Bandarísk olíufélög lentu í þeirri einstöku aðstöðu - þurfa borga kaupendum til að taka við olíunni þeirra!

Atburðir mánudagsins í Bandaríkjunum þ.s. nokkur bandarísk olíufyrirtæki virðast hafa lent í því að - þurr-ausa sitt geymslu pláss fyrir olíu - segja fjölmiðlar einstaka í sögu Bandaríkjanna.
--En aldrei áður hafi það gerst að olía hafi gengið kaupum og sölum á -- mínus-verði. M.ö.o. að olíufélögin hafi greitt kaupendum fyrir að taka við olíunni þeirra.

  1. Vegna skorts á geymslurými fyrir olíu, hafi þau tilteknu fyrirtæki er lentu í þeim geymsluvandræðum, ekki átt annan kost en að selja olíuframleiðslu dagsins jafn óðum -- burtséð frá því hvaða verð fékkst.
  2. Er Trump frétti af þessu -- lofaði hann því að opna birgða-geymslur bandaríska ríkisins og hersins, svo olíu-fyrirtæki gætu nálgast - frekari geymslu-aðstöðu.

US oil price below zero for first time in history

Nýlega skrifaði ég þennan pistil: Þrátt fyrir 10 milljón fata minnkun heimsframleiðslu olíu, verður líklega aftur svipað ástand eftir mánuð! Líklega var Pútín að bluffa er í sl. viku hann heimtaði Bandaríkin með í samkomulagi!.

  1. Ég var þá nýlega búinn að lesa pistil á vef Financial-Times þ.s. vakin var athygli á yfirvofandi birgða-geymslu-skorti olíufyrirtækja.
  2. Þetta er hluti af ástæðunni að ég talaði um -- líkur á fjárhagsvanda fyrir olíufyrirtæki.

En verðið á olíunni er ekki eini vandinn!
Geymslur kosta einnig - ef menn geyma sífellt vaxandi magn olíu.
Þá auðvitað verður sá kostnaður væntanlega tilfinnanlegur - eftir því verðlag olíu lækkar.

  • Málið eins og ég benti á, að minnkun sú á framleiðslu sem samdist um milli Saudi-Arabíu og Rússlands -- dugar hvergi nær virðis til þess að mæta þeim offramleiðsluvanda sem olíufyrirtækin búa við þessar stundir.
  • Sá offramleiðsluvandi kemur til vegna afar snöggs og afar djúps hnattræns efnahags-hruns, sem hafi komið að öllum olíu-iðnaðinum með buxurnar á hælum.

Málið er að geymslurými er ekki endalaust eins og bandarísku fyrirtækin lentu í.
Skiptir litlu hvort menn tala um -- olíuskip.
Eða olíutanka í landi.
--Bendi á að flr. lönd en Bandaríkin gætu lent í samskonar - birgðavandræðum.

  1. Þar sem líklega varir kreppan í a.m.k. 2 - ár.
  2. Þá gæti staða olíufyrirtækja orðið áhugaverð, smám saman.
    --Ekki bara í Bandaríkjunum eftir því sem birgðakostnaður hleðst upp.
    **En væntanlega eru ekki heldur til endalaus olíutankskip.

M.ö.o. fyrirtæki gætu virkilega farið að tína tölunni.

West Texas Intermediate, the US benchmark, traded as low as -$40.32 a barrel in a day of chaos in oil markets. The settlement price on Monday was -$37.63, compared to $18.27 on Friday. Traders capitulated in the face of limited access to storage capacity across the US, including the country’s main delivery point of Cushing, Oklahoma.

After the price drop, Mr Trump reiterated plans for the US to open the federally-controlled strategic petroleum reserve to store excess oil that cannot find a home in commercial storage facilities.

Trump: We're filling up our national petroleum reserves, the strategic reserves, and we're looking to put as much as 75m barrels into the reserves themselves that would top it out, -- We're going to either ask for permission to buy it, or we'll store it, one way or the other, it will be full.

Kemur fram í frétt bandaríska þingið hafði áður hafnað ósk Trumps að fá fjármögnun þingsins til að kaupa olíu af bandar. olíufyrirtækjunum til að fylla smám saman birgðastöðvar ríkisins.
--Tæknilega mögulegt einnig er að -- bjóða fyrirtækjunum pláss á leigu.
--Þannig ríkið væri ekki að kaupa af þeim.
En það væri ekki sú fjárhagslega björgunaraðgerð sem Trump vill.

Stephen Schork, editor of oil-market newsletter The Schork Report, said he expected access to storage capacity in the US to be exhausted within two weeks — and cautioned that the collapse of the country’s oil consumption was accelerating. -- It just gets uglier from here, -- This summer is dead on arrival. The biggest demand months are not going to happen,

  • Brent, the international benchmark, lost 8.9 per cent on Monday to fall to $25.57 a barrel, but is less immediately afflicted by storage issues. 

Ég velti fyrir mér hvort það var út af vanda olíufyrirtækjanna - sem Trump um daginn óskaði fámennum hópum mótmæla gegn lokunum innan 3-ja fylkja með demókrata sem ríkisstjóra, góðs gengis í því að mótmæla slíkum lokunum?
--An það býður upp á tæknilega mögulega hótun frá Trump.

Ef fylkisstjórar hafna því að hætta lokunum.
Að Trump hvetji fylgismen sína til að standa fyrir mótmælastöðum.
--Krafan um að opna Bandaríkin aftur.

Nýjustu tölur um COVID-19 sýkingar: United States Coronavirus Cases: 792,759 (virkja hlekk til að sjá töluna núna).

Ps: Frekara olíuverðfall hefur orðið þriðjudag

Brent crude drops below $20 per barrel for first time in 18 years: Brent, the international crude marker, slipped to $18.10, indicating that markets see no immediate let-up to the collapse in oil demand...

Ps2: Brent crude er nú á -- $15.98 a barrel, its lowest point since mid-1999."

International oil prices fall to more than two-decade low

Olíuverð heldur áfram að falla ekki séð fyrir þann enda.

Heims-olíuverð farið niður fyrir 16 Dollara.

 

Niðurstaða
Það virðist kýrskýrt að bandarísk olíufyrirtæki eru í vanda. Um sl. helgi tók Trump undir kröfu frá fámennum mótmælum andstæðinga - aðgerða gegn COVID-19 innan sinna fylkja, að það eru Demókratar sem eru fylkisstjórar í þeim þrem fylkjum sjálfsagt hrein tilviljun.
Skv. frétt Financial Times um olíuverðhrunið í Bandaríkjunum, þá hefur Trump áður óskað eftir því við bandaríska þingið - ekki fengið til þess heimild, að fá fjármögnun frá þinginu til alríkisins til að kaupa olíu af bandarískum olíufyrirtækjum til að fylla upp birgðastöðvar í eigu alríkisins.
--Nú þegar blasir við að virðist neyðarástand hjá bandarískum olíufyrirtækjum, má væntanlega reikna með - einhverjum snörpum viðbrögðum frá Trump.

Spurning hvort - rígurinn milli flokkanna leiði til þess að enn verði aðgerðir til að bjarga olíufyrirtækjunum, blokkaðar á þinginu.
--Ef svo verður, mundi Trump væntanlega leita hefnda gegn Demókrötum með einhverjum hætti.

Spurning hvort Trump mundi beita fyrir sig fylgismönnum sínum, til að standa fyrir frekari mótmælum innan bandarískra fylkja - með Demókrata sem ríkisstjóra?

  • En það gæti skapað mjög áhugavert ástand innan Bandaríkjanna - í því ljósi að COVID-19 klárlega er þar enn í hraðri útbreiðslu.
    Stefnir í milljón staðfesta sýkta í nk. viku.
  • Ef Trump færi að stefna frekar á að efla mótmæli gagnvart - COVID-19 aðgerðum einstakra fylkisstjóra sem eru Demókratar.

Spurning hvað annað Trump gæti hugsanlega gert í hefndarskyni?
En ef aðgerðir gegn COVID-19 verða að -- opinni samfélagsdeilu með slíkum hætti.
--Mundi það að sjálfsögðu hraða enn frekar dreifingu smita.

Spurning hvað þá gerðist með fylgi forsetans?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Ég styð heilshugar við að sporna gegn þessu covid-19 geðveiki. Sviþjóð er eina land Evrópu, sem vit hefur ... og Trump, þó ég telji manninn hálfgerðan aula ... hefur rétt fyrir sér hér.

Síðan tek ég undir með Svíum, þegar þeir segja að þetta olíu hrun gefur einungis betra færi á að losna undan "okri" olíufursta.

Örn Einar Hansen, 22.4.2020 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband