Þrátt fyrir 10 milljón fata minnkun heimsframleiðslu olíu, verður líklega aftur svipað ástand eftir mánuð! Líklega var Pútín að bluffa er í sl. viku hann heimtaði Bandaríkin með í samkomulagi!

Málið var að heims-olíuverð líklega hefði endað vel undir 20 Dollurum, það fer enginn að segja mér að stóru olíuframleiðsluþjóðirnar hafi efni á það lágu verði -- líklega væri innan við 20 Dollara verð undir framleiðslukostnaði Rússlands, framleiðslukostnaður Saudi-Arabíu er áætlaður einungis 3 Dollarar á hinn bóginn!
En á móti kemur bæði lönd virðast nota olíutekjur beint til að fjármagna ríkissjóði, talað um að ríkissjóður Rússlands þurfi milli 40-50 Dollara til að vera ekki rekinn með halla, tölur um þörf ríkissjóðs Saudi-Arabíu hafa verið hærri -- a.m.k. virtist öruggt að ríkissjóðir beggja landa væru í taprekstri skv. verðum á bilinu 20-30 Dollarar.

  1. Bandaríkin hafa nú 3-vikur í röð séð atvinnuleysi hækka um ótrúlegar tölur - rafmagnsnotkun virðist á sumum svæðum í Bandar. hafa minnkað um svo mikið sem 30%.
    Stórfelldur samdráttur virðist einnig í Evrópu, og ekki gleima því lamandi hönd COVID-19 fer nú um heim allan.
  2. Það virðist afar ósennilegt að öll sú minnkun á neyslu á olíu í heiminum er líklega verður -- sé öll komin nú þegar inn.
    Það má því reikna með frekari minnkun neyslu á olíu á nk. mánuðum til viðbótar þeirri er þegar hefur orðið.
  • Þ.s. minnkun framleiðslu um 10 milljón tunnur virðist rétt svo duga til að stöðva lækkunar-ferli verðlags miðað við þá minnkun neyslu sem þegar er dottin inn.
  • Virðist ljóst, að verð líklega fari aftur fljótlega að nýju í lækkunarferli.

Eitt vandamál við samkomulag Rússlands og OPEC - það tekur ekki gildi fyrr en nk. mánuð:
G20 ministers meet to endorse Opec-Russia deal to slash oil production.

Af hverju það er vandamál var bent á af Lex hjá FT: Opec/Russia oil deal.

  • Í maí var áætlað áður en ákvörðun var tekin hjá OPEC og Rússlandi, að umfram-framleiðsla hafi tekið á leigu nánast öll stór olíutankskip sem til eru í heiminum - til að nota þau sem fljótandi geymslur.
  • Eins og ég benti á, framleiðslu-lækkun tekur ekki gildi fyrr en í Maí.
    Þegar mat óháðra aðila er að flest risaskip verði komin í hlutverk geimsla fyrir olíu.

Spurningin sem Lex velti fram -- hvar ætla framleiðendur að geyma alla olíuna sem þeir hleypa ekki inn á markað?
--Framleiðendur hafa verið að geyma gríðarlegt magn olíu, ekki selt hana - samt hafði olíuverð fallið niður í rétt í kringum 20 Dollara, stefndi niður fyrir.

  1. Þegar heims-neysla á olíu dregst frekar saman.
  2. Verður væntanlega - geimslukostnaður hratt vaxandi vandamál hjá framleiðendum.
  • En því færri skip, því hærri leigu þarf að borga fyrir frekari leigutökur skipa.
    Þá auðvitað til að geyma olíu sem ekki eru nokkrar tekjur af.

Ég hugsa þar af leiðandi að Pútín hafi vent um kúrs.
Þegar honum hafi verið gert ljóst að það hafi stefnt í gríðarlegt tap í rekstri olíuiðnaðar Rússlands!

Varðandi kröfu Pútíns frá sl. viku að Bandaríkin ættu að taka þátt í framleiðslulækkun, var það algerlega á tæru að Donald Trump gat ekki lofað nokkru slíku!

  1. Kemur einfaldlega af mismunandi kerfum - Saudi-Arabía, Mexíkó, Íran, Rússland o.flr. viðhafa - ríkisrekstur um olíu-iðnað.
    Þá er einfalt fyrir ríkisstjórnir að taka ákvarðanir.
  2. Hinn bóginn hafa Bandaríkin og Kanada olíuiðnað sem er algerlega einkarekinn.
    Það þíðir, að ríkisstjórnir þessara landa - hafa ekki valdheimildir til að fyrirskipa minnkun framleiðslu, eða tiltekin verð.
    --Einfalt mál, að Donald Trump er ófær um að mæta slíkri kröfu.

Yfirlýsing Trumps á G20 að Bandaríkin mundu minnka framleiðslu síðar á árinu.
--Var því innantómt orðagjálfur a.m.k. að einhverju leiti.

En sennilega velja einkafyrirtækin að minnka framleiðslu, frekar en að stefna dýpra inn í tap.
--Hinn bóginn, getur Trump ekki vitað að hvaða mati þau ákveða slíkt.

Hann getur einungis ályktað að slíkt séu sennileg viðbrögð.

  • Málið er að ekki einungis að Kanada og Bandar. viðhafa einkarekstur.
    Heldur eru að auki ströng lög er banna - samtakamyndun um: verðsamráð og samráð um framleiðslu; hægt er að setja menn í fangelsi fyrir að brjóta slík lög.
    --Fyrirtækin m.ö.o. mega ekki ákveða framleiðslu sameiginlega, ekki heldur verð.
    --Ríkisstjórnir eru einnig bundnar af lögum, geta ekki fyrirskipað lögbrot.

Tæknilega gætu þing þeirra landa gert umfangsmiklar lagabreytingar.
Jafnvel fyrirskipað allsherjar þjóðnýtingar framleiðslu á olíu og gasi.
--En slíkt virðist mér afar ósennilegt í þeim löndum tveim.

 

Niðurstaða

Það virðist ljóst að COVID-19 muni orsaka afar lágt heimsmarkaðsverð fyrir olíu á þessu ári - ef Rússland ásamt OPEC minnka ekki framleiðslu frekar, má vel vera verðlag fari vel niður fyrir 20 Dollara, þannig að líklega lendi lönd sem eru afar háð tekjum af olíu í miklum taprekstri.

Fyrir lönd þeirra meginhagkerfi eru ekki á grunni framleiðslu og sölu olíu.
Þá virkar þetta lága olíuverð - sem óbein efnahagsaðstoð.
Minnkar a.m.k. að einhverju leiti það efnahagstjón sem COVID-19 er að framkalla.

  • Bandaríkin rökrétt græða meir en þau tapa á lágu olíuverði - þ.s. olía og gas samanlagt sé vel innan við 10% heildar-efnahagsumsvifa Bandaríkjanna.
    --Fyrir meginþorra hagkerfis Bandar. sé olía kostnaður - neyslu-afurð.
    --Þannig að lágt verð sé gott fyrir meginhluta bandar. hagkerfisins.

Fyrir lönd þeirra tekjur eru stærstum hluta olía og gas, hlýtur lágt verðlag að vera afar efnahagslega skaðlegt -- Rússland að sjálfsögðu er eitt þeirra landa. Lít á það sem afar gagnrýnisvert á stjórnun Pútíns, að enn sé olía og gas meginþorri útflutnings Rússlands eins og er Jeltsín stjórnaði þar áður. Yfir sama árabil, höfum við borið vitni risi Kína úr fátækt til bjargálna, þróun stærsta framleiðsluhagkerfis heimsins -- þannig maður veltir fyrir sér hvernig Rússland væri ef Pútín hefði hafið samskonar efnahagsuppbyggingu!
--Í mínum augum þar af leiðandi er valdatíð Pútíns líklega töpuð ár.

  • Þessi misseri mun óhjákvæmilega þrengja mjög að í Rússlandi, samtímis er veikin geisandi þar einnig -- enginn veit í reynd hve margir eru sýktir, en afar lítt virðist að marka opinberar tölur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Hvaða þjóðir telur þú að muni verða verst úti, hvað varðar lágt verð á olíu? Tökum Saudi Arabíu og Rússland út úr dæminu ... við vitum að ríkisstjórnir þessarra landa muni fara illa, en hvað með önnur lönd? Demografískt?

Örn Einar Hansen, 11.4.2020 kl. 17:51

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Örn Einar Hansen, Venesúela kemur auðvitað fyrst upp í hugann, þegar gríðarlega aðþrengt fjárhagslega óðaverðbólga verið þar nú í nokkur ár samfellt - undir Donald Trump voru settar harðar refsiaðgerðir 2017, en óðaverðbólgan var hafin einhverjum árum fyrr -- næst á eftir væri það væntanlega Nígería -- ekki má gleyma Írak sem ekki er sterkt land í dag tjónið af stríðinu við ISIS er lauk 2017 var auðvitað mikið heilu landsvæðin nánast rjúkandi rjústir í kjölfarið.
Ætli ég hafi ekki nefnt þau allra viðkvæmustu. Þessi lönd verulega viðkvæmari en Rússl. eða SA.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.4.2020 kl. 23:56

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þegar spáð er í svona hluti vill stundum verða svo að menn tala sitt á hvað um framleiðslukostnað og það verð sem olíuríkin þurfa til að halda fjárlögum í jafnvægi.
Staða ríkja í þessum efnum er afar mismunandi og það er mikilvægt í umræðunni að halda þessu aðskildu.

Fyrir Bandaríkin skiftir þetta litlu máli fyriri ríkissjóð ,þeir taka bara lán ef illa gengur eða prenta peninga
Fyrir Bandarísk fyrirtæki er þetta hinsvegar stórkostlegt vesen af því að þau hafa margfalt hærri framleiðslukostnað heldur en hin stóru olíuríkin.
Einkum á þetta við um fracking iðnaðinn.
Þessi fyrirtæki hafa flest ekkert borð fyrir báru og munu því fljótlega fara í gjaldþrot ef ekki verður breyting á.
Þarna er eina ráðið að ríkið borgi tapið,eða að settir verði á tollar sem mun leiða af sér að Bandaríkin búi við hærra orkuverð en samkeppnisríkin.
Hvorugt er  gott til lengdar. Langverandi hærra orkuverð verður Bandarískum fyrirtækjum fjötur um fót til lengri tíma og ríkissjóður er tómur og allt styrktarfé þarf því að taka að láni

Í Saudi arabiu er staðan allt önnur.
Þeir hafa afar lágann framleiðslukostnað,kannski milli 3 og 4 dollara tunnan
Fyrirtækin geta því auðveldlega framleitt á þessu verði og komið ágætlega út
Vandamálin eru hinsvegar hjá ríkissjóði ,en þeir miða fjárlögin hjá sér við ca 80 dollara.
Pólitískar ástæður valda því að þeim er ógerlegt að lækka þetta hjá sér og þeir þora heldur ekki látið gengið falla til að draga úr kostnaði.
Saudar áttu og eiga digra sjóði,en frá því 2014 hfur gengið óhugnanlega á þessa sjóði og þeir peningar hafa mest allir farið í neyslu.

Rússland er þriðji risinn á þessum markaði.
Þar eru fyrirtækin í góðum málum eins og í Saudi Arabiu af því að framleiðslukostnaður þar er á bilinu 4 til 8 dollarar á tunnu.
Vegna þess hvernig skattlagningu er háttað geta þau framleitt olíu á lágu verði til eilífðar nóns eins og Saudar.
Ríkissjóður þarf hinsvegar 42 dollara til að halda óbreyttum fjárlögum.
Á undanförnum árum hefur ríkissjóður því ekki orðið fyri kárínum vegna lágs olíuverðs og á síðustu tveimur árum í raun safnað verulegum fyrningum.
Allur peningur sem kemur í ríkissjóð umfram 42 dollara olíuverð hefur verið lagður í sjóði.
Rússar eru þvi í bestri stöðu til að fást við lágt olíuverð til skamms og langs tíma.
Það er ekki undir neinum kringumstæðum þörf á að hlaupa undir bagga með olíufyrirtækjunum 
Af því að afkoma ríkissjóðs er miðuð við frekar lága tölu eru Rússar frekar slakir.Þeir vita sem er að olíuverðið verður aldrei langdvölum neðan við 40 dollara og þeir eru í ágætis aðst-ðu til að þreyja þann þorrann og Góuna.
Verði olíuverðið í 20 dollurum þurfa Rússar að taka 22 úr sjóðnum meðan Saudae þurfa að taka 60 úr sínum sjóðun. Í þessari tölu er allur bandaríski fracking iðnaðurinn í bullandi tapi með sinn 50 dollara framleiðslukostnað.
35 dollara verð er auðvelt fyrir Rússa í langann tíma en Saudar og Bandaríkjamenn eru enn í bullandi vandræðum,sérstaklega Saudar.

Þesii staða ríkjanna hefur væntanlega haft áhrif á hvernig samingarnir eru.
Þrátt fyrir að vera einn af hinumm stóru þurfa Rússar ekki að skera niður nema sem nemur 2 miljónum tunna á dag.
Sennilega taka Saudar á sig mestu skerðinguna.
Bandaríska framleiðslan hefur nú þegar minnkað um 2 milj tunna á dag,en það er ekki inni í þessari tölu.

Hvað gerir Trump.
Hann getur augljóslega ekki látið Fracking iðaðinn fara á hausinn á kosningaári,sérstaklega í ljósi þess að atkvæðinn hans eru þar.
Hann á hinsvegar ekki gott með að styrkja iðnaðinn eins og þörf er á við núverandi aðstæður svo mér finnst líklegt að hann grípi til tollverndar.
Með því getur hann frestað vandamálinu fram yfir kosningar.

Hvað gera Rússar.
Þeir gera væntanlega ekkert umfram þessa olíuframleiðslulækkun.
Svo bíða þeir bara. Það er í raun ekkert stórt vesen næstu árin hjá þeim.

Hvað gera Saudar.
Fyrr eða seinna verða þeir að lofa genginu hjá sér að síga til að draga úr innanlandskostnaði ríkisins.
Kannski hætta þeir stríðinu í Yemen og hætta að gera út hryðjuverkamenn.
Mér finnst líklegt að þeir aðilar í Evrópu og Bandaríkjunum sem hafa verið kostaðir af Saudum muni finna fyrir samdrætti,þetta eru mest stjórnmálamenn og háskólar.
Hvort þetta dugar til er ekki gott að segja. Kannski við eigum von á róttækum þjóðfélagsbreytingum í Saudi Arabiu,sennilega til hins verra ef það er þá hægt.


 

Borgþór Jónsson, 12.4.2020 kl. 19:21

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er í sjálfu sér ekkert að því að hafa 40% af tekju ríkisins frá olíusköttum ef því er vel stjórnað.
Þvert á móti er það gott af því að þá er hægt að hafa skatta á almenning lága.Það eykur kaupmátt og veltu.
Málið er að stýra þessu vel,og það gera Rússar.
Atburðirnir 2014 eru ekki marktækir af því að það var ekki bara lágt olíuverð heldur var samtímis gerð stórárás að Rúbluna.
Það átti að knésetja Rússneska ríkið.
Það tókst ekki eins og við þekkjum en leiddi til gríðarlegrar skuldaminnkunar landsins í erlendumm gjaldeyri.
Gjaldeyrisvarasjóðurinn minnkaði að sama skapi ,en er nú kominn í fyrra horf.
Það eru fá ríki í heiminum sem eru í eins góðri stöðu til að fást við komandi áskoranir og Rússar.
Rússar hafa alveg einstaklega gott stjórnunarteymi.
Nú er Kudrin aftur kominn í ríkisstjórnina,tvöfaldur heimsmeistari í fjármálastjórnun ef ég man rétt.

Borgþór Jónsson, 12.4.2020 kl. 19:55

5 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þú verður að hafa í huga að sem sérfræðingur ætturðu að skrifa fyrir fólk til að upplýsa það en ekki að vera með slefburð.
Ef þú hefur ekki áreiðanlegri tölur frá veikindunum í Rússlandi en koma fram í skýrslum hefurðu í raun ekkert um málið að segja.
Ef þú telur þig hafa slíkt er um að gera að láta það koma fram.

Borgþór Jónsson, 12.4.2020 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband