Þetta er líklega mesta útbreiðsla vírussins sem fyrst greindist í Kína - í Evrópulandi. Áhugavert hversu hratt þetta gerist - fyrst tilvik greint á föstudag, á sunnudag tilvik greind yfir 150 - yfirvöld voru ekki enn á sunnudagskvöld búin að greina, hver bar veiruna upphaflega.
--Skv. fréttum á sunnudagskvöld, höfðu engvir þeirra sem á þeim punkti höfðu greinst, haft nokkur samskipti við Kína - né Kínverja; þannig að einhver sem yfirvöld voru ekki enn búin að leita uppi - er upphaflegi dreifarinn í samhengi Ítalíu.
--Vegna þess að sá var ekki enn fundinn, óttast yfirvöld hið versta að tilvikum geti átt eftir að fjölga verulega á nk. dögum!
- En meðan sá finnst ekki, meðan sá er ekki nægjanlega veikur sjálfur til að leita til læknis.
- Þá hugsanlega heldur sá áfram daglegu lífi, og dreifir.
Hættulegustu dreifararnir hugsanlega eru þeir, sem ekki veikjast nægjanlega - þeir halda þeir séu með flensu, taka þetta ekki alvarlega - halda áfram að sinna daglegum erindum.
Svæði á Ítalíu sem búið var að setja í sóttkví á sunnudagskvöld!
Italy quarantines northern towns in coronavirus outbreak
3-Ítalir voru dánir skv. fréttum sunnudagskvölds!
Ef maður deilir 150 greindum tilfellum í 3 -- fæst akkúrat talan: 2%
Þetta virðist ítrekað vera dánarhlutfall það er birtist!
Ítalír á þeirri stundu höfðu ekki hugmynd um hve margir eru í reynd sýktir.
Hafandi í huga hversu hratt greindum tilvikum hefur fjölgað.
Ég er ekki klár hve langur meðgöngutími sjúkdómsins er - áður en menn veikjast fyrir alvöru.
--Get ég vel skilið að erfitt sé að, stöðva útbreiðslu eftir hún er þegar hafin.
Vandamálið er ekki síst, hve auðveldlega fólk ferðast um Evrópu.
Dreifarinn gæti verið útlendingur er kom þarna við - lenti t.d. í Milano.
Ákvað að hafa stutta viðdvöl á N-Ítalíu. Áður en sá færi heim!
--Heim gæti þá verið eitthvert landanna í næsta nágrenni.
Ef sá ferðast síðan t.d. með lest, gæti sá sýkt farþega þar - sem síðan dreifa sér hvert það er sem þeir síðan fara, og sjálfir fara að dreifa - áður en þeir veikjast nægilega!
--Úff, ég er að segja, ég óttast að þetta verði ekki stöðvað!
- Sjúkdómurinn fari sennilega hraðferð um Evrópu úr þessu.
Eins gott að yfirvöld hér hafa verið að undirbúa sig. - Nú er spurning, hvort ekki þurfi að loka landinu!
Skítt með ferðaþjónustuna!
Hugsið -- 2% dánartala!
Ef hún helst, 100.000 veikjast -- farast 2.000 af hverjum 100.000.
Þetta er eins og rússnesk rúlletta -- enginn veit fyrirfram hver er einn af 2%.
--Það er ekkert bóluefni enn!
Niðurstaða
Kannski telur einhver þetta -alarmist- að tala um að loka landinu. En hugsið, fólk flýgur út um allt - til og frá Evrópu, hittir alls-konar fólk. Fólk sem eru dreifarar - geta hugsanlega haldið sig fyrst - bara vera með kvef, hugsanlega flensu. Fólk er svo oft með kvef eða flensu, margir hugsa lítt um það. Halda bara áfram því sem þeir eru að gera!
Það er svo mikill fj. ferðamanna sem fer til Íslands, ef ferðaþjónustan heldur áfram eins og ekkert -- verður engin leið að forða því sjúkdómurinn komi hingað.
--Meðan enn hefur ekki verið búið til bólu-efni, er þetta virkilegt alvörumál!
- Kannski á maður að panikkera einmitt núna!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hingað til lands koma margir ferðamenn. Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær! En landamærum virðast aldrei lokað fyrr en vírusinn berst til viðkomandi lands. En þá er vörnin kannski orðin of sein.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 23.2.2020 kl. 23:50
Legg eindregið til að landinu verði lokað í svona 2-3 mánuði. Látum reyna á matvælaöryggið og sjáum hvernig okkur gengur að skrimta án eitraðs útlensks matar.
Þorsteinn Siglaugsson, 25.2.2020 kl. 15:45
Þorsteinn Siglaugsson, óttalegur kjánagangur er þetta - þó lokað sé fyrir fólksflutninga tímabundið þ.s. þjóðin hefur fengið mótefni, þá þíðir það ekki - að ástæða sé að stöðva flutninga á varningi. Það er hægt að gera sérstakar ráðstafanir þegar farmskip og fragtvélar koma við, vel viðráðanlegt -- allt annar hlutur en að taka stöðugt við tugum til hundruða þúsunda einstaklinga. Hafðu í huga að fjöldi fólks getur látið lífið, eru mannslíf einskis virði?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 26.2.2020 kl. 02:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning