Trump bálreiður því Roger Stone vinur hans fær ekki ný réttarhöld, Stone var dæmdur til 40 mánaða varðhalds fyrr á þessu ári þrátt fyrir afskipti Trumps af réttarhaldinu!

Roger Stone var án vafa mikill vinur Trumps, Trump er greinilega afar hlítt til hans -- mikla athygli vakti seint á sl. ári er Trump virtist gefa skipanir á Twitter að málsókn gegn Stone yrði breitt.
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna sem er þekktur fylgismaður Trumps - þá strax í kjölfarið sagði kröfu saksóknar um 7-9 ára fangelsi langt fram úr hófi, ósanngjarna.
--Í kjölfar þeirrar ádrepu, hættu 4 ðstoðar-saksóknarar er þátt tóku í málarekstri fyrir saksókn afskiptum af máli Stone, og krafa saksóknar var færð í kjölfarið niður í ósk eftir skilorðsbundnu varðhaldi, m.ö.o. að Stone færi ekki í fangelsi!

  • Eiginlega virðist sem að saksókn hafi þá lagað sig að óskum Stone um málalok.
  • Margir vildu meina það stefndi í að -- Stone fengi að ráða eigin dómsniðurstöðu.

Í þessari grein er farið yfir feril Stone: Meet Roger Stone: One of Trump's most loyal supporters who was just sentenced to serve 40 months in federal prison.

Margir vilja meina að Stone hafi meitlað Trump sem pólitíkus.
Skoðanir Trumps og Stone virðast það líkar - nánast eins og þeir séu tvíburar.
--Frægt að Stone er með risastórt tattoo af Richard Nixon á bakinu.

Augu margra voru því á því hvað dómarinn mundi gera í febrúar sl. er dómur yrði birtur:
M.ö.o. fengi Stone einungis skilorð -- eins og saksókn virtist gera skv. fyrirmælum Trumps?
Eða yrði dómur nær því sem asksókn lagði til áður en Trump hóf bein afskipti af málinu?
--Viðurkenni að ég gleymdi að fylgjast með því hver dómurinn var.

  • En Stone fékk 40 mánaða dóm, og var áður úrskurðaður sekur um alla ákæruliði.
  1. Fyrir suma var þetta líka spurning um sjálfstæði dómstóla.
  2. M.ö.o. hvort dómur fylgdi því er virtust skipanir forseta/framkvæmdavalds.

Hvað sem dómarinn hugsaði öðru leiti, þá gagnrýndi hún Stone harðlega er hún veitti honum 40 mánuði.

 

Það nýjasta er sem sagt, Stone er neitað um -- ný réttarhöld
Krafa um ný réttarhöld var sett fram á þeim grunni, einn kviðdómenda hafi logið til um sína pólitísku afstöðu og því skort nægilegt hlutleysi í máli Stone.
Stone heldur því fram viðkomandi kviðdómandi hafi logið um sína afstöðu.
Og sagði því niðurstöðu kviðdóms ómarktæka.

Stone er auðvitað niðurstöðunni að hafna beiðni um nýtt réttarhald - reiður.
Trump tekur undir í tvíti sem hefur vakið athygli.

Donald J. Trump@realDonaldTrump, 9h, This is a disgraceful situation!
Quote Tweet,
Charlie Kirk@charliekirk11
Apr 16
BREAKING: Roger Stone is DENIED a new trial by Obama Judge Amy Berman-Jackson Despite a stacked, partisan jury Despite a rigged, unfair sentencing process He STILL faces prison time while Comey & Clinton walk free This is a disgrace.
RT for a FULL PARDON of Roger Stone!

Skemmtilegt að Trump -- vísar beint í einstakling sem er að vísa í frétt Russia-Today.
Í niðurlagi fréttar hvatning um að krefjast -- náðunar fyrir Stone.

  • Það niðurlag hefur auðvitað vakið athygli, menn velta því fyrir sér hvort Trump ætli að náða Stone hugsanlega jafnvel fljótlega.
  1. Höfnun dómara í neðri - alríkisrétti - virðist á þeim grunni að -- verjandi Stone hafi fengið tækifæri til að gagnspyrja kviðdómendur - við það tækifæri hafi verjandi haft tækifæri til að rannsaka hvern kviðdómanda fyrir sig.
    Mikilvæga spurningin að mati dómara sé, hefur eitthvað nýtt komið fram - sem eðlilegt er að ætla að verjandi hafi ekki getað komast að á þeim tíma?
  2. Að mati dómara hafi krafan um nýtt réttarhald ekki sýnt fram á að kviðdómandi hafi logið - en dómari vitnar beint í svör kviðdómanda sem virðist hafa sagt á þeim tíma ekki muna hvort hefði eða ekki sett inn athugasemdir á facebook um Trump, eða mál Stone.
    Þá spyr sem sagt dómari á móti -- hver er lýgin?

    Þessi frétt inniheldur úrskurð dómara:
    Judge denies Roger Stone's motion for new trial.

  3. Dómari hafnar síðan kröfunni um nýtt réttarhald á þeim grunni, að ekki hafi verið -- sannað að um lygar hafi verið að ræða af kviðdómanda, að ekki hafi komið fram neitt nýtt, sem verjandi Stone hafði ekki aðstöðu til að komast að á sínum tíma.
    M.ö.o. færslur sem eru á netinu.
  • Væntanlega er dómari þá að vísa til athafnar er fer fram undan formlegu réttarhaldi er verjandi og sækjandi fá báðir tækifæri til að taka þátt í vali kviðdóms.
    --Við það tækifæri eiga þeir að spyrja þá spjörunum úr, og hafna þeim sem þeir geta sínt fram á að séu - vanhæfir vegna skorts á hlutleysi.
  • Ég held það sé réttur skilningur á bandarískum hefðum hvað þetta varðar - að eftir þetta líti réttarhaldið svo á að verjandi og saksókn hafi samþykkt kviðdóm.
    --Það geti því verið að dómari sé einfaldlega að vísa til þess að verjandi hafi samþykkt kviðdóminn eins og kviðdómurinn hafi verið skipaður.

Ef skilningur minn er réttur - verði krafa um nýtt réttarhald þá að byggja á tvennu:
--Meintum lygum kviðdómanda.
--Að ný gögn hafi komið fram sem verjandi Stone gat ekki vitað á þeim tíma sem val kviðdómanda fór fram.
Dómari telur greinilega hvorugt eiga við!

Trump bemoans 'disgraceful situation' after Roger Stone denied new trial

Roger Stone denied new trial and gag order lifted

--Frétt CNN er greinilega hlutdræg í mati.

 

Niðurstaða

Ég reikna með því að fljótlega líklega veiti Trump vini sínum Roger Stone náðun. En allan tímann hefur Trump staðið með Stone í gegnum réttarhaldið, sagt málarekstur fáránlegan - Stone saklausan, afstaða sem Trump heldur sig greinilega enn við þó Stone hafi verið dæmdur sekur og síðan fengið dóm.
--Hvað sem segja má um Trump er forseti Bandaríkjanna greinilega vinur vina sinna!

  • Ætla ekki að taka afstöðu til sektar/sakleysis Stone.
    Það greinilega ætlar að sannast það fornkveðna gott sé að eiga vini í háum embættum.

Meginákærurnar gegn Stone virðast hafa snúist um að hann hafi logið að FBI og haft afskipti af kviðdómendum er þóttu óeðlileg, m.ö.o. beitt þá þrýstingi. Bendi á það er alltaf lögbrot að ljúga að lögreglu, burtséð frá öllu öðru. Og í þeim löndum þ.s. kviðdóms fyrirkomulag er haft á réttarhaldi, er einnig lögbrot að beita kviðdómendur þrýstingi eftir skipun þeirra.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Maður á alltaf að lesa blöð andstæðinganna ... það verður enginn vitur af því, að hlusta á bullið í sjálfum sér og fá klapp frá bar vinunum fyrir.

Ekki er ég kunnur Roger Stone, en ég er algerlega á móti Obama og Hillary. Í mínum augum eru þau "illmenni" ... en Trump, hálfgerður auli. En það, sem hann segir ... er rétt. Og aðgerðir hans að loka á Kína, var rétt ... meðan demokratar eins og Obama, Biden og Hillary hrópuðu að loka ekki, eins og WHO. Að síðan eftir á, halda áfram að ráðast á manninn fyrir þessa ákvörðun sem hefur líklega bjargar tugum þúsunda, á að vekja hjá fólki spurningu hvort þessir Demokratar séu í raun fylgjendur "að fækka mankyninu". Og aðgerðir þeirra, veita ekki traust á dómgreind þeirra ... og því, setja skugga á þá dómara sem Obama og Co. hafa skipað.

Að einn kviðdómandi, sé "compromised" er nægilegt til að dæma dóminn "ónýtan". Þetta hefur gerst mörgum sinnum í sögu Bandaríkjanna, og frægast er jú þegar verið var að berjast fyrir réttindum blökkumanna á 70-asta og 80-ugasta áratugnum.  Og þar, var verið að berjast gegn "demokrötum". Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem demokratar í bandaríkjunum fara þessa leið ... og verður ekki fyrsta skiptið heldur, þegar þeir fá blóðnasir frá alríkisdómstólnum, efri.

Örn Einar Hansen, 19.4.2020 kl. 20:03

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Örn Einar Hansen, það er ekkert er bendir til þess að bann trumps á Kína hafi bjargað nokkrum manni - það að hvergi í einu landi eru flr. sýktir en í Bandar. segir aðra sögu -- hann virðist hafa haft svo sterka trú á þeirri einu aðgerð að hann uggði ekki að sér; þ.s. hann átti að gera var að hefja umtalsverða prófunarherferð samhliða banninu - en prófanir eru eina leiðin til að raunverulega vita hvort aðferðin skilar árangri. Þess í stað hófust ekki stórfelldar prófanir fyrir eftir miðjan mars, þegar ca. 44 fylki voru þegar búin að tilkynna dreifingu smita -- þá var það orðið of seint. Þetta eru stóru mistökin hans, það á ekki að segja annað en að það hafi verið mistök -- að tékka ekki á því hvort aðgerðin var að virka. 
**Vegna þess að prófanir skorti á tímabilinu -- eru það einungis vangaveltur hvaðan smit bárust síðan, eða hvort jafnvel þau voru þegar komin -- en þ.e. alveg mögulegt að smit hafi þegar verið til staðar er ákvörðun um flugbann frá Kína var tekin -- það sé einfaldlega engin leið að vita -- þ.s. alltof fá próf voru gerð í Bandar. fyrir miðjan mars er Trump loks lýsti yfir neyðarstigi.
-Átta mig ekki á því hvernig þú færð út að Obama eða Clinton hafi verið illmenni.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.4.2020 kl. 20:13

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Örn Einar Hansen, eftr 20 janúar - til mánaðarloka byrja einstök fylki Bandar. fyrst að tilkynna smit meðal íbúa, skv. því í síðasta lagi fyrir þau mánaðamót -- hefði Trump átt að lísa yfir neyðarástandi svo að unnt væri að virkja bjargir alríkisins til aðstoðar fylkjunum. Ég kem ekki auga á að Trump hafi nokkra afsökun fyrir því að hafa beðið að virðist heilar 3-vikur, á meðan bárust smit hratt yfir í 44 fylki -- -- á þeim 3. vikum, ef maður gerir ráð fyrir að smitin hafi borist fyrst frá Evr., má vera að það hafi orðið of seint að hindra meiriháttar faraldur.
Sé ekki að hvaða leiti það sé ósanngjarnt að gagnrýna Trump fyrir þessi atriði.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.4.2020 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband