Það sem veldur mér vonbrigðum með -impeachment trial- Trumps, að Repúblikanar ætla ekki að láta hann svara fyrir lögbrot sem lögfræðiskrifstofa Bandaríkjaþings úrskurðaði um!

Vegna þess að sannarlegt lögbrot liggur fyrir, þá væri eðlilega nálgunin að farið væri alfarið eins að og er gengið var á Bill Clinton á sínum tíma, vegna þess að hann laug að þinginu um framhjáhald með Monicu Levinsky.
--Það sem þarf að hafa í huga, allir forsetar sverja eið fyrir þingmönnum beggja deilda Bandaríkjaþings - um hollustu við stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Slíkir hollustueiðar eru afar forn aðferð, en fela skv. hinni gömlu hefð í sér ígildi ráðninga-samnings.
--Allir forsetar hafa þurft að sverja eiðinn, þegar athöfninni er lokið - er viðkomandi formlega forseti Bandaríkjanna. Samhengið, að sverja eið - verða forseti, er því fullkomlega skírt.

Ég tel mig fremur vissan, að tengingin milli eiðsins og það að eiðurinn formfesti valdatöku nýs forseta - sé grunnurinn að baki heimild þingsins til að -reka- forsetann.
--Þá er eðlilega horft til þess, hvort forseti hefur rofið eiðinn.

  1. Því eðlilegt að horft sé til lögbrota.
  2. Lögbrot sé skv. því, eiðbrot - þ.s. svardaginn tengdist valdatökunni, veiti eiðbrotið átyllu til brottreksturs.
  • Dálítið eins og samskipti háttsetts starfsmanna í fyrirtæki og forstjóra -- ef starfsmaðurinn braut starfsreglur, er viðkomandi eðlilega kallaður á teppið.
    --Slíkt þíði ekki endilega brottrekstur sé niðurstaðan, en slíkt sé eðlilega til skoðunar, en starfsmaður þurfi þá væntanlega að sannfæra forstjórann að hann muni ekki brjóta af sér aftur - að starfsmaðurinn sé enn fullur áhuga á starfinu, og því að vinna fyrir fyrirtækið o.s.frv.

M.ö.o. mér finnst að Repúblikanar ættu með réttu að samþykkja að kalla Donald Trump til yfirheyrslu í þingsal - láta hann svara fyrir lögbrotið.
--En eins og í ímynduðu tilviki milli starfsmanns og forstjóra, þurfi niðurstaðan ekki að vera brottrekstur - en eðlilegt að svör þau sem veitt séu við spurningum, hafi áhrif á það hver niðurstaða slíkra bollalegginga yrði.

Office of Management and Budget—Withholding of Ukraine Security Assistance

 

Ég tek auðvitað fram, að sú útkoma að líklega verði ekki gengið þannig á forsetann kemur mér alls ekki að óvörum!

Hinn bóginn, þarf þingið að gæta að sínum rétti - en þingið hefur löggjafar-valdið.
Meðan forsetinn á að hlíða lögum, sem þíðir - þingið setur honum reglurnar.
--Ef forsetinn, brýtur lög - þá er hann einnig að ganga á rétt þingsins.

Það er óhjákvæmilega alltaf togstreita milli - framkvæmdavalds og þings.
Þ.s. framkvæmdavald gjarnan vill leitast við að - víkka út sitt vald.
Meðan að þingið - leitast við að verja þau valda-mörk er hafa tíðkast.

  1. En punkturinn í þessu er sá, að ef þingið bandaríska gætir ekki þess, að viðhalda sinni stöðu sem verið hefur - milli framkvæmda-valds og þings.
  2. Getur afleiðingin orðið sú, að veita framkvæmdavaldinu aukið vald-svið umfram þ.s. áður hefur tíðkast.

Slíkar breytingar þurfa alltaf að fara fram með mikilli gætni.
Því erfitt getur síðar verið að færa - strikið aftur til baka.
--Höfum í huga, víkkað vald-svið gildir þá einnig fyrir næstu forseta.

M.ö.o. er málið miklu mun stærra en vera einungis um -- Trump.
Hinn bóginn, hefur umræðan lítt snúist um það víkkaða valdsvið -- sem gæti af hlotist.
--Ef Trump fær vilja sínum framfylgt, að þingið láti það athuga-laust að Trump taki sér aukið vald umfram það vald sem embætti forseta hefur hingað til haft.

 

Höfum í huga, bandarísk stjórnlög hafa um margt verið fyrirmynd!

Eins og ég skil úrskurð - Office of Management and Budget - þá gilda sömu reglur í Bandaríkjunum um rétt forseta til að hafa afskipti af gildi laga.
--Og gilda um rétt íslenskra ráðherra til að skrifa reglugerðir.

Réttur til skrifa reglugerð, er alltaf skv. gildandi lagaramma!
--M.ö.o. Alþingi veitir heimild skv. lögum.
--Ef slík heimild er ekki veitt, er hún ekki til staðar - punktur.

  1. M.ö.o. getur íslenskur ráðherra, ekki gripið fram fyrir Alþingi að vild.
  2. Eins og ég skil úrskurð lögfræðiskrifstofu Bandaríkjaþings, virkar þetta með sama hætti fyrir Bandaríkjaforseta.

Þ.e. ekki sé til staðar almennur réttur til að - breyta virkni laga með skipun.
Heldur þurfi viðkomandi lög, að skilgreina slíkan rétt - til að sá réttur sé til staðar.
Samtímis, sé sá réttur, takmarkaður af þeirri skilgreiningu!

  • M.ö.o. er punkturinn sá, að réttur Trumps til að gefa skipun um að greiðslur til Úkraínu yrðu tímabundið stöðvaðar, ekki til staðar.
  • Þ.s. þingið hafi er það samþykkti lög um þá aðstoð til Úkraínu sem þær greiðslur eru hluti af, aldrei veitt embætti forseta - heimild til að hlutast til um virkni þeirra laga.

M.ö.o. hafi því afskipti forseta - brotið á rétti þingsins hins bandaríska.
M.ö.o. verið lögbrot!
--Að sjálfsögðu er fyrirmyndin hvernig þetta virkar á Íslandi, upphaflega frá Bandar.

 

Niðustaða

Ég er ekki að segja -- þingið eigi að reka Trump.
Heldur að, þingið ætti að ganga á hann -- kalla á teppið í þingsal.
Fá hann til að svara fyrir lögbrot sitt -- biðjast afsökunar, og lofa bót og betrun.
--Auðvitað, ef hann hafnaði því að biðjast afsökunar - væri brottrekstur eðlilegur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Þú gefst ekki upp í Trompofóbíunni

Halldór Jónsson, 24.1.2020 kl. 16:59

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Halldór Jónsson, valdamenn geta verið breyskir sem aðrir menn. Útskýrðu fyrir mér - af hverju það sé útilokað að valdamaður geti verið breyskur?
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.1.2020 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband