27.4.2020 | 13:32
Dánarhlutfall Svíþjóð virðist 12%, í Bandaríkjunum 5,6% á Íslandi 0,56% -- innlegg í umræðuna hvaða nálgun er best gegn COVID-19
Ég hafði ekki áður prófað að reikna dánarhlutfall í Svíþjóð, en áður reglulega reiknað dánarhlutfall í Bandaríkjunum og Íslandi.
--Vara við að mjög mikil óvissa er, hve margir hafa dáið í Svíþjóð og Bandaríkjunum.
--Einnig mikil óvissa hve margir eru sjúkir í Svíþjóð.
Í Bandaríkjunum vegna þess -- að prófanir virðast enn ónógar þrátt fyrir öflugt prófunarferli eftir Donald Trump lýsti yfir hættuástandi um miðjan Mars.
--Og setti ásamt Bandaríkjaþingi öfluga fjármögnun til baráttunnar gegn COVID-19.
Þetta þíðir að enn er ekki líklega nægilega vitað hve margir eru smitaðir.
Þar fyrir utan er líklega ekki verið að fara yfir andlát utan sjúkrastofnana í því skyni að tékka á hvort viðkomandi hugsanlega lést af COVID-19.
Svíþjóð:
Smitaðir: 18,926
Dánir: 2,274
Prósenta: 12,02.
Bandaríkin:
Smitaðir: 987,322.
Látnir: 55,415.
Prósenta: 5,61.
Ísland:
Smitaðir: 1792.
Dánir: 10.
Prósenta: 0,56.
Hvernig Svíþjóð nálgast þetta hefur komið mér á óvart, miðað við 20. aldar sögu Svíþjóðar, er samfélgsleg hugsun virtist lengi ríkjandi í Svíþjóð -- er áhugavert að Svíþjóð skuli fylgja þeirri stefnu er virðist skera sig úr miðað við mörg önnur lönd.
--Þá vísa ég til þess að aðgerðir gegn COVID-19 virðast ganga skemmra.
Það virðist ekki að Svíþjóð stundi það að elta sýkingar í stórum stíl eins og Ísland.
Að auki virðast prófanir gegn sjúkdómnum í miklu mun smærri stíl en á Íslandi.
--En þ.s. áhugavert virðist, smærri stíl en í Bandaríkjunum.
Skv. viðtali við Íslending er býr í Svíþjóð taldi hann líklegt að hann hafi fengið veikina, þ.e. hann hafi veikst af veiki er líktist flensu en var mun verri en nokkur sú flensa hann hafði áður fengið á sinni lífstíð.
--Skv. viðtalinu virtist ekki í boði fyrir þá sem væru veikir heima, að fá prófun - eins og tíðkast á Íslandi, að menn geta mætt á sinni bifreið hringt inn beðið fyrir utan síðan eftir einhvern tíma kemur starfsmaður út gallaður og tekur próf.
- Skv. honum væru einungis prófaðir þeir sem væru lagðir inn á spítala eða mættu í bráðamóttöku.
- Svíþjóð virtist taka mun minni varúð samtímis gagnvart því að fólk mætist utan dyra.
Mörg starfsemi er var um tíma lokuð á Íslandi virtist fá starfa ótrufluð.
Margir sem finnst of langt gengið á Íslandi og mörgum öðrum löndum.
--Hafa því horft til Svíþjóðar sem fyrirmynd!
Spurningin á móti er þó hvort Svíar séu að borga þessa stefnu dýru verði?
Skv. mínum einfalda reikningi: 12,02%
- Tek fram að fyrst Svíar prófa mun minna, samtímis taka mun minni varúð til að hægja á dreifingu sýkinga -- er hlutfall sýktra í Svíþjóð líklega.
Miklu mun hærra en tölur frá Svíþjóð sýna.
Vegna þess hve lítið Svíar virðast prófa -- sé ónákvæmnin í þeim tölum líklega mikil.
Hinn bóginn getum við einungis giskað hve stór hún sé.
Ég ætla að sleppa þeim ágiskunum. - Þetta þíðir að dánarhlutfall er örugglega mun lægra en 12%.
Hinn bóginn, þíði lítt að velta vöngum yfir hvað það raunverulega er.
Hvað sem menn segja þá eru einu tölurnar við höfum.
Þær tölur að Svíþjóð sé með 12% og Bandaríkin með 5,6%.
- Dánarhlutfall á Íslandi er raunverulega lágt þ.e. 0,56%.
Ég reikna með því að einhver athugasemd komi.
Er haldi því fram dánarhlutfall sé svipað í Svíþjóð.
M.ö.o. að aðgerðir skipti engu máli.
En það að aðgerðir séu án tilgangs virðist megin kenning þeirra er vilja.
Öllum aðgerðum sé hætt og þjóðfélagið án tafar -- sett af stað aftur.
Hinn bóginn byggja þeir aðilar klárlega á -- hreinum ágiskunum.
Þó svo ég geti ekki sannað að dánarhlutfall sé hærra raunverulega í Svíþjóð en í Bandaríkjunum -- grunar mig það samt!
Að auki grunar mig að aðgerðir þær er Ísland hefur stundað.
--Hafi haft tilgang, m.ö.o. að þær hafi skilað hinu lága dánarhlutfalli.
- Svíþjóð sé líklega raunverulega verst, með hæst dánarhlutfall.
Þó líklega lægra en 12%. - Bandaríkin komi síðar, með dánarhlutfall 5,6% er líklega sé einnig lægra en það.
Bandar. hafa gert meira en Svíþjóð, en voru seinni til aðgerða an Ísland.
Bandaríkin séu þá grunar mig með hlutfallslega flr. látna en við en færri en Svíþjóð. - Ísland af þessum þrem löndum sé sennilega með hlutfallslega fæsta dána.
Ég tek það fram að ekkert af þessu er hægt að sanna.
Endurtek að einu raunverulegu tölurnar sem til staðar eru.
Eru tölur yfir mælda smitaða vs. þá dána af COVID-19 sem vitað er um.
Þetta séu skárstu tölurnar sem við enn höfum.
--Þó líklega sé veruleg ónákvæmni í þeim - sérstaklega mikil töluleg ónákvæmni í Svíaríki.
- Vegna þess hve tiltölulega margir hafa verið prófaðir á Íslandi, gott eftirlit er með mannslátum -- er ónákvæmni talna sennilega lítil hérlendis.
Þannig grunar mig að dánarhlutfall sé líklega mjög nærri lagi hér.
Niðurstaða
Forðumst stóryrði, en ég ítreka að tölur um dánarhlutfall eru á grunni opinberra talna.
Þetta er einfaldur reikningur en ekkert verri endilega fyrir það.
Opinberar tölur eru líklega mjög ónákvæmar í löndum þ.s. tiltölulega lítt er prófað.
Auk þess ef ekki er tékkað á þeim er látast utan sjúkrahúsa og hjúkrunarheimila, athugað með hvaða hætti þeir létust -- gætu dánartölur einnig haft ónákvæmni.
Ég get því ekki sagt að það sé öruggt að Svíþjóð sé með dánarhlutfall yfir 12%
Eða Bandaríkin að þar sé öruggt dánarhlutfall sé yfir 5%.
- Samt rökrétt séð hækkar það dánarhlutfall að bregðast seint við eins og í Bandar. -- þó ákveðið hafi verið tekið til handa frá miðum mars.
Þakka ég ríkisstj. Bandar. þó fyrir að hafa þó brugðist ákveðið við.
Og þeim fylkjum er berjast við sýkinguna. - Sama tíma, mundi maður ætla að það geti aukið dánarhlutfall enn frekar.
Að grípa til enn hlutfallslega smærri aðgerða en Bandaríkin.
Er virðist lísa málum í Svíþjóð. - Aðgerðir á Íslandi hafa af löndunum þrem, án vafa verið virkastar og hér að auki fóru þær nokkurn veginn strax af stað.
Það ætti að skila lægsta dánarhlutfallinu.
Síðan getum við rifist um það hvort að bregðast við hafi slíka galla í för með sér.
Að öll lönd ættu að fara Svíþjóðarleiðina. En þ.e. krafa þeirra sem draga stórfellt í efa að tiltölulegt aðgerðaleysi í Svíþjóð sé í reynd að valda háu hlutfalli látinna.
- Enn er í slíkum ummælum verið að halda því fram, veikin sé ekkert verri en flensa.
Sænsk upplýsingasíða: FAQ about COVID-19.
Skv. henni er hópatakmörkun 50 -- þar kemur fram að prófanir fara fram á sjúkrahúsum, og fólki sem starfar í heilbrigðis-geiranum og við hjúkrun aldraðra.
--Skv. því virðist Íslendingurinn hafa sagt rétt frá, að til að fá prófun þurfu að mæta veikur á spítala.
- Áhugavert að bera það við Ísl. þ.s. reynt er allan tímann eftir föngum að elta upp alla smitaða, víðtækar prófanir.
Þetta getur ekki annað þítt en að sænsk yfirvöld hafi nánast enga hugmynd um hve margir eru smitaðir í Svíþjóð -- þannig verður að líta dánarhlutfall mjög óvisst.
Pottþétt lægra en tölur virðst sína, samtímis engin leið að vita að hvaða marki lægra.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 28.4.2020 kl. 03:51 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Langmikilvægasta talan felst í því hinni alþjóðlegu tölu um fjölda látinna á hverja milljón íbúa. Þess vegna getur það litið skakkt út að hamra stöðugt á því að flestir hafi dáið í Bandaríkjunum, sem eru með 4-7 sinnum fleiri íbúa en Spánn, Ítalía, Frakkland og Bretlan.
Bandaríkjamenn með Trump í fararbroddi héldu fyrstu vikurna að faraldurinn myndi ekki gera þeim neitt mein, vegna þess hve fáir voru smitaðir, en sú útkoma var fengið með því að viðhafa hundrað sinnum færri sýnatökur en við Íslendingar.
Ómar Ragnarsson, 27.4.2020 kl. 14:23
Það er mjög slæmt að hugtakið dánarhlutfall sé notað um þetta í fjölmiðlum. Og eins hugtakið fjöldi smitaðra þegar verið er að tala um fjölda greindra tilfella.
Því fjöldi greindra tilfella er alls ekki raunverulegur fjöldi smitaðra. Hann er miklu hærri. Og rétt mæling á dánarhlutfalli er fjöldi látinna á móti raunverulegum fjölda smitaðra.
Í Svíþjóð eru þeir einungis skimaðir sem eru orðnir veikir, og það að vera með einkenni er ekki einu sinni endilega nóg til að verða skimaður.
Það liggur fyrir að stór hluti, á milli 50-80% þeirra sem smitast fá lítil eða engin einkenni.
Þar af leiðandi er öruggt að fjöldi greindra tilfella í Svíþjóð er langtum lægri en raunverulegur fjöldi smitaðra. Enda væri tæpast verið að tala um að hjarðónæmi væri við það að nást í Stokkhólmi ef einungis 1% íbúa væru smitaðir! Segir það sig nú ekki sjálft?
Og niðurstaðan hlýtur þá að vera sú að hið opinbera "dánarhlutfall" (sem er ekki "mortality rate" heldur "case fatality rate") er langt frá því að vera rétt. Líklega mjög langt frá því.
Þorsteinn Siglaugsson, 27.4.2020 kl. 16:16
Og annað, varðandi Ísland. Það var gerð rannsókn og í henni kom út að á þeim tíma væri fjöldi smitaðra 0,7% þjóðarinnar ef ég man rétt. Það eru 2500 manns um það bil. Lágmarksfjöldi smitaðra er því 2500 manns hér. Svo batnar fólki og þá hættir smitið að mælast. Ferlið er 20-30 dagar. Smitaðir hér eru því væntanlega um tvöfalt til fjórfalt fleiri en greind tilfelli. Dánarhlutfall hér - raunverulegt - er væntanlega 0,15-0,3%.
Þorsteinn Siglaugsson, 27.4.2020 kl. 16:36
Að lokum, og þetta er held ég villan sem hefur valdið því að efnahagslíf heimsins er komið á hliðina: Það að maður hefur tölur merkir ekki að rétt sé að maður noti þær tölur til að taka afdrifaríkar ákvarðanir. Því ef tölurnar eru rangar verða ákvarðanirnar líka rangar. Með öðrum orðum: Garbage in, garbage out! Og rökhugsunin út í veður og vind. Því miður ákaflega algeng villa hjá þeim sem stunda vísindi án þess að skilja viðfangsefnið.
Þorsteinn Siglaugsson, 27.4.2020 kl. 16:39
Í Svíþjóð eru bara þeir sem hafa symtom sem geta verið hættuleg, mæld. Á hverju ári, deyja hér um 500-3000 manns, eða meir ... af inflúensu. Og sænska ríkið gerir 100% rétt í því að forðast þennan fasisma, sem Íslendingum finnst svo gott og notalegt.
Fyrir ykkur, sem ekki hafa fengið veiruna ... get ég sagt, að miklu fleiri hér í Svíþjóð hafa smitast en bera vitni um. Sjálfur, vinnufélagar mínir hafa allir fengið hana. Kom af skíðaferðalagi, vinnufélagi minn kom frá austurríki um sama tímabil .. maðurinn hennar varð fárveikur, en náði sér.
Við hér munum lifa þetta af, síðan munum við spyrja alverlegra spurninga ... sem við þegar höfum tekið ráðstafanir í. Ég er 100% sammála Carl Bildt ... stend með honum heils hugar, og tel að flestir hér í Svíþjóð geri hið sama. Íslendingum bæri að fara að ráði stóra bróður, og leggja niður ... ýmislegt.
Örn Einar Hansen, 27.4.2020 kl. 17:53
Hvað vill Bildt?
Halldór Jónsson, 27.4.2020 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning