Heimskreppa virðist örugg ef hún er ekki hafin þegar - hátt hlutfall bílaverksmiðja í Evrópu lokar á nk. dögum, ef lokanir landamæra hætta ekki - stórfelldur samdráttur í veltutölum frá Kína - Bandaríkin eitt spurningamerki!

Það sem margir hugsa ekki enn um - er það gríðarlega efnahagstjón sem umfangsmiklar viðbragðsaðgerðir við COVID-19 eru líklega að valda, en það efnahagstjón mun óhjákvæmilega ná athygli almennings fyrir rest.
En það þíðir að líkindum stórfellda aukningu atvinnuleysis og lífskjarahrap.
Það sem verra er, að tjónið gæti orðið slíkt á efnahag landa, að mörg ár taki fyrir hagkerfin að ná sér að nýju.

 

Lokanir landamæra milli landa í Evrópu ásamt öðrum takmörkunum valda augljóslega gríðarlega miklu efnahagstjóni!

Menn eru eðlilega að einblýna á sjúkdóminn akkúrat núna - þannig að harkalegum aðgerðum er gjarnan fagnað jafnvel krafist!

European car plants close as industry crisis deepens

  1. France’s PSA, which owns the Peugeot, Citroën, Vauxhall and Opel brands, said on Monday that it would close all its European plants, including Mulhouse in France and the UK’s Ellesmere Port.
  2. Italy’s FCA Chrysler will shut eight sites, including six in its home market.
  3. Volkswagen, the world’s largest carmaker, could shut production lines because of disruptions to supply chains as a growing number of European countries close borders and impose lockdown measures, according to people familiar with the matter.
    --The plant at the German carmaker’s Wolfsburg headquarters is set to shut within days unless the group can replace parts coming from Italian and Spanish suppliers.
  4. In a day of turmoil for the region’s car industry, Renault, Ford and Nissan also shuttered facilities in Spain, and BMW’s home state of Bavaria declared a state of emergency.

Þetta ætti ekki að koma í raun á óvart - því lokanirnar skera á flutnings-keðjur og þar með framleiðsku-keðjur, þannig að verksmiðja er treystir á að fá sent varning frá verksmiðju í öðru landi, þarf líklega að einnig að loka þegar það landa lokar landamærunum.
--Nú þegar mörg lönd Evrópu hafa lokað landamærum, eru slíkar keðjur skornar þvers og kruss.
Þetta auðvitað mun framkalla mikla aukningu atvinnuleysis mjög flótlega.

Þarna er ég bara að tala um - landamæralokanir.
--En nokkur lönd hafa sett bönn er jaðra við almennt útgöngubann.
Slíkt er eiginlega nokkurn veginn það sama.
Og ef maður slekkur á tæki - með því að kippa snúrunni úr vegg.
--Þ.e. aðgerðin að slökkva á hagkerfinu.

Í skamman tíma geta menn haldið sjó, þ.e. engin viðskipti - engin laun.
En yfir tíma veldur slíkt fjölda-gjaldþrotum.
--Því aðilar geta ekki greitt af lánum, eða af greiðslusamningum.

Most airlines face bankruptcy by end of May, industry body warns

  • Þetta er örugglega trúverðug aðvörun!
  • En vart þarf að efa, að mánuðir af engri starfsemi - mundu leiða til gjaldþrota mjög margra fyrirtækja hvort sem er í þjónustu eða framleiðslu.

Enn eru ríkisstjórnir Evrópu að bæta við efnahagslega skaðsömum aðgerðum!
Erfitt er því að sjá að annað geti átt við, en að djúp Evrópukreppa sé bökuð kaka!

 

Tölur frá Kína eru sláandi!

Ath, tölurnar frá Kína eru einungis yfir fyrstu 2 mánuði ársins, líklegt að lokanir heils héraðs lokun er hófst 23. janúar - lokun sem enn stendur yfir, hafi orsakað viðbótar efnahagstjón síðan.
Rétt að benda á Wuhan hérað er eitt mikilvægasta hérað Kína efnahagslega séð.
Síðan getur lokunin sjálf verið - tvíeggjuð.
--Því ég efa að Kína geti opnað aftur Wuhan, áður en bóluefni hefur verið dreift til annarra héraða Kína -- lokunin gæti því staðið í töluvert langan tíma, verið kannski dálítið Fyrrískur sigur.

Chinese economy suffers record blow from coronavirus

  1. Industrial output tumbled 13.5 per cent in the first two months of this year,...
  2. The urban unemployment rate also surged to 6.2 per cent in February...
  3. China retail sales plummeted 20.5 per cent year on year in January and February ...
  4. ...fixed asset investment fell 24.5 per cent, down from 5.4 per cent growth when the data were last reported.
  5. Growth in services production contracted 13 per cent in the first two months ...

Þetta telja hagfræðingar líklega þíða að umsvif innan kínverska hagkerfisins hafi - minnkað um heil 13% fyrstu 2 mánuði ársins.
--Sem er svakalegur skellur.

Skv. því gæti fyrsta raunverulega efnahagskreppa Kína, síðan landið hóf umfangsmikla efnahagsuppbyggingu fyrir rúmum 30 árum -- verið nú þegar hafin.

 

Bandaríkin eru spurningamerki!

Harka í aðgerðum hefur a.m.k. ekki enn náð þeim hæðum sem sjá má stað í Evrópu og Kína, þó að einstök fylki hafi fyrirskipað - samkomubönn og einhverju leiti takmarkaða útiveru.
--Sé það ekki á valdsviði fylkja að ganga lengra!

Flestir ættu að vita að Donald Trump lýsti yfir neyðarástandi sl. fösudag.
Að í sl. vöku höfðu 44 fylki Bandaríkjanna tilkynnt smitdreifingu.
--Það einfaldlega sé opin spurning hver staða dreifingar COVID-19 er.

Mikið er af heitri umræðu á samfélagsmiðlum er virðist einkennast af vangaveltum frekar en þekkingu -- hinn bóginn hefur of lítið verið um prófanir innan Bandaríkjanna á því hvort fólk er smitað af COVID-19 til þess að hægt sé að fullyrða margt um dreifingu þess sjúkdóms.
--Ég geri ráð fyrir því að ef staðið verður við yfirlýsingu Trumps um opnun 2000 skoðanastofa í þessari viku, að sannleikurinn komi í ljós fljótlega.

  1. Efnahagstjón Bandaríkjanna sé því klárlega opin spurning.
  2. Þó rétt að taka fram, að sjálf óvissan veldur tjóni - að vita ekki hver staðan er, sé nóg til þess að fjárfestingar fara ekki fram - fólk haldi aftur af sér í neyslu.

Global recession already here, say top economists

Gita Gopinath, IMF chief economist -- Kenneth Rogoff, a Harvard University professor -- Maurice Obstfeld, a professor at University of California, Berkeley -- Olivier Blanchard, senior fellow at the Peterson Institute -- Raghuram Rajan, professor at Chicago Booth School of Business and a former Indian central bank governor -- Vítor Constâncio, former vice-president of the European Central Bank -- Erik Nielsen, chief economist of Italy’s UniCredit.

Það sem virðist rödd hópsins, meginatriðum sammála að heimurinn sé að detta í eða dottinn í kreppu, og að sú muni standa a.m.k. fyrri hluta þessa árs.
Þeir bjartsýnni meðal hópsins, telja að röggsöm inngrip á seinni hluta árs frá seðlabönkum og ríkisstjórnum, þegar COVID-19 væri að mestu búin að ganga í gegn.
--Gæti ræst hagkerfin að nýju.
Þeir bjartsýnni telja að þetta sé ekki skuldakreppa, heldur tímabundin kreppa af völdum aðgerða er beinast að baráttu við hnattrænan sjúkdóm - telja því ekki að áhrifin þurfi að vera langvinnari en svo að -- röggsamar efnahagsaðgerðir fljótlega í kjölfar þess að sjúkdómurinn fer að réna geti ræst hagkerfin að nýju.
--Hinn möguleikinn virðist sá, að sá hluti hópsins vanmeti tjónið, og kreppa standi lengur t.d. 2 ár.

 

Niðurstaða

Heimskreppa virðist mér bökuð kaka, og því eiginlega eina mikilvæga spurningin - hversu djúp. Ástandið innan Bandaríkjanna hvert það raunverulega reynist vera, gæti haft mikið um það að segja, þ.e. ef Bandaríkin ná fljótt tökum á sjúkdómnum gætu þau verið mótor fljótlega aftur í hagkerfi heimsins.
Ef aftur á móti, slæm sýn er reyndin, gætu Bandaríkin sjálf verið leið yfir í djúpa niðursveiflu og það mundi þá að sjálfsögðu bætast við niðursveiflu annars staðar.
Spurningin hvort þeir bjartsýnni eða svartsýnni af hagfræðingunum ég nefni að ofan hafa rétt fyrir sér gæti þar af leiðandi staðið eða fallið á því hvert ástand mála reynist raunverulega vera í Bandaríkjunum.
En það væntanlega birtist öllum á nk. dögum eða vikum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband