Gæti fjöldi Bandaríkjamanna án heilbrigðis-tryggingar náð 50 milljón? 30 milljón voru án heilbrigðis-tryggingar við upphaf árs, og 30 milljónir eru í dag atvinnulausar í Bandaríkjunum!

Þetta hefur ekki vakið mikla athygli - en stefna Donalds Trumps hefur jafnt og þétt fjölgað þeim Bandaríkjamönnum er ekki hafa heilbrigðis-tryggingar, skv. CBO (Congressional Budget Office)voru 27,5 milljón Bandaríkjamenn án slíkra trygginga við upphaf árs 2017, talan komin í 30 milljónir við upphafa þessa árs.
--Ástæða var afnám Trumps á PPACA (Patient Protection and Affordable Care Act)gjarnan uppnefnt Obama Care.

  • Mikilvæga atriðið, er afnám Trumps með penna-striki á niðurgreiðslum alríkisins á heilbrigðis-tryggingum til fátækra -- ríkið greiddi allt að helming á móti.
    Þetta var tekju-tengt sbr. means-tested.
  • Um þetta munaði marga, skv. spá CBO var gert ráð fyrir fjölgun fólks án slíkra trygginga í 34 milljónir við árslok 2014 er maður ímyndar sér Trump ljúka öðru kjörtímabili.

Nú hefur gríðarleg atvinnuleysis-bylgja skollið yfir Bandaríkin!
Og allar spár eru því fullkomlega úreltar!
En án vafa detta margir er missa vinnu -- út úr heilbrigðis-tryggingum einnig!

US jobless claims hit 30m on coronavirus lockdowns

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum skv. því er nú 12,4%.

Það sem ég velti fyrir mér - er allur sá sjúkrakostnaður er hellist yfir fólk sem ekki hefur heilbrigðis-tryggingar, en þá þarf viðkomandi að greiða allan kostnað!

Ef þú hefur ekki heilsutryggingu getur reynst dýrt að leita eftir aðstoð vegna COVID-19: Total Cost of Her COVID-19 Treatment: $34,927.43. Ca. 5 milljón íslenskar krónur!
--Þetta er dæmi er nokkurra vikna gamalt!

En sýnir hvað ég á við, þeir sem verða alvarlega veikir.
Og hafa ekki tryggingu -- geta fengið á sig svimandi háa reikninga!

Ég velti fyrir mér hvort þetta gæti orðið stórt hitamál nk. haust!
En þá ætti COVID-19 vera búin að fá nægan tíma til að dóla um Bandaríkin.
--Fólk án trygginga, ætti þá vera búið að fá sína reikninga, lögfræðingar kannski komnir í málið ef fólkið getur ekki borgað.

  1. Atvinnulausum gæti átt eftir að fjölga frekar í Bandaríkjunum.
    Spurning hvort atvinnuleysi nær 20%.
  2. Punkturinn er sá, ef maður getur gert ráð fyrir því -- ca. helmingur detti úr heilbrigðis-tryggingum, a.m.k. það.
    --Þá gæti fólk án trygginga náð 50 milljón fyrir nk. haust!

Þetta er það fjölmennur hópur!
Að hann ætti að gera ráðið úrslitum forseta-kosninganna!

Þ.s. ég velti fyrir mér -- skellur á svokallað bidding contest?
Trump ætlar sér að vinna, hann mundi örugglega ekki vilja - bjóða minna.

Þá velti ég fyrir mér hvort nk. haust gæti séð. 
Dýrustu kosninga-loforðasúpu í sögu Bandaríkjanna!
--Þegar Trump og Biden keppa við að bjóða yfir hvorn annan.

  • Þetta gæti orðið virkilega áhugaverð kosninga-barátta.
    Kannski er þetta ár breytinga - hver veit.

 

Niðurstaða

Ég er sem sagt að spá í það hversu margir gætu lent utan heilbrigðis-trygginga í Bandaríkjunum af völdum samhengis stefnu Donalds Trumps og þeirrar atvinnuleysis-bylgju sem skollin er á innan Bandaríkjanna!
Það er sérstaklega slæmt nú er faraldur geisar að þeim fjölgar svo mikið sem ekki hafa heilbrigðis-tryggingar.
Eins og sést á dæminu að ofan reikning upp á ca. 5 millj. ísl. 
Þá er þetta virkilegt alvörumál fyrir fólk er missir sínar tryggingar.
--Að þurfa borga allan sjúkra-kostnað.

Mig grunar að heilbrigðis-tryggingavandinn geti verið orðinn að miklu hitamáli nk. haust.
Er hugsanlega getur fjöldi utan trygginga, verið komin jafnvel yfir 50 milljónir.
--Samtímis og veikin líklega enn geisar og fólk án trygginga væri líklega hundelt af lögfræði-hótunum og kröfum um lögtak.

  • 50 milljón manns geta hugsanlega ráðið úrslitum kosninganna.
    Ef krafa þess hóps yrði eins hávær og mér dettur í hug.
    Skellur kannski á -bidding contest- milli Trumps og Biden.
    Og engin leið þá að vita hve ofsadýr loforðasúpan gæti orðið.
    Trump mundi ekki vilja verða no. 2.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Þetta er ágætlega hugsað hjá þér, að vera "góður maður" og hugsa um þá fátæku. Vandamálið er þetta ... þekking er mikilvæg, og hún kostar peninga. Kínverska ríkið, hugsar ekki um almannaheill ... ég ráðlegg þér að búa þar, og sjá fyrstu hendi hvernig "kommúnistar" vinna.

Að allir, eigi að fá aðstoð þegar á herðir ... á að vera grundvallar regla. En, þú átt sjálfur að vera ábyrgur fyrir heilsu þinni. Alveg eins og þú ert ábyrgur fyrir lífeyrissjóði þínum og elli lífeyrissjóði. Þú ræður í hvaða sjóði  þú leggur peninga þína, og einnig hvernig þessum peningum er háttað. Þetta á einnig að eiga við um heilsukerfið ... það er ekki af ástæðulausu að bandaríkin og England hafa verið fyrst í flokki, hvað varðar heilsutækni og annað. Því þeir peningar sem fólk leggur í tryggingarnar, eru beinlýnis tengdar þróun í þessum málum.

Hin leiðin, sem ég oft fæ á tilfynningunni að þú sért að mæla með ... og ég tel vera af ókunnáttu. Er "kínaleiðin" (Sovét, sosíalismi). En í Kína, myrða læknar fólk ... til að selja innyfli þeirra.  Allt, gengur út á peninga ... allir vilja verða ríkir ... þetta er algilt. Og þetta þarftu að taka með í dæmið.

Örn Einar Hansen, 1.5.2020 kl. 05:10

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Örn Einar Hansen, stórfurðulegur samanburður hjá þér - málið með einkarekið kerfi er upplýsinga-vandi þ.e. kaupendur geta ekki tekið skynsamar ákvarðanir, en til þess markaðskerfi geti virkað þurfa kaupendur vera færir um skynsama ákvarðanatöku -- vegna þess að skynsöm ákvarðanataka er kemur að ákvörðunum -- hvort ég á að kaupa meðferð X eða XX eða XXX krefst gjarnan doctors gráða í læknis-vísindum. Geta einka-rekin fyrirtæki logð að vild að kaupendum. Ef þú vilt leita að -- slæmri meðferð á kaupendum, þá er endalaus slík dæmi að leita í bandar. kerfinu þ.s. slæm meðferð er regla fremur en undantekning. Ríkiskerfið er mun skynsamara í heilbrigðis-rekstri vegna þess að einka-rekið kerfi getur ekki virkað með þeim hætti að það þjóni almenningi, því kaupendur eru ekki færir um skynsama ákvarðanatöku. Þ.e. allt annað ef þú ert að kaupa sjónvarp eða tölvu eða bíl, ef tækið virkar ekki eins og kaupandi lofar -- ferðu annað. En ef þú ert að kaupa vöru er lítur að læknis-meðferð er hluturinn sem um er að ræða, þinn eigin líkami -- þú einfaldlega getur ekki prófað síðan sjoppað um svo auðveldlega, m.ö.o. ef ein leið bregst er það barasta það. Það sem þetta þíðir, er að einka-rekna kerfið notfærir sér ótta kaupenda, með því að selja mikið af óþörfum lækningum - kaupandi skortir þekkingu í bland við þor að segja nei. Þetta er af hverju bandar. kerfið er það dýrasta í heimi -- einnig af hverju þrátt fyrir dýrasta kerfi í heimi, er almenn lýðheisla Bandaríkjamanna samt líklega sú lakasta af öllum Vesturlöndum -- ekki má gleyma meðal-lífaldur Bandaríkjamanna er lægra en meðaltal Vesturlanda. Þeir sem koma vel út úr kerfinu, eru þeir sem reka fyrirtækin -- er geta rukkað nánast fullkomlega að vild. Trygginga-fyrirtækin sem selja tryggingar, rukka síðan hærri iðgjöld eftir þörfum -- og ofsalega há iðgjöld - hækkandi iðgjöld eru örugglega stór hluti þess af hverju þrátt fyrir áframhaldandi hagvöxt í Bandar. er fólk víða hvar samt óánægt með sín kjör. Laun hækka - en kostnaður ef e-h vex enn hraðar, nettó kjör annaðhvort standa í stað eða eru raun smám saman lakari. Auðvitað þeir sem eru með of lág laun til að eiga fyrir tryggingum -- þeir fá nær enga heilsugæslu. Við upphaf þessa árs voru það ca. 30 milljón.
--Miðað við þau ferlegu örlög Bandar. að búa við sitt kerfi, eru aðferðir Kínverja örugglega sannkölluð hátíðaveisla.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.5.2020 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband