19.7.2019 | 19:08
Er Trump að endurtaka mistök þeirra sem 2016 töpuðu fyrir Trump?
Gætu Demókratar leikið svipaðan leik of Trump 2016? Bendi fólki á að Trump varði tiltölulega litlu fé í sína kosningabaráttu. En hann græddi hroðalega mikið á því að vera stöðugt umdeildur -- stöðugar árásir andstæðinga hans fyrst innan Repúblikanaflokksins, sem töldu sig stöðugt þurfa svara honum.
--Leiddu til þess Trump stöðugt var forsíðufrétt helstu fjölmiðla frá því framboð hans hófst þar til hann hafði sigur innan Repúblikanaflokksins.
Rashida Tlaib, Ilhan Omar, Alexandria Ocasio-Cortez, Ayanna Pressley
Kenningin í dag mynnir mig á kenningu hópsins sem réð Bandaríkjunum 2016!
Mér finnst í samhengi við það sem ég man varðandi umræðuna 2016 - skemmtilegt hvernig umræðan nú gegn konunum fjórum, sem Donald Trump sjálfur leiðir virðist snúast um að þær séu hættulegar öfgakonur!
Donald J. Trump@realDonaldTrump When will the Radical Left Congresswomen apologize to our Country, the people of Israel and even to the Office of the President, for the foul language they have used, and the terrible things they have said. So many people are angry at them & their horrible & disgusting actions!
Donald J. Trump@realDonaldTrump If Democrats want to unite around the foul language & racist hatred spewed from the mouths and actions of these very unpopular & unrepresentative Congresswomen, it will be interesting to see how it plays out. I can tell you that they have made Israel feel abandoned by the U.S.
Donald J. Trump@realDonaldTrump So sad to see the Democrats sticking up for people who speak so badly of our Country and who, in addition, hate Israel with a true and unbridled passion. Whenever confronted, they call their adversaries, including Nancy Pelosi, RACIST. Their disgusting language.....
Málið er að ég held að það sé langt í frá ómöguleg fyrir eina þeirra að vinna gegn Trump, t.d. Ocazio-Cortes!
- Það sem Trump gerir þeim greiða með, er að hann vekur athygli á þeim -- bendi fólki á að ryfja upp, hvernig Trump sjálfur græddi alltaf virtist á umræðu andstæðinga hans bæði innan Repúblikana flokksins og utan um hann sjálfan Trump sem hættulegan öfgamann.
- Andstæðingar Trumps, með því sjálfir stöðugt tala um hann -- tryggðu Trump gríðarlega mikið af umfjöllun; m.ö.o. ókeypis auglýsingu.
- Trump þótti langt í frá sigurstranglegasti frambjóðandinn, er hann hóf baráttu fyrir útnefningu Repúblikanaflokksins.
- Hann var talinn - jaðar innan flokksins, og andstæðingar virtust framan af stórfellt vanmeta hann.
--Í krafti þeirrar sannfæringar, að kjósendur mundu flykkjast um miðjuna í flokknum.
En málið er að Trump sjálfur -- hefur um margt radikaliserað umræðuna innan bandarísks samfélags!
Ég meina, hann hefur ekki einungis þétt raðir tiltekinna skoðanahópa um Repúblikanaflokkinn, hann hefur á móti -- þjappað hverjum sem er andvígur þeirri stefnu einnig gegn honum.
Nýlega benti ég á hvernig Trump hefur gert bandalag við þá hópa sem grafa undan Roe&Wade, úrskurður sem löggildi fóstureyðingar þvert yfir Bandaríkin: Sama tíma fóstureyðingar hafa verið gerðar að algerum rétti kvenna skv. ísl. lögum - vinnur fjöldi fylkisstjórna í Bandaríkjunum að algeru banni þeirra!.
--Með því hefur Trump tryggt sér algeran stuðning hópa sem fylgja þeirri línu.
--En málið er, að allir sem eru á hinum kanntinum - munu án vafa hópast um kandidat sem rekur hina stefnuna!
Roe&Vade sbr. fóstureyðingar innan Bandaríkjanna: Mig grunar að ef e-h er, séu sennilega ívið fleiri kjósendur innan Bandar. er styðja Roe&Vade en eru andvígir afleiðingum þess úrskurðar.
--Ég held ég geti tekið það sem algerlega víst, að konurnar fjórar eru á öfugri línu móti Trump í því máli -- það sé deila sem skeki allt bandar. samfélag, því muni margir sem munu mæta á kjörstað til að kjósa sérhvern þann sem tekur annan hvorn málstaðinn.
Global Warming: Kannanir sýna meira að segja meirihluti Repúblikana er sammála því, að hnattræn hlýnun af mannavöldum sé raunveruleiki og samtímis stórhættuleg fyrir mannkyn allt. Hinn bóginn, er sú afstaða mjög dreifð eftir aldurshópum, mikill meirihluti yngri hópa í báðum flokkum nú sammála um það megin-atriði. Meðan stór hluti eldri kjósenda sem enn halda í hina afstöðuna hafa hópast um Trump.
--Punkturinn er sá, að ég held að það megi treysta því að sérhver kvennanna fjögurra muni taka það mál upp, Ocasio-Cortez hefur komið fram fyrir skjöldu sem mjög eindreginn talsmaður aðgerða innan Bandaríkjanna, vægt sagt umdeilt plan sem hún hefur varpað upp sem hugmynd.
Þetta er að sjálfsögðu ekki -- jaðarmál.
Í þssu tilviki -- væri Trump greinilega með afstöðu á skjön við stóran meirihluta bandar. kjósenda líklega nú orðið í dag.
Skipting tekna/skattamál: Skattabreytingar og niðurskurðarákvarðanir teknar í tíð Trumps, hafa frekar en hitt víkkað tekjubil sem hluti þeirra sem greiddu Trump atkvæði sitt, verkafólk er áður hafði kosið Obama - sem sá hópur var hefur verið óánægður með. Fyrir utan þetta, hefur Trump skorið niður fé til margvíslegra millifærsla af skattfé sem ætlað var/er að bæta stöðu lægri tekjuhópa - sbr. opinber framlög til styrkja fyrir börn fátækra barna til mennta, framlög til matarstyrkja voru skorin niður í stórri kaldhæðni ekki fyrir löngu gumaði DT af því að færri en áður hefðu þegið slíka styrki sem lét í skína að væri jákvæð frétt en ekki af völdum niðurskurðar framlaga, ekki má gleyma framlögum sem Trump skar af alfarið sem var mótgreiðsla ríkisins styrkur til fólks með litlar tekjur til kaupa heilbrigðis-trygginga.
--Fyrir þetta væntanlega hefur Trump nú mjög lítinn trúverðugleika hjá verkafólki með tiltölulega lágar tekjur, eða ætti að hafa þ.s. margvíslegar ákvarðanir hans hafa skaðað þeirra stöðu.
Demókratar ættu að hafa möguleika á að ná þessum kjósendum aftur.
- Málefni Ísraels sé ég ekki sem sennilegt stórt kosningamál, vegna þess að sömu evangelistarnir sem líklega þegar kjósa Trump sama hvað á gengur, kjósa hann hvort sem er burtséð frá öllu öðru sem á gengur líklega.
Niðurstaða
Punkturinn í þessu er sá, að ég skynja sambærileg viðhorf að mér virðist nú frá núverandi ráðandi Repúblikönum, þ.e. þá hugmynd að andstæðingar muni smala atkvæðum til þeirra.
Sem greinilega voru til staðar meðal Demókrata 2016 og andstæðinga Trumps innan Repúblikanaflokksins, er þeir trúðu nokkurn veginn allir með tölu að eindregin afstaða Trumps til margra mála mundi smala atkvæðum þeirra veg!
Mig grunar að eins og menn vanmátu Trump - gæti Trump verið að vanmeta þá andstæðinga sem hann er nú greinilega sjálfur að skilgreina.
Bendi aftur á hvernig Trump græddi alltaf á - controversy - því að vera umdeildur, að stöðugt var deilt á hann af öðrum frambjóðendum innan flokksins og utan.
Ég er ekki á því að útlendingamál verði eins öflug fyrir Trump 2020 eins og 2016, hann hafi fengið sitt tækifæri til að gera eitthvað, rökrétt á þá von á spurningu á móti, hvað hann hefur verið að gera sl. 4 ár.
Alls ekki von á að Ísrael skipti einhverju verulegu máli í kosningabaráttunni, því sama fólk sem það mál skipti máli -- kjósi DT hvort sem er af annarri ástæðu.
En stór mál muni hafa mikil áhrif.
- Roe&Wade, afstaða til fóstureyðinga grunar mig komi til að lita kosningabaráttuna, en Bandaríkjamenn klofna fullkomlega í fylkingar í því máli og hitinn í umræðunni er óskaplegur -- við erum að tala um gagnkvæma fyrirlitningu sem slær nærri hatri. Þetta er auðvitað stórt mál fyrir konur, og ef ein ofangreindra kvenna væri frambjóðandinn - mundi afstaðan með fóstureyðingum vera ákaflega eindregin.
--Klárlega meginstraums deila, ég hugsa málið geti verið það heitt núna að fólk muni hópast um frambjóðendur hvorum megin - burtséð frá öllum öðrum málum. - Hnattræna hlínun af mannavöldum er einnig að mig grunar orðið það stórt mál, að margir muni kjósa hvaða demókrata-frambjóðanda burtséð frá hver væri í boði nærri því, ef sá hefur eindregna afstöðu um að Bandaríkin og mannkyn þurfi að gera meira, miklu meira. Það sé enginn vafi að sérhver kvennanna fjögurra hafi þesskonar afstöðu.
--Klárlega er víð gjá yfir til Trumps sem allir ættu vita að er efasemdarmaður. Sannarlega meginstraumsmál. - Auðvitað skattamál og málefni tekjudreifingar - klassísk vinstrimál. Konurnar fjórar eru auðvitað með mjög ólíkar skoðanir á skattamálum við Trump og auðvitað á því að hvaða marki ríkið á að eða ætti að styðja við fátæka. Ég hugsa að Demókratar ættu að ná aftur atkvæðum sem Obama hafði en fóru yfir til Trumps - vegna þess hvernig skattabreytingar hans hafa komið út, og vegna þess hvernig hann hefur skorið niður fjármagn til velferðarmála til tjóns fyrir þá sem eru í lægri tekjuhópum.
Heilt yfir er grunur minn, að vinstrisinnaður Demókrati ætti í raun að hafa ágæta möguleika gegn Trump -- þó Trump tali digurbarklega, held ég að Trump sé að beina sjónum sínum að þessum konum, vegna þess að hann skynjar líklega hættuna fyrir sig persónulega af þeim.
Þó hann tali út á við með þeim hætti, hann vonist til að mæta þeim - Demókratar ættu enga möguleika, o.s.frv.
--Þá sé hann líklega að segja þetta, til þess að sannfæra Demókrata til að trana þeim ekki fram, því hann viti að þær mundu ógna honum.
Hann vilji vinna!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 857482
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tímabært að benda þér á að þær eru ekki í framboði. Trump á eftir að rúlla Biden upp og þessar ruglukerlingar eru blettur á bandaríkjaþingi.
Guðmundur Böðvarsson, 20.7.2019 kl. 22:56
Demmarnir eiga ekki nokkurn sjans það af er að skáka Trump.
Halldór Jónsson, 21.7.2019 kl. 12:30
"Fimm þeirra stjórnmálamanna sem keppast um að verða forsetaefni demókrata á næsta ári gætu lagt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að velli samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar.
Joe Biden fyrrverandi varaforseti og Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður mælast með mikið forskot á forsetann. Þrír frambjóðendur til viðbótar mælast lítið eitt sterkari en Trump en þó innan skekkjumarka.
Fox News fréttastofan birti í dag niðurstöður skoðanakönnunar. Þar var fólk spurt hvern það myndi kjósa sem næsta forseta. Fólk var beðið að velja á milli Trumps og hvers og eins þeirra sem mest fylgis njóta af frambjóðendum demókrata.
Um 49 prósent sögðust myndu velja Joe Biden ef slagurinn stæði milli hans og Donalds Trumps. Samkvæmt því fengi Trump 39 prósent atkvæða. Ef baráttan stæði milli Trumps og Bernie Sanders hefði Sanders betur með 49 prósentum atkvæða gegn 40 prósentum."
Þorsteinn Briem, 21.7.2019 kl. 13:42
Guðmundur Böðvarsson, framboðsfrestur er langt í frá liðinn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.7.2019 kl. 04:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning