Þingkosningar í Bretlandi 12. des, eina kosningamálið augljóslega Brexit - fólkið þá ákveður hvað það vill!

Hef sagt það um nokkurt skeið að réttast væri að þing í Bretlandi sé rofið áður en Brexit er um garð gengið - og nú stefnir einmitt í það!
--ESB hefur frestað Brexit fyrir sitt leiti til 31/1 2020.

Image result for boris corbyn

  1. Þannig, hvort sem kjör fer fram 12/12 nk.
    Fer kosning fram áður en Brexit hefur farið fram.
  2. Þetta álít ég ákaflega sanngjarnt, því þá verður kosningin að -de facto- þjóðaratkvæði um Brexit, þ.s. vart kemst nokkurt annað að.
    Svo mikið hefur gerst síðan þjóðaratkvæði fór fram, að ég lít svo á að rétt sé að menn sæki sér nýtt umboð frá kjósendum.
    Rétt að muna niðurstaða þess þjóðaratkvæðis að mjótt var á munum.
  • Þetta þíðir auðvitað, Boris Johnson fær sitt tækifæri til að sækja óskorað umboð.
    Og samtímis, andstæðingar fá sitt loka-tækifæri til að fá þjóðina til að skipta um skoðun.
  • Á endanum er það lýðræðið sem ræður.

Ég er mjög sáttur með það að mál fóru með þessum hætti.
Að þjóðin fær annað tækifæri til að ákveða framtíð sína.
Þar sem þetta er eftir allt saman ákaflega örlagarík ákvörðun.

Það má vel vera þjóðin velji Brexit - eins og Brexiterar álíta.
Ef svo fer, þá er það réttur þjóðarinnar að velja með þeim hætti.
Eða á hinn veginn, einnig hennar réttur að skipta um skoðun!

UK heads for December general election in bid to end deadlock

Ítreka að ég er persónulega hlutlaus í málinu, álít mál Breta einna.
Sem þíðir ekki að ég fylgist ekki vel með, enda Bretland mikilvægt fyrir Ísland.

Hinn bóginn, styð ég lýðræði -- var búinn vera þeirrar skoðunar um nokkra hríð, rétt væri að kosið yrði áður en Brexit væri um garð gengið -- svo það yrði skírt val þjóðarinnar hver niðurstaðan mun verða!

Ég læt vera að velja sigurvegara!

 

Niðurstaða

Útkoman á Bretlandi virðist mér sigur lýðræðis, sýnir fram á að Bretar taka lýðræði alvarlega. Vonandi mæta sem flestir á kjörstað - því engin kosning í lífi nokkurs núlyfandi Breta, er mikilvægari fyrir framtíð Bretlands.

Ég mæli ekki með tiltekinni niðurstöðu í nafni hlutleysis.
En vona að fólk íhugi vendilega þá framtíð hver og einn vill.
Og hvað líklegast sé til að stuðla að þeirri framtíð er viðkomandi vonast eftir.

Óska síðan Bretum til hamingju með lýðræðið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband