tiananmen torgi á sínum tíma -- var bara fínt. Maður sér slík sjokkerandi grimm viðhorf eins og þín við og við, þ.e. horft er á athæfi örlítils hluta þeirra er þátt taka, og ákveðið að það skilgreini alla þá sem eru þátt-takendur, tja eins og mótmæli á Austur-velli hafi skilgreinst eingöngu af þeim tiltölulega fáu sem í örfá skipti hentu grjóti -- þetta er hreinn fasismi sem þú berð hér á borð. Ekki í fyrsta sinn þú kemur fram með slík fasísk viðhorf.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.6.2020 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband