10.9.2019 | 00:55
Er útbreiðsla neikvæðra vaxta sönnun þess að frjálslynd hagkerfi virka ekki, vísbending um yfirvofandi hrun vestrænna hagkerfa?
Var þátttakandi í umræðu á erlendum vef. Fékk athugasemd aðila, sem greinilega er þeirrar skoðunar -- að útbreiðsla neikvæðra vaxta, sé sterk vísbending þess að Vestræn hagkerfi virki ekki lengur - að það þurfi að kúpla frá frjálslyndri hagfræði til að forða yfirvofandi hruni.
Mig grunar þetta sé sennilega nokkuð vinsæl kenning á netinu!
Að mínum dómi er útbreiðsla neikvæðra vaxta - þvert á móti vísbending þess að frjálslynda hagkerfið er að virka!
Fyrst að fatta hvað er að baki.
- Í sinni einföldustu mynd, eru verð fyrir ávöxtun í fjölda Vestrænna ríkja að hríðlækka!
- Vegna þess að of mikið fjármagn er að leita sér ávöxtunar.
- M.ö.o. meira fjármagn, en framboð af ávöxtunar-tækifærum.
Þannig, að mínum dómi sé þetta klassíska spurningin um verð á markaði.
Að mínum dómi geti enginn umtalverður vafi verið að ástæða þessa ástands.
Að meira fé leitar eftir ávöxtun - en efnahagslegur grundvöllur sé fyrir.
--Sem sé klárlega af hverju vextir eru orðnir neikvæðir, í vaxandi mæli það.
- Sé fólksfjöldaþróun!
Vestræn lönd séu að verða eldri - þ.e. hlutfall aldraðra og vinnandi fólks í eldri kanntinum, fari vaxandi -- samtímis fækkar í nýjum hópum inn á vinnu-markað.
Það þíði, sífellt vaxandi hlutfall íbúa!
- Annaðhvort vill ávaxta sitt pund - frekar en að fjárfesta eða eyða.
- Eða er þegar kominn á elli-lífeyri.
Þetta ástand, dragi úr hagvaxtargetu - því hlutfallslega færri vilja fjárfesta eða verja fé -- samtímis, vaxi sífellt þörfin fyrir að ávaxta fé.
Eðlilega verður e-h að láta undan, það eru vextirnir - í þetta sinn!
- Með neikvæðu vöxtunum má segja, markaðurinn sé að aðlaga andvirði þess fjármagns er leitar ávöxtunar.
- Niður að því framboði á ávöxtun sem hagkerfið eigi til.
- Í raun, niðurfærsla á andvirði þess fjármagns!
Það mun auðvitað hafa afleiðingar - að fjármagnið sætti sig við nettó tap.
Þær afleiðingar verða líklega frekar í formi - reiðs múgs af öldruðum.
--Þegar síðar þeir átta sig á, að það sem stendur undir þeirra elli-launum, verði niðurfært að andvirði -- auðvitað þeirra kjör.
Ég sé ekki fyrir mér -- efnahagskreppu.
En það verða væntanlega hressilegar þjóðfélags-deilur!
--Hinn bóginn sé líklega engin leið framhjá því, að virðislækka kröfuna!
Það stafi af því - hún sé klárlega yfir þanþoli hagkerfanna.
Því ósjálfbær - það sé það sem markaðurinn tjái með neikvæðu vöxtunum.
--Niðurfærsla eignanna, leiði aftur fram efnahagslega sjálfbærni.
- En leiði sennilega fram, harkalega þjóðfélagsdeilu!
Kreppan er þá þjóðfélags-kreppa, frekar en efnahags-kreppa!
Niðurstaða
Skv. mínum skilningi, þá sé framundan raun niðurfærsla mikils magns peningalegra eigna. Það fari greinilega ekki fram með verðbólgu, eins og oft gerðist í gamla daga -- fyrir tíma hins opna hagkerfis, heldur með hinum vaxandi neikvæðu vöxtum.
Þegar menn sakna hins gamla lokaða hagkerfis, bendi ég á að lausnir þess er það stóð frammi fyrir þeim vanda - að loforð til fólksins voru of dýr til að hagkerfið réði við þau loforð; voru yfirleitt verðbólga!
Neikvæðir vextir séu sennilega ef maður hugsar út í það - benign - aðferð í samanburði.
En ekkert sem sé efnahagslega ósjálfbært geti gengið upp til lengdar.
Allt slíkt þurfi alltaf að leiðrétta með einhverjum hætti.
--Það sé allt og sumt sem ég tel neikvæðu vextina vera, slíka leiðréttingu.
--Aðferðin sé nýstárleg, en þegar maður íhugar málið - ekki endilega órökrétt leið að markmiðinu að niðurfæra fjárhaglegar eignir niður að því sem sé efnhagslega sjálfbært.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Neikvæðir vextir þýða að lánveitandi er að gefa pening. Borga þér fyrir að taka lán.
Það þýðir að það er kreppa, eða einhverskonar önnur bilun í hagkerfinu.
Ásgrímur Hartmannsson, 10.9.2019 kl. 20:54
Ásgrímur Hartmannsson, útskýrði málið að ofan - engu við það að bæta.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.9.2019 kl. 01:48
Það sem þér getur dottið í hug Einar.
Það er engin leiððrétting í gangi,það er einfaldlega verið að ræna sparifé almennings.
Aukið framboð af fé stafar ekki af auknum sparnaði gamla fólksins,enda er hann ekki að vaxa.
Ástæðan fyrir auknu lánsfé er gegndarlaus seðlaprentun en ekki aukinn sparnaður ,enda hefur almennur sparnaður nánast engin áhrif á framboð lánsfjárs.
Það er löngu búið að rjúfa þetta samhengi.
.
Staða almennings er því að verða stöðugt bágbornari.
Á aðra hönd höfum við ríkið með sína gæðinga sem stunda gegndarlausa ofurskattheimtu og á hina höndina höfum við auðmennina sem ræna sparifé okkar ef okkur tekst að öngla einhverju saman.
Líf skattheimtumannsins hefur aldrei verið auðveldara.
Þeim hefur nú tekist að telja stórum hluta almennings trú um að heimurinn sé að farast og fólk geti losað sig frá þeim örlögum með því að borga hærri skatta.
Nú geta þeir lagt á skatta að villd,enda vilja fæstir að heimurinn farist.
Borgþór Jónsson, 14.9.2019 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning