23.7.2019 | 10:25
Ákvarðanir Írans merkilega hugrakkar, Bretar klárlega settir í sinn stað með tit for tat töku Írans á bresku skipi!
Flestir ættu að vita sl. föstudag tók Íran olíuflutningaskip í mynni Persaflóa sem sigldi undir bresku flaggi - Íranar fara ekkert leynt með að taka skipsins er svar við töku Breta nokkru á undan á írönsku olíuflutningaskipi við Gibraltar af breskum sjóliðum.
--Mér finnst þessi íranska aðgerð sýna að stjórnin þar virkilega gefur ekki eftir þumlung.
--Síðan auðvitað er Bretland í veikri stöðu, einungis fölur skuggi af því veldi sem Bretland einu sinni var!
Taka breska skipsins er augljóslega auðmýkjandi, það er í reynd ekkert sem Bretland getur gert í stöðunni nema semja við Írana!
Bretar virðast hafa vanmetið líkleg viðbrögð Írana er íranska skipið var tekið á leið inn á Miðjarðarhaf þarna á undan!
There was an underestimation about what the consequences of this would be and the inevitability of an Iranian reaction, - said Sir John Sawers, the former chief of MI6, the UKs secret intelligence service - This was bound to be seen in Iran as an action in support of US sanctions against Iran rather than in support of EU sanctions against Syria.
Maður veltir fyrir sér hæfni þeirra sem tóku þá ákvörðun í Bretlandi, að hafa ekki séð fyrir þau afar sennilegu viðbrögð Írans, að taka skip á móti.
Mótbárur Breta að tilgangur hafi verið að stoppa skipið frá því að fara til Sýrlands - sem liður í refsiaðgerðum Evrópusambandsins; voru töluvert veiklaðar eftir yfirlýsingu utanríkisráðuneytis Spánar á þann veg - Bretar hefðu tekið þá ákvörðun eftir beiðni frá Bandaríkjunum.
The priority now has to be to find a negotiated way out with both tankers being released, -- Sir John said.
- Ég sé ekki hvaða aðra leið Bretar geta farið - ef eins og þeir halda fram maður tekur það alvarlega sem þeir segja, þeir vilji ekki stríð við Íran, þvert á móti hafi áhuga á að draga úr spennu!
- Þannig séð, gæti atburðarásin orðið að tækifæri til þess fyrir bresk yfirvöld, ef þeim raunverulega er alvara þar um - þ.e. hefja tilraunir til spennu-slökunar, með því að ræða við Írana um skipti á skipum.
- Síðar mætti hugsa sér, ef skipti fara með velheppnuðum hætti fram, að Bretar ef þeir vildu gætu leitt tilraun til viðræðna milli hugsanlega Bandar. og Írans.
Hinn bóginn má velta fyrir sér tilgangi Bretlands í tillögu til Evrópusambandsins, þ.s. ESB er hvatt til þess - að taka þátt í aðgerð til að bæta þ.s. kallað er öryggi sjófarenda við Persaflóa -- sem vart yrði gert með öðrum hætti en ESB aðildarlönd önnur en Bretland mættu með herskip á svæðið: UK calls for European alliance to guard Gulf shipping.
- Ef ég væri ráðamaður í helstu löndum sambandsins, þá mundi ég óttast þann möguleika að slík aðgerð leiddi til þess, að ESB yrði dregið inn í spennu-ástandið á svæðinu með hætti sem Íranar mundu líklega líta, stuðning ESB við aðgerðir Bandaríkjanna!
--Bandaríkin vilja ólm fá ESB lönd í það lið! - Það tónar frekar sem bresk tilraun til slíks, en hugmynd að spennu-slökun.
Saeed Laylaz, a reformist analyst of Irans political economy. -- Britain has a new Iran strategy and is so far the only country which has in practice got involved in helping the US aggression gainst Iran, -- We had no choice but to react and remind Britain that this is not 1953
Ég held það geti verið töluvert til í þessu, að Íranar hafi þannig séð -- sýnt Bretum að þeir séu ekki heimsveldi lengur.
Bretar hafa nú skýrt val, þ.s. engin aðgerð sem ekki mundi færa spennuna á miklu mun hærra stig er möguleg, til að ná skipinu aftur.
Þannig ef Betum er alvara með því að vilja draga úr spennu, eins og þeir sjálfir segjast vilja, þá er valið skýrt -- þeir þurfa að semja um málið við Írana!
--Þetta er vissum hætti pattstaða, Íran getur einungis þrýst á Breta um að sleppa íranska skipinu, með þessari aðferð -- Bretar sjálfir geta í reynd ekkert gert Íran er mundi ekki leiða líklega beint til stríðs.
Niðurstaða
Það er ekkert sem við á Íslandi getum annað gert en að fylgjast með fjölmiðlum. Ég ætla enn að halda mig við þá spá -- stríð sé ólíklegt!
--Þeir einu er gætu grætt á slíku stríði, væru olíuríki önnur en Íran og Írak.
--En olíuverð færi í hæstu hæðir.
Bandaríkin sjálf líklega mundu tapa stórfellt á því að hefja slík átök, þ.s. ég er þess fullviss Íranar mundu ekki gefast upp, Íran er nærri eins fjöllótt og Afganistan en miklu fjölmennara, auk þess að enginn vafi geti verið að Pútín mundi smygla vopnum til Írans, Kína væri einnig líklegt til að styðja Íran.
Algerlega viss, Bandaríkin mundu aldrei hafa úthald í stríð á þeim skala lengi, þ.e. Lýbanon þ.s. Hesbollah væri með, Sýrland þ.s. Hesbollah og Íran er einnig þar með herlið, Írak þ.s. fjölmennir vopnaðir Shíta herflokkar mundu ganga í lið með Íran, og auðvitað Íran.
Útkoman mundi fyrir rest verða Bandar. hrökkluðust brott eftir mikið mannfall, ótrúlegan kostnað og fullkomlega hruninn orðstír!
Ég held að Íranar átti sig á þessu, að þrátt fyrir allt séu Bandaríkin ólíkleg að hefja stríð -- sem líklega skýri hugrakka stefnu Írans! Að Íran gefur ekki eftir þumlung.
Heilt yfir verður maður að líta svo á að Bretar hafi farið heimskulega að.
Og Íran hafi sýnt Bretum hversu veik þeirra staða sé raunverulega!
Þrátt fyrir allt er þó stríð mögulegt, mann grunar Bolton vilji stríð - Pompeo kannski einnig; en ég er nokkuð viss að Donald Trump ætlar sér ekki í stríð.
--En hann sé að spila samt sem áður hættulegan leik, með því að fara svo langt eftir vilja Saudi-Araba og Ísraela í málinu -- hann gæti misst stjórn á atburðarásinni, ein röng ákvörðun er allt og sumt!
Dómur sögunnar yrði harður ef hann leiddi Bandar. inn í slíkt stríð.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef Íran gæti orðið sér út um S-400 loftvarnarkerfi, þá ná Banaríkjamenn ekki að tryggja sér yfirburði í lofti, þannig að það getur orðið algjört lykilatriði fyrir þá að verða sér út um slíkar græjur. Jafnvel nýju F-35 hafa ekkert í slík tæki að gera.
Svo virðist sem Bandaríkjamenn séu jafnvel að tapa í hinu alþjóðlega vopnakapphlaupi, vegna S-400.
Sveinn R. Pálsson, 24.7.2019 kl. 11:53
Íranar líta á þetta þannig, að stríð sé skollið á nú þegar, vegna viðskiptaþvingana Bandaríkjamanna. Þó svo að Evrópa sé ekki þátttakandi, þá geta Evrópsk fyrirtæki ekki verslað við Íran vegna afleiðinga gagnvart Bandaríkjunum. Þannig er tjón Írana mikið á hverjum degi og þeir verða að gera eitthvað, til að koma hreyfingu á þessa stöðu. Þeir eru dæmdir til að tapa ef ekkert breytist.
Sveinn R. Pálsson, 24.7.2019 kl. 12:04
Sveinn R. Pálsson, loftvarnarkerfi eitt og sér er ekki nóg - þú talar eins og þú hafir aldrei heyrt um "radar-jamming" en Bandaríkjamenn hafa gríðarlega öfluga tækni í því einmitt trufla/rugla radara - S400 kerfið hefur öfluga radara, þ.e. bæði styrkleiki og veikleiki, þ.s. radarinn er einnig - akkílesarhæll kerfisins. Þ.e. ef þér tekst að trufla hann nægilega með öflugum -radar truflurum- þú getur treyst því Bandar. mundu mæta með sína öflugasta truflara búnað. Þá verður radarinn - blindur og þá loftvarnarflaugarnar snarlega gagnslitlar.
Íran þarf líka öflugar orrustuvélar, þær geta t.d. ráðist að flugvélum er bera truflunar-búnað. En öflugustu truflunar-vélarnar sem Kanar eiga, eru í reynd farþegar-vélar sem hafa verið búnar gríðarlega öflugum búnaði til þess að trufla öll - elektrónísk kerfi.
--Svokallaðar -- ELINT vélar. Lestu um -- ELINT flugvélar.
--Þá væntanlega þegar Ísraelar gera árás, eru t.d. tvær vélar í hópnum með truflunarbúnað, þ.s. truflunarbúnaður gerir einmitt er að trufla radarinn, gera honum erfitt með að ná miði á þær vélar sem eru á leiðinni.
--Ísraelar afar sjaldan missa flúgvél í þessum leiðöngrum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.7.2019 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning