18.12.2019 | 02:13
Ný viðskiptastríðshótun frá Bandaríkjunum gagnvart ESB
Erfitt að ímynda sér annað en að orð viðskiptaráðherra Bandaríkjanna séu með blessun Donalds Trumps -- ef einhver ekki veit hafa viðræður milli ESB og ríkisstjórnar Bandaríkjanna verið í gangi um hugsanlegar breytingar á viðskiptasamningum síðan 2017.
--En þær viðræður hafa engum árangri skilað og ekki neitt bent til þess að það lagist.
- Vandamálið virðist vera -- ríkisstjórn Bandaríkjanna vill stóra opnun í viðskiptum með landbúnaðarafurðir.
- En ESB hafnar því að ræða viðskipti með landbúnaðar-afurðir yfir höfuð.
--Þetta er auvðitað megin opnunin sem ríkisstjórn Trumps vonast eftir.
Þannig að samninga-nefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur ekki gefið þá kröfu eftir.
En, þar sem ESB hafnar því að ræða viðskipti með landbúnaðar-afurðir yfir höfuð.
Hafa einungis verið rædd atriði sem eru ekki hluti af megin-kjarna viðskipta-deilunnar.
- Vandamálið er að ég sé engan möguleika á samningi.
- Því það sé enginn möguleiki, ekki nokkur hinn minnsti, að ESB veiti Bandaríkjastjórn þá stóru opnun á landbúnaðar-varningi sem Bandaríkjastjórn óskar.
--Þó væri ekki fyrir einungis það, að fullkomlega ómögulegt væri að fá slíkan viðskiptasamning samþykktan af aðildarþjóðunum - sem mundu án nokkurs vafa hafna sérhverjum slíkum gerningi.
--Þ.s. samningamenn ESB vita að ómögulegt væri að fá slíkt samþykkt -- er eðlilega miklar líkur á hörðum viðskipta-átökum.
A.m.k. benda orð Lighthizer til þess - að Donald Trump muni líklega fyrirskipa nýja tolla á vörur frá Evrópusambandinu -- óvíst hvenær!
Robert Lighthizer: US may boost tariffs on EU goods
- We're looking at that, we may increase that, our objective is to try to get some kind of negotiated solution, -- (orð vísa til þegar álagðir tollar verði hækkaðir)
- But we have a very unbalanced relationship with Europe.
- That can't continue. -- (vísað til viðskiptahalla í varningi.)(Ríkisstj. Bandar. hafnar því enn að taka tilli til viðskipta-afgangs af þjónustu-viðskiptum)(Sumir vilja meina, það sé ekki í raun viðskipta-halli fyrir bandar. af heildar-viðsk. v. ESB)(Dálítið sérstakt hvernig ríkisstj. Donalds Trumps einblýnir á -- vöru-viðskipti, eins og að þjónustu-viðsk. skipti ekki máli.)(Kannski er málið, að Trump metur málið einungis út frá því hverjir kusu hann til valda - þ.e. hvaða fylki hann vann, og hvaða atvinnuvegir eru í þeim fylkjum.)(Hann vilji atkvæði landbúnaðarsvæða áfram - sem skýri þá ofur-fókus á það að fá útlendinga til að kaupa meira af bandar. landbúnaðar-vörum.)(Ef svo er þá er það áhugavert, ef hann keyrir viðskipta-stefnuna eingöngu út frá persónulegum hagsmunum).
- There are a lot of barriers to trade there, and there are a lot of other problems that we have to address -- (Það er enginn vafi, að miklar takmarkanir eru gagnvart innflutningi á landbúnaðar-vörum til ESB landa frá Bandaríkjunum. Þar sem að viðskipti með iðnvarning eru mjög frjáls þegar - tollar lágir. Getur vart verið annað, en að Lighthizer sé að vísa til landbúnaðar-afurða).
- You can't get the global trade deficit down without getting the trade deficit down with Europe, at least significantly. So that's a really important focus for us. -- (Endurtek, ég sé ekki nokkurn hinn minnsta möguleika til að ríkisstjórn Bandaríkjanna fái sitt fram).
Ríkisstjórn Frakklands sem dæmi, mundi verja sinn landbúnað fram í rauðann dauðann!
Best er að skoða nýlegan tiltölulega samning ESB og Kanada - þegar Framkvæmdastj.ESB hafði lokið viðræðum - heimtuðu þing tveggja aðildarríkja að meta samninginn sérstaklega fyrir sitt leiti -- hollenska þingið heimtaði breytingar og fékk þær fram.
--Ríkisstj. Hollands hefði fallið, ef hún hefði ekki tekið upp hanskann fyrir þann þingmeirihluta er þá myndaðist.
Það yrði afar sterk andstaða innan landbúnaðar-geira ekki bara í Frakklandi, heldur líklega víðar meðal aðildarlanda ESB -- gegn því að fá stór-aukna samkeppni frá þeim stóru aðilum er reka landbúnað innan Bandaríkjanna.
Þarna mætist einnig, víðtæk andstaða meðal íbúa V-Evrópu gegn -genabættum- afurðum, þ.e. afurðum er nota t.d. genabættar korntegundir -- en ekkert annað korn er lengur framleitt í Bandaríkjunum en genabætt.
Ég held að því megi slá sem fullkomlega öruggu, að fleiri en ein aðildarríkisstjórn og aðildarlands þing -- mundu heimta að fulltrúar þess aðildarlands mundu beita neitunarvaldi gegn sérhverjum þeim viðskipta-samningi er mundi leiða til verulegs aukins innflutnings landbúnaðar-afurða frá Bandaríkjunum.
--Það sé af hverju fulltrúar Framkv.stj.ESB hafi ekki viljað ræða viðskipti með landbúnaðar-mál yfir höfuð -- að opna á umræður um þau mál, sé hafnað fullkomlega - eftir því sem ég best veit standa mál enn á þeim punkti; alger pattstaða.
--Ég sjái engan möguleika á að ríkisstjórn Bandaríkjanna geti þvingað sitt fram.
- Hinn bóginn séu samt sennilega líkur á að ríkisstjórn Bandaríkjanna geri slíkar tilraunir.
- Það yrði þá hart viðskiptastríð er líklega færi í fullan gang á nk. ári.
Viðskipta-stríð er gæti ekki haft nokkra sjáanlega lausn aðra, en að ríkisstjórn Trumps bakkaði stærstum hluta. En ef það væri óhugandi, gæti slíkt viðskiptastríð stórskaðað samskipti aðildarlanda ESB og Bandaríkjanna.
--Sem gæti haft alvarlega afleiðingar fyrir samstarf um NATO.
Niðurstaða
Nú veit enginn hvort að Trump ætlar í raun að - starta aftur viðskiptastríðinu við ESB. Í kjölfar þess að það er hugsanlegt að hann ætli að fókusa frá viðskiptaátökum við Kína. Höfum í huga að nk. ár er kosninga-ár, spurning hversu sniðugt það er að standa í hörðum - jafnvel afar hörðum, viðskipta-átökum á því ári við mörg af sögulega mikilvægustu bandalagsríkjum Bandaríkjanna.
--Kannski gæti Trump notað það í kosninga-baráttuni -tough on trade- eða eitthvað þannig.
Hinn bóginn á móti kemur að slík átök, gætu skapað allsherjar krísu í samskiptum yfir Atlantshafið -- ekki síst, tollar og gagntollar gætu aukið líkur á því að hægari vöxtur seinni hluta þessa árs mundi geta orðið að viðsnúningi yfir til efnahags samdráttar á nk. ári.
Endurtek, ég sé engan möguleika á því að ESB lönd mundu bakka í málinu.
Vegna þess að þetta eru lýðræðisþjóðir, meðal aðildarþjóða sé yfrið næg andstaða við verulega opnun í viðskiptum með landbúnaðar-afurðir, að ég sé ekki nokkurn hinn minnsta möguleika á að Donald Trump gæti keyrt málið í gegn.
--Tilraunir til að þvinga ESB lönd til eftirgjafar, mundu líklega fyrst og fremst efla andstöðu við Bandaríkin innan V-Evrópu -- auka líkur á því að ESB lönd bæti samskipti sín við Kína.
Slík átök gætu orðið að því skeri sem samskipti Evrópu og Bandaríkjanna -- strandi á.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ æ, eru landbúnaðarafurðir mjög dýrar í Evrópu? Þeir fela það væntanlega fyrir fólkinu með niðurgreiðzlum, sem þeir ná í guð-veit-hvaðan.
Skiftir okkur hér á skerinu engu. Skiftir kanann engu, hann sér þarna afsökun til að hætta að blæða gjaldeyri úr landi. Fyrir eitthvað sem þeir offramleiða af - USA hefur margfalt meira landflæmi til ræktunar en Evrópa.
Sé ekki hvernig kaninn tapar á þessu. Á hinn bóginn græðir Evrópa ekkert. Þarna dregst saman markaður fyrir þeim. Kaninn þarf ekkert sem Evrópa býður, þeir eru bara að kaupa vörur af þeim fyrir meira úrval.
Ásgrímur Hartmannsson, 19.12.2019 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning