Má vera stjórnlagadómstóll Þýskalands hafi myrt Evrusvæðið, kannski ESB einnig! Með úrskurð er virðist geta lokað á þann möguleika að Seðlabanki Evrópu geti stutt við aðildarríki í fjárhagsvanda!

Það hefur verið deila í gangi síðan stofnað var til evrunnar - hvert ætti vera hlutverk seðlabanka og peninga. Þýska módelið fókusar á stöðugleika peninganna sjálfra, túlkar peningastefnu þannig - hún eigi einblína á stöðugleika peninganna á kostnað alls annars.

Hin stefnan, sem má rekja til Seðlabanka Bretlands annars vegar og hins vegar til Seðlabanka Bandaríkjanna - hefur alltaf falið í sér tvískipt hlutverk, m.ö.o. ekki þýska módelið þ.s. hlutverkið er bara eitt - heldur heldur þarf seðlabankinn að mæta tveim þörfum peningastefnu annars vegar og hins vegar efnahagslegs stöðugleika - einhvernveginn í miðju.
--Til þessara seðlabanka má rekja þá vinsælu stefnu, að prenta til stuðnings efnahagnum.

Auk þessa hafa þeir sögulega gætt að skuldum ríkissjóðs, með því að tryggja að ríkissjóðurinn hafi alltaf seljanda af síðustu sort þ.e. seðlabankann.
--Sem þíðir ríkissjóður getur ekki orðið greiðsluþrota.

  1. Í evrukrísunni milli 2010-2012 var framan-af seðlabankastjóri er fylgdi þýsku stefnunni, sem skírði af hverju -- markaðir keyrðu upp vaxtakostnað einstakra landa -- bendi á að vextir landa sbr. Spánar og Ítalíu voru komnir yfir 6% á tímabili.
    Sem klárlega var ekki framreiknað - sjálfbært.
  2. Þegar Mario Draghi kom síðan með aðgerð sem á endanum sannfærði fjárfesta að Seðlabanki Evrópu mundi styðja aðildarlöndin -- þá lækkuðu vextir aðildarlanda í hugsanlegum fjárhagsvanda að nýju.
  • Skv. nýju áliti virðist æðsti dómstóll Þýskalands hafa hafnað þeirri stefnu eins og hún leggur sig - á þeim grunni að hún í eðli sínu er inngrip inn í markaði.
    Dómararnir sem sagt telja, hvernig aðgerðirnar hafa í reynd hjálpað aðildarríkjum að fjármagna sig.
    --Sýni fram á að aðgerðirnar brjóti í reynd lög ESB.

ECB decisions on the Public Sector Purchase Programme exceed EU competences

The PSPP improves the refinancing conditions of the Member States as it allows them to obtain financing on the capital markets at considerably better conditions than would otherwise be the case; it thus has a significant impact on the fiscal policy terms under which the Member States operate.  
The volume and duration of the PSPP may render the effects of the programme disproportionate, even where these effects are initially in conformity with primary law.
--Þeir benda ekki með beinum hætti á skýrt lögbrot, heldur ákveða að heildar-áhrif aðgerðannan feli í sér lögbrot sbr. brot á -proportionality- reglu.
**Og með óbeinum hætti lög um Seðlabanka-Evrópu, þó Seðlabankinn hafi ekki með beinum hætti brotið reglurnar -- þá óbeint aðstoði aðgerðir hans ríkin við að fjármagna sig.
**Þetta eru auðvitað túlkanir.

Dómurinn heldur fram að -ECB- hafi brotið reglur sem heitir -proportionality- m.ö.o. aðgerðir hafi ekki tekið nægilegt tillit til vandamála sem þær skapa fyrir margvíslega 3-aðila.
--Þetta er greinilega mat, m.ö.o. ekki augljóslega staðreynd.

The economic policy effects of the PSPP furthermore include its economic and social impact on virtually all citizens, who are at least indirectly affected, inter alia as shareholders, tenants, real estate owners, savers or insurance policy holders. 
--Að sjálfsögðu breytir slíkar aðgerðir afleiðingum þ.e. hverjir græða vs. tapa.

Finally, the longer the programme continues and the more its total volume increases, the greater the risk that the Eurosystem becomes dependent on Member State politics as it can no longer simply terminate and undo the programme without jeopardising the stability of the monetary union.
--Auðvitað er sá tími löngu kominn, að tilvist evrusvæðis er háð áframhaldandi prentun ECB.

 

Augljósa hættan er að Karlsruhe dómurinn hafi myrt evruna!

Bendi fólki á að þetta er mitt í krísu sbr. tengd COVID-19 þ.s. löndin eru í enn dýpri kreppu en milli 2000-2012, ríkissjóðirnir eru að verja hlutfallslega meira til að vernda hagkerfið - gegn frekara hruni.

  1. Hafið í huga, það eru einmitt aðgerðir - gegn hruni að verjast hruni, sem dómurinn fettir fingur út í, því slíkar aðgerðir eru auðvitað inngrip - breyta útkomu.
  2. Því annars yrði dýpra hrun - flr. yrðu gjaldþrota - alltaf einhverjir græða á gjaldþrotum kaupa þrota-eignir fyrir slikk.
    Þannig aðgerðir er forða dýpra hruni, breyta því hverjir græða/tapa.
  3. Að sjálfsögðu forða þær aðgerðir einnig mun meira atvinnuleysi og stytta lengd kreppu, sem er önnur saga.

Hinn bóginn fyrir þá sem fylgja -- harðlínu markaðs-módeli, eru öll slík grip - anathema.

  1. Málið er, að dómurinn virðist kollvarpa svarinu sem Mario Draghi gaf 2012 er batt endi á evrukrísuna 2010-2012.
    Það svar smám saman batt endi á það trend er þá var til staðar - í átt til fjöldagjaldþrota ríkissjóða Evrusvæðis.
  2. En nú er öllu hent aftur í háa-loft, punkturinn færður aftur fyrir svar það er Draghi gaf.
    Og það mitt í ef eitthvað er -- enn verri efnahagskreppu.
    Þegar öll hjól öskra á meiri peninga!
  3. Klárlega er stefna sú sem dómararnir halda uppi, klassíska fjórða áratugar módelið.
    Ríkissjóðirnir eigi að skera niður útgjöld.
    Í stað þess að verja fé til að verja hagkerfin.
    Forðast þannig söfnun skulda - hin klassíska íhaldssama hagstjórn.
    --Aðgerðir sem auðvitað magna kreppuna eins og hagfræðingar eftir Seinna-stríð sýndu fram á, og tryggðu mjög langa kreppu - einnig þann hættulega pópúlisma er skapaðist.
  • Dómararnir gefa Evrópusambandinu 3-mánuði til að koma með svör.
    Til að útskýra stefnu ESB - hvernig ESB ætlar að vera -proportional.-

Sannast sagna veit ég ekki hvað ESB ætti að segja við dómarana til að sína þeim fram á.
Að það sé líklega ekki góð hugmynd - beint ofan í COVID-19 kreppuna.
Að kalla aðra jafn slæma fram - beint ofan í hina kreppuna.

Þ.e. sovereign debt krísu - en þessi óvissa sem dómurinn hefur nú skapað.
Hlýtur að kalla fram svipað ástand og maður sá árin milli 2000-2010.
--Að vextir aðildarlanda fóru hratt vaxandi, og stefndi í þrot margra.

Málið er að ég kem ekki auga á hvernig Evran sjálf gæti lifað af.
Svo víðtæka ríkis-gjaldþrota-hrinu!
--Málið er að töpin yrðu svo svakaleg út um allt.

Enginn mundi sleppa heill.
Þýskaland gæti misst alla sína megin-banka.
Sama um Frakkland!
--Krísan gengi þá í gegnum allt evrópska kerfið.

Það gæti allt farið í baklás.
Síðan tæki við -- margra tuga prósenta atvinnu-leysi.
--Og ekki gleima því að sparifé aldraðra í Evrópu sennilega tapaðist nær allt.

  • Þetta er sambærilegt við að skilja eftir sig -- sviðna jörð.
    Auðvitað byggist e-h upp aftur með tíð og tíma, en það gæti tekið verulegan tíma.
  • Ekki gleyma því, að í stóraukinni fátækt - tuga prósenta atvinnuleysi mundi pópúlismi rökrétt grassera.
    Í Evrópu varð upphaf Nasisma og Fasisma! 
    __Pópúlisminn snerist upp í brjálæði.
  • Ekki má heldur leiða hjá sér fasisma ofsaþjóðernishyggju trend er hófst eftir heimskreppan byrjar í Japan, Japan hóf stríð gegn Kína ásamt víðtæku hernámi - stefna er fyrir rest leiddi til stríðs Japans við Bandar.
    --Áhugavert að það trend hefst um svipað leiti og nasistar ná völdum í Þýskal. Þó þeir atburðir séu eðli sínu ótengdir. Sé vart tilviljun þetta hefst um svipað leiti mitt í hyldýpi heimskreppunnar.

Það sé því sannarlega ástæða að óttast - hugsanlega þróun í átt að brjálæðislegum pópúlisma.
Ef sambærilega djúpar og langvinnar kreppu-aðstæður ásamt stóraukinni fátækt endurtaka sig.

 

Dómurinn gæti einnig myrt ESB sjálft!
Einfalt mál í raun og veru, ef nær öll S-Evrópa verður gjaldþrota, einhver lönd í N-Evrópu einnig t.d. Belgía, en öll löndin einnig í N-Evrópu verða fyrir miklu efnahagstjóni.
--Efa ég ekki að S-Evrópa setti skuldina á Þýskaland.
Haturs/reiðialdan yrði hugsanlega slík ESB sjálft entist ekki lengi á eftir.

  1. Ef ESB hætti að vera til, yrði -new alignment í Evrópu- þ.s. ég hugsa að S-Evrópa leitaði til Tyrklands, en einnig Bandaríkjanna.
  2. Skandinavía leitaði til Bretlands, og þau samans til Bandaríkjanna.
  3. Þýskaland, aftur á móti leitaði til Rússlands, og þau samanlagt drottnuðu yfir Mið-Evrópu algerlega, kannski mínus Rúmenía er gæti náð að fylgja S-Evrópubandalaginu.
    Mjög slæmt fyrir Pólland, er yrði líklega beygt í duftið, en þjóðernissinnuð ríkisstj. þar er mjög andvíg Rússlandi.
    --Hugsanlega mundi þessi hópur að auki vinna með Kína.
  • Ef þetta yrði svona, þá mundi Evrópa aftur klofna í fylkingar milli risavelda.
    Og aftur mættum við sjá fjölmenna heri í Evrópu, gráa fyrir járnum.
    Og vaxandi fjandskap.
    --Kannski gæti 3ja styrrjöldin eftir allt saman hafist í Evrópu.

Hver veit ESB og stjórnvöld í Berlín hafa 3-mánuði til að forða þessu.
Kannski tekst þeim það!

 

Niðurstaða

Það er mögnuð ákvörðun er dómararnir í Karlsruhe virðast hafa tekið, gríðarlegar afleiðingar líklegar ef hún nær fram að ganga -- það alvarlegar að þær gætu skapað að mörgu leiti nýja heims-mynd.
Það hrun sem ég tala um líklega mundi vera stór steinn í átt að köldu stríði.
Friðsama Evrópa væri hugsanlega búin.

En það eru 3 mánuðir til stefnu, sem dómurinn gaf áður en bann hans til Seðlabanka Þýskalands, til þátttöku í nýrri björgunar-áætlun fyrir aðildarríki sambandsins tekur gildi.

En ef Bundesbank fær ekki að taka þátt mun það óhjákvæmilega stórfellt raska möguleikum Seðlabanka Evrópu til að aðstoða aðildarlönd Evrusvæðis, ef hann fær ekki að hjálpa löndum í vanda með sínum óbeina hætti er virkaði síðast -- fæ ég ekki séð hvernig annað getur orðið en ótrúlegt skala hrun; er gæti haft þær byltingakenndu breytingar á okkar heimsmynd í för með sér sem ég nefni.

Ísland mundi auðvitað fylgja Bandar. - Bretl. og Skandinavíu, ásamt S-Evr.
Í þeirri sviðsmynd ég teikna.
Efnahagsbandalag okkar við ESB mundi náttúrlega hverfa, og efnahagstjón okkar yrði einnig mikið eins og margra annarra. Þetta er mun fátækari sviðsmynd fyrir Ísland einnig og íslendinga.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Eg vona að þeim takist að myrða nasisma og kínverskan kommúnisma í Evrópu.

Örn Einar Hansen, 5.5.2020 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband