Financial Times birtir merkileg gögn um ofsóknir á Uighur fólkinu í Kína

Upplýsingar FT eru á grunni leka gagna sem komið var til blaðamanns um ofsóknir Kínastjórnar í Karakax í Xinjiang - blaðamenn FT vörðu töluverðum tíma til að sannreyna gögnin eftir því sem þeir best gátu, hið minnsta staðfestu þeir tilvist þeirra umfangsmiklu fangabúða sem reknar eru í grennd við Karakax, auk þess að skoðun á gerfihnattamyndum sýnir umtalsverða uppbyggingu á vinnu-búðum og iðnaði í grennd við þær vinnubúðir er virðast nýta ófrjálst vinnuafl. Þeir náðu einnig í einhverjum fjölda tilvika að staðfesta að þeir einstaklingar sem nefndir eru á nafn í gögnum, raunverulega hafi verið handteknir og vistaðir þ.s. ættingjar þeirra gátu ekki viðhaft tengsl við viðkomandi.
--Niðurstaða blaðamannanna er sú, að gögnin séu trúverðug:
The Karakax list: how China targets Uighurs in Xinjiang.

Image result for karakax concentration camp

Ahyglisverður listi yfir ástæður fyrir handtöku og vistun!

  1. Breaking family planning laws
  2. Travelling to one of 26 ‘sensitive’ countries
  3. Being involved in the 2009 protests in the city of Urumqi
  4. Going on a hajj pilgrimage
  5. Being related to someone who is detained
  6. Being an ‘untrustworthy’ individual
  7. Providing a place for ‘illegal’ worship
  8. Secretly taking religious texts from the mosque to pray at home
  9. Owning a passport
  10. Growing a beard
  11. Being a ‘wild’ (unofficial) Imam
  12. Using a virtual private network — software that allows access to websites banned by China
  13. Owning ‘illegal’ books
  14. Getting married using a fake marriage certificate
  15. Reading scripture to a child aged under 16
  16. Visiting a banned website
  17. Donating money to a mosque
  18. Disobeying local officials
  19. Praying in a public place
  20. Calling someone overseas
  21. Having previously served time in prison
  22. Downloading violent videos

Fólk sem losnar úr búðunum, virðist ekki frjálst í hefðbundnum skilningi - heldur vinnur þ.s. því er sagt að vinna, býr þ.s. því er sagt að búa - áfram undir mjög nánu eftirliti.

  1. Augljós áhersla á að einangra Uighur fólkið frá umheiminum, m.ö.o. það að hafa ferðast - hafa haft samband við útlending í gegnum síma - eiga vegabréf, getur allt dugað til handtöku og vistunar.
  2. Greinilega allt gert til að bæla niður trúarbrögð og trúarvitund Uighur fólksins, fjöldi atriða sem trúariðkun af sérhverju tagi er ástæða handtöku og vistunar.
    --Ég reikna með því að bönnuðu löndin séu múslimalönd.
    --Líklega sérdeilis áhersla á að einangra Uighur fólkið frá öðrum múslimum.
  3. Halda niður fjölda Uighur fólksins - skv. blaðamönnum FT var algengasta einstaka ástæða handtöku skv. gögnum frá Karakax, að eignast fleiri en 2 börn.
    --Hinn bóginn grunar mig að trúariðkun sé heilt yfir stærri fókus.
  • Skipulögð vinnuþrælkun er greinilega vaxandi áhersla miðað við að gerfihnattamyndir að sögn FT sýna að iðnaðarsvæði í grennd við fangabúðirnar fara stækkandi.
    --Gögn sína, að fjölda fólks sé ákveðið að halda líklega varanlega sem þrælum.

Takið eftir hve margar ástæður eru fullkomlega -- matskenndar!

Skv. upplýsingum sem blaðamenn komust að, þá sé dæmigert að - lágtsettir kerfiskarlar og konur á vegum flokksins taki allar helstu ákvarðanir - hvað skal gera við einhvern tiltekinn.
Þetta skapar augljósa hættu á stórfelldri misnotkun, að setja Uighur fólkið undir þrælvald einstaklinga - sem líklega eru ekki hálaunaðir sjálfir.
--Það má sjálfsagt líkja því við það að sjálf íbúasvæði Uighur fólksins hafi verið gerð að fangabúðum, þegar lágt settum embættismönnum hefur verið veitt þetta mikið vald yfir þeim - þ.e. rétt til að handtaka hvern sem er - að virðist hvenær sem er - að virðist halda viðkomandi eins lengi og þeim sýnist svo.
--Sagan sýnir að í öðrum löndum þ.s. fólk er sett undir - tilviljana-vald lágtsettra aðila - gjaran einnig sjálfir á lágum launum, að þá skapast að líkindum ástand þ.s. viðkomandi misbeita sínu valdi -->
Hvert ætti fólkið eftir allt saman að kvarta?
Kvörtun líklega örugg leið til handtöku.

Skv. þessu virðist svæðum Uighur fólksins hafa verið umbreytt í helvíti á Jörð.

 

Niðurstaða

Ofsóknir Kínastjórnar á Uighur fólkinu virðast ótrúlega umfangsmiklar. Lýsingar FT eru einungis frá Karakax. Umfang búða á vegum kínv. stjv. í Xinjiang virðist slíkt að þær gætu hæglega innihaldið milljón manns. Miðað við þær upplýsingar sem Financial Times komst yfir og rannsóknir blaðamanna FT hafa frekar sýnt fram á, þá er líklega ekki hægt að nota yfir þetta annað orðalag en -- Cultural Genocide.
Það er ekki beint verið að drepa fólkið, frekar virðist áherslan á að kæfa allt sem viðkemur þeirra menningu - þekkingu á þeirra eigin sögu - tengls þeirra við umheiminn. Líklegur tilgangur er sennilega sá að kæfa sjálfstæða þjóðarvitund Uighur fólksins. Gera þá að kínverjum m.ö.o.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er augljóslega einhver alvarlegur maðkur í mysunni hérna.
Þessi grein rýmar engann veginn við ítrlega skýrslu sameinuðu þjóðanna um sama efni.
Hér verðurðu að hafa í huga að fjölmiðlar í eigu CIA segja ekki alltaf rétt frá.
Í annan stað sérðu fljótt ef þú horfir á myndirnar að það er rosalega langt frá því að þessar búðir rúmi milljón manns ,enda greiniir skýrsla sameinuðu þjóðanna ekki frá neinni slíkri tölu.
Mín ágiskun væri að ef búðirnar væru allar jafn stórar og búðir 1 á myndinni mundu þær rúma max 25.000 manns.
Búðirnar virðast vera aðeins minni en Kárahnjúkabúðirnar sem rúmuðu 2000 manns en ef íbúaþéttleikin er þrefaldur á við Kárahnjúka gæti þetta verið líkleg tala.

Daginn áður en að nefnd SÞ kynnti skýrslu sína hélt Bandaríski fulltrúinn í nefndinn fréttamannafund þar sem hann fjallaði um málið.Þaðan er þessi milljón manna tala komin.
Þessi tala fyrirfinnst ekki í skýrsluni og hún er í veigamiklum atriðum frábrugðin málflutningi Bandaríska fulltrúans.
Hér verðurðu að hafa í huga að Bandaríkin eru í stríði við Kínverja og á stríðstímm eiga menn til að fara ekki með rétt mál þegar fjallað er um óvininn.
.
Heimspólitíkin er aldrei einföld. Það eru allskonar þræðir sem eru kannski ekki á yfirborðinu og er kannski ekki sagt frá af heilindum.
Vegna þess hverskonar þjóðfélag er í Kina veit í raummn enginn hver er vilji Uighur fólksins.
Það er hreinlega ekki í neinni aðstöðu til að segja álit sitt.
Það sem ég hef komist næst er að stór meirihluti fólks þarna sættir sig við yfirráð Kínverja. Það er ekki þjóðernissinnað.
Hinsvegar eru minnihluti sem vill stofna þarna einskonar Íslamskt ríki. Almenningi er jafnvel enn verr við það en yfirráð Kínverja af skiljanlegum ástæðum.
Þeim er ljóst að þrátt fyrir að Kínversk stjórnvöld séu slæm að mörgu leiti er Íslamskt ríki hálfu verra.

En hvernig má það vera að ofsatrúarhópur sem þessi skuli vera í færum til að seilast til áhrifa í ríki eins og Kína.
Svarið er eins og alltaf .Þeir njóta stuðnings að utan.
Aðal stuðningsaðili þeirra er Erdogan,en þetta er hluti af útþenslustefnu hans. Erdogan hefur líka notað þennan Uighur her sinn til að reyna að seilast til áhrifa í Sýrlandi,en hann flutti þangað töluverðann fjölda af þessum mönnum til að berjast þar með öðrum hryðjuverkamönnum. Það fór afar illt orð af óhæfuverkum þeirra þar. Þetta eru alvöru krimmar.
Íslamska Bræðralagið. og fjárstuðningur og pólitískur stuðningur frá Bandaríkjunum,sem fer vaxandi.
Þetta er orðið hluti af hernaði Bandaríkjamanna gegn Kína ,og þess vegna er svona grein skrifuð í FT.

Það má auðveldlega líkja þessu saman við það sem gerðist í Tétjeníu þar sem fámennur hópur ofsatrúarmanna tók höndum saman við Bandarískt fjármagn og Saudi Arabiska og Pakistanska trúbræður sína til að brjóta undir sig landið ,gegn vilja flestra landsmanna.
Annars vegar var vilji ofsatrúarmanna til að stofna Íslamskt sæluríki og hinsvega löngun Bandaríkjamanna til að klúfa mikilvæga sneið af Rússneska ríkinu.
Þess má geta í framhjáhlaupi að þetta tókst á tímabili og afleiðingarnar fyrir fólkið þar voru alveg hræðilegar. Alveg hræðilegar.
Það er eins og að þeir sem stjórna þessari heimsvaldapólitík í Bandaríkjunum hafi ekki snefil eftir af sómatilfinningu,hafi algerlega sagt skilið við alla mannúð.
Þeir útdeila hryllilegum þjáningum til fólks eins og þeir væru að dreyfa Smartís, til þess eins að ná markmiðum sínum um heimsyfirráð.

En hverjar eru skýringar Kínverja.
Þeirra skýring er að þeir séu að reyna að koma í veg fyrir klofning ríkisins og þeir séu að reyna að sporna við uppgangi Íslamskara öfgamanna.
Í grunninn held ég að þessi skýring sé rétt.
Hitt er svo annað mál að aðgerðir þeirra virðast frá okkar sjónarhóli vera yfirdrifnar. Það er trúlega ekki vandað til verks þegar það er verið að skilja hafrana frá sauðunum.Mjög líklega verður nokkur fjöldi saklauss fólks fyrir barðinu á aðgerðum stjórnarinnar. Reglan er líklega að það sé betra að handtaka of marga en of fáa.
Fyrir okkur vesturlandabúa er þetta óásættnalegt.
En hér verðum við að gæta þess að verða ekki katólskari en páfinn. 
Það má með nokkurri sanngirni segja að viðbrögð Kínverja séu mun hófstilltari en viðbrögð Bandaríkjanna við 9/11 til dæmis.
Samkvæmt þeirri formúku væru Kínverjar búnir að leggja Tyrkland í rúst.
Og ekki skulum við gleyma að Bandaríkjamenn starfræktu útrýmingabúðir víða um heim sem eru miklu verri en þetta, í aðgerðum sínum gegn hryðjuverkum.


Á verturlöndumm er heldur ekki tekið á því með silkihönskum ef eitthað landsvæði reynir að kljúfa sig frá ríkinu. Það eru ný og gömul dæmi um það,og gildir þá einu þó að það sé mikll einhugur á viðkomandi svæði í þeim efnum.
Mér þætti til dæmis forvitnilegt að sjá viðbrögð Whasington ef hópur Islamista reyndi að stofna Íslamskt ríki í Kaliforníu með ofbeldi og með stuðningi Kína.
Ég er nokkuð viss um að þau yrðu ekki síður harkaleg en viðbrögð Kínverja.
Enginn vill missa landsvæði og enginn vill hafa Íslamskt ríki við hliðina á sér.

Borgþór Jónsson, 23.2.2020 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856024

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband