Kjarnasamruni til rafmagnsframleiðslu í Bretlandi 2030? Ekki hissa fólk sé skeptískt

Sérstaklega þegar rætt er fjálglega um þetta á hæstu stöðum í Bretlandi í kjölfar kosningasigurs Brexitera í Bretlandi nýverið. Kjarnasamruni til rafmagnsframleiðslu hefur verið draumur nú í nokkra áratugi. Fram til þessa hafa allar tilraunir - misheppnast.
--Sannarlega hefur margsinnis tekist að búa til plasma á rannsóknarstofum.
--En hingað til hefur engum tekist að búa til sjálfbæra-samruna.
Það er samruna sem viðheldur sjálfum sér, og mikilvægast af öllu - skilar nettó afli.

Hinn bóginn er enginn vafi að kjarnasamruni er mögulegur.
Eftir allt saman eru allar virkar stjörnur Sólin t.d. knúnar af kjarnasamruna.

Skýringamynd af svokölluðum Tokamak!

Image result for Tokamak Energy

Væri auðvitað stór bylting ef satt

Two British companies confident of nuclear fusion breakthrough

Tokamak Energy

First Light Fusion Ltd

Fyrirtækin Tokamak Energy of First Light Fusion - hafa bæði skv. frétt Financial Times fengið fjármagn frá markaðnum - 50 milljón punda og 25 milljón.
--Þetta er ekkert risafjármagn.

Hljómar ekki sem einhver risa-áhugi á þeirra hugmyndum þar af leiðandi. Eðlilega eru menn skeptískir eftir ítrekaðar - misvísandi tilkynningar í gegnum árin.
--Það eykur ekki endilega tiltrú að þetta sé í pólitískri umræðu í kjölfar kosninga.

Tokamak Energy a.m.k. er að fókusa á þá átt að gera tilraun til að viðhalda - sjálfbærum samruna, meðan að First Light Fusion er með allt annan fókus - unnt sé að fá nettó orku með því að skjóta nokkurs konar kúlum á miklum hraða á þjappað tívetni.
--Hljómar ekki mest sannfærandi hugmynd sem ég hef heyrt.

Hljómar sem að hljóti að brjóta lögmálið um orku.

 

Spurning um hugsanlega sprengihættu!

Vetnis-sprengja virkar með því að framkalla - samruna innan í lofthjúp.
Það sem gerist er að kjarnasprenging ofsahitar lítið magn af vetni í yfir milljón gráður, og sá ofsahiti sem brýst út -- ofshitar og því ofsaþenur loftið í kring.
--Sú ofsaþensla sé hvað við upplyfum sem gríðarlega sprengingu.

  1. Í kjarnasamruna veri þ.s. viðhaldið væri stöðugum samruna í magni af tvívetni.
  2. Er plasmað er til verður margra milljón gráða heitt.
  3. Þess vegna, haldið í skefjum af öflugu segulsviði.

Ef einhverra hluta vegna segulsviðið rofnar t.d. í skemmdarverki.
Mundi plasmað komast í snertingu við hlífarnar um ofninn sjálfan.
--Góð spurning því hvort hlífarnar væru nægilega miklar í umfangi, til þess að plasmað mundi eyða sjálfu sér algerlega með því að -- umbreyta þeim hlífum í lofttegundir.

  • Losun á ofsaheitu plasma út í andrúmsloftið gæti haft slæmar afleiðingar.

Við værum ekki að tala um - geislavirkni líklega. En tæknilega mögulega sprengingu.
Það ætti a.m.k. að vera mögulegt, að hafa hlífðar-kápu ætíð það þykka.
--Að plasmað mundi alltaf eyða sér með því að skemma hlífðarkápuna.

Ég mundi a.m.k. vilja sjá þær áætlanir um hlíðfarkápu sem menn vildu setja upp.
--Metnaðarfyllsta áætlunin í dag er líklega: International Thermonuclear Experimental Reactor (ITER)

ITER á að fara í gang 2035 - vekur auðvitað athygli í Brexit Bretlandi, þegar sett er fram ártalið 2030 -- m.ö.o. 5 árum fyrr.
--Augljóslega er það sjálfstæð ástæða til að gera menn skeptíska.

Bendi fólki á að lesa Wikipedia hlekkinn um Tokamak.
Þar er líst þeim fjörmörgu óvæntu vandamálum sem hafa komið upp.
--Sínt vísindamönnum fram á, að það sé miklu flóknara en menn fyrst héldu.


Niðurstaða

Ef maður gerir ráð fyrir því að rétt sé að taka yfirlýsingum frá Bretlandi, að vera 5 árum á undan ITER - með góðum fjölda saltkorna. Þá er örugglega eins rétt í dag og fyrir 40 árum, að kjarnasamruni sé möguleiki á því að búa til gríðarlega orku.
Eins og kemur fram í Wikipedia hlekk, þá greinilega reyndist vandinn við það að búa til sjálfbæran samruna miklu flóknari en menn fyrst héldu. Rannsóknir hafi þó leitt vísindamenn mörgum skrefum nær skilningi á vandanum. En hvort að ITER raunverulega komi til með að virka stra 2035 getur tíminn einn leitt í ljós.
--Ég a.m.k. efa að Bretar með miklu minna fjármagn að baki sínum áætlunum verði á undan.

Ef maður gefur sér að ITER virki fyrir rest - gæti það alveg verið að margvísleg ný vandamál rísi við rekstur ITER og það taki t.d. áratug í viðbót fyrir ITER að vera raunverulega rektrarhæfur samruna-ofn.
--En eftir að vandamálin eru raunverulega leyst, getur samruni orðið risatór breyting á tilvist mannkyns.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Vaxandi líkur virðast á því að Þjóðverjar verði fyrstir til að koma fram með nothæfan kjarnorku-samruna-ofn sem hefur verið á tilraunastigi hjá þeim í allmörg ár. Ofn þessi ber heitið Fusion Stellarator Wendelstein 7-X.  Þessi ofn hefur það framyfir INTER-ofninn  að hann getur gengið samfellt sem ekki er unnt með INTER tækninni.  

Daníel Sigurðsson, 29.12.2019 kl. 19:09

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég tel að menn séu að fara fram úr sér. Framtíðin er að minnka raforkuverið en ekki að stóru súperpower gapi yfir öllu. Við getum notað fallvötn og vindmillur með Thorium.

Allar bújarðir geta verið sjáfum sér nógir með methane gas og stóru notendur geta verið með sýn eigin orkuver vanti þeim meira en framleiðslugetan er í dag sem ég efast um að verði. Með þessu þá detta allar loftlínur út með tímanum.

Horfið á Flugmóðurskipin sem dæmi en einn reactor gæti keyrt eitt álver eða orku fyrir túristaskipa flotann eða þeir notað sín kjarna orkuver.  Menn láta teyma sig áfram í blindni á meðan stóri bróðir búa til reglugerðir sem banna allt smátt og stuðla að einokun.  

Valdimar Samúelsson, 30.12.2019 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856024

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband