22.12.2019 | 19:26
Ríkisstjórn Þýskalands hefur mótmælt harðlega ákvörðun Bandaríkjanna að setja þvinganir á fyrirtæki er taka þátt í smíði svokallaðrar Nord Stream 2 gasleiðslu!
Margt áhugavert við þessa ákvörðun, hún er tekin skv. frumkvæði Bandaríkjaþings sjálfs - sprettur fram af áhuga um að hindra þessa framkvæmd, sem finna má í báðum megin flokkunum á Bandaríkjaþingi -- alveg burtséð frá deilum um Donald Trump sjálfan, eru flokkarnir sammála um þessa tilteknu aðgerð, Donald Trump undirritaði lögin um bannið sl. föstudag!
US lawmakers agree bill to force Trump on Nord Stream 2 sanctions
US envoy defends Nord Stream 2 sanctions as pro-European
Einungis 300km. eru eftir ólagðir af leiðslunni!
Þetta atriði er áhugavert, en Danmörk í októbermánuði samþykkti loks - að heimila lagningu leiðslunnar um danska landhelgi.
Annað áhugagert atriði, er nýlegur samningur milli Rússlands og Úkraínu: Ukraine and Russia sign deal to continue gas supply to Europe.
--Þetta samkomulag er m.ö.o. klárað sama dag og Donald Trump undirritar bannlögin.
Það virðist m.ö.o. að Rússland hafi samþykkt, að nota áfram leiðsluna í gegnum Úkraínu - a.m.k. árafjöld til viðbótar, þó Nordstream 2 verði kláruð.
--Þannig séð er betra afhendingar-öryggi að hafa tvær leiðslur frekar en eina.
Fyrirtækið -Allseas- sem hefur verið verktaki við lagningu leiðslunnar, hefur þegar samþykkt að draga sig út úr verkinu.
--Það mun væntanlega skapa tafir við verkið, þó það leiði ekki endilega til þess að lagning hennar leggist af.
2100km. hafa þegar verið lagðir - 300km. einungis eftir.
Spurning hvort þetta verður að einhverri verulegri deilu!
Bandaríkin hafa sjálfsagt eigin ástæður til að vera í nöp við leiðsluna!
- Bandaríkin vilja sjálfsagt auka sölu á gasi til Evópu - meðan að tvær stórar leiðslur gera Rússlandi mögulegt, að auka enn frekar sölu á sínu gasi.
--Vandi fyrir Bandaríkin, framleiðslukostnaður Rússa lægri og sama á við um flutningskostnað, þannig Rússar bjóða hagstæðara verð. - Bandaríkin geta þar af leiðandi vart aukið verulega gass-sölu sína til Evrópu, nema með einhvers konar - þvingunar-úrræði, eða með því að sannfæra Evrópuríki um það að með einhverjum hætti - hættulegt geti verið að eiga viðskipti við Rússland.
- Síðan bætist við, að Bandaríkin vilja líklega -- minnka gjaldeyristekjur Rússlands.
En það má segja að óbeint fjármagni gassala til Evrópu - einhverju verulegu leiti getu Rússa til að beita sér gegn bandarískum hagsmunum t.d. í Mið-Austurlöndum, Venezúela og víðar.
--Ekki má gleyma því, Sýrland er í rústum og mun kosta verulegt fjárhagslegt uppihald, því efnahagur landsins fúnkerar ekki lengur - m.ö.o. fjárhagslegur baggi á Rússlandi.
--Það er fyrir utan kostnað við, endur-uppbyggingu alls þess sem þar er í rústum. - Ef Bandaríkin gætu minnkað aðgengi Rússlands að gjaldeyri - gæti það orðið erfiðara fyrir Rússland, að viðhalda slíkum -- erlendum leppríkjum.
Allt slíkt kostar stórfé - er viðvarandi fjárhagslegur baggi.
Ég reikna með því að fyrst og fremst vaki fyrir Þýskalandi - að kaupa gas á tiltölulega hagstæðu verði.
--Þýskaland hefur ekki virst áhugasamt um kaup á umtalsvert dýrara gasi frá Bandaríkjunum.
Einhverju leiti hefur verið sala á gasi til A-Evrópu upp á síðkastið frá Bandar.
Hinn bóginn kaupir samt A-Evrópa enn, megnið af sinni gasnotkun frá Rússlandi.
Það kemur í ljós hvort Bandaríkjastjórn tekst að trufla verulega lokin á lagningu Nordstream 2
Hagsmunir Bandaríkjanna virðast mér fyrst og fremst þeir - hugsanlegs svipta Rússland tekjum.
Að hugsanlega taka yfir hluta a.m.k. af gas-markaðnum í Evrópu.
--Ef Rússland væri svipt tekjum, gæti það minnkað getu Rússland til afskipta af hagsmunum Bandaríkjanna á margvíslegum stöðum víða um heim.
Síðan er spurning hvort þetta gæti spilað inn í viðskiptastríð við ESB: Ný viðskiptastríðshótun frá Bandaríkjunum gagnvart ESB.
--En svo þarf ekki að vera!
A.m.k. er áhugavert að einungis viku á undan - sendi viðskiptaráðherra Bandaríkjanna frá sér - hótanir um frekara viðskiptastríð við ESB lönd.
--En samt þó nærri í tíma, geta atburðirnir tveir verið ótengdir.
Niðurstaða
Tilraun Bandaríkjastjórnar til að hindra lagningu Nordstream 2 - virðist hluti af stærri átökum við Rússlandsstjórn þ.s. tekist er á um áhrif í Mið-Austurlöndum, um landið N-Kóreu og Venezúela -- fyrir utan að rússn. her hersytur enn Krím-skaga, og svæði í A-Úkraínu.
--Rússland er aggressívt herveldi ekki síður en Bandaríkin -- en mun veikara.
Miðað við það að leiðslan er komin langleiðina, ætti Þýskalandsstjórn og Rússlandsstjórn samt að geta lokið lagningu hennar -- verkið gæti þó hugsanlega tafist.
Ef verið heldur eigi síður áfram, gætu spurningar vaknað um hugsanlegar frekari aðgerðir, hverjar sem þær gætu hugsanlega orðið.
En ef verkið heldur einfaldlega samt áfram, eftir einhverjar tafir - er einnig óvíst að málið spinni frekar upp á sig.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning