Eldgos yfirvofandi við Grindavík - innan 50 km. radíus frá Reykjavík?

Flestir Íslendingar ættu að vita að svokallaður - Atlantshafs-rekhryggur - liggur í gegnum Ísland, að hryggurinn kemur í land á Reykjanesskaga. Að staðsetning Íslands mitt á rekhrygg, ásamt því að talið er að svokallaður - heitur reitur - liggi undir landinu einhvers staðar með miðju undir Vatnakjökli Norð-Vestanverðum, er ástæða ofsalegrar eldvirkni á Íslandi sögulega séð sem og þess að á Íslandi eru fjöldi háhitasvæða svokallaðra.
--Reykjavík sjálf, er á litlu nesi sem út frá hinu stærra Reykjanesi. En staðsetning borgarinnar þíðir, að eldvirk svæði eru nærri.

Forvitnileg mynd sem sýnir hraun þau er runnu á Reykjanesskaga á tímabili er hófst rétt um miðja 12. öld og lauk um miðja 13 öld! Takið eftir hrauninu er rann í sjó rétt við Staumsvík!

Hraun á Reykjanesskaga eftir landnám

Fréttir hafa borist af hræringum við Grindavík! Trölladyngjukerfi að vakna?

„Lít­ur út eins og byrj­un á langvar­andi ferli“

Óvissu­stig vegna kviku­söfn­un­ar und­ir Þor­birni

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna kvikusöfnunar

Viðbúnaður vegna nálægðar við byggð

Áhugavert að svokallaðir Krísuvíkur-eldar verða 1151.
Gos í Trölladyngju, Ögmundarhraun og Kapelluhraun renna.
Ef maður skoðar hvaða ár gos verða á tímabilinu frá miðri 12. öld fram á miðja 13. öld.
Er eins og að hrina gosa hefjist með -- gosi í Trölladyngjukerfinu 1151.

Eins og mynd sýnir, hafa einnig orðið fjölda gosa undan landi við Reykjanesskaga!

Engum ætti að koma á óvart að Atlantshafshryggurinn sé mjög eldvirkur, og hann liggur einmitt um Reykjanesskaga - en er einnig undan landi til Suð-Vesturs út frá Reykjanesskaga.

Mynd sýnir skjálftavirkni undanfarna daga nærri Grindavík!

Jarðfræðingar hafa áttað sig seinni ár að eldgos ganga yfir í hrinum!

Um sé að ræða - rek-hrinur, þ.e. eins og væntanlega Íslendingar hafa heyrt -- rekur N-Ameríkuplatan í Vestur, og Evrópumeginlandsplatan í Austur. Milli þeirra á Íslandi, liggur rekhryggurinn umtalaði.
--Hinn bóginn, ganga þessi rek fyrir sig í hrinum.

Svokallaðir Mývatnseldar er urðu á 9. áratug 20. aldar, hafi verið rekhrina á því svæði.
Eldgosahrina á Reykjanesskaga er stóð í ca. öld, hafi verið - slík rekhrina.
--Svæðin á hryggnum er liggja um Ísland.
--Hafi slíkar rekhrinur með hléum.

  1. Kannski 1000 ár - kannski 800 eða minna - kannski lengur en 1000 ár.
  2. Ef ný rekhrina er að hefjast á landi á Reykjanesskaga - þíði það hugsanlega að slíkar hrinur á landi á því svæði, verði á bilinu 800-900 ára millibili.
  • Á þessum punkti vitum við að sjálfsögðu ekki hvort að hrina sem virðist vera hafin, lykti með gosi.
  • Í Mývatnseldum, urðu reglulegar hreyfingar þ.s. kvika færðist í kvikuhólf undir svæðinu rétt Sunnan við Mývatn -- síðan fór hún af stað, en oft endaði hún neðanjarðar.

Þó urðu í hrinunni - nokkur gos sem myndir eru til af ef fólk vill framkvæma netleit.
Hrinan sem nú virðist hafin við - Grindavík, gæti endað með kvikuhlaupi sem nær ekki upp.
Auðvitað er ekki hægt að staðhæfa, að þetta sé upphaf að nýju - óróleikatímabili á Reykjanesskaga.

Hinn bóginn, virðist það ekki sérdeilis ósennilegt: Reykjanesskagi „kominn á tíma“ og búast má við eldgosi hvenær sem er.
--Þorvaldur Þórðarsson benti á þetta í okt. 2018.
--Að Reykjanesskagi virtist kominn á tíma.

 

Niðurstaða

Reykvíkingar hafa síðan á 20. öld verið áhorfendur af gosum annars staðar á landinu. En nú gæti verið að hefjast ný landrekshrina lík þeirri sem stóð yfir frá ca. miðri 12 öld fram á ca. miðja 13 öld, og sjá mynd að ofan skilaði nokkrum eldgosum og hraunum sem teljast náttúruvætti í dag.

Gos á Bljáfjallasvæðinu og Krísuvíkursvæðinu, geta ógnað Reykjavík. Háð því akkúrat hvar þau koma upp. Auðvitað eru útbyggðir Reykjavíkur - sérstaklega Hafnarfjörður og Grindavík, í miklu meiri hættu en íbúakjarni Reykjavíkur sjálfrar.

Eins og sjá má á mynd, náði hraun frá Krísuvíkursvæðinu að renna í sjó við Straumsvík þ.s. álver er í dag.

Við getum auðvitað ekkert annað gert en fylgst með fréttum.
Það jákvæða við eldgos á Reykjanesskaga, er að þau virðast líkleg að vera - hraungos.
Það er mun skárra, en öskugos!
--En hraunum er hægt að bægja frá byggð, t.d. með því að setja upp varnar-garða er líkjast flóðvarnargörðum -- háð því að sjálfsögðu hvernig landið liggur, hve nærri byggð eldstöð er, hve mikill hraunstraumurinn er og hve mikinn tíma menn hafa.
--En þ.e. ekkert sem tæknilega útilokar smíði - leiðigarða, til að bægja hrauni framhjá byggð t.d. til sjávar, ekki ólíkt einnig því hvernig flóðvarnargarðar gegn snjóflóðum virkuðu nýverið.

Þá auðvitað þurfa stórvirkar vinnuvélar að vera tiltækar - þægilega nærri.
Við verðum að vona að gos skelli ekki á með þeim hætti, að það þurfi að rýma svæði er bera umtalsverðan íbúafjölda.
--Ef þ.e. að skella á nýtt rektímabil á landi á Reykjanesskaga, verða gos á landi á Reykjanesskaga þá væntanlega viðvarandi hætta í ca. 100 ár eins og síðast.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fljótlegasta leiðin til þess að gera almennilega varaflugbraut fyrir Keflavíkurflugvöll er að lengja austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar út í Skerjafjörð.  

Aðeins örfáa kílómetra fyrir sunnan Keflavíkurflugvöll er eldstöðin Stapafell. 

Fyrir um þrjátíu árum var Axel Björnsson beðinn um að gera sviðsmynd af umbrotum á Reykjanesskaga.  

Þær urðu tvær. Önnur náði yfir svæðið frá Hafnarfirði og suður um. 

Haldin var æfing vegna þeirrar sviðsmyndar, en sú nyrðri þótti slíks eðlis, að henni var sleppt!

Ómar Ragnarsson, 26.1.2020 kl. 20:52

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar Ragnarsson, nákvæmlega - það mundi gera mögulegt fyrir smærri farþegaþotur að taka á loft frá Reykjavík. Hef stundum velt fyrir mér þeim möguleika, að túristar lendi beint í Reykjavík - síðan er göngufæri til næsta hótels ef maður gerir ráð fyrir gistingu nærri gamla miðbægjarkjarnanum. Auðvitað gæti slík lenging brautar út í sjó, verið mikilvægt öryggisatriði fyrir Reykjavík, ef gos gera ómögulegt að fljúga frá Keflavík a.m.k. um hríð. Til að samfélagið fúnkeri, þarf stöðugan innflutning - ef allt í einu lokaðist fyrir flug, gæti margt farið að skorta ansi hratt, því svo mikið af innflutningi er kominn yfir á flugið. Auðvitað einnig leið til að koma fólki héðan t.d. ferðamönnum ef lokun Keflavíkurvallar skylli yfir vegna nálægs eldgoss.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.1.2020 kl. 00:01

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þar sem þetta væri sennilega hraungos væri forvitnilegt að vita hvort því fylgir gasmeingun líkt og gerðist í Holuhrauni.

Ég hef ekkert séð um það í fréttum.

Borgþór Jónsson, 27.1.2020 kl. 14:59

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, alltaf gas skilst mér.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.1.2020 kl. 04:11

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband