25.7.2019 | 14:39
Boris Johnson með skipun BREXITERA í helstu ráðherrasæti virðist gera HARD-BREXIT nær örugga útkomu, nema Boris fái harðan skell í nk. þingkosningum!
Flestir Bretlandi sem ræða um hinn nýja forsætisráðherra og ríkisstjórn hans, telja að Boris stefni líklega á þingkosningar fljótlega. Ástæðan er svo, Boris eins og May er líklegur að lenda í vanda með þingið. Eins og Boris sjálfur benti á í upphafsræðu sinnar, hafði þingið hafnað samningi May þrisvar. Hinn bóginn, er sannleikurinn sá að Boris gæti lent í nákvæmlega sama vandanum.
--Ef maður ímyndar sér þingmenn kjósi skv. sannfæringu sinni, þá virðist ekki meirihluti fyrir HARD-BREXIT, m.ö.o. að þingið mundi líklega hafna slíku boði ríkisstjórnarinnar.
--Eftir allt saman er það þingið sem er skv. breskri stjórnskipan -- sovereign.
Þannig hefur það verið frá 17. öld eftir borgarastríð milli konungssinna og þingsinna.
Hin nýja ríkisstjórn Bretlandseyja!
Chancellor of the exchequer Sajid Javid replaces Philip Hammond
Home secretary Priti Patel replaces Sajid Javid
Foreign secretary Dominic Raab replaces Jeremy Hunt
Brexit secretary Stephen Barclay (no change)
Business secretary Andrea Leadsom replaces Greg Clark
Leader of the Commons Jacob Rees-Mogg replaces Mel Stride
Defence secretary Ben Wallace replaces Penny Mordaunt
Health and social care secretary Matt Hancock (no change)
Justice secretary Robert Buckland replaces David Gauke
Chancellor of the Duchy of Lancaster Michael Gove replaces David Lidington
Transport secretary Grant Shapps replaces Chris Grayling
International development secretary Alok Sharma replaces Rory Stewart
Work and pensions secretary Amber Rudd (no change)
Culture secretary Nicky Morgan replaces Jeremy Wright
Housing secretary Robert Jenrick replaces James Brokenshire
Northern Ireland secretary Julian Smith replaces Karen Bradley
Scottish secretary Alister Jack replaces David Mundell
Welsh secretary Alun Cairns (no change)
Conservative party chairman James Cleverly replaces Brandon Lewis
Skerpir línurnar óneitanlega!
Fyrir þá sem vita ekki hvað svokallað - Backstop er: What is the Irish border backstop?.
Það eru ímsar ástæður af hverju ESB heimtaði þá útkomu.
- Ekki síst vegna þess menn hræðast hugsanlega að vandræðin svokölluð á A-Írlandi gætu snúið aftur, ef snögglega mynduðust -- hörð landamæri milli A-Írlands og Írlands.
- Backstoppið þíðir í fáum orðum, að landamærin myndast þess í stað milli A-Írlands og Bretlands.
- Hitt atriðið, engin tímamörk.
BREXIT-erar eru yfirleitt þjóðernissinnaðir. Þess vegna eru þeir mjög andvígir þessu atriði.
En það var sett inn skv. kröfu ríkisstjórnar Írlands, og nýtur skilst mér víðtæks stuðnings innan ESB. Rökin um hugsanlega hættu á nýju borgarastríði a.m.k. hluti ástæðu.
- Málið er að líklega eina leiðin til að losna við Backstoppið, er að Bretland fari út án samnings.
- Hinn bóginn, gæti sú útkoma leitt til nýrra átaka á A-Írlandi.
Fólk þarf að muna, að það var IRA (Irish Republic Army) fylking róttækra kaþólikka sem stóð stórum hluta fyrir þeim átökum. IRA hefur alltaf viljað A-Írl. hluta Írlands. Barátta IRA fyrst var sjálfstæði Írlands meðan það enn var undir Bretum - síðan er sjálfstæðinu fylgdi skipting Írlands, færðist barátta IRA yfir í baráttu fyrir sameiningu Írlands.
--Þess vegna er hætta klárlega á nýjum átökum í tilviki HARD-BREXIT.
Það virðist sennilegt IRA hefði samúð innan írska lýðveldisins eins og áður.
IRA fékk einnig oft stuðning frá Bandar. þ.e. Bandaríkjamönnum af írskum rótum.
--Þ.e. ekki sérdeilis ólíklegt að útkoman yrði átök að nýju.
- Þetta er a.m.k. hluti af hverju ESB líklega mun ekki samþykkja kröfu Borisar um afnám Backstoppsins.
Líklega fer Boris bónleiður til Brussel!
Sennilega þvingar niðurstaðan Boris til að halda þingkosningar!
En Boris líklega getur ekki komið HARD-BREXIT í gegnum núverandi þing!
Til þess að endurtaka ekki vandræði Theresu May, tekur hann líklega slaginn!
Þingkosningar sem ég met líklegri en ekki, yrðu lokatækifæri - Remainers!
Út frá sjónarhóli - Remainers. Er það ekki alslæmt að Boris hafi skipað eingöngu BREXITERA í sína ríkisstjórn. Vegna þess, að það skýri línurnar.
Kosningin snerist þá eingöngu um - HARD BREXIT eða ekki!
Yrði - de facto, ný þjóðaratkvæðagreiðsla um BREXIT þar af leiðandi.
Jeremy Corbyn hefur ekki a.m.k. enn tekist að draga skýrar línur um afstöðu síns flokks.
Þetta hefur leitt til þess að margir - remainers, vantreysta Corbyn.
Hinn bóginn gæti kosning orðið að risastóru tækifæri fyrir - Frjálslynda flokkinn.
--Margir störðu á kosningaútkomu svokallaðs BREXIT flokks í kosningum til Evrópuþings.
Færri tóku eftir því að -- Frjálslyndi flokkurinn var nr. 2 í kosningunni.
Síðan er rétt að taka fram, miklu færri greiddu þá atkvæði, en munu greiða atkvæði í kosningum til breska þingsins.
- Sú kosning gæti samt bent til þess, að Frjálslyndi flokkurinn gæti komið mjög sterkt inn. Þegar maður gerir ráð fyrir að - Remainer kjósendur flokkist um hann.
- Margir gleyma því að þjóðaratkvæðagreiðslan fór 48% gegn.
Þá vissu kjósendur ekki nákvæmlega hvað þeir mundu fá út úr viðræðum við ESB.
Það virðist a.m.k. einhverjar líkur á, að þegar kjósendur standa frammi fyrir -- harðri lendingu út úr ESB, að einhverjir skipti um skoðun.
- Kosningin gæti því orðið mjög söguleg, hvort sem Boris mundi vinna eða tapa.
- Því í báðum tilvikum gæti Frjálslyndi flokkurinn endað með flr. þingmenn en Verkamannaflokkurinn.
--Vegna þess sem ég geri ráð fyrir verði - hópun Remainer kjósenda um Frjálslynda!
--Þetta væri lokatækifæri þeirra kjósenda að snúa málinu við.
Segjum að - jaðarmöguleiki gæti verið óvæntur sigur Frjálslyndra yrði það stór.
Að hægt væri að mynda - remainer ríkisstjórn.
--Það væri áhættan sem Boris tæki.
Segjum að Boris mundi tapa.
Þá mundi væntanlega ekki blasa við honum löng formannstíð.
--Boris skv. því legði allt undir!
Niðurstaða
Ég held þrátt fyrir allt sé HARD-BREXIT nú mun líklegri en ekki, þó sú útkoma sé ekki fullkomlega örugg. Vegna þess að Boris líklega geti ekki treyst á að fá þingmeirihluta fyrir því sem væntanlega yrði tillaga til þingsins frá stjórninni að taka Bretland út úr ESB án samnings - þannig að sú tillaga fengi brautargengi. Vegna þess að Boris líklega vill ekki verða Theresa May - taka 2. Þá held ég að Boris fari fljótlega í þingkosningar.
--Í tilraun til að fá fram þing sem tilbúið væri að samþykkja HARD-BREXIT.
Þá yrði kosningin í reynd að annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um BREXIT.
En það mál mundi algerlega í þeirri kosningu skyggja á allt annað óhjákvæmilega.
Ég reikna með því sem líklegu, að svo afdrifarík yrði sú kosning, að flokkakerfið á Bretlandi mundi riðlast. Líklega verða svokölluð -new alignment- kjósenda um Frjálslynda Flokkinn.
- Það yrði þá eina áhugaverða spurningin, hversu góða kosningu sá flokkur mundi fá, þegar ég geri ráð fyrir að - remain kjósendur mundu safnast um þann flokk.
--Möguleikinn er sennilega þó einungis jaðarmöguleiki, að svo góða kosningu fengi hann að stefnan um BREXIT byði hnekki.
--Bendi á, að ef svo færi - hefði þá sá flokkur skýrt umboð til að keyra fram slíka stefnu.
Allt yrði þá undir í þeirri kosningu, fyrir Boris - hans persónulega pólitíska líf.
Ef hann vinnur, færi HARD-BREXIT fram!
--Þ.e. sennilega til muna líklegri möguleikinn, þó hinn sé til staðar samt sem áður!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:48 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning