Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna -- með harðar ásakanir á Kína

Það er veruleg umræða innan Bandaríkjanna um að skella allri sökinni á Kína þegar kemur að því tjóni sem Bandaríkin eru að verða fyrir og hafa orðið fyrir af völdum COVID-19.

  1. Bandaríkjastjórn er undir ámæli heima fyrir. Enda hefur hún ekki beitt sér eins skynsamlega gagnvart COVID-19 og framast hægt var.
  2. T.d. dróg Donald Trump það fram í miðjan Mars - að lísa yfir neyðarástandi.
    Punkturinn við slíka yfirlýsingu - er að þá getur alríkið beint aðstoðað einstök fylki Bandaríkjanna, þegar þau glíma við vandamál sem er alvarlegt innan einstakra fylkja.
    Þess vegna er það mikilvægt atriði - að gefa slíka yfirlýsingu.
    Svo alríkið geti beitt öllu sínu afli til aðstoðar.
  3. Samt var veikin greinilega farin að berast um einstök fylki Bandaríkjanna -- nærri mánuði fyrr, er Trump loks lýsir yfir neyð -- höfðu 44 fylki tilkynnt smit meðal íbúa.
    Fyrstu smitin meðal íbúa voru kynnt rétt fyrir mánaðamót febrúar/mars - eða skömmu eftir að veikin braust út af krafti á Ítalíu.
  • Augljósi punkturinn er sá - ef Trump hefði lýst yfir neyð mánuði fyrr eða a.m.k. þegar fyrstu fylkin lýstu yfir smitum rétt fyrir þau mánaðamót.
    --Hefði verið líklega hægt að takmarka verulega tjón Bandaríkjanna.
    --Miðað við það tjón er nú blasir við.
    Þ.e. manntjón sem og efnahags-tjón.

Coronavirus: Mike Pompeo calls on China to share early virus ...

Að sjálfsögðu veit veröldin að fyrstu viðbrögð Kínastjórnar voru - stinga hausnum í sand, læknir er fyrst varaði við, var settur í varðhald síðar lést sá sjálfur af COVID-19.
Síðan eftir að sjúkdómurinn fór að valda of miklu tjóni, brást Kínastjórn hratt við.

  1. Enginn getur mögulega vitað, ef Kínastjórn hefði brugðist -- enn fyrr við. Að það hefði bjargað því, að sjúkdómurinn barst út fyrir Kína.
  2. Bendi fólki á að Wuhan hérað er eitt mikilvægasta efnahagssvæði Kína, þ.s. fjöldi erlendra fyrirtækja starfa -- þ.e. ekki tilviljun veikin berst til Ítalíu, því ítölsk fyritæki t.d. starfa í Wuhan -- sem þíðir að regluleg flug hafa líklega verið milli Ítalíu og þess svæðis í Kína.
    Að sjálfsögðu eru þar einnig bandarísk fyrirtæki, og líklega einnig mjög reglulega flogið milli höfuðstöðva þeirra og starfseminnar í Kína.
  • Punkturinn á því er sá, þ.e. ekki hægt að fullyrða -- veikin hefði ekki samt getað borist út fyrir Kína, valdið sama usla burséð!
    Þ.s. ekki er hægt að útiloka að veiran gæti jafnvel hafa borist til Bandar. og Ítalíu, jafnvel áður en Kína opinberlega viðurkenndi að það væri vandamál.
    --Dagleg flug milli Wuhan og Bandar. og Ítalíu, þíði náttúrulega að veiran getur borist á milli á innan við sólarhring.

Ásakanir Pompeo: Pompeo accuses China of destroying coronavirus samples -- Pompeo rips China, WHO for allegedly withholding coronavirus information

Eitt og annað er klárlega rétt - m.ö.o. Kínastjórn klárlega eftir að hafa tilkynnt veikina til WHO - virtist um hríð vilja tala niður alvarleika sjúkdómsins.
--Coverup eða ekki, þá töluðu talsmenn hennar fyrst í stað á eftir eins og að ósannað væri að veikin bærist milli manna.

Síðan kom fram kenning, að veiran hefði stökkbreyst - aðlagast fólki betur.
Sem er per se ekki útilokað, en þættir þó til staðar gefa ástæðu til að efast að það sé rétt frásögn: Head of China’s CDC defends country’s response to coronavirus

Kínverskur sérfræðingur starfsmaður - rannsóknastöðvar í veirufræðum í Wuhan, segir að það sé rétt að Kína hafi ekki afhent eintök af vírusnum -- en vill meina að Kína hafi veitt nægar upplýsingar; með því að birta fullt genamengi vírussins 12. jan: Hunt for origin of coronavirus raises new US-China tensions

  1. Fullt genamengi eru auðvitað fullar upplýsingar um vírusinn sem slíkan.
  2. Þó til þess að framkvæma tilraunir þurfi eintök af sjálfum vírusnum klárlega.

Hinn bóginn barst vírusinn svo fljótt út fyrir Kína - næg tækifæri hafa verið til að rannsaka hegðun hans og hugsanlegar breytingar - síðan.
Þannig góð spurning hvort það skipti nokkru máli að Kína hafi ekki sent eigin eintök af vírusnum.

Pompeo vill fá að senda bandaríska vísindamenn til að taka út rannsóknarstofur í veirufræðum sem til staðar eru í Wuhan - getur hugsast að vinsæl samsæriskenning innan Bandaríkjanna hafi áhrif þar um, m.ö.o. vírusinn sé upprunninn í rannsóknarstofu eða hafi lekið þaðan: Pompeo presses China to allow lab inspections

Skv. frétt hafi Trump rætt við kínverskan kollega sinn: Pompeo calls for China cooperation amid COVID-19 tensions. Og möguleikar á samvinnu ræddir.

 

Niðurstaða

Það sem ég hef áhyggjur af - er hve viðkvæmt málið er fyrir hugsanlegri pólitískri misnotkun. En ef menn mundu fara í það fara að kenna Kínastjórn pent um allt það tjón sem hafi orðið í Bandaríkjunum, þannig bandaríkjastjórn lýsti frá sér allri ábyrgð.
--Væri þar með komin fullkomin uppskrift að mjög hörðu köldu-stríði, þ.s. útbreitt fullkomið hatursástand gæti risið fljótt.

Það gæti verið gagnlegt að sjóða saman - nefnd vísindamanna þ.s. kínverskir og bandarískir mundu starfa hlið við hlið að rannsókn uppsprettu veirunnar.
--En hvaðan hún barst er hreinlega óþekkt.

Tek sem dæmi gögn er láku frá Kína: 

The first man recorded as dying from the disease came into contact with the market, but his wife — who was also hospitalised with the disease — did not, according to a paper published by Chinese researchers in The Lancet. Of 41 hospitalised patients confirmed to have contracted the disease by January 2, the study showed only 27 had contact with the market.

Skv. þessu er það ekki á tæru svokallaður -wet market- hafi raun verið sjúkdómsuppruninn.
Þannig að eina sem hægt er að segja sé - uppruninn innan Kína sé á huldu fyrir utan að vitað er að hann brýst fyrst fram í Wuhan.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kína mun standa með pálmann í höndunum að þessu loknu. Þeir eru þegar farnir að keyra efnahagslíf sitt upp. Eftir nokkra mánuði hefjast þeir handa við að kaupa upp gjaldþrota efnahagslíf Vesturlanda. Skemmtilega skrýtin tilviljun að ítök þar eru einmitt það sem stefnt hefur verið að.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.4.2020 kl. 11:03

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Siglaugsson, kannski rétt að ryfja upp kreppuna á 4. áratugnum þá voru Bandar. ca. með sömu stöðug og Kína í dag sem aðal framleiðsluhagkerfi heims - hafandi í huga kreppuvandann í Bandar. þau ár grunar mig að verið geti að það vanti eitthvað í þína kenningu -- málið er að kreppan var svo hörð í Bandar. mörgu leiti vegna þess að þeir voru þá aðal-útflutningshagkerfi heims, eins og Kína er í dag. M.ö.o. út frá þeirri reynslu -- getur það hreinlega ekki verið rétt að Kína sleppi að ráði efnahagslega séð betur en aðrir. Þar sem - sem meginútflutningshagkerfi heims sé efnahagur þeirra þar með mjög háður efnahag sinna kaupenda - þ.s. þeirra megin viðskiptavinur eru á leið með að draga mjög mikið úr innflutningi frá Kína. Getur það vart farið með öðrum hætti -- en á Kína dynji mjög stór atvinnuleysis-bylgja eins og Bandar. lentu í á 4. áratug 20. aldar.
--Hafandi það í huga, efa ég þeir fari að kaupa allt upp út um heim, þ.s. Kínastjórn þurfi þess í stað að verja peningum til að halda uppi vinnu heima fyrir -- eins og t.d. Roosewelt gerði með Dew Deal verkefnum.
**Ég held að V-Evrópa rétti fyrr við sér en Bandar. - jafnvel hugsanlega fyrr en Kína þegar öll kurl koma til grafar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.4.2020 kl. 14:07

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Við erum í styrjöld við Kína.  Xi Jing Ping, sagði vesturlöndum stríð á hendur fyrir nokkrum árum. Þetta gerði hann, þegar hann lýsti því yfir að Kína skyldi verða allsráðandi heimsveldi innan 2050.

Kínverjar, eru tugfallt verri en nasistar þýskalands.

Vandamálið er, að Pompeo hefur rétt fyrir sér. Og Trmp "segir" það sem rétt er .. en Trump er enginn "idealist". Hann vill bara fá "viðskipti" og peningar, og mun selja frelsi bandaríkjanna fyrir góðan slannt.  Hann er þó skárri en andstæðingarnir, því þeir eru þegar búnir að selja landið fyrir enn minni slannt.

Hlusti maður á Pompeo, sér maður að hann fer varlega í að ásaka Kína. Því Kína er að þessu, að ásettu ráði. Og Kína er óvinur vesturvelda ... hefur alltaf verið.

Ísland, til dæmis ... innan áratugs, munu Íslendingar ekki eiga neins staðar heima ... þið skuluð ekki halda, að þið fáið að búa á þessu eyðiskeri, þegar kínverjar eru búnir að taka hana af ykkur. Það eina sem gæti spornað við umsvifum Kína ... eru bandaríkin. En enginn núverandi pólitíkus, mun berjast fyrir því ... og allra síst Evrópa, sem sér sér tækifæri á að verða Sovét evrópu í öllu þessu fári.

Ég er orðinn gamall og grár, á enginn börn sjálfur ... svo mig skiptir þetta ekki miklu máli, þó illa fari.

Örn Einar Hansen, 23.4.2020 kl. 14:28

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Örn Einar Hansen, óttalegt bull er þetta -- "Xi Jing Ping, sagði vesturlöndum stríð á hendur fyrir nokkrum árum. Þetta gerði hann, þegar hann lýsti því yfir að Kína skyldi verða allsráðandi heimsveldi innan 2050." --  Að framsetning á þeirri hugmynd að Kína yrði öflugast allra einstakra ríkja 2050 væri stríðsyfirlýsing. Evr. er í engri hættu. Ekki Ísl. heldur. Bandar. hafa enga þörf á því að hefja einhverja stórfellda uppbyggingu til að mæta Kína. Eina sem kanar þurfa gera er að passa upp á sitt eigið hagkerfi ásamt því að viðhalda sínum Kalda-stríðs bandalögum -- þ.s. samanlagt eru þau miklu sterkari en Kína getur nokkru sinni orðið. Svona tal er fyrst og fremst þreitandi.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.4.2020 kl. 16:27

5 Smámynd: Örn Einar Hansen

Einar, þessi yfirlýsiung Xi Jing Ping er ögrun gegn núverandi jafnvægi mála. Þetta er sama og stríðsyfirlýsing við núvernadi hernaðarmætt.

Örn Einar Hansen, 23.4.2020 kl. 17:53

6 Smámynd: Örn Einar Hansen

 að segja eitthvað annað, er bara fákunnátta ... maður getur verið ósammála vestrænum stjrnmálum. En að aðhyllast kínverksum stjórnmálum fellur í annaðhvort ... heimsku ... eða nasisma, Þriðji liður, er ekki til staðar.

Örn Einar Hansen, 23.4.2020 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband