Úrskurður hæstaréttar Bretlandseyja að Boris Johnson hafi ekki mátt senda þingið í 5-vikna frý - enn eitt áfrallið fyrir ríkisstjórn Bretlands!

Úrskurður dómstólsins var einróma - 10 dómarar sammála! Sem sagt sá að tilraun Boris Johnson að senda þingið heim -- meðan Boris hugsðist semja við ESB. Skýrt brot á stjórnlagahefðum Bretlandseyja!

  1. The first question is whether the lawfulness of the prime minister’s advice to Her Majesty is justiciable…..there is no doubt that the courts have jurisdiction to decide upon the existence and limits of a prerogative power.
  2. A decision to prorogue will be unlawful if the prorogation has the effect of frustrating or preventing . . . the ability of parliament to carry out its constitutional functions as a legislature.
  3. This was not a normal prorogation in the run-up to a Queen’s Speech . . . This prolonged suspension of parliamentary democracy took place in quite exceptional circumstances: the fundamental change which was due to take place in the constitution of the United Kingdom on 31 October. Parliament, and in particular the House of Commons as the elected representatives of the people, has a right to a voice in how that change comes about.
  4. No justification for taking action with such an extreme effect has been put before the court. The only evidence of why it was taken is the memorandum from Nikki da Costa of 15 August. This explains why holding the Queen’s Speech to open a new session of parliament on 14 October would be desirable. It does not explain why it was necessary to bring parliamentary business to a halt for five weeks before that.
  5. The prime minister’s advice to Her Majesty was unlawful, void and of no effect. This means that the order in council to which it led was also unlawful, void and of no effect and should be quashed. This means that when the Royal Commissioners walked into the House of Lords it was as if they walked in with a blank sheet of paper . . . Parliament has not been prorogued.

Eins og sést þarna, samþykkir rétturinn öll meginatriði þeirrar gagnrýni sem ákvörðun Borisar að reka þingið heim hlaut!

Þingið hafi - lögmætt hlutverk, ákvörðun Borisar hafi beinst beint að því að takmarka þann lögmæta rétt þingsins!
Rétturinn samþykkir þá ábendingu, að fyrir þinginu standi sérdeilis mikilvæg ákvörðun um framtíð Bretlandseyja -- og að réttur þingsins sé algerlega tær, til að hafa um það að segja hver sú ákvörðun verði og hvernig hún skal tekin.
Rétturinn taldi sig ekki sjá nokkra réttlætingu fyrir þetta harkalegu inngripi inn í störf þingsins. Það sé engin hefð fyrir 5 vikna frýi á undan ræðu drottningar.
--Rétturinn úrskurðar síðan, að ráðleggingar ríkisstjórnarinnar til Drottningar, hafi verið ólögmætar, hafi því ekkert gildi.

Skv. þessu þá mátti Boris ekki senda þingið heim í 5 vikur samfellt.
Einmitt á sama tíma og hann hyggst semja við ESB.
--Tilraun til slíks, sé brot á stjórnskipan Bretlandseyja.

Þetta greinilega þíðir að þingið er ekki í frýi!
Og tekur þá væntanlega tafarlaust til starfa að nýju!

Plan Borisar að hafa þingið í frýi.
Svo það geti ekki haft afskipti af samningum hans við ESB á meðan.
--Þar með fallin!

  • Cummings “If they stop this prorogation, we can prorogue again.”

Samstarfsmaður Borisar virtist senda frá sér hótun!
Hinn bóginn, grunar mig að drottningin mundi geta hafnað undirskrift.
Ef ríkisstjórnin gerði aftur sambærilega tilraun - í kjölfar þess að hæstiréttur Bretlandseyja hefur veitt sína lagaskýringu skv. úrskurði.
--En skv. honum var sjálf beiðnin til drottningar ólögleg.

 

Niðurstaða

Hrakfallasaga Borisar heldur áfram, verður áhugavert að sjá hvað hann gerir í kjölfarið. A.m.k. virðist á tæru að hann getur ekki rekið þingið heim. Þar sem að þingið náði til sín stjórn á dagrá þingsins, þannig sá meirihluti er myndaðist á þinginu getur væntanlega hafnað því að taka einstök mál fyrir.

Þá virðist mér hugsanleg pattstaða hafa myndast.
Þingið gæti væntanlega hafnað því að greiða atkvæði um -- Brexit.
--Boltinn væri þá hjá ESB hvort það mundi framlengja Brexit af sinni hálfu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Við tölum og tölum, en þjóðin kaus að segja sig frá Evrópusambandinu, dagsetningin er sögð 31.10.2019.

Getur þingið sagt nei við þjóðar atkvæða greiðslunni?

Egilsstaðir, 25.09.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 25.9.2019 kl. 12:37

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Æði mikið orðaskak,
ekki nál úr bitið,
upp á hefur eigið bak,
aulinn Boris skitið.

Þorsteinn Briem, 25.9.2019 kl. 15:32

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eins og hér á Íslandi er þingræði í Bretlandi og ríkisstjórnin er ekki þingið.

Þorsteinn Briem 18.3.2015 (og hefur ekkert breyst):

Hér á Íslandi er þingræði og ríkisstjórnin er ekki Alþingi.

Og Alþingi hefur ekki veitt utanríkisráðherra umboð til að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er því enn í fullu gildi.

Skýringar við stjórnarskrá Íslands

Þingmenn í öllum flokkum greiddu atkvæði með aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu 16. júlí 2009.

Þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 25.9.2019 kl. 16:01

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í ríkjum með þingbundinni konungsstjórn er forsætisráðherra höfuð framkvæmdavaldsins og leiðtogi löggjafarvaldsins en þjóðhöfðinginn beitir einungis táknrænu valdi sínu með samþykki ríkisstjórnarinnar.

Danmörk, Svíþjóð og Noregur eru öll með þingbundna konungsstjórn.

Í Bretlandi er einnig þingbundin konungsstjórn og Elísabet II. Bretadrottning er nú þjóðhöfðingi Bretlands og fimmtán annarra ríkja í Breska samveldinu, þar sem hún tilnefnir landstjóra sem hefur táknrænt gildi.

Þessi ríki eru því einnig með þingbundna konungsstjórn, til að mynda Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland.

Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands
árið 1920:

"1. gr. Stjórnskipulagið er þingbundin konungsstjórn."

Ísland
varð fullvalda og sjálfstætt ríki 1. desember 1918 og Danmörk og Ísland voru frá þeim tíma tvö aðskilin og jafnrétthá ríki, enda þótt þau hefðu sama þjóðhöfðingja.

Færeyjar og Grænland
eru hins vegar í danska ríkinu og því engan veginn hægt að tala um "ríkjasamband" Færeyja, Grænlands og Danmerkur, enda þótt Færeyjar og Grænland hafi fengið heimastjórn.

Þorsteinn Briem, 25.9.2019 kl. 16:10

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 25.9.2018:

Bretland er að sjálfsögðu stórt ríki en hvorki með evru né á Schengen-svæðinu.

Írland er hins vegar með evru en ekki á Schengen-svæðinu, eins og Ísland og Noregur, sem eru de facto í Evrópusambandinu með aðild þeirra að Evrópska efnahagssvæðinu en hafa ekki atkvæðisrétt í Evrópusambandinu.

Og Írar hafa engan áhuga á að hætta að nota evru sem sinn gjaldmiðil.

Í Evrópusambandinu býr hálfur milljarður manna og á evrusvæðinu búa um 340 milljónir manna, fleiri en í Bandaríkjunum. cool

Norður-Írland er hins vegar hluti af breska ríkinu, sem er eitt af þeim málum sem ræða þarf um í þessum samningaviðræðum Bretlands og annarra ríkja í Evrópusambandinu, til að mynda Írlands.

Bretar ráða að sjálfsögðu hvort þeir gera nýjan samning við Evrópusambandið, rétt eins og Evrópusambandið ræður því hvort það gerir nýjan samning við Bretland.

Bretland er sjálfstætt ríki eins og öll önnur ríki í Evrópusambandinu og þau þurfa öll að greiða atkvæði með nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins til að samningurinn geti tekið gildi. cool

En Færeyjar og Grænland eru hluti af danska ríkinu og ekki sjálfstæð ríki.

Grænland og Færeyjar eru hins vegar ekki í Evrópusambandinu eins og Danmörk en fá árlega stórfé frá Danmörku og "færeyska krónan" er jafngild dönsku krónunni.

Gengisbinding dönsku krónunnar við evru nær því einnig til Færeyja - og Grænlands.

Og í Færeyjum, eins og í Danmörku, er nú hægt að fá húsnæðislán til 20 ára með 1,7% föstum vöxtum.

Þorsteinn Briem, 25.9.2019 kl. 16:15

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jónas Gunnlaugsson, skv. breskum hefðum er breska þingið -sovereign- og getur hundsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar - það gildir sama regla þar og á Íslandi, að þjóðaratkvæðagreiðslur eru ekki, lagalega bindandi. Því er ekkert lagatæknilega sem hindrar þingið að hundsa þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.9.2019 kl. 21:56

7 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þingið vill þá koma í veg fyrir að þjóðarviljinn nái fram að ganga. Einhversstaðar sá ég að fylgi við útgöngu hefði aukist.

Þakk fyrir fróðleikinn, Einar Björn Bjarnason. 

Ég er að reyna að hemja mig Þorseinn, en þú hefur hæfileika.

Egilsstaðir, 26.09.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 26.9.2019 kl. 05:21

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband