30.8.2019 | 23:23
Enn eitt ríkisgjaldþrot Argentínu -- Groundhog Day
Við lesningu á greiningum á ástandi Argentínu árin sem Macri hefur stjórnað frá 2015. Þá birtist mynd af landi er stóð efnahagslega á brauðfótum. Eftir niðurfærslu skulda, stóðu þær sannarlega í ca. 40% af þjóðarframleiðslu - mestu í eigu útlendinga, 70% í bandarískum dollurum.
--Hallarekstur ríkisins var mikill - rúm 30% íbúa taldist fátækir.
Argentina - the crisis in six charts
- Eins og sést, hallareksturinn brjálæðislega mikill.
Verulegur hluti halla-rekstrarins, stafaði af -- margvíslegum niðurgreiðslum á brýnum nauðsynjum, sem fyrri forseti frú Kirchner hafði sett inn.
Þær niðugreiðslur voru vinsælar -- en afar kostnaðarsamar fyrir ríkissjóð.
Macri skar þær nokkuð niður - það skapaði óvinsældir, hefur aukið nokkuð fátækt, minnkað neyslu. Þetta olli einnig nokkuð hækkaðri verðbólgu, því minnkaðar niðugreiðslur þíddi þær vörur hækkuðu í verði - og er hluti samdráttar í hagvexti þ.s. hækkanirnar bældu neyslu.
Hinn bóginn voru þetta samt - nauðsynlegar aðgerðir, því niðurgreiðslurnar voru stór hluti vandans, sem viðheldur skuldastöðu ríkisins í síhækkandi skulda-spíral, því endurteknum gjaldþrotum. Hagvöxtur búinn til - til skamms tíma þannig, er ósjálfbær auðvitað.
-----------------
Hinn bóginn bendir allt til þess að næst ríkisstjórn og forseti, muni hækkar niðurgreiðslurnar að nýju -- til þess að kaupa sér skammtímavinsældir, á kostnað ríkisins!
From Dry Run Election to Quasi Default :Opposition presidential candidate Alberto Fernandez told Dow Jones today that the country was in a virtual default and that he was unwilling to support the governments debt plan. By contrast, he would look to boost consumption and wouldnt ask permission from the IMF to do it.
Algerlega galin stefna, en vart hægt að sjá annað en að -- hraðinn á uppsöfnun skulda vaxi frekar við slíkar ákvarðanir.
- En þrátt fyrir nokkurn niðurskurð.
- Hafa skuldir ríkisins samt hækkað hratt undir Macri - standa nú nærri 90% af GNP.
--Eftir að hafa í rúm 40% við valdatöku - rétt að benda á að við fyrra gjaldþrot Argentínu kringum 2000, hafði stórfelld afskrift farið fram.
--Vextir á þessum skuldum voru líklega háir - vegna uppsafnaðs vantrausts.
Alveg mögulegt að það hafi kostað svipað miðað við þjóðartekjur að borga af þeim, eins og það kostar Ítalíu miðað við þjóðartekjur að borga af 130% skuldum þess lands. Það þarf einungis að vextir Argentínu séu 3-svar sinnum hærri að meðaltali.
Rétt að taka fram, að þ.s. mikið af þessu er í dollar -- skiptir gengisfall Pesósins um rúm 50% á sl. ári miklu máli í þessari hækkun skuldanna samanborið við landsframleiðslu.
Hinn bóginn, er viðvarandi hallarekstur að sjálfsögðu - stórum hluta hin ástæðan.
Þ.e. hallarekstur sem Kirchner tók í arf frá fyrri ríkisstjórn!
- Stórum hluta um það gengisfall, virðist hafa ráðið að á sl. ári hóf Seðlab.Bandar. að hækka vexti að nýju - eftir þeir höfðu staðið í núll um nokkurt árabil.
- Það hafi leitt til þess, fjármagn leitaði frá mörgum löndum - Argentína virðist hafa orðið verst úti.
--Þetta var óheppni fyrir Macri, ekki atriði sem hann gat stjórnað.
En auðvitað, þeir brauðfætur sem Argentína stendur á, viðvarandi hallarekstur og hættuleg skuldasöfnun, einnig stór ástæða fyrir því einnig -- af hverju fjárfestar misstu svo snöggt áhugann á Argentínu.
- Ef á að kenna Macri um e-h, er það að hafa ekki verið mun harðari í umbótum.
- Þær voru það varfærnar, að hallareksturinn hélt áfram vera mikill - skuldasöfnun samt hröð, en þó skar hann nægilega mikið -- til þess að fá marga íbúa upp á móti sér.
Hinn bóginn, sé ég ekki hvernig sú útkoma að Perónistar komist aftur til valda, standi án vafa við loforð að auka enn við halla-reksturinn.
--Geti leitt til annars, en -- enn eins messy þjóðargjaldþrots Argentínu.
- Málið er, Macri tekur við ósjálfbæru búi.
- Tekst ekki að snúa því við gera það sjálfbært.
Við tekur sá flokkur sem skapaði það ástand, og ætlar sér greinilega að kæra sig kollótta, þó landið sé kaffært eina leiðina enn -- miðað við svör forsetaframbjóðanda Perónista.
--Er allt Macri og AGS að kenna!
Greinilega ekkert athugavert við að keyra ríkissjóð á stórfelldum hallarekstri - viðhalda viðskiptahalla -- og ástandi er rökrétt leiðir fram, þjóðargjaldþrot ca. á 20 ára fresti.
- Útflutningurinn í dag virðist stærstum hluta vera maís og soija.
--Ekki lengur sem áður var, nautakjöt.
Land sem fær enga fjárfestingu að utan, á afar litla von.
Fast að virðist í fátæktargildru -- sjálfskapaðri.
Yfirlýsing Standard&Poors: Argentina Downgraded To 'SD' On Maturity Extension Of Short-Term Debt; Long-Term Issue Ratings Lowered To 'CCC-'.
This has immensely stressed debt dynamics amid a depreciating exchange rate, a likely acceleration in inflation, and a deepening economic recession. - The heightened vulnerabilities of Argentina's credit profile stem from the quickly deteriorating financial environment, the absence of confidence in the financial markets about policy initiatives under the next administration--elections are not until October--and the inability of the Treasury to roll over short-term debt with the private sector.
Þeir meta sem sagt skuldir Argentínu -- mjög viðkvæmar, líkur á því að endurgreiðsla fari ekki fram háar. Mér skilst að 100 ára skuldabréf Argentína seldi fyrir tveim árum -- standi nú í 40% af upphaflegu söluvirði.
Niðurstaða
Argentína land sem virtist einu sinni hafa allt með sér, eitt auðugasta land í heimi - í dag með 40% íbúa sem skilgreinast fátækir, verðbólgu eina ferðina á leið í að verða stjórnlaus. Hratt versnandi skuldastöðu vegna hallarekstrar sem ríkisstjórn sem líklega fellur fljótlega fékk í arf frá fyrri ríkisstjórn -- fyrir stjórnarflokkur tekur líklega aftur við, og virðist ljóst að sér einungis það sem lausn að auka enn hraðann á söfnun skulda með því að auka hallarekstur enn frekar. Miðað við orð frambjóðanda Persónista, ætlar hann að kenna fráfarandi forseta og AGS um allt -- og láta sem ekkert sé athugavert við brjálæðislegan hallarekstur.
Síðan má reikna með - er yfirvofandi gjaldþrot landsins fer fram, þá verði þjóðinni sagt að allt sé að kenna því vonda fólki sem keypti af argentínska ríkinu skuldabréf. Og auðvitað eina ferðina enn, verður þeim aðilum boðið -- að megnið af þeim bréfum verði afskrifuð.
--Mér virðist niðurstaðan sú, að aðilar eigi að hætta að fjármagna sukk stjórnvalda þessa lands, með kaupum þeirra bréfa - þó þau séu boðin gegnt háum vöxtum.
--En það virðist alltaf enda í næsta gjaldþroti ca. 20 árum síðar. Og eina ferðina enn verði þeir sem keyptu skuldabréf, snuðaðir að stærstum hluta um sína eign.
Ef enginn mundi kaupa, hvernig gætu Persónistar haldið sömu hringavitleysunni áfram?
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning