Græða Bandaríkin yfirhöfuð nokkuð á árás sinni á Huawei risafyrirtækið?

Sannarlega hafa verið ásakanir að kínversk yfirvöld njósni í gegnum Huawei, það hefur manni alltaf virst mögulega hugsanlegt - þó aldrei hafi ég séð sannanir fyrir slíku!
Á móti má nefna, að Snowden sýndi sannarlega fram á fyrir nokkrum árum síðan, að Bandaríkin reka óskaplega víðfeðmar njósnir er virðast ná yfir gervallt heims-internetið, ofurtölvur virðast skima í gegnum það meira eða minna gervallt!
--Hafandi þetta í huga, hefur maður að sjálfsögðu nokkurn varnagla þegar maður heyrir harðar ásakanir um slíkt frá Bandaríkjunum - í seinni tíð.
--Að auki bætist annar varnagli við, að núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna virðist með sérdeilis mikla haturs-stefnu gagnvart Kína - sú virðist hratt versnandi stig af stigi.

  • Við skulum segja, ég taki því ekki sjálfvirkt sem heilögum sannleika, ef ég sé ásökun á Kína frá þessari tilteknu ríkisstjórn í Washington.

US ‘surgical’ attack on Huawei will reshape tech supply chain


Nýjustu árásirnar á Huawei virðist ætlað að skaða fyrirtækið stórfellt!

Það sem Trump ríkisstjórnin virðist hafa nánar tiltekið bannað!
Er að fyrirtæki er framleiða kísil-flögu afleidda örtölvu-kubba, framleiði slíka fyrir Huawei, með notkun bandarísks framleidds tækjabúnaðar!
--Erlend fyrirtæki er eiga þannig búnað, verða að óska sérstaks leyfis, ef þau ætla að framleiða slíka fyrir Huawei -- talið ósennilegt slík verði veitt.

  1. Any company that wishes to manufacture computer chips to Huawei’s designs with US tools now needs to apply for a licence. 
  2. US machines from the likes of Applied Materials and Lam Research are used by about 40 per cent of the world’s chipmakers,...
  3. ...while software from the likes of Cadence, Synopsis and Mentor is used by 85 per cent,,,
  4. ...according to Credit Suisse, which said it would be almost impossible to find a fabrication plant, or fab, that could still work with Huawei. 
  5. It will be difficult for any foundry in the world to avoid the impact of this, -- said Chris Hsu, an analyst at Trendforce, the technology research firm.

Bandarísku fyrirtækin virðast enn -- einráð fyrir vélar er framleiða kubba er nota 5 - 7 nanómetra snið!
--Bannið sé því stórfellt vandamál fyrir sérstaklega 5-G neta bissness Huawei, sem þarfnist bestu tækni!

  1. Bandaríkin virðast hafa - greint veikleika Huawei. Huawei virðist eiga sínar eigin hannanir á kísilkubba-byggðum örtölvum.
  2. En Kína virðist ekki ráða yfir þeim fullkomnu tækjum - sem beinlínis framleiða slíkar örtölvur af fullkomnustu gerð.
  • Þetta er að sjálfsögðu -- tímabundinn vandi!

Mér skilst að þessi tækni að búa til kubba skv. 5-7 nanómetra sniðum sé mjög erfið.
Hafi tekið bandarísku fyrirtækin sjálf mjög kostnaðarsamar rannsóknir til að þróa!

Hinn bóginn, þá má væntanlega reikna með því að Kína hendi nú á næstunni - nær endalausum peningum í þróun slíkra tækja, en jafnvel með endalausum peningum - með ráðningu fólks að utan með sérþekkingu, mun það a.m.k. samt taka einhver árafjöld fyrir Kína að ná valdi á þeirri tækni.

  1. En auðvitað þaðan í frá þá væri Kína komið yfir þennan hjalla!
  2. Í besta falli virðist mér að Bandaríkin með þessu, tefji Kína í sínum áætlunum.
    --Hugsanlega allt að áratug.

 

En hvað með lengri tíma afleiðingar fyrir Bandaríkin?

Ég held að aðferð ríkisstjórnar Bandar. - hljóti að gera nær allar stórar þjóðir er ráða yfir hátækni -- hugsi. Með þessu sína Bandar. fram á, að þau skirrast ekki við að beita bönnum í tilraunum til að - vinna hugsanlega raunverulega efnahagslegan skaða á efnahagslegum keppinaut.
--Evrópusambandið er hefur einnig verið í viðskiptadeilu við Trump, hlýtur sérstaklega vera hugsi.

En ríkisstjórn Bandar. hefur verið með í bakhöndinni hótanir um tolla á bifreiðar frá löndum ESB -- rétt að ryfja upp að Viðskiptaráðuneyti Bandar. felldi þann afar sérkennilega úrskurð seint á sl. ári -- að slíkir tollar væru réttlætanlegir því að sá innflutningur skaðaði öryggishagmuni Bandar; hef ekki lesið hvernig menn geta komist að svo sérkennilegri niðurstöðu.

En þetta virðist eðli núverandi ríkisstjórnar Bandaríkjanna!
Hún fullyrðir - það er þá satt - hún telur sig ekki virðist þurfa sanna nokkurt.
--Þess vegna tek ég fullyrðingar frá þeirri ríkisstj. Bandar. með mun meiri fyrirvara en ég var áður vanur í tíð flestra fyrri ríkisstjórna Bandar.

  1. Útkoman hlýtur að vera sú, að önnur stór öflug lönd - leitist hér með eftir því, að afnema þau tilvik þ.s. þau hugsanlega eru háð einhverri lykil-tækni sem er bandar.
  2. En ég efa ekki eina sekúndu - Trump væri til í að beita sambærilegum úrræðum, ef hann mundi ákveða að fókusa á Evrópusambandið með sama hætti.

Tortryggni gagnvart Bandaríkjunum - hlýtur að vaxa enn frekar.
Og þó hefur hún vaxið mikið þegar í tíð núverandi ríkisstj. Bandar.

  • Þjóðir verða þá væntanlega -- tregari í stað þess vera viljugari en áður, að kaupa mikilvæga tækni frá Bandaríkjunum.
  • Alveg öfugt við það sem ef til vill Trump segist vilja, þ.e. auka kaup annarra á bandarísku -- þá hafa aðgerðir af því tagi þau beita Huawei þau áhrif að hvetja aðrar þjóðir til að síður vera háð viðskiptum við Bandar.

En hegðan Banda. hefur sennilega aldrei verið meira - unpredictable - m.ö.o. enginn getur í reynd vitað, hver gæti hugsanlega verið næstur í röðinni, að fá neikvæða athygli Trumps.
--Það virðist alltaf á grunni þess, honum virðist - pólit. hentugt það skiptið í bandar. innanlands pólit. samhengi.

 

Niðurstaða

Ef menn halda að Bandaríkin drepi bara kínversk fyrirtæki - bendi ég á að fyrir tveim árum, drap núverandi ríkisstj. Bandar. Kanadískan flugvéla-framleiðenda fyrir það eitt - að ætla að veita Boeing samkeppni, hafði þróað nýja flugvél er var betri en sambærileg Boeing.
--Ríkisstj. Bandar. setti toll á þann innflutning, augljóslega ósanngjarn - var síðan dæmdur ólöglegur af dómsferli NAFTA samningsins - en skaðinn var skeður.

Nú eru þau að leitast til við að drepa Huawei, það virðist hluti af hörðum ásökunum gegn Kína er hafa komið upp í seinni tíð - virðist gerð sem hluti af aðgerð til að refsa Kína!
Þó gerði Kína samning við ríkisstj. Bandar. undir lok sl. árs og viðræður um framhald hans voru ekki hættar, hafa ekki verið stöðvaðar - þrátt fyrir allt.

Það var engin vörn fyrir Kanada að eiga gildan viðskipta-samning við Bandar. - né teljast mikilvægt bandalagsríki Bandar. - þau ákváðu samt að drepa mikilvægt kanad. fyrirtæki fyrir það eitt, að veita bandar. fyrirtæki samkeppni.

Mér virðist hegðan Trump stjórnarinnar sýna - að enginn er óhultur.
Að vera - bandamaður - skipti engu máli - að hafa gildan viðskiptasamning, ekki heldur.
--Hef aldrei vitað ruddalegri ríkisstjórn Bandar. nokkru sinni í almennri hegðan.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Hvort þeir "græði" er ekki spurningin ... vandamálið er Kína. Þetta land er andstætt öllum vestrænuum gildum.

Ég get vel skilið, að þú hafir enga hugmynd um hvað er að gerast í Kína.  Eða að þú skilur ekki hvað er að gerast í "konfúsíus" sambandinu, hvað Kína varðar. En ég verð engu að síður að segja að "ignorantia non exquisat iura".  Að vera heimskur, en engin afsökun í þessu sambandi.

Ísland, sem er orðið nasistaríki undanfarin ár og hefur selt sálu sína í hendur nasistum Kína. Þarf að gera sér grein fyrir því hvað er að gerast í heiminum ... því alveg eins og 2008, þá er Ísland á leið í algert gjaldþrot.

Örn Einar Hansen, 21.5.2020 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband