Það er ekki margir í dag sem vita það, af hverju milljarðamæringar eins og Bloomberg, og Donald Trump - geta varið ótakmörkuðu fé til eigin kosningabaráttu.
Um er að ræða 2-dóma, þ.e. frá 2010 CITIZENS UNITED v. FEDERAL ELECTION COMMISSION annars vegar og hins vegar MCCUTCHEON ET AL. v. FEDERAL ELECTION COMMISSION sjá einnig umfjöllun NewYorkTimes um síðari dóminn: Supreme Court Strikes Down Overall Political Donation Cap.
Bloomberg hefur örugglega í krafti peninga sinna betur en Sanders!
Afstaða meirihluta hæstaréttar Bandaríkjanna var sú, að takmörkun á rétti einstaklinga til að reka baráttu fyrir málstað eða stuðning við kosningabaráttu með eigin fé -- væri óþolandi inngrip tjáningarfrelsi einstaklinga!
--Hafið í huga, sjónarmið um réttlæti - um afleiðingar ákvörðunarinnar fyrir lýðræði, virðast ekki hafa fengið áheyrn hjá hinum íhaldsama meirihluta.
- Síðasta kosningin til forseta skv. gömlu reglunum þegar - takmarkanir giltu á rétt til fjárframlaga giltu, var 2012 Obama vs. Romney.
- Strax 2016 einungis 2-árum eftir gildistöku dómsins, nær kjöri Donald Trump - milljarðamæringur.
- Nú 2020, er Michael Bloomberg ca. 10 - sinnum rýkari en Trump, þegar búinn að verja 400 milljón dollara í prófkjörsbaráttu fyrir útnefningu Demókrata flokksins -- sem ath. er meira fé en Trump varði til allrar sinnar kosningabaráttu -- ljóst því að Bloomberg á eftir að verja miklu - miklu - miklu meira fé!
--Skv. þessu er ljóst hvað í stefnir, þ.e. slag milljarðamæringanna!
US Supreme-Court Decision - virðist hvorki meira né minna en hafa framkallað stórfellt tjón á bandarísku lýðræðis-kerfi þ.s. afleiðingin virðist sú, að héðan í frá hafi milljarðamæringar stórfellt forskot á aðra í keppni um embætti forseta.
--Rétturinn hafi pent afhent stjórn Bandaríkjanna yfir til auðugasta 1%.
- Vanalega vinnur það framboð er ver meira fé.
Þannig að líklega hefur Bloomberg betur, fyrst innan Demókrata-flokksins, síðan gegn Trump.
Kosningin muni líklega staðfesta ástand - sem nálgist það að nefnast, hrun lýðræðiskerfis.
Chief Justice John G. Roberts Jr.: There is no right in our democracy more basic, - than the right to participate in electing our political leaders. -- Money in politics may at times seem repugnant to some, but so, too, does much of what the First Amendment vigorously protects. If the First Amendment protects flag burning, funeral protests and Nazi parades despite the profound offense such spectacles cause it surely protects political campaign speech despite popular opposition. -- ...the overall caps placed an unacceptable burden on an individuals right to participate in the public debate through political expression and political association. -- The government may no more restrict how many candidates or causes a donor may support than it may tell a newspaper how many candidates it may endorse,
Með tilvísun til tjáningafrelsis voru sem sagt - takmarkanir á heildar-framlögum einstaklinga til kosningabaráttu - afnumdar, skilgreindar stjórnarskrárbrot - brot á tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrár Bandaríkjanna!
--Afleiðingar þessarar afdrifaríku ákvörðunar sjást í dag í framferli Bloombergs, er virðist geta varið fullkomlega ótakmörkuðu fjármagni til eigin kosningabaráttu - þess vegna milljörðum dollara af eigin fé, og líklega gerir hann nákvæmlega einmitt það.
- Þetta þíðir, að ofsaríkir einstaklingar -- geta keypt embætti forseta.
Meðan takmarkanir giltu á heildarframlögum -- þá var það raunveruleg takmörkun á getu milljarðamæringa, til að ráðskast með embætti forseta Bandaríkjanna. - En með því að þeir geta í dag varið ótakmörkuðu eigin fé, þá virðist embætti forseta orðið að -- þeirra eign!
Obama var líklega síðasti forseti Bandaríkjanna sem ekki er milljarðamæringur.
Bendi á að Clinton var ekki milljarðamæringu meðan hann var forseti, hann auðgaðist stærstum hluta eftir að hann hætti sem forseti, þ.e. árin á eftir!
Niðurstaða
Spár um slæmar afleiðingar dóms hæstaréttar Bandaríkjanna sem afnam takmarkanir við heildarframlögum einstaklinga til kosningabaráttu - eru rækilega að koma í dagsljósið í dag. Kjör Donalds Trumps 2016 var einungis - fyrsta aðvörun. Það sem líklega verður kjör Michael Bloomberg 2020 eftir líklega milljarða dollara eyðslu af eigin fé, mun væntanlega kóróna þann ósóma sem meirihluti hæstaréttar Bandaríkjanna hefur skapað.
--En þetta virðist hvorki né minna vera heldur en, stórfelld eyðilegging á bandaríska lýðræðiskerfinu - með ákvörðuninni virðist hæstiréttur Bandaríkjanna hafa afhent forsetaembætti Bandaríkjanna að fullu yfir til stéttar milljarðamæringa innan Bandaríkjanna.
Ég reikna fastlega með því að ríkari milljarðamæringurinn hafi betur í krafti peningaausturs.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:54 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta eru að mörgu leyti áhugaverð framsetning, en þú gleymir því að í raun kaupir enginn forsetaembættið, það dugar nefnilega ekki að eyða meira fé en keppinauturinn.
Ef svo væri, sæti Hillary Clinton nú sem forseti Bandaríkjanna. Hún eyddi ca. 2:1 á móti Trump.
Hún safnaði 1.2 milljörðum dollara og eyddi því öllu, alla vegna segir bókhaldið það.
Trump notaði rétt rúmlega 66 milljónir dollara af eigin fé, og eyddi í kringum 650 milljónum.
En staðreyndin er sú að það er alltaf erfitt að setja lög sem ná vel utan um kostnað í kringum kosningabaráttu. Það er svo margt sem kemur til. Það er hægt að framleiða kvikmyndir/heimildarmyndir sem styðja ákveðinn málstað, eða eru á móti öðrum. Það eru sett á svið hápólítísk leikrit.
Víða eyða stéttarfélög stórum upphæðum í auglýsingar í kringum kosningar. Síðan eru Bandarísku Super-PACs, sér kapítuli út af fyrir sig.
Bloomberg spilar að vísu í "annari deild" en Trump, en ég tel það alls ekki gefið að hann vinni forkosningar Demokrata, þó að ég telji hann langt í frá slakasta kostinn.
G. Tómas Gunnarsson, 20.2.2020 kl. 23:38
G. Tómas Gunnarsson, -- H.Clinton tapaði vegna þess að hún sætti rannsókn FBI - tvisvar, seinna skiptið loka-vikur kosninga-baráttunnar - ég er í engum vafa að ef hún hefði ekki sætt glæparannsókn á svo viðkvæmum tíma kosningabaráttunnar, væri hún forseti Bandaríkjanna í dag, Bloomberg væri þá líklega í staðinn í framboði fyrir Repúblikana.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.2.2020 kl. 23:45
G. Tómas Gunnarsson, punkturinn er sá, að ef þú verð miklu meira fé en keppi-nauturinn - er það mjög raunverulegt forskot. Það fullkomlega tryggir ekki kjör, en án þess að annar stór þáttur komi inn í sem skaði á móti stöðu viðkomandi - sé það afar sennilegt að sá sem verji meira fé - hafi sigur.
Með því að afnema takmörk á rétti einstaklinga til að verja fé til eigin kosningabaráttu, veitti US Supreme Court milljarðamæringum stórt forskot á keppinauta er ráða yfir minna fjármagni.
Líkur séu því sterkar á því að nær allir framtíðarforsetar verði einungis úr hóp milljarðamæringa.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.2.2020 kl. 23:50
Það er algengt að Clinton stuðningsmenn vilji alfarið kenna "Comey bréfinu" um tap hennar. Enginn veit þó hvort og hvað mikil áhrif það hafði. NYT var t.d. með góða grein um það, og verður ekki sakað um að vera hliðholtt Trump.
https://www.nytimes.com/2018/06/14/upshot/did-comey-cost-clinton-the-election-why-well-never-know.html
Staðreyndin er sú að á kjördag sýndu skoðanakannanir Hillary enn í forystu með ca. 3.2% og yfir 70% líkur á sigri. Reyndar höfðu aðrar kannanir sýnt hana byrja að tapa forystunni áður en "Comey bréfið" kom til sögunnar.
Staðreyndin er sú að skoðanakannanir hafa átt í vaxandi erfiðleikum með að fá "réttar" niðurstöður. Sumir vilja meina vegna vaxandi vantrausts á fyrirtækjunum og svo því að "panelar" séu einfaldlega ekki réttir. Þess utan er erfitt að sjá fyrir hverjir mæta á kjörstað.
Það þarf ekki nema að nefna Bresku þingkosningarnar árið 2015 og svo aftur Brexit kosningarnar.
Sumir vilja meina að stór þáttur í því að Clinton náði ekki sigri gegn Trump hafi hafi verið að kosningaþátttaka svartra var hlutfallslega minni en jókst hjá hvítum.
Það er heldur ekki eins og að kosningabarátta Trumps hafi verið án skandala og uppákoma.
Það er líka vert að hafa í huga að það má segja að Trump, þó að hann sé milljarðamæringur, hafi eytt minna en flestir mótherjar hans í forkosningum Repúblikana. Eins og áður þá eru peningar ekki allt og tryggja ekki árangur.
https://www.politifact.com/factchecks/2016/jul/01/michael-caputo/trump-was-outspent-his-closest-primary-opponents/
Trump var alls ekki minn kostur sem forseti, en það þýðir ekki að líta fram hjá því að hann vann nokkuð pólítískt afrek. Og andstæðingar hans, bæði í forkosningum og kosningum, eyddu mun meira fé.
Það er líka vert að hafa í huga að í heildina var minna fé eytt í kosningum 2016, en árið 2012.
https://www.huffpost.com/entry/56-years-of-presidential-campaign-spending-how-2016_b_5820bf9ce4b0334571e09fc1
Þannig að ef að ætti að segja að forsetaembættið hafi einhverntíma verið keypt, var það líklega keypt "handa" Obama, en það er önnur saga.
G. Tómas Gunnarsson, 21.2.2020 kl. 02:23
Hvernig getur nokkrum manni dottið í hug seinni rannsóknin hafi ekki verulega skaðað hennar framboð, virkilega. Þeirri rannsókn lauk ekki fyrr en í lokavikunni sjálfri, niðurstöður voru tæpar í fj. fylkja þ.e. Trump vann einungis naumlega. Meðan söng framboð Trumps stöðugt - croocked Hillary. Í alvöru talað, hvernig er hægt að yfir höfuð efast er fyrir utan minn skilning. Eiginlega alveg út í hött í mínum augum, að halda því fram þær kringumstæður hafi ekki stórskaðað hennar framboð. Þú sást þetta allt líka, þannig hvernig getur þú sjálfur mögulega efast. Það sem ekki er ástæða að hlusta á frá Clinton er kvörtun rannsókn hafi verið ósanngjörn. En þ.e. augljóst að rannsóknin réð baggamun að Trump náði kjöri - hafðu í huga stuðningsmenn Trumps hafna þessu gjarnan vegna þess ekkert má skyggja á sigurímynd Trumps í þeirra augum, þess vegna hafna líklega aðilar er tengjast Repúblikanaflokknum hinni augljóslega réttu skýringu. Umræðan í fjölmiðlum innan Bandaríkjanna er orðin svo rosalega partican að margir eru hættir að flytja sannleikann - báðar fylkingar þar um sekar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.2.2020 kl. 10:30
Það hefur að ég best veit enginn haldið því fram að "Comey bréfið" hafi ekki skaðað framboð Clinton. Án efa gerði bréfið það, en það var aeins einn af mörgum þáttum sem saman ullu því að hún tapaði.
Stuðningsmenn hennar hafa ekki verið í vandræðum með að finna "afsakanir", "Comey bréfið", "Rússana", Wikileaks bréfasafnið, Cambridge Analytics, o.s.frv.
Ég er þeirrar skoðunanur að allir þessir þættir hafi spilað inn í, en þeir voru enn fleiri.
Þetta er mikið flóknara samspil en svo að benda á einn þátt, en það vilja flestir finna auðvelda og einfalda "sökudólginn". Greinn sem ég setti hlekk á í NYT, útskýrir þetta ágætlega.
En svo var kosningabaráttan hennar ef til vill kauðsk og ekki rétt byggð upp, líklega var um kerfisbundið vanmat á Trump að ræða og vissan um sigur skemmdi kosningabaráttuna.
Þetta "kvót" segir hluta sannleikans: In response to the same comments, David
Axelrod, former campaign manager and presidential adviser to Barack Obama, said in an
interview on CNN: “Jim Comey didn’t tell her not to campaign in Wisconsin after the
convention. Jim Comey didn’t say ‘don’t put any resources into Michigan until the final week of
the campaign”
En þetta er nú útúrdúr frá upphaflegu færslunni sem fjallaði um peninga of forsetaframboð. Trump eyddi minna fé en svo gott sem allir keppinautar hans í forkkosningunum, Ted Cruz eyddi umtalsvert meira svo dæmi sé tekið. Trump eyddi helmingi minna fé en Hillary í kosningunum. Miklu minna fé var eytt í forsetaskosningunum 2016 en 2012.
Ég held ég geti fyllyrt að Trump mun eyða afar littlu ef nokkru af eigin fé í næstu kosningum, en hann mun að sjálfsögðu safna mun meira fé en í þeim síðustu.
Það getur farið svo að Bloomberg nái að fá útnefningu Demokrata, ekki ætla ég að útiloka það, en það er alls ekki gefið.
En það er ekki eins og hann þurfi að sigra einhverja glæsilega fulltrúa, svona frá mínum bæjardyrum séð alla vegna. Myndi ég frekar kjósa Bloomberg en Sanders? Engin spurning.
G. Tómas Gunnarsson, 21.2.2020 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning