29.9.2019 | 20:25
Sé ekki betur en Trump forseti hafi brotið lög Bandaríkjanna, hugsanlega einnig stjórnarskrá - í Úkraínu-málinu
Síðan málið gaus upp, leitast ríkisstjórn Trumps að því - að beina sjónum að meintu broti sonar Joe Biden, sem á að hafa orðið í tengslum við setu hans sem stjórnarformaður í einu helsta gas-fyrirtæki Úkraínu!
Bendi fólki á að kynna sé þetta símtal: Samtal Trumps forseta við forseta Úkraínu!
- Skv. símtalinu, þá óskar Donald Trump eftir greiða frá forseta Úkraínu, segir þann greiða mikilvægan fyrir sig.
- Síðar í samtalinu, óskar Trump eftir því - að rannsókn í meintu máli sonar Biden verði hafin að nýju af hálfu Úkraínu.
--Það sem þarf að hafa í huga, kannski finnst einhverjum þetta auka-atriði.
--En þetta er stjórnarskrármál!
- Réttur um réttláta málsmeðferð, menn eiga rétt á því að -- rannsakendur séu ekki hlutdrægir.
--Það sé ekki nokkur leið, að Guilani - sem forseti Úkraínu samþykkti að hafa fullt samstarf við, sem er persónulegur lögmaður Trumps - og náinn ráðgjafi.
--Geti haft hlutleysi í þvi að skoða mál, sem tengist syni -- eins helsta pólitíska keppninautar Donalds Trumps. - Þetta er ein af ástæðum fyrir 3-skiptingu valds, sem bandaríska stjórnarskráin kveður um.
--Punkturinn er einfaldlega sá, að Trump sé farinn út fyrir vald-svið sitt.
--Þegar hann fer að fyrir-skipa rannsóknir á meintum hugsanlegum brotum bandarísks borgara. - Bandríkin voru á sínum tíma - forysturíki í innleiðingu 3-skiptingar valds, stjórnarskrá Bandaríkjanna þar fyrirmynd.
--Sömu reglur gilda því alls staðar á Vesturlöndum um þessi sömu grunn-atriði.
--Á Íslandi þarf af leiðandi einnig.
- Sjálfstæð lögreglu-yfirvöld sjá um að rannsaka.
--Pólitíkusum sé ekki heimilt að hafa bein afskipti af rannsóknum mála. - Sjálfstæð dóms-yfirvöld sjá um að dæma.
--Pólitíkusum ekki heldur heimilt að hafa skipti af dómsmálum með beinum hætti.
Ég efa stórfellt að nokkur undantekning gildi fyrir það að málið sé í öðru landi.
Þegar það liggur fyrir að það er forseti Bandaríkjanna, sem kom málinu af stað!
--Úkraína virðist framkvæma rannsóknina undir töluverðri þvingun.
- Til að fylgja réttri málsmeðferð -- hefði Trump átt að hafa samband við FBI, koma til FBI hverjum þeim gögnum sem hann teldi sig hafa.
- Síðan mundi FBI taka sjálfstæða ákvörðun -- þá einungis á grunni þess, hvort upplýsingar bentu til sektar eða ekki.
- Segjum FBI tæki ákvörðun um rannsókn, væri það hlutverk FBI að óska eftir aðstoð við málið frá erlendum yfirvöldum.
--Það kæmi einungis hugsanlega inn á borð forseta, ef erlend yfirvöld höfnuðu aðstoð, eftir öllum form-reglum væri rétt fram fylgt.
Trump sem sagt, gerir enga sjáanlega tilraun til að koma FBI inn í málið.
Heldur virðist þess í stað, nota Guilani til að koma upp milli-liðalausum tengslum við forseta Úkraínu!
- Það væri ekkert athugavert við það, ef um væri að ræða mál er snerist um hagsmuni bandarískra stjórnvalda.
- Þess í stað, virðist málið snúast um -- persónulega hagsmuni Trumps.
--Hann virðist viðurkenna það með beinum hætti í samtalinu, með því að segja þráðbeint við forseta Úkraínu -- að greiðinn sé mikilvægur fyrir hann sjálfan.
Whistleblower report! -- Read the unclassified version of the whistleblower complaint against Trump
Seinni hlekkurinn er ekki - PDF skjal. Ég hef borið saman textana - þeir eru eins.
- Ef þið lesið leka-skjalið - þá er ljóst skv. því að Guilani hefur verið á stöðugum þönum milli Úkraínu og Bandaríkjanna -- nokkurn veginn ár.
- Hann var búinn að fara nokkrar ferðir áður en samtal Trumps við forseta Úkraínu á sér stað 25/7 sl.
- Og hann hefur einnig í kjölfarið farið ferðir til Úkraínu.
Skv. þessu, var Guilani búinn algerlega að undirbúa Zelensky fyrir samtalið við Trump.
--Rétt að benda á að Trump fyrir samtalið var tímabundið búinn að frysta nokkur hundruð milljón dollara sem - eru hluti af lánaprógrammi til Úkraínu.
- Ef menn lesa -leka-skjalið- þá kemur vel fram, hve þessi -rannsókn á syni Bidens- er tvíeggjuð.
- En sá saksóknari er áður sat, var sakaður um að -- hindra rannsókn á spillingarmálum.
- Það var ekki einungis sonur Bidens, sem beitti Úkraínu þrýstingi, að láta þann mann fara.
Ekki er vitað hvað akkúrat þeim saksóknara gekk til að hefja rannsókn á syni Biden.
En ath. - sá sami maður var beittur þrýstingi að hætta, ekki bara af Biden - heldur einnig af fulltrúum annarrs NATO landa sem þátt taka í lánaprógrammi AGS.
--Auðvitað dettur manni í hug, að sá saksóknari hafi verið að nota þá rannsókn, til að beita son Bidens þrýstingi.
--Síðar var sú rannsókn felld niður.
Hinn bóginn er það greinileg af -leka-skjalinu- að Guilani fékk strax þá áhuga á málinu, fór til Úkraínu þegar seint sl. ár, ræddi við umdeilda saksóknarann.
Síðan, kemur hann strax á tengslum við Zelensky eftir kjör hans.
- Þ.s. virðist blasa við að Guilani er nú persónulegur reddari Trumps.
- Guilani virðist sá sem skipuleggur allt dæmið - en hann vinnur persónulega fyrir Trump, og það virðist alveg útilokað - að hann hafi Trump ekki reglulega með í ráðum.
- Og auðvitað, í sjálfu samtalinu -- óskar Trump eftir því formlega að Zelensky hafi samskipti við Guilani, Zelensky staðfestir þá að hann sé búinn áður að ræða við Guilani. Og tekur skírt fram að -- málið sem Trump óskar eftir að verði skoðað, verði tekið til náinnar athugunar.
--Síðar kemur fram að Úkraína hefur opnað málið að nýju.
--------------
- A foreign national shall not, directly or indirectly, make a contribution or a donation of money or other thing of value, or expressly or impliedly promise to make a contribution or a donation, in connection with any Federal, State, or local election.
- A solicitation is an oral or written communication that, construed as reasonably understood in the context in which it is made, contains a clear message asking, requesting, or recommending that another person make a contribution, donation, transfer of funds, or otherwise provide anything of value.
Þetta er tekið úr lögum um kosningar -other things of value- getur greinilega vísað til upplýsinga - ætlað að styðja við framboð viðkomandi, eða skaða framboð einhvers tiltekins.
--------------
- Sem sagt, ég sé ekki hvernig málið er ekki fyrir tilstuðlan Trumps.
- Þá uppfyllir það væntanlega öll skilyrði að falla undir ofangreind lög.
-other thing of value- er greinilega skal skoðast í merkingunni, hvað annað sem hefur verðmæti.
- Því hefur ranglega verið haldið fram - upplýsingar hafi ekki verðmæti.
Sem auðvelt er að sýna fram á að stenst ekki!
- Fyrsta lagi, stenst ekki röksemdin sem haldið er á lofti -- því ekkert hefur verðmæti í sjálfu sér.
--Ef röksemdin væri sönn, væri allt verðleysa - þ.s. ekkert, ekki peningar heldur né gull eða málmar, eru verðmæti í sjálfu sér. - Allt hefur verðmæti í samhengi við ríkjandi samfélagsgerð og/eða hefðir.
- Viðskipti -- er það sem skapar verðmæti.
- Mælingin er einföld, er hægt að hafa viðskipti um það?
Eða, væri einhver til í að greiða fyrir það? - Augljóslega er það svo, að upplýsingar eru oft gríðarlega verðmætar fyrir enhvern, sögulega oft gengið kaupum og sölum fyrir háar upphæðir - í hverju því sem hefur haft viðurkennt verðmæti á hverjum tíma.
- Augljóslega kaupa pólitíkusar oft upplýsingar um andstæðinga sína.
Trump gerði það sjálfur ljóst, að greiðinn sé mikilvægur fyrir hann.
Sem á mannamáli þíðir, upplýsingarnar hafa verðmæti fyrir hann.
Þannig fellur augljóslega -- fullyrðingin að upplýsingarnar séu verðleysa, um sjálfa sig.
Það sé alveg klárt að báðir tveir Guilani og Trump -- uppfylla að séð verður skilyrðin um -solicitation- sbr. lögin að ofan.
Bendi fólki á sem enn finnst þetta ekki vera neitt mál!
Að ef forseti Bandaríkjanna kemst upp með að hefja -- einka-rannsókn á bandarískum borgara í pólitísku skyni að því er séð verður eingöngu.
--Takið eftir, hrein einka-rannsókn.
--Hvorki FBI né CIA eru rannsóknar-aðilar.
Þá skapast að sjálfsögðu fordæmi.
Halda menn að Repúblikanar verði alltaf við völd?
Þannig að fordæmi sem Repúblikani skapar -- verði ekki notað síðar til að skaða Repúblikana?
- Reglurnar um sjálfstætt saksóknara - og lögregluvald.
- Eru til þess, að koma í veg fyrir - pólitískar rannsóknir.
- Og reglur um sjálftsætt dómsvald - til að hindra að dómstólum sé beitt í pólitísku skyni.
Þó til séu þeir sem halda því fram að -- rannsóknir FBI og CIA á málum tengdu framboði Donalds Trumps -- hafi verið pólitískar ofsóknir.
- Þá er augljósa ábendingin -- að meirihluti Bandaríkjaþings, þá einnig er Repúblikanar réðu báðum þingdeildum - var alltaf sammála því að rannsóknir CIA og FBI færu fram.
- Sá meirihluti gat að sjálfsögðu ekki myndast nema með því að fjöldi Repúblikana í báðum þingdeildum styddi þær rannsóknir.
--Ásökunin um pólitíska rannsókn fellur þá að sjálfsögðu.
Fyrir utan að yfirmenn FBI -- voru skipaðir af Repúblikönum, og Director Comey var skráður Repúblikani, áður en hann var á sínum tíma skipaður yfirmaður FBI.
--Þ.s. yfirmenn FBI eiga alltaf að vera hlutlausir - að sjálfsögðu afskráði Comey sig sem Repúblikani, er hann tók við stöðunni.
Síðar fékk hann að vera áfram undir Obama -- en rétt að benda á, að þá hafði Obama ekki lengur þingið með sér, og gat ekki skipað sinn mann yfirmann FBI.
--Var það lending, að framlengja tíð Comey.
- Þetta var alltaf óttalegt tuð talið um pólitíska rannsókn.
--Það er einmitt rétt ferli -- að FBI rannsaki meint saka-mál.
--Það er ekki forseti er gerir það -- ekki sérlegur aðstoðamaður hans sem gerir það.
--Forseti má ekki leita fulltingis erlendra aðila, til að hafa áhrif á kosningahegðan í Bandaríkjunum.
Niðurstaða
Þó svo að svo virðist að Trump sé afar líklega sekur um skírt lögbrot, þá þíðir það ekki endilega að -- það takist að koma honum úr embætti með - impeachment.
--Til þess að hafa sigur, ef maður gerir ráð fyrir að allir þing-demókratar styðji ákvörðun um brottvísun, þarf að sannfæra 20 Repúblikana-þingmenn svo 2/3 meirihluti náist.
Hinn bóginn, má reikna með því að málið spili inn í kosninga-baráttuna.
Það er engin ástæða að fyrirfram ætla að Trump græði á því.
--Málið er að Elizebeth Warren, mundi líklega verða mótframbjóðandi Trumps.
--Ef maður gefur sér að umræðan um son Joe Bidens, skaði hann nægilega.
Warren hefur engin persónuleg tengls við málið - færi hún á móti Trump.
Og erfitt að sjá með hvaða hætti Trump mundi þá geta notað það henni til skaða.
Hún er með að mörgu leiti svipaða gagnrýni og Trump sjálfur á svokallaða hefðbundna pólitík -- meðan Biden flokkast sem kerfis-pólitíkus án vafa.
- Hafandi þetta í huga, gæti málið snúist við.
- Trump greinilega vonar að vera móti Biden, toga hann niður með -controversi- tengt syni hans -- en það virkar ekki ef Biden er ekki mótherji Trumps.
- Í staðinn, gæti það orðið -- E. Warren, sem græðir á -controversi- tengt Trump.
Munum að Trump líklega vann fyrst og fremst vegna þess -- Hillary Clinton var toguð niður af glæparannsókn gegn henni persónulega - er hætti ekki fyrr en lokavikuna fyrir kosningar!
Trump í stað þess að græða á rannsókn gegn andstæðingi sínum -- gæti sjálfur verið togaður niður eins og Hillary á sínum tíma, meðan Warren stendur uppi.
--Ég er ekki að spá Warren sigri.
--En ég er að segja að málið tengt Úkraínu muni alveg pottþétt ekki hætta.
Og það verði örugglega lyfandi í kosningabaráttunni 2020.
Trump gæti tekist að hrista Biden af sér -- til þess eins að fá Warren í staðinn.
En vísbendingar eru að fylgi Bidens sé að minnka í seinni tíð, munurinn milli hans og Warren fer minnkandi í keppninni um útnefningu fyrir Demókrata.
Þannig að það er alls ekki ósennilegt að Warren nái kjöri 2020.
Mín tilfinning hefur verið a.m.k. í rúmt ár að nk. forseti verði vinstri-maður.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 565
- Frá upphafi: 860907
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 508
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning